Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 19 FULLYRT var í breska blaðinu The Guardian í gær að Tony Blair hygð- ist taka kaþólska trú eftir að hann lætur af embætti forsætisráðherra Bretlands nk. miðvikudag. Blair mun eiga fund með Bene- dikt XVI. páfa, líklegast í dag, og er formleg skýring fundarins sú, að þeir muni þar ræða trúmál á tímum spennu í samskiptum múslíma og kristinna manna í Evrópu. Blair mun ekki hafa í hyggju að tilkynna um ákvörðun sína eftir þann fund, en hann er sagður búinn að gera upp hug sinn. Kona Blairs, Cherie Blair, er kaþólsk en Blair hefur tilheyrt mót- mælendakirkjunni bresku. Hann hefur oftsinnis farið með konu sinni í kaþólska messu, en aldrei viljað svara spurn- ingum um trú- mál. Hvers vegna skiptir það máli, að Blair hyggist hugsanlega ger- ast kaþólikki? Jú, kaþólikki hefur aldrei setið á valdastóli í Bretlandi og fyrr á öldum guldu menn varhug við þeim möguleika, m.a. vegna ítrekaðra stríða við kaþólsku þjóð- irnar á meginlandi Evrópu, Frakk- landi og Spáni. Raunar voru stjórn- arskrárhömlur á því að kaþólikki gæti sest á valdastól í Bretlandi. Tony Blair sagður hafa ákveðið að taka kaþólska trú Tony Blair FJÖLMIÐLAR í Bandaríkjunum fullyrtu í gær að bandarísk stjórnvöld væru við það að til- kynna lokun fangabúðanna umdeildu í Guantanamo og flutning á föng- um í herfangelsi annars staðar. Alls hafa um 770 meintir hryðjuverkamenn verið vistaðir í Guantanamo-herstöðinni á Kúbu, en nú eru fangarnir um 380. Embættismenn vildu í gær ekki staðfesta að ákvörðun um lok- un lægi fyrir. Búðunum senn lokað? Enginn fanganna hefur hlotið dóm. FULLYRT var í gær að 25 óbreyttir borgarar, þ. á m. níu konur og þrjú ung afgönsk börn, hefðu fallið í loftárásum NATO á meintar búðir talibana í Helmand-héraði í fyrri- nótt. Tuttugu talibanar féllu einnig. Börn biðu bana GEIMFERJAN Atlantis lenti heilu og höldnu með sjö manna áhöfn í Kaliforníu í gærkvöldi. Lauk þar með tveggja vikna för hennar til al- þjóðlegu geimstöðvarinnar. Atlantis lent BRESK samtök um borgaraleg réttindi, ORG, segja það geta grafið undan lýðræði í landinu að taka upp rafrænar kosningar, t.d. sé úti- lokað að kanna hvernig talningin hafi farið fram. Lýðræðið í hættu FRÉTTASKÝRING Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is PERVEZ Musharraf, forseti Pakist- ans, gerði sig sekan um mistök þegar hann tók sig til í mars og rak forseta hæstaréttar landsins, Iftikhar Mo- hammed Chaudry, úr embætti. Chaudry vísaði máli sínu fyrir stjórn- lagadómstól og grunsemdir um að Musharraf gangi það eitt til, að gera þær breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að hann geti setið óáreittur áfram í embætti, jafnframt því sem hann situr sem æðsti yfirmaður pak- istanska hersins, hafa valdið því að óánægjubylgja hefur skollið yfir. Jafnvel í röðum stuðningsmanna for- setans er nú pískrað um það, að staða hans sé veik. Það má færa rök fyrir því að Pak- istan, ekki Írak, sé mikilvægasti víg- völlur hryðjuverkastríðsins svo- nefnda. Pakistan á enda landamæri að Afganistan, þar sem rætur al- Qaeda-hryðjuverkasamtakanna liggja, og raunar hafa trúarskólar í Pakistan sjálfu reynst gróðrarstía róttækni meðal múslíma hvaðanæva. Samstarfsvilji Musharrafs gagnvart bandarískum ráðamönnum hefur því ekki skipt svo litlu fyrir hið hnatt- ræna stríð þeirra. Máli skiptir í þessu samhengi einn- ig að Pakistan er kjarnorkuríki og því mikilvægt fyrir veröldina alla, að þar ríki pólitískur stöðugleiki og hófsöm öfl séu við völd. Musharraf hefur yfir það heila stuðlað að slíkum stöðugleika, allt frá því