Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 23.06.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 2007 47 árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Fimmtudaginn 28. júní kl. 13.30 verður farið í Árbæjarsafn á sýninguna: Heil öld til heilla. Saga ÍR í 100 ár. Kaffi í Dillonshúsi (ekki inni- falið í verði). Rútugjald 400 kr. Skráning í Afla- granda 40 og í síma 411 2700. FEBÁ, Álftanesi | Opið hús í Litlakoti kl. 14-17, laugardaginn 23. júní í tilefni af 10 ára afmæli fé- lagsins. Kaffi og kleinur. Allir velkomnir. Félag eldri borgara Kópavogi, ferðanefnd | 3 daga Vestmannaeyjaferð 2.-4. júlí. Skráningarlistar og nánari ferðalýsing í Gullsmára og Gjábakka. Gist á Hótel Þórshamri. Boðið upp á skoðunarferðir um Heimaey og á sjó umhverfis Heimaey. Brottför frá Gullsmára kl. 10 og Gjábakka kl. 10.15. Félagsheimilið Gjábakki | Krummakaffi kl. 9. Hana- nú ganga kl. 10. Félagsstarf Gerðubergs | Alla virka daga er opið kl. 9-16.30. Aðgangur að púttvelli við Breiðholtslaug er daglega kl. 9 -17, leiðsögn frá Vinnuskóla Reykja- víkur hefst þriðjud. 26. júní kl. 13. Aðstaða og afnot af búnaði er að kostnaðarlausu. Allir velkomnir. S. 575 7720. Hæðargarður 31 | Gönguferðir alla morgna kl. 9 á laugardögum kl. 10. Listasmiðjan opin. Tölvusveitin hittist á þriðjud. og miðvikud. kl. 13-15. Púttvöll- urinn opnaður 20. júní. Kennsla í pútti alla miðviku- daga í sumar kl. 17-18. Hádegismatur, síðdegiskaffi. Kíkið við og fáið alla dagskrána. S. 568-3132. Kirkjustarf Vídalínskirkja, Garðasókn | Opið hús í Vídal- ínskirkju. Vettvangsferð á Byggðasafn Akraness þriðjudaginn 26. júní. Kaffi á staðnum. Lagt verður af stað kl. 13, áætluð heimkoma kl. 17. Þeir sem óska að koma með láti Nönnu Guðrúnu vita í síma 895 0169. Verið velkomin. Hlutavelta | Þessar duglegu stúlkur heimsóttu Barnaspítala Hringsins nýlega og færðu honum 13.000 kr. að gjöf, sem er ágóði af tombólu, sem þær héldu af miklum krafti og dugnaði og eiga skilið hrós fyrir. Nöfn þeirra eru: Tekla Eir Hallgrímsdóttir Kúld, Þórunn