Morgunblaðið - 23.06.2007, Side 1

Morgunblaðið - 23.06.2007, Side 1
STOFNAÐ 1913 169. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is ÞAU STÆRSTU LISTI YFIR TÍU VINSÆLUSTU OG TEKJU- HÆSTU TÓNLISTARMENN ÍSLANDS >> 53 Í KJARVALSHÚSI ER ALLTAF FALLEGT VIÐ SJÓINN INNLIT >> DAGLEGT LÍF KOMIN Í KILJU Metsölubók ársins 2006 ,,Bók konungsins sjálfs... Lesendur Arnaldar ættu vart að verða fyrir vonbrigðum ...“ Gauti Kristmannsson, RÚV Morgunblaðið/Árni Sæberg Stuðningur Fjölmenni var á landsleik Ís- lands og Serbíu í knattspyrnu. FRÉTTASKÝRING Eftir Andra Karl andri@mbl.is SIGURLEIKIR íslenska kvennalandsliðs- ins á landsliðum Frakka og Serba í und- ankeppni Evrópumótsins 2008 virðast hafa valdið straumhvörfum í samfélaginu. Fyrir það fyrsta var sett áhorfendamet á kvenna- landsleik þegar um sex þúsund áhorfendur sáu íslenska liðið gjörsigra það serbneska á fimmtudag auk þess sem góðar líkur á sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins, sem fram fer í Finnlandi á næsta ári, hafa aukið hróður liðs- ins til muna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra og starfandi forsætisráðherra, segir þá miklu stemningu sem sé ríkjandi í kringum liðið skila sér út í samfélagið. „Við höfum alltaf verið með gott lið og þær staðið sig en það er sérlega gaman að fylgjast með þessari samfellu núna,“ segir Þorgerður sem efast ekki um góð samfélagsleg áhrif af ár- angri landsliðsins. „Þetta hefur jákvæð áhrif á svo marga vegu, t.a.m. að ungar stúlkur haldi áfram í íþróttum. Það skiptir miklu máli að við missum ekki stúlkurnar úr íþrótt- um á aldrinum 14-16 ára. Þetta hefur einnig góð áhrif inn í skólakerfið og í raun þvert í gegnum samfélagið.“ „Svo sannarlega „stelpurnar okkar““ Kristrún Heimisdóttir, fyrrverandi lands- liðskona í knattspyrnu, núverandi aðstoð- armaður utanríkisráðherra og stjórnar- formaður afrekssjóðs ÍSÍ, segir liðið ekki hafa fengið verðskuldaða athygli en það sé loksins að springa út – og með látum. Hún segir helstu hindrunina hafa verið vanmat á kvennaknattspyrnu. „Það er full ástæða til að kasta því burtu og gleðjast með þessum frábæru knattspyrnukonum. Konur spila fínan fótbolta og það er gott að fleiri og fleiri eru að uppgötva það.“ Kristrún telur jafn- framt að árangur landsliðsins sé lóð á vog- arskálarnar þegar kemur að jafnréttisbar- áttunni. Árangur landsliðsins muni blása baráttunni anda í brjóst á öllum sviðum þjóð- félagsins. Undir það tekur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. „Þetta er ábyggilega innslag í jafnréttisbaráttuna. Stelpurnar eru þarna að ná lengra en strákarnir, sýna hvað í þeim býr og það var kominn tími til. Þær eru svo sannarlega „stelpurnar okkar“ og allir vilja loksins eiga þær.“ Árangur- inn hefur góð áhrif Sigrar landsliðsins inn- legg í jafnréttisbaráttuna Eftir Friðrik Ársælsson og Unu Sighvatsdóttur „ÞAÐ er mikið áhyggjuefni hvað okkur miðar skammt í þessum málum og það hlýtur að vera mjög ríkt tilefni núna við endurnýjun kjarasamninga til að setjast niður og fara yfir það hvað er til ráða á okkar vettvangi, hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, inntur eftir viðbrögðum við niðurstöðum nýrr- ar rannsóknar Hagfræðistofnunar á launagreiðslum íslenskra fyrir- tækja árið 2006. Niðurstöðurnar gefa til kynna að munur á föstum mánaðarlaunum karla og kvenna, sem ekki verður skýrður með öðru en kyni, nemi 10-12% körlum í vil. „Við þurfum að fara yfir þetta af mikilli alvöru við samningaborðið, skoða hvað er til ráða og slá á þá strengi sem mönnum sýnast lík- legastir til að þoka þessum málum áfram,“ segir Grétar og kveðst engar efasemdir hafa um það að viðsemjendur ASÍ hafi fullan vilja til slíks hins sama. „Ég fagna innilega þessum um- mælum forseta ASÍ og tel að hann komist þarna að kjarna málsins; kynbundnum launamun verður ekki náð niður nema við samninga- borðið,“ segir Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra. Að öðru leyti kveður hún könnunina gott innlegg í umræðuna um kyn- bundinn launamun og Jafnréttis- stofa og ráðuneyti sitt muni leggj- ast yfir hana á næstunni og hafa til hliðsjónar við þá stefnumótun sem standi fyrir dyrum í málaflokkn- um. Hún bendir hins vegar á það að könnunin beinist aðeins að föst- um mánaðarlaunum og það skekki niðurstöðuna sennilega talsvert, þar sem það hafi sýnt sig að alls kyns aukagreiðslur, á borð við bílastyrki, hafi miklu frekar runn- ið til karla en kvenna. „Mergur málsins er sá að þessi könnun staðfestir hversu brýnt er að taka á kynbundnum launamun og hve mikilvægt ákvæði stjórn- arsáttmálans um aðgerðir til þess að minnka óútskýrðan kynbund- inn launamun á kjörtímabilinu er í raun,“ segir Jóhanna. Að hennar sögn er gott samstarf við vinnu- markaðinn grundvallarforsenda þess að þessi mál komist í rétt horf og afstaða forseta ASÍ lofi góðu um framhaldið. | Miðopna Launamunurinn mikið áhyggjuefni Forseti ASÍ segir fulla ástæðu til þess að fara yfir kyn- bundinn launamun við endurnýjun kjarasamninga Í HNOTSKURN »Karlmenn hafa 10-12%hærri laun en konur í sambærilegri stöðu skv. viðamikilli könnun. »Forseti ASÍ telur þettamikið áhyggjuefni og segir nauðsynlegt að fara yfir það hvað sé til ráða þeg- ar kjarasamningar verða endurnýjaðir næstu áramót. MIKIL stemning var í Viðey í gærkvöldi í tilefni Jónsmessunnar. Jónsmessumót og Skúlaskeið var haldið í eynni en bryddað var upp á þeirri nýbreytni að láta Landnemamót skáta og Jónsmessumótið renna saman. Dagskrárnar sköruðust því í eina klukkustund þar sem gestir beggja móta yljuðu sér við varðeld og sungu saman ýmis sönglög í sumar- sólinni. Fyrir gesti Jónsmessumótsins var boðið upp á göngu, grill og messu. Margt var því um manninn í Viðey í gærkvöldi og skemmti fólk sér konunglega, enda veðrið einkar gott. Morgunblaðið/Árni Sæberg Mikil Jónsmessugleði í Viðey TOGARAR á grá- lúðuveiðum á Hampiðjutorginu hafa að und- anförnu þurft að flýja þaðan vegna mikillar þorsk- veiði. Hilmar Helgason, skip- stjóri á Hrafni Sveinbjarnarsyni, hefur stundað þar veiðar á hverju sumri síðan 1990 og segir að aldrei fyrr hafi verið svona mikið af þorski á slóðinni. Þorsk- urinn heldur sig nú mun dýpra en áður og einnig lengra utan við land- grunnið. Menn velta því fyrir sér hvort þetta sé fiskur sem er að fara yfir Sundið í ætisleit eða hann að koma frá Grænlandi. | 14 Togarar flýja þorskinn YFIRTAKA Novator á Actavis þýð- ir að félagið verður tekið af mark- aði. Markaðsverð þess er yfir 303 milljarðar og metur Greining Kaupþings það svo að um 35% séu í íslenskri eigu. Þegar kaupverðið er greitt út í evrum til innlendra hlut- hafa má gera ráð fyrir að þeir leiti að vinnu fyrir peningana hér heima, með jákvæðum áhrifum á bæði krónu og hlutabréfamark- að. | 16 Milljarðar í um- ferð á Íslandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.