Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 25
daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 25 É g hef gefið þessum húsgögnum nafnið „Gróðurhús-gögn“ sem gef- ur til kynna að þau eru sambland af húsgögnum og gróðurhúsum,“ seg- ir Dagný Bjarnadóttir landslags- arkitekt. Hún er einn fjögurra eigenda Lands- lags þar sem 15 manns starfa við landslagshönnun. „Við fengum það verkefni að leysa landslagsþáttinn hér á sýningunni og erum með innsetningu, ofið eða fléttað grasteppi á réttunni og röngunni. Við köllum það Litlatún sem vex út úr Miklatúni inn að Kjarvalsstöðum. Grasfléttan er unnin úr íslenskum móþökum á réttunni og úthagaþökum á röngunni. Það var Guðmundur í Túnþökuvinnslunni sem sá til þess að þetta gæti orðið að veruleika, með þessum hætti, en þarna er búið að flytja íslenska náttúru inn á torg Kjarvalsstaða. Síðan eru gulir fánar við eitt hornið sem skapa lifandi vegg á móti suðri við torgið. Lengra úti á túninu eru tveir fánar sem beina augum að styttu Einars Bene- diktssonar. Hún hefur ákveðna tenginu við Landslag því Reynir Vilhjálmsson, sem stofnaði fyrirtækið, hannaði Miklatún og þegar koma þurfti fyrir styttu skáldsins í tilefni 100 ára af- mælis hans fóru framkvæmdir á túninu fyrst á fullan skrið.“ Yndislegur ilmur Snúum okkur að gróðurhús-gögnunum. Dagný segist hafa fengið hugmyndina þegar hún sá stól með plastblómi í setunni. „Ég fór aðhugsa hvort ekki mætti hanna húsgagn með lifandi gróðri. Í húsgagninu gætu verið kryddjurtir og líka blómstrandi lágur gróður og hér er helluhnoðri með gulum blómum, sítrónublóðberg, snædrífa og fjóla.“ Í þessum gróðursælu húsgögnum birtist ekki einungis litrík náttúra heldur gefur gróðurinn frá sér yndislegan ilm á svölum eða á veröndinni. Þegar sólin skín má lyfta stólsetum og borð- plötum svo gróðurinn fái nægilegt súrefni en þegar íslensk veðrátta sýnir á sér verri hliðar er gott að geta skellt lokinu aftur og um leið eru plönturnar komnar inn í notalegt „gróðurhús“. Fyrirtækið Logoflex tók þátt í húsgagna- framleiðslutilrauninni með Dagnýju og hún full- vissar okkur um að stólarnir geti borið hvern sem er. Styrkurinn hafi verið kannaður hjá Logofex! Vel getur verið að Dagný breyti til ef húsgögnin fara í framleiðslu og hafi þá fætur og ramma úr áli. Það sé eins konar skírskotun til hefðbundinna gróðurhúsa sem séu úr áli og gleri. „Húsgagnahönnunin er algjörlega ný fyrir mér,“ segir Dagný. „Sem landslagsarkitekt er ég ekki vön framleiðsluferlinu sem fylgir henni og nú er ég að þreifa fyrir mér um framhaldið.“ Þess má geta að Dagný hannaði leiksvæðið á Miklatúni, leikskólalóðir, m.a. við leikskólann í Sandavaði á Norðlingaholti og garðútfærslu við þjónustubyggingu Alþingis. Einu sinni hannaði hún líka spírandi boðskort fyrir teiknistofu sem upp af átti að vaxa karsi og hún hannaði „ís- lenska“ lopapeysu með íslenska hestinum á tölti, sem hún prjónað á börn og fullorðna, en hefur ekki komið á framfæri að öðru leyti. Blóm og krydd í borðum og stólum Morgunblaðið/Frikki Lifandi veggur Dagný Bjarna dóttir við fánavegginn sem minnir á sóleyjar og fífla á túninu. Handhægt Garðeigendur geta núbara teygt sig ofan í borðið til að ná í ferskar kryddjurtirnar beint á sumarlegan matardiskinn. Þessa dagana er útiræktað íslenskt grænmeti að byrja að koma í versl- anir. Íslenskur vorlaukur er þegar kominn í búðir, svo og íslenskt sal- atkál eða pak choi öðru nafni. Að sögn Þórhalls Bjarnasonar formanns Sambands garð- yrkjubænda eru horfurnar góðar í sumar í útiræktun hér á landi. Íslenska fánaröndin „Við erum komin með íslenska fánarönd á alla íslenska framleiðslu sem hjálpar neytendum að sjá hvað- an varan kemur og oft eru pakkn- ingarnar einnig merktar einstökum framleiðendum. Íslenskir garð- yrkjubændur finna geysilega mik- inn meðbyr með íslensku grænmeti og auðvitað eykst framleiðslan með aukinni eftirspurn íslenskra neyt- enda,“ sagði hann. Hreint vatn „Við búum svo vel að hafa hreint vatn til ræktunarinnar, góða og næringarríka mold og þó það sé ekki lengur mjög svalt á sumrin þá er þó það svalt að það þarf ekki að nota óspart af eiturefnum því flór- an af skorkvikindum er ekki viðlíka og í útlöndum.“ Næst er kínakálið væntanlegt á markað þann 27. júní, svo blómkál og spergilkál um 10. júlí, þá hvítkál, gulrætur, jöklasalat, hnúðkál, sell- erí, rófur, rauðkál og að lokum blöðrukál um miðjan ágústmánuð. Morgunblaðið/Kristinn Íslenskt útiræktað grænmeti er að koma í verslanir og nýlega bættust við klasatómatar á markaðinn segir Þórhallur Bjarnason formaður Sambands garðyrkjubænda Íslenskur vorlaukur og salatkál í verslanir Kaffiboð á gróðurhúsinu Borð og stólar – gróðurhús-gögn sem geta geymt sumarblóm, kryddjurtir eða jafnvel steina og skeljar. Á sýningunni Íslensk samtíma- hönnun á Kjarvalsstöðum fékk Fríða Björnsdóttir tækifæri til að dást að nýstárlegum hús- gögnum sem eru allt í senn, gróðurhús, matarkista og húsgögn fyrir garð og svalir. Landið er fallegra á löglegum hraða    
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.