Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLESTIR heimamenn á Selfossi, sem tal náðist af í gær, höfðu sterkar skoðanir á skipulagsmálum miðbæj- arins. Fæstir vildu þó tjá sig nokkuð um málið opinberlega, en viss sam- rómur virtist ríkja meðal borgara um að fyrirhugað magn bygginga á framkvæmdasvæðinu væri of mikið. Þó eru skiptar skoðanir um margt, ekki síst almenningsgarð sem minnkar umtalsvert ef deiliskipulag- ið nær fram að ganga. Garðurinn verði verndaður Kjartan Björnsson rakari segir hugmyndirnar í heild djarfar og að mörgu leyti ágætar, götumynd við Eyraveg verði flott og tíu hæða turn við ráðhúsið yrði kennileiti fyrir bæ- inn. Byggingamagnið segir hann þó gríðarlegt, en helstu deilurnar snú- ast að hans mati um hús sem eiga að rísa á bak við ráðhúsið og Miðgarð og ná yfir meirihluta almennings- garðs við Sigtún. ,,Hér á að klessa gríðarlegum blokkum, en þeim er al- gerlega ofaukið. Það er meira en nóg pláss fyrir slíkt annars staðar í Fló- anum. Þarna getur orðið stór og skjólgóður menningar-, skemmti- og lystigarður fyrir stóra viðburði, en ekki ef þessi hús verða byggð.“ Ekki miðbær heldur blokkir „Mér líst hræðilega illa á þessar hugmyndir,“ segir Kolbrún Inga Hoffritz, sem starfar í versluninni Blaze við Austurveg. „Þegar loksins á að búa til miðbæ hér er íbúða- blokkum plantað um allt svæðið. Hér er enginn skortur á lóðum og nóg pláss fyrir íbúðir annars staðar í bænum,“ segir hún. Kolbrún segir Selfoss sárvanta samkomustað fyrir stórhátíðir eins og 17. júní, en þessar hugmyndir bæti ekki úr því. Svæðið segir hún verða bæði þröngt og lok- að, enda torg og almenningsgarður lokuð af frá aðkomunni í bæinn. Aðspurð segist Kolbrún ekki telja íbúakosningu lausn á þessum tíma- punkti. „Þá hefði þurft að bjóða fólki upp á tvo gerólíka kosti til að velja á milli. Samfylkingin boðaði samt íbúalýðræði fyrir síðustu kosningar. Það er því mjög sérstakt að því skuli ekki hafa verið fylgt eftir.“ Of lítill garður hvort sem er Gunnar Einarsson býr í Sigtúni 15. Framkvæmdirnar í Sigtúnsgarði verða því töluverð breyting á hans nánasta umhverfi. Hann segir margt gott við skipulagið eins og það er kynnt um þessar mundir, það fríkki aðkomuna að bænum mikið. Hann syrgir það ekki þótt garðurinn minnki. „Sigtúnsgarður er hvort sem er allt of lítill til að geta þjónað sem garður fyrir alla bæjarbúa,“ segir Gunnar og vill líta til fram- tíðar. Hann telur útivistarsvæði suð- austur af íþróttavelli bæjarins henta mun betur fyrir slíkan garð. Það sé stærra og verði miðlægara í framtíð- inni þegar bærinn hefur stækkað og breitt úr sér. „Það svæði býður upp á ótal möguleika í framtíðinni,“ segir Gunnar. Hann telur mikilvægt að í mið- bænum verði rými fyrir þjónustu og ekki síður menningartengda starf- semi. „En til þess að slíkt þrífist þarf líka fólk,“ bætir hann við og segir það gott að hafa íbúðir á þessu svæði, þó að núverandi skipulag geri ráð fyrir helst til mörgum íbúðum að hans mati. Íbúakosning er við hæfi Arngrímur Arngrímsson býr einnig á Selfossi, hann segir að sér lítist ekki vel á skipulagstillögurnar eins og þær eru í dag. ,,Ég held að vinnubrögð bæjaryfirvalda hafi ekki verið nógu góð í þessu máli. Þetta er eitthvað sem fólkið í samfélaginu hefði átt að hafa meira um að segja,“ segir Arngrímur. Það er álit hans að halda hefði átt íbúakosningu um málið, enda komi svo fjölmargt til greina sem hægt sé að gera við þetta svæði, annað en að hafa þar mikla íbúðabyggð. Tímabært og gott skipulag Hafdís Kristjánsdóttir segir að sér lítist ágætlega á skipulagið í dag, en að sér hafi þó litist enn betur á fyrri tillögur þar sem gert var ráð fyrir tveimur 16 hæða húsum. Hún segir fyrirhugað magn bygginga á svæðinu hæfilegt, það sé einfaldlega mál til komið að taka miðju bæjarins í gegn. „Það er nóg af grænum svæðum á Selfossi,“ segir hún um Sigtúnsgarðinn. Og Hafdís segir málið vera póli- tískt. „Pólitíkin hefur skaðað þetta mál og dregið það. Það er komið allt of langt til þess að fara í íbúakosn- ingu um málið. Það hefði reyndar verið hægt á fyrri stigum, en ég er ekki sérlega hlynnt íbúakosningu al- mennt. Við kjósum fulltrúa til þess að þeir taki ákvarðanir.