Morgunblaðið - 21.06.2007, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 21.06.2007, Qupperneq 43
Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 43 Upp á palli, inn í tjaldi, út í fljóti, vonandi skemmtið’ ykkur illa drukkin, inn í skógi, hvar er tjaldið? Vonandi skemmtið’ ykkur vel. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is TÓNLISTARHÁTÍÐIN á Glast- onbury í Englandi fer fram um helgina og Hróarskelduhátíðin í Danmörku er á næsta leiti. Fjöldinn allur af Íslendingum leggur leið sína á þessar hátíðir, sem og aðrar svipaðar, ár hvert en að mörgu er að huga áður en lagst er í tjaldútilegu á erlendri grund. Eindregið er mælt með að í ferðatöskunni sé útbúnaður sem geri bæði ráð fyrir brakandi sól sem og úrhellisrigningu því eins og ferðalangar vita getur verið allra veðra von á hátíðum sem þessum. Veðurspá bendir reyndar til að votviðrasamt geti verið á Glast- onbury í ár og því eins gott að vera við öllu búinn því rigningin getur leikið fólk og farangur ansi grátt. Fyrir tveimur árum gerði slíka úr- hellisrigningu að eðlilegur mán- aðarskammtur af rigningu féll á svæðið á tveimur klukkustundum. Til að koma í veg fyrir að það ástand endurtaki sig hafa ráða- menn hátíðarinnar komið á fót sér- stöku kerfi sem á að sjá til þess að regnvatn renni eftir þartilgerðum rennum til sjávar. Það er spurning hvort búnaðurinn komi til með að virka en það er vissara að vera með allan nauðsynlegan útbúnað í far- teskinu. Hlutir sem við mælum með að þú takir með: Hreinir sokkar – Þegar búið að er að vaða drullusvaðið í hné heilan dag er fátt huggulegra en að bregða sér í mjúka og hreina sokka inní tjaldi... það er ef tjaldið er ekki farið á flot og farangurinn með! Svartir ruslapokar – Til margra hluta nytsamlegir. Hægt er að nota þá sem lak ef tjaldbotninn blotnar. Einnig er hægt að klippa á þá göt og nota sem regnstakka. Þá nýtast þeir sem ferðatöskur, svefnpokar, höfuðföt, kamar (!) og að sjálfsögðu ruslapokar í lok ferðar. Til gamans má svo renna sér um í drullusv- aðinu á pokunum góðu. Einnig er sniðugt að hafa plastpoka undur myndavélar, snyrtidót, þurru sokk- ana...já og bara allt sem þú vilt ekki að verði gegnsósa í vatni. Regnföt – Hlífðarföt sem halda vatni og vindum, það þarfnast ekki útskýringar. Sólarvörn – Sólarleysið hér á Fróni er þess oft valdandi að Ís- lendingar leggjast grimmt í sólböð þegar á erlenda grund kemur. Best er þó að fara varlega enda fátt verra en sólbruni. Góða skapið – Þetta er auðvitað elsta klisjan í bókinni en þegar ferðalangar lenda í því að vaða drulluna uppí handarkrika til að reyna að finna restina af farangri sínum á floti skemmir örlítið jafn- aðargeð ekki fyrir. Vítamín – Holl og næringarrík fæða vill oftar en ekki sitja á hak- anum í slarkinu. Best er því að byrja daginn á að skola niður vít- amíni til að gera sig kláran fyrir átök dagsins. Ekki er endilega mælt með að skolað sé niður með bjór. Í því samhengi má einnig mæla með því að bjór sé ekki tek- inn með á áfangastað. Ekki vegna þess að bjór sé ónauðsynlegur á útihátíðum erlendis. Staðreyndin er einfaldlega sú að mjöðurinn er nær undantekningalaust ódýrari á er- lendri grund og því óþarfi að burðast með hann í ferðatöskunni. Tjald – Með góðum botni. Mælt er með að tjalda ekki á lægsta punkti svæðisins. Það á kannski ekki við í Flatlendinu í Danmörku en Glastonbury er í dal þar sem vænlegra er að tjalda ekki þar sem allt vatn rennur að ósi. Þess má geta að gestum gefst kostur á að skilja tjöldin sín eftir og gefa úti- legubúnað sinn til verkefnis sem nefnist Give Me Shelter (Veittu mér skjól). Útbúnaðurinn er sendur til þurfandi fólks í Botswana og Sri Lanka. Tónleikadagskrá – Þrátt fyrir gleði og glaum er tónlistin þunga- miðja hátíða af þessu tagi. Gott er að hafa yfirsýn yfir þá tónleika sem í boði eru, hvar þeir eru og klukkan hvað. Hófleg bjartsýni er best í áætlanagerð. Ekki er mælt með að ætla sér of mikið á stuttum tíma. Leiðarvísir bakpokaferðalangsins  Glastonbury-tónlistarhátíðin sett á morgun  Spáð er úrhellisrigningu á svæðinu Morgunblaðið/Árni Torfason Hróarskelda 2004 Þessir gleymdu líklega svörtu ruslapokunum heima. Allra veðra von Fyrirsætan Kate Moss var léttklædd í blíðunni á Glastonbury árið 2004… …en Keira Knightley pakkaði blessunarlega stígvélunum sínum á sömu hátíð ári síðar. Reuters Allt á floti! Úrhellisrigning einkenndi Glastonbury-hátíðina 2005. ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Nú er rétti tíminn til að kaupa SENTINEL garðtraktor Á BETRA VERÐI! 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 76 cm sláttubreidd, afturkast 5 hraða skipting, grassafnari. 199.000,- 18 ha Briggs & Stratton mótor 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast 5 hraða skipting, grassafnari. 279.000,- 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast 5 hraða skipting. 169.000,- 15,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 209.000,- 17 ha Briggs & Stratton mótor 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 239.000,- 18 ha garðtraktorinn er með stýri á öllum hjólum. Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á síðustu sætunum til Montreal 28. júní. Þetta er einstakt tækifæri til að njóta lífsins í þessari stórkostlega spennandi borg. Það er frábært að skoða sig um, versla og njóta lífsins í Montreal; fallegar byggingar, endalaust úrval verslana og veitingastaða og hagstætt verðlag. Gríptu tækifærið og smelltu þér til Montreal og njóttu þess sem þessi spennandi heimsborg hefur að bjóða. 2 fyrir 1 til Montreal Kanada frá aðeins kr. 19.990 Allra síðustu sætin Verð kr. 19.990 Netverð á mann. Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 28. júní. Munið Mastercard ferðaávísunina

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.