að hann – sem yfirmaður pakist- anska hersins – rændi völdum í land- inu 1999. Á móti kemur að Musharraf braust ekki til valda með lýðræð- islegum hætti og þó að hann hafi síð- ar fengið umboð í kosningum er það umboð umdeilt og fæstir telja það ganga lengur, að hann sinni bæði starfi forseta og yfirmanns hersins. Samningar við Bhutto? Musharraf er sagður hafa ætlað að sjá til þess að núverandi þing lands- ins, sem er hliðhollt honum, kysi hann til fimm ára í viðbót á forsetastóli í september. Síðan hugðist hann efna til þingkosninga í landinu. Í ljósi þess mótstreymis sem hann mætir nú – og það felst bæði í mikilli undiröldu heimafyrir, með tilheyrandi stjórn- leysi og ofbeldi, og hótunum frá stjórnvöldum í Washington um að þau dragi úr fjárhagsstuðningi leggi stjórn hans ekki harðar að sér í bar- áttunni gegn íslömskum öfgahópum – mun hann hins vegar vera að hug- leiða að halda þingkosningar fyrst og biðja nýtt þing svo um að endurnýja umboð sitt á forsetastóli. Vandinn er sá að Musharraf getur ekki treyst því að nýtt þing verði honum hliðhollt – nema til komi umfangsmikið kosn- ingasvindl af hans hálfu eða sam- komulag við svarna andstæðinga, s.s. Benazir Bhutto, fyrrverandi forsætis- ráðherra, en flokkur hennar er líkleg- ur sigurvegari í næstu kosningum. Endanleg niðurstaða er engan veginn örugg, fæstir reikna að vísu með að Musharraf missi tökin á valdataum- unum, en víst þykir að hann verður að spila vel úr sínum spilum. Musharraf í kröppum dansi í Pakistan AP Aukið mótstreymi Stuðningsmenn Nawaz Sharif, forsætisráðherrans sem Pervez Musharraf ýtti úr sessi 1999, mótmæla embættisfærslu forsetans. Washington. AP. | Bandaríska leyni- þjónustan, CIA, hyggst gera opinber leyniskjöl frá árunum eftir seinna stríð og fram á áttunda áratug síð- ustu aldar en þar er að finna upplýs- ingar um framgöngu sem berlega stangaðist á við lög; s.s. hleranir á samtölum blaðamanna, mannrán og húsleitir án heimilda. Gögnin verða gerð aðgengileg í næstu viku en í sex blaðsíðna sam- antekt á efni þeirra, sem gerð var op- inber á fimmtudag, kemur fram að þar má lesa um ýmis samsæri um morð á erlendum þjóðarleiðtogum, s.s. Fidel Castro Kúbuleiðtoga. Þá eru þar, svo dæmi séu tekin, upplýs- ingar um hleranir á samtölum ým- issa blaðamanna, eftirlit með blaða- manni Washington Post, Mike Getler, árið 1971 og eftirlit með pósti sem barst frá Kína og Sovétríkjun- um fram til 1973. Mun stundum hafa verið opnaður póstur sem barst frá þessum löndum til Bandaríkjanna. „Fæst af þessu varpar jákvæðu ljósi en þetta er saga CIA,“ sagði Michael Hayden, forstjóri CIA, þeg- ar hann tilkynnti um ákvörðunina. Ekki kemur allt í gögnunum á óvart, um það hefur lengi verið rætt og rit- að, en menn hafa aldrei áður fengið aðgang að hinum eiginlegu gögnum. AP Samsæri CIA hafði áform um að myrða Fidel Castro Kúbuleiðtoga. CIA ætlar að birta leyniskjöl Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000. Jónsmessutónleikar Kvaka hópinn skipa þau Þorvaldur Kristinn Þorvaldsson; bassi, Geirþrúður Ása Guðjónsdóttir; fiðla, Matthildur Anna Gísladóttir; píanó og Björg Þórsdóttir; sópran, en þau stunda öll nám við Listaháskóla Íslands. Dagskrá tónleikanna samanstendur eingöngu af íslenskri tónlist, t.d. eftir Karl O. Runólfsson, Tryggva M. Baldvinsson, Jórunni Viðar ofl. Allir velkominir – aðgangur ókeypis. Tónlistarhópurinn Kvaka heldur tónleika í Ljósafossstöð, sunnudaginn 24. júní kl. 15. P IP A R • S ÍA • 7 12 10 Kynnist okkur af eigin raun Heimsækið Landsvirkjun í sumar. Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.