“ Garðurinn verður allt of lítill Kristófer Tómasson bankamaður segir hugmyndir um 10 hæða turn við Austurveg ágætar, stór hús þar gefi miðbænum reisn, en hann vill vernda almenningsgarðinn og telur ekki að byggja eigi í honum. „Betra afdrep er vandfundið í bænum. Það eru mikil tækifæri í þessum garði sem samkomustað, en mér sýnist að hann verði allt of lítill með þessu móti.“ Kristófer kallar eftir meira íbúalýðræði í málinu og segir það búið að vera allt of lengi í burðarliðn- um. „Við skulum bara segja að póli- tíkin hefur ekki flýtt fyrir í þessu máli.“ Skiptar skoðanir meðal borgara á Selfossi um skipulag miðbæjarins                           Í HNOTSKURN »Flestir viðmælendur virt-ust jákvæðir gagnvart hlutum skipulagsins, en sam- mála um að byggingamagn á svæðinu væri of mikið í núver- andi tillögum. »Skoðanir eru skiptar umgildi íbúalýðræðis í mál- inu. Sumir vilja kosningu en aðrir telja það of seint. »Almenningsgarður ásvæðinu sem skipulagið nær til verður undirlagður íbúðablokkum ef farið verður eftir tillögunum. »Hann er af mörgum talinngersemi í bænum. Kröftug umræða hefur skapast um fyrirhugað skipulag miðbæjarins á Selfossi. Önundur Páll Ragnarsson ræddi við bæjarbúa um þeirra sýn á málið. Arngrímur Arngrímsson Gunnar Einarsson Kolbrún Inga Hoffritz Kjartan Björnsson Hafdís Kristjánsdóttir Kristófer Tómasson INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir ut- anríkisráðherra og Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, funduðu í Ósló í gær. Ingibjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að umhverfismál hefðu verið mikið rædd á fundinum. „Við vörðum mestum tíma í að fara yfir stefnumörkun norsku ríkis- stjórnarinnar í loftslagsmálum, en Norðmenn ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um tíu pró- sent fyrir árið 2012,“ sagði Ingibjörg. Varnar- og öryggismál bar einnig á góma og nýlegt samkomulag Ís- lendinga við Norðmenn í þeim efn- um. „Við ræddum það á þeim nótum að þetta væri rammasamkomulag og það væri algjörlega undir okkur Ís- lendingum komið hvert inntakið yrði. Ég geri ráð fyrir því að fulltrúar frá utanríkisráðuneytinu og norska varnarmálaráðuneytinu muni hittast í haust til þess að fara betur yfir þessi mál í framhaldi af heræfingu NATO sem haldin verður á Íslandi í ágúst og Norðmenn taka þátt í.“ Í umræðum ráðherranna kom fram að þjóðirnar tvær væru að mörgu leyti samstiga gagnvart Evr- ópusambandinu. „Við fylgjumst dálítið að, Íslend- ingar og Norðmenn, við stöndum jú, báðar þessar þjóðir, utan Evrópu- sambandsins. Í stjórnarsáttmála norsku ríkisstjórnarinnar er beinlín- is tekið fram að hún hyggist ekki sækja um aðild að Evrópu- sambandinu. Þeir eru alltaf svolítið að velta því fyrir sér hvað við ætlum að gera og ég gerði honum grein fyrir því að hjá okkur sé umsókn um aðild ekki á dagskrá, en ekki kveðið svona fast að orði og að við munum fylgjast vel með þróun sambandsins á næst- unni. Við ræddum líka aðkomu norskra og íslenskra stjórnvalda að stefnumótun sem fram fer í Evrópu- sambandinu, til dæmis hvað varðar orkumál og málefni hafsins. Það er mikilvægt að við komum skoðunum okkar að á frumstigi, en stöndum ekki frammi fyrir orðnum hlut, því þetta varðar okkar hagsmuni miklu,“ sagði Ingibjörg. Undir okkur komið Inntak varnarsamkomulags milli Íslands og Noregs verður rætt í framhaldi af heræfingu NATO á Íslandi í ágúst Morgunblaðið/Golli Ósló Utanríkisráðherra er nýkominn úr opinberri heimsókn til Noregs. endanlegu flatarmáli. Það er um 25 km langt og um km að breidd. Hér eftir er eina færa vegteng- ingin um Desjarárstíflu og verður hún opnuð almenningi í haust eða næsta sumar. Búið er að setja upp umferðarljós og er einstefna til skiptis, en vakt er við leiðina af Kárahnjúkavegi út á Desjarár- stíflu vegna ágangs ferðamanna. HÁLSLÓN hefur nú náð Desj- arárstíflu og er vinnuvegur Suð- urverks vestan stíflunnar horf- inn undir vatn en síðustu bílunum var ekið um veginn 19. júní. Umferðarljós sett upp Hálslón er orðið um 26 ferkíló- metrar eða tæplega helmingur af Ljósmynd/Þórhallur Árnason Stíflur Lónið áður en vinnuvegurinn fór alveg í kaf. Desjarárstífla til hægri. Vinnuvegur Desjar- árstíflu undir vatn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.