Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 52
ÍSLENSKA kvenna- landsliðið í knatt- spyrnu býður upp á sannkallaða kvöld- skemmtun á Laug- ardalsvellinum í kvöld. Það tekur þá á móti liði Serba í Evr- ópukeppninni en leik- urinn hefst á óvenju- legum tíma, eða klukkan 21.15. Ísland sigraði Frakkland mjög óvænt á laugardag- inn, 1:0, og Ásthildur Helgadóttir fyrirliði sagði við Morgunblaðið að stefnan væri að fylgja þeim úrslitum vel eftir. „Með þessum sigri settum við tals- verða pressu á okkur sjálfar en það er pressa sem við þurfum að læra að lifa með og læra að standast. Leik- urinn leggst mjög vel í mig og við munum mæta vel stemmdar til leiks. Sigurinn á Frökkum vakti gífurlega athygli og fyrir vikið fylgjast enn fleiri með okkur en áður. Ég á von á mjög góðri aðsókn á leikinn og við viljum sýna að árangurinn gegn Frökkum var engin tilviljun,“ sagði Ásthildur Helgadóttir. | Íþróttir Síðkvöldsfótbolti í Laugardalnum Morgunblaðið/Árni Sæberg FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 172. DAGUR ÁRSINS 2007 Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is ENDURHÆFINGARDEILD LSH á Grensási fékk tölvustýrt vélmenni að gjöf frá Sjóvá í gær. Vélmennið hjálpar fólki sem hefur lamast í fót- um vegna mænu- eða heilaskaða við endurhæfingu. Búnaðurinn stýrir fótahreyfingum þess á göngumyllu og nýtist þeim best sem hafa þurft mikla aðstoð við endurhæfinguna hingað til. Gerth Larsen, skrifstofumaður hjá Flugfélagi Íslands, lamaðist í kjölfar bólgu við mænu sem hann fékk árið 2004. „Í byrjun var ég í öndunarvél í þrjár vikur. Ég vissi ekkert af mér, ég var svo veikur. Þegar ég vaknaði var ég lamaður frá hálsi og niður úr. Fyrsta mánuðinn kom máttur aftur í efri hlutann og síðan hef ég verið að styrkjast smám saman og er byrjaður að ganga svo- lítið við hækjur.“ Gerth hefur undanfarið æft með aðstoð nýja vélmennisins. „Ég er mjög bjartsýnn og finnst þetta hjálpa mér. Þegar ég geng við hækj- urnar dreg ég fæturna nánast á eftir mér og ég á erfitt með að halda jafn- vægi. Tækið kennir mér aftur að taka skrefin rétt.“ Stefán Yngvason, sviðsstjóri lækninga á Grensásdeild, bindur líka miklar vonir við vélmennið og segir að sjúklingar geti nú fengið meiri og betri þjálfun en áður. „Öll endurhæf- ing er nokkurskonar nám, það er verið að þjálfa inn nýjar hreyfingar. Hin hefðbundna þjálfun hefur falist í að nota göngumyllu og síðan er sjúk- lingurinn í upphengi. Oft hefur þurft tvo starfsmenn til þess að stýra fót- unum.“ Nú hefur vélmennið tekið við því hlutverki að sögn Stefáns. „Við erum komin með samspil hugbúnaðar og vélbúnaðar sem býr til þessar hreyf- ingar í liðunum sem eru í raun og veru mjög flóknar. Vélmennið er líka með skynjara sem nema kraft sjúkl- ingsins. Sjúklingurinn getur sjálfur stýrt heilmiklu og séð hvaða árangri hann er að ná. Hann fær aftur mjög eðlilega tilfinningu fyrir því að ganga.“ Hjálpað að ganga á ný Sjóvá færði endurhæfingardeild Landspítala – háskólasjúkrahúss á Grensási tölvustýrt vélmenni að gjöf Kennir þeim sem hafa lamast að taka skrefin rétt Morgunblaðið/Eyþór Ganga Gerth Larsen lamaðist eftir mænuskaða árið 2004. Hér gengur hann með hjálp nýja vélmennisins. ÞORVALDUR Þórsson fjallaklifrari hyggst klífa 100 hæstu fjöll Íslands á þessu ári. Hann hefur nú gengið á 47 tinda og gekk 19. júní sl. á fimm hæstu fjöll landsins, Káratind, Þur- íðartind, Mikinn, Heljargnípu og Mávabyggðir í Vatnajökli. Gangan milli tindanna var drjúg, um 50 km. Þorvaldur hefur verið nefndur