Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÞORLÁKSHÖFN hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu vegna fyrirhugaðra stóriðjuframkvæmda. Meðal annars skoðuðu fulltrúar frá Alcan staðhætti fyrr í vikunni auk þess sem sendinefnd frá Norsk Hydro mun gera slíkt hið sama í næstu viku. Þar fyrir utan er ál- tæknigarður í deiglunni. Öllum ætti að vera ljóst að þrátt fyrir að svæð- ið sé víðfeðmt er ekki nóg af orku, og bæjarstjórinn í Ölfusi segir allt á huldu hvað verður. Ráðgjafafyrirtækið Arctus hefur undanfarin tvö ár verið að þróa hugmynd að áltæknigarði við Þor- lákshöfn, í samvinnu við erlend stórfyrirtæki. Að sögn Jóns Hjalta- lín Magnússonar, eins eiganda Arctus, gengur undirbúningur framar vonum og um þessar mund- ir er verið að vinna tillögu að mats- áætlun um umhverfismat sem af- hent verður Skipulagsstofnun bráðlega. Í framhaldi af því munu erlendir eignaraðilar félagsins óska eftir formlegum viðræðum við orku- fyrirtækin. Þegar hefur verið unnin hagkvæmnisáætlun, sem að sögn Jóns lítur vel út. Verkefnisáætlunin sem unnið er eftir gerir ráð fyrir að byggja fyrsta hluta álvers árið 2009, sem framleiða mundi um 60 þúsund tonn af áli árlega. Álverið yrði stækkað eftir framboði og afhendingu á orku á tímabilinu 2012-2020, samhliða uppbyggingu fyrirtækja í full- vinnslu áls og nauðsynlegra þjón- ustufyrirtækja. Jón getur ekki tjáð sig um hvaða aðilar standa að byggingu álversins með honum, en segir það gríðarlega öflug og stór fyrirtæki. „En í þess- um litla álheimi er ekki æskilegt að upplýsa hvað menn eru að gera fyrr en það er orðið algjörlega ákveðið.“ Hann segir það hins vegar verða gert innan skamms. Orkan er verkefninu allt Jón segir verkefnið í raun standa og falla með orkunni, en félagið þarf að geta sýnt bæjarstjórn Ölf- uss fram á raforkusamning, fjár- mögnun, umhverfismat og hvaða aðilar standa að verkefninu með honum fyrir maí á næsta ári. Það er í samræmi við yfirlýsingu sem gerð var á milli Ólafs Áka Ragnarssonar bæjarstjóra Ölfuss og Jóns um einkarétt á viðræðum um stóriðju í Þorlákshöfn. Ólafur Áki segir að fulltrúum Al- can og Norsk Hydro sé vel kunnugt um þessa yfirlýsingu. „Það er engu haldið leyndu í þessu máli en það er alveg ljóst að Alcan t.a.m. hefur raf- orkusamninginn, en Jón ekki. Við höfum kynnt Alcan þetta ákvæði og Jón hefur sinn tíma til að vinna þessa hluti sem getið er um í yf- irlýsingunni.“ Hann getur þess einnig að engar ákvarðanir hafi ver- ið teknar á þessum tímapunkti. Keppt um lóðir undir stóriðju við Þorlákshöfn Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Þorlákshöfn vinsæl Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri Ölfuss, er í fínni stöðu um þessar mundir. Alcan og Norsk Hydro skoða möguleikann á að reisa álver auk þess sem undirbúningur fyrir áltæknigarð gengur vel. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 24 ára gamlan karlmann til 360.000 króna sektargreiðslu fyrir glæfraakstur á bifhjóli. Maðurinn hafði auk þess gerst sekur um ölv- unarakstur bifreiðar og akstur án ökuréttinda. Glæfraaksturinn átti sér stað síð- astliðið sumar en þá sást maðurinn aka á ótryggðu og númerslausu hjóli, án nægilegrar aðgæslu og varúðar, vestur Suðurlandsveg við Hólavað. Með honum í för var farþegi sem var án hlífðarfata. Ökumaður hjóls- ins virti stöðvunarmerki lögreglu að vettugi. Var hjólinu ekið á allt að 183 km hraða á klukkustund, fram úr fjórum bifreiðum við Rauðavatn og inn í hringtorg við Breiðholtsbraut þar sem lögregla missti sjónar á því. Lögregla hafði hendur í hári manns- ins nokkru síðar. Ákærði neitaði fyr- ir dómi að hafa ekið hjólinu án nægi- legrar aðgæslu og varúðar og sagðist ekki hafa ekið á þeim hraða sem í ákæru greindi. Með hliðsjón af fram- burði lögreglumanna sem veittu hjólinu eftirför og framburði ákærða við yfirheyrslu, sem samræmdist framburði lögreglumannanna, taldi dómurinn sannað að ákærði hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefin að sök í ákæru. Sekt fyrir ofsaakstur STEFÁN Kon- ráðsson sagði í gær upp stöðu framkvæmda- stjóra Íþrótta- og ólympíusam- bands Íslands og hefur ráðið sig sem fram- kvæmdastjóra Ís- lenskrar getspár. Stefán hefur starfað fyrir ÍSÍ í nítján ár og segist hafa kynnst mörgu góðu fólki þar í gegnum árin. Nú segir hann þó kominn tíma til að taka nýjum áskorunum. „Ég byrja á þessu verkefni eins og öllum öðrum, með því að koma mér inn í það. Þetta er fyrirtæki sem safnar fé fyrir stóran hluta starfsemi ung- mennafélaganna, Öryrkjabandalags- ins og ÍSÍ,“ segir Stefán og bendir á að vissar hættur leynist framundan. „Erlend samkeppni sækir inn á þennan happdrættismarkað í gegn- um Netið og við þurfum á öllu okkar að halda. Þetta er mikilvæg starf- semi fyrir þessi félög.“ Stefán hættir hjá ÍSÍ Stefán Konráðsson UNDANFARINN mánuð hafa engar tilkynn- ingar borist um mengun í göngum Kára- hnjúkavirkjunar. Matthías Halldórsson land- læknir telur að þær aðgerðir sem farið var í til að bæta loft í göngunum hafi skilað árangri. Þetta kemur fram í skýrslu sem Matthías tók saman um veikindi starfsmanna við Kára- hnjúkavirkjun í apríl. Í skýrslunni kemur fram að rúmlega 40 manns fengu matareitrun hinn 19. apríl og á annan tug manna varð líklega eða örugglega fyrir veikindum af völdum mengaðs lofts í göngum Kárahnjúkavirkjunar í aprílmánuði. Í skýrslunni kemur fram að flestir virðist hafa náð heilsu á ný. Matthías bendir þó á að mik- ilvægt sé að þetta verði staðfest með lækn- isskoðun. „Ráðstafanir hafa verið gerðar til að minnka notkun loftmengandi vinnuvéla og bæta loft- ræstingu í göngunum. Eftirlit með mengunar- mælingum hefur verið hert, viðmiðunarmörk vegna hættulegrar mengunar munu hafa verið lækkuð tímabundið og læknar tilkynna nú hvert hugsanlegt atvik og tengsl þess við vinnuumhverfið á þar til gerðum eyðublöðum, sem eykur möguleikana á að tengja veikindi við vinnuumhverfi. Þrátt fyrir aðgerðir voru enn vísbendingar um að ástandið í göngunum kynni að standa tæpt fyrstu vikurnar eftir heimsókn landlækn- is, sóttvarnalæknis og yfirlæknis vinnueftir- litsins og nokkrar einstaklingsbundnar til- kynningar bárust. Brýnt þótti að fylgjast grannt með mengun andrúmslofts og stöðva vinnu þegar mengun færi umfram viðmiðunar- mörk. Síðasta mánuðinn hafa engar slíkar til- kynningar borist, sem bendir til þess að úrbæt- ur hafi borið tilætlaðan árangur,“ segir í niðurstöðum skýrslunnar. Gerir athugasemd við ummæli yfirlæknisins Þegar fréttir af veikindum starfsmanna birt- ust í apríl lét Þorsteinn Njálsson yfirlæknir hafa eftir sér að eftir að hafa farið yfir sjúkra- skýrslur hefði verið tekinn saman listi rúmlega 180 manna og hann afhentur Vinnueftirlitinu. Forsvarsmenn Impregilo töldu að læknirinn færi með rangt mál. Í framhaldinu tók rúss- neski læknirinn Vladimir Stanovko ljósrit af listanum og afhenti Impregilo hann. Hann taldi að úr því fram hefði komið í fjölmiðlum að tæplega 200 hefðu veikst væri nauðsynlegt að kannað yrði strax hvar þeir hefðu verið við störf. Landlæknir telur að Stanovko hafi farið út fyrir heimildir sínar en þó verði að líta til þess að vinnuveitandi hafi ríka hagsmuni af því að vita um heilsutjón, sem starfsemi hans kann að valda starfsmönnum, svo unnt sé að gæta ör- yggis þeirra. „Ummæli yfirlæknisins í fjölmiðlum eftir að málið komst í hámæli voru óheppileg og orðum aukin, en mikilvægt er að það yfirskyggi ekki aðalatriði málsins, sem er að verkamönnum við Kárahnjúkavirkjun verði boðin starfsaðstaða sem stofni ekki heilsu þeirra í hættu í bráð og lengd. Eftirfylgd þeirra mála er á höndum Vinnueftirlits ríkisins,“ segir Matthías um þátt yfirlæknisins. Ekki náðist í Þorstein Njálsson yfirlækni til að fá viðbrögð hans við skýrslunni. Ekki lengur kvartað undan mengun Í skýrslu landlæknis um veikindi starfsmanna Kárahnjúkavirkjunar í vor kemur fram að 40 fengu matareitrun og á annan tug starfsmanna veiktist líklega eða örugglega vegna mengaðs lofts Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Heimsókn Joao de Lima Pimentel, sendi- herra Portúgals, heimsótti Kárahnjúka í vor. ♦♦♦ Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is LÚÐVÍK Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að fyrir liggi yf- irlýsing frá Alcan um að starfseminni verði haldið áfram í Straumsvík og það skipti máli fyrir Hafnarfjörð að vinnustaðurinn verði áfram í bænum. Michel Jacques, forstjóri Alcan Primary Metal Group, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Alcan væri að skoða möguleika á frekari fjárfest- ingum á Íslandi og ýmsir möguleikar kæmu til greina, en líklegt væri að Alcan myndi starfrækja tvö álver hérlendis. Engin áhrif Lúðvík segir ljóst að Alcan hafi horft í kringum sig og leitað að tæki- færum og möguleikum eftir íbúa- kosningarnar í vor. Alcan hafi gefið út yfirlýsingar þess efnis að starf- seminni yrði hald- ið áfram í Straumsvík sam- hliða því að leita að tækifæri til að fara af stað ann- ars staðar. Hann skildi þetta þann- ig að Alcan myndi gera ráðstafanir til að geta fengið nauðsynlega nýtingu út úr rekstr- inum í Straumsvík. Rekstur annars staðar hefði í raun engin áhrif á reksturinn í Straumsvík, því rekst- urinn þar yrði áfram með svipuðu sniði og undanfarin 40 ár. „Ég skynj- aði það í umræðunni fyrir álverskosn- ingarnar í vor að þrátt fyrir þær skiptu skoðanir sem voru og hafa ver- ið uppi um það hvort ætti að stækka verksmiðjuna eða ekki þá hefði það verið almenn skoðun íbúanna að ál- verið í núverandi mynd myndi starfa áfram. Það kom meðal annars fram með skýrum hætti í sjónarmiðum Sólar í Straumi að menn voru ekki að tala fyrir því að leggja verksmiðjuna niður. Það skiptir máli að það liggi ljóst fyrir að menn ætla að halda áfram starfseminni.“ Framhaldið í höndum Alcan Í kosningunum í vor höfnuðu íbúar Hafnarfjarðar hugmynd að deili- skipulagi um stækkun álversins. Lúð- vík segir að það sé engra annarra en Alcan að vega og meta hvort aðrir kostir séu í stöðunni. Það sé ekki bæj- arfélagsins að stýra því og ekki held- ur sé það ætlunin að leggja það mál fyrir íbúana á líðandi kjörtímabili kæmi það upp. Hann gæti ekki lýst yfir sérstökum vonbrigðum með stöð- una, málið lægi fyrir eins og það hefði verið afgreitt og ljóst væri að það væri í höndum Alcan hvernig litið væri á stöðuna og tækifærin. Áfram starfsemi í Straumsvík Lúðvík Geirsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.