Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 8
Morgunblaðið/Sverrir Langferð Hópurinn frá Singapúr ferðaðist í 16 klukkustundir til að komast á leikana en ungmennin segja það hafa verið vel þess virði. Gaman Andrew, Jake, Nick og Zachary frá Cleveland hafa skemmt sér vel á leikunum og finnst frábært að geta eignast vini utan sinnar heimsálfu. Eftir Sindra Sverrisson sindris@mbl.is „ÉG ELSKA að vera hérna. Þetta er allt mjög spennandi og gaman og við kunnum vel við okkur þó það fari smá í taugarnar á okkur að það sé ekki myrkur á næturnar,“ sagði Plaz frá Celje í Slóveníu, einn af þeim 1.200 unglingum sem þessa dagana keppa í íþróttum og njóta lífsins í Laugardalnum í Reykjavík á Alþjóðaleikum ungmenna. Plaz var ennþá móður eftir hand- boltaleik Celje við lið frá Bratislava í Slóvakíu. Hann er mikill keppn- ismaður og segir það skemmtileg- asta við leikana að sjálfsögðu vera að keppa. „En það var líka mjög gaman á setningarhátíðinni sem mér fannst vera stór og glæsileg.“ Öfugt við marga aðra kvartaði Plaz lítið yfir íslensku veðráttunni. „Veðrið er ágætt, svolítið kalt en við erum fljótir að venjast því,“ sagði Plaz áður en hann hljóp til fé- laganna til að fagna öðrum sig- urleik liðsins í röð á leikunum. Íslensku stelpurnar í uppáhaldi Cleveland í Ohio-ríki Bandaríkj- anna sendi 17 keppendur á leikana í ár. Fjórir þeirra sátu og spjölluðu þegar blaðamaður spurði hvað væri skemmtilegast við þessa leika. „Tja, við fórum í Bláa lónið sem var mjög gaman því við höfum ekki séð neitt líkt því áður en það hefur verið skemmtilegast að kynnast öðrum krökkum, sérstaklega frá Hollandi.“ Aðspurðir hvort það hafi eitt- hvað með það að gera að hollensku stelpurnar séu sætar stendur ekki á svörum. „Ó já, þær eru mjög sætar. Og íslensku stelpurnar líka, þær eru í algjöru uppáhaldi hjá okkur,“ segja strákarnir, en eitt af meg- inmarkmiðum Alþjóðaleika ung- menna er einmitt að vinabönd myndist milli krakka af ólíku þjóð- erni og líklega er ekkert verra að ástin blómstri líka. Í anddyri Laugardalshallar rakst blaðamaður á frjálsíþróttahóp sem var kominn alla leið frá Singapúr. Ungmennin lögðu mikið á sig til að komast til Reykjavíkur og voru heilar 16 klukkustundir á leiðinni. Þau sögðust því kvíða því svolítið að fljúga heim aftur en voru virki- lega ánægð með að hafa komið til Íslands. „Það hefur gengið svona upp og ofan hjá okkur og okkur finnst frekar kalt úti en það hafa samt all- ir skemmt sér mjög vel,“ sagði einn í hópnum áður en blaðamaður var kvaddur því í uppsiglingu var hipp- hopp-dansleikur í skautahöllinni sem að sjálfsögðu enginn mátti missa af. Keppendur frá ótal löndum skemmta sér vel á Alþjóðaleikum ungmenna Barátta Þótt að hart hafi verið barist í viðureign handboltaliðanna frá Celje og Bratislava voru allir góðir vinir að leik loknum. Líf og fjör í Laugardalnum 8 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HJÚKRUNARFRÆÐINGAR á Landspítala – háskólasjúkrahúsi efna til fjöldagöngu gegn umferð- arslysum á þriðjudaginn kl. 17 til að vekja almenning til umhugsunar um afleiðingar hraðaksturs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Baráttukveðjur og stuðningsyfirlýsingar hafa bor- ist úr mörgum áttum, meðal annars úr röðum slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna, lögreglumanna, lækna, sjúkraþjálfara, sjúkraliða, presta og iðjuþjálfara. Þá hafa for- stjóri, hjúkrunarforstjóri og fleiri stjórnendur Landspítala – háskóla- sjúkrahúss lýst stuðningi við fram- takið, að því er fram kemur á heimasíðu BSRB. Fjöldaganga BREYTINGAR á veðurfari kalla á breytt vöru- framboð yfir vetrartímann. Þetta var með- al þess sem fram kom á fundi í framkvæmda- stjórn Ferða- málaráðs Evrópu í Brussel í vikunni. Á heimasíðu Ferðamálaráðs er haft eftir Magn- úsi Oddssyni, sem er kjörinn fulltrúi Norður-Evrópu í ráðinu, að umræðan á föstudag hafi snúist „um hvernig aðalvetrarvara Mið- Evrópu, sem byggist á snjó og er stór hluti af ímynd þess svæðis, kallar nú á þróun og ef til vill alger- lega nýja vetrarvöru á þessu svæði, þegar snjórinn er að hverfa hratt.“ Breytingar á ferðatilhögun Magnús Oddsson SKIPULAGSSTOFNUN hefur bor- ist tillaga Leiðar ehf. að matsáætl- un vegna mats á umhverfisáhrifum vegar við Svínavatn í Húnavatns- hreppi og Blönduóssbæ. Hægt er að nálgast upplýsingar og tillögu að matsáætlun á heimasíðu Náttúru- stofu Vestfjarða: www.nave.is. Stefnt er að því að ákvörðun Skipulagsstofnunar um tillögu framkvæmdaraðila að matsáætlun muni liggja fyrir 19. júlí 2007. Matsáætlun VINSTRIHREYFINGIN – grænt framboð hefur stofnað stýrihóp um sjávarútvegsmál sem mun fylgjast grannt með þróun sjávarútvegs- mála á næstunni. Atli Gíslason, fulltrúi Vinstri grænna í sjávar- útvegs- og landbúnaðarnefnd Al- þingis, leiðir hópinn en aðrir fulltrúar eru Álfheiður Ingadóttir, Björn Valur Gíslason, Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir, Bjarni Jóns- son, Ásbjörn Björgvinsson og Hjör- leifur Guttormsson. Stýrihópur DREGIÐ hefur verið úr gildum um- sóknum um lóðir í Úlfarsárdal. Reiknistofnun Háskóla Íslands ann- aðist útdráttinn að viðstöddum full- trúa sýslumannsins í Reykjavík og voru dregnar út 148 umsóknir, þar af 33 umsóknir til vara. Þessir umsækjendur hafa nú fengið valnúmer, sem segir til um í hvaða röð þeir velja sér lóðir, og fer val á lóðum fram á sérstökum val- fundum á þriðjudag og miðviku- dag. Samtals bárust 378 umsóknir um lóðir að þessu sinni. Lista yfir þá sem dregnir voru út og nánari upplýsingar má finna í frétt á vef Framkvæmdasviðs. Úlfarsárdalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.