Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 49 TÓNLIST Laugardalshöll Air  Kate Havnevik hitaði upp. Þriðjudaginn 19. júní. Kl. 20 UNDIRRITAÐUR sótti tónleika með Air í Lundúnum fyrir þrem- ur árum. Sveitin sem hitaði upp á þeim tónleikum var með þeim leiðinlegri sem ég hafði heyrt í á sviði og eftir nokkur lög kaus ég svefninn fram yfir Joy Zipper frá Bandaríkjunum. Það hefði ég einnig betur gert á tónleikum Air í Laugardalshöll á þriðjudag. Hin norska Kate Havnevik hitaði upp með nokkrum lögum og reyndi eftir fremsta megni að líkjast Björk eins og hún hljómaði fyrir tíu árum, en lögin hljómuðu frem- ur eins og Enya að rembast við að vera svöl og í takt við tímann. Að undanskildum nokkrum óreglulegum og hávaðasömum sekúndum sem komu við Warp- taugina í mér, var fröken Havne- vik á villigötum. Air stóðu sig ekki nógu vel heldur. Í fyrsta lagi var eins og sveitin væri illa æfð; á heildina lit- ið var flutningurinn alls ekki þétt- ur og hrynjandi í hljóðfæraleik ábótavant. Í öðru lagi var hljóð- blöndun skrítin, trommur yfirleitt alltof framarlega og aldrei tókst að koma skikki á hljóm rafmagns- bassans – en bassi er í algjöru lykilhlutverki í tónlist Air. Í þriðja lagið var lagalistinn dóna- lega stuttur; eftir þrjú lög af hverri breiðskífu kvaddi sveitin til þess eins að koma aftur í tvígang og flytja í fyrra skiptið tvö lög og síðan eitt lag að skilnaði. Fyrir sveit sem á fjórar breiðskífur, marga smelli, vel þekkta stutt- skífu og vinsæla kvikmyndatónlist að baki, þykja mér tólf lög fyrir uppklapp ansi rýr uppskera. Ég fékk því á tilfinninguna að upp- klappið væri fremur til að fólkið í salnum fengi það sem það taldi sig hafa borgað fyrir heldur en að það stafaði af einskærum fögnuði. Yfirleitt brugðu Air ekki mikið út af útsetningunum sem eru á plötunum og stundum voru þær talsvert lakari. Eitt besta lag Air frá upphafi, „Run“ af Talkie Wal- kie, virkaði t.a.m. stefnulaust og óspennandi á tónleikunum og sama má segja um misheppnaðan flutning á „Don’t Be Light“. Það var samt helst í lögunum af 10.000 Hz Legend sem mátti heyra eitthvað nýstárlegt. Flutn- ingurinn á „People in the City“ um miðbik dagskrárinnar var há- punktur tónleikanna og sömuleiðis fyrsta lagið sem fékk mann til að gera sér grein fyrir því að þetta væru raunverulega tónleikar, með raunverulegum lifandi verum að flytja tónlistina. Í því lagi kynnti sveitin einnig til leiks falleg ljós í bakgrunni sem minntu á stjörn- urnar á Moon Safari-geisla- disknum. Eftir uppklappið lá leiðin sem betur fer upp á við, fallegur flutn- ingur á „Alone in Kyoto“ og skemmtilega frjálsleg útgáfa af „La Femme d’Argent“ (sem varð þó vondum hljómi að bráð) bjarg- aði tónleikunum fyrir horn. Auð- vitað var erfitt að láta sér leiðast – Air hafa vissulega mjög sterkt safn laga á bak við sig – en í sömu mund var alveg jafnerfitt að telja sér trú um að tónleikarnir hefðu heppnast vel, því þeir hefðu augljóslega getað verið svo miklu betri. Air vissu upp á sig sökina, feginleikinn þegar kurteisir ís- lenskir áhorfendurnir (bestu áhorfendur í heimi) klöppuðu fyr- ir sveitinni leyndi sér ekki. Þeir brostu vandræðalega og hneigðu sig fullir auðmýktar, og gott ef Jean-Benoit hvíslaði ekki að Nicolas: „Þau tóku þá kannski ekki eftir því hvað við vorum slappir?“ Atli Bollason Ansi rýr uppskera Stöllur Þær Rúna Sigurðardóttir, Anna Moisfeeva og Aldís Leif Hermannsdóttir létu sig ekki vanta í Höllinni. Air Þeir Nicholas Godin og JB Dunckel léku nokkur af sínum vinsælustu lögum í Laugardalshöll. Fjólublátt Ljóshafið á tónleik- unum var einkar viðeigandi undir tónum Air. Morgunblaðið/Sverrir Á uppleið Hin norska Kate Havnevik hitaði upp fyrir Air en hún er nýkomin af Bandaríkjatúr ásamt eiginmanni sínum Gottskálk Sigurðssyni. Tilhlökkun Gunnhildur Vala, Birgir, Lena og Herdís voru mjög spennt. / AKUREYRI / KEFLAVÍK NÁNARI UPPLÝSINGAR Á SAMbio.is eee L.I.B. - TOPP5.IS eee H.J. - MBL eeee KVIKMYNDIR.IS VIPSALURINNER BARA LÚXUSER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI WWW.SAMBIO.IS AÐÞRENGDA EIGINKONAN NICOLLETTE SHERIDAN OG LUCY LIU ÁSAMT CEDRIC THE ENTERTAINER LEIKA Í GAMANMYND SEM KEMUR SKEMMTILEGA Á ÓVART eeeee V.J.V. TOPP5.IS eeee B.B.A. PANAMA.IS eeee H.J. MBL. eeee F.G.G. FBL. ÞÓ ÞÚ SÉRT BARA EINN VERÐUR HEFNDIN FRÁ ÞEIM ÖLLUM ERTU KLÁR FYRIR EINA SKEMMTILEGUSTU MYND SUMARSINS? Mesta ævintýri fyrr og síðar... „SANNUR SUMAR- SMELLUR... FINASTA AFÞREYINGARMYND“ Trausti S. - BLAÐIÐ tv - kvikmyndir.is eee LIB, Topp5.is MYND OG HLJÓÐ Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI ...byrjar við hjara veraldar SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10:10 LEYFÐ SHREK 3 m/ísl. tali kl. 6 - 8 LEYFÐ OCEAN'S 13 kl. 10:10 B.i. 7 ára SHREK 3 m/ensku tali kl. 6 - 8 - 10 LEYFÐ FANTASTIC FOUR 2 kl. 6 LEYFÐ CODE NAME: THE CLEANER kl. 8 B.i. 10 ára OCEAN'S 13 kl. 10 B.i. 7 ára FÁÐU BÍÓMIÐANN SENDAN Í SÍMANN ÞINN MEÐ MMS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.