há- tindahöfðinginn vegna fjallaverkefn- isins og er jafnframt þrautþjálfaður fjallamaður og ísklifrari. Þorvaldur, sem er tölvunarfræðingur hjá Vistor hf., verður fimmtugur í haust og telur ekki ólíklegt að honum takist að ljúka verkefninu fyrir afmælisdaginn. Að sögn hans eru illkleifustu fjöllin á list- anum að baki, en sum þeirra eru ekki á færi almennings þótt önnur fjöll séu flestum fær. Þannig vonast Þorvald- ur til að sem flestir sláist með í för þegar röðin kemur að Heklu. Fjallgöngurnar á Vatnajökli 19. júní voru vara- samar vegna jök- ulsprungna og var Þorvaldur einn á ferð, sem ekki var óskastaða. Hann gekk á skíðum að tindunum, sem jók öryggið. Í þennan hluta leiðangursins fór hann sérstaklega vel útbúinn og bar þung- an bakpoka. „Ég var með góðan svefnpoka, varapoka og prímus, þannig að ef ég hefði lent í vandræð- um hefði ég getað látið fyrirberast á jöklinum. Ég var með nógan mat og bakpokinn togaði vel í þessa 50 km sem ég lagði að baki,“ segir Þorvald- ur. Næst stefnir hann á Mýrdals- jökul, Hofsjökul eða Kverkfjöll. Búinn með 47 tinda Þorvaldur Þórsson Hyggst klífa 100 hæstu fjöll Íslands á árinu »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Fjölmennustu leikarnir Alþjóðaleikar ungmenna fara fram í Reykjavík 21. til 25. júní og mæta um 1.500 ungmenni til leiks. Þetta er fjölmennasti íþrótta- viðburður sem fram hefur farið hér- lendis fyrir ungmenni en setning leikanna verður við Þvottalaugarnar í Laugardal í dag. » 4 Landfylling erfið Össur Skarphéðinsson iðn- aðarráðherra telur að stækkun ál- versins í Straumsvík á landfyllingu sé tæknilega mjög erfið og afar kostnaðarsöm. » Miðopna Kjötfjall Sala á lambakjöti hefur dregist saman og er meira til af kjötinu í birgðageymslum en á sama tíma fyr- ir ári. Því eru horfur á auknum út- flutningi á næsta verðlagsári. » 6 Versta byrjun KR KR-ingar héldu uppteknum hætti í Landsbankadeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi og að þessu sinni töpuðu þeir fyrir nýliðum HK. KR er eina lið deildarinnar sem hefur ekki fagn- að sigri þegar sjö umferðum er lokið, og aðeins FH hefur ekki tapað leik. » Íþróttir SKOÐANIR» Staksteinar: Áhugavert viðtal Forystugreinar: Alcan og Hafnfirð- ingar | Launamunur kynjanna Ljósvaki: Upplífgandi Attenborough UMRÆÐAN» Nokkur orð um Samvinnutryggingar Blint í sjóinn Opinber rafræn sjókort Myndir skipta máli Ætla sér stóra hluti … Hvatning fyrir komandi kynslóðir Lífmassi til lausnar á orkuvanda Lýkur tískusýningunni … senn? VIÐSKIPTI » 1 8# , ) 9  "0"" . ." . "." . "."" ".""  ." . . ". . ". ".  + :'6 # . . ". . ". ". ." ;<==>?@ #AB?=@-9#CD-; :>->;>;<==>?@ ;E-#::?F-> -<?#::?F-> #G-#::?F-> #7@##-02?>-:@ H>C>-#:AHB- #;? B7?> 9B-9@#7)#@A>=> Heitast 18°C | Kaldast 9°C Hæg vestanátt og smá skúrir en bjart að mestu suðaustan- og austanlands. Hlýjast í innsveitum. » 10 Sprengjuhöllin er áfram í góðu sam- bandi og safnplata með lögum níunda áratugarins er vin- sælust platna. » 45 TÓNLIST» Vinsælda- listar TÓNLIST» Tónleikar Air vindhögg að mati gagnrýnanda. » 49 Í listapistli er fjallað um mikilvægi þess fyrir menninguna að til séu valkostir utan höfuðborgarsvæð- isins. » 48 MYNDLIST» Handan miðjunnar MYNDLIST» Njósnavélar yfir Hljóm- skálagarðinum. » 42 TÓNLIST» Dúkkulísurnar með nýja plötu. » 46 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Íslendingur lenti í vopnuðu ráni … 2. HK og Keflavík og FH fögnuðu … 3. Christina Aguilera komin 3 … 4. Varað við naglamottum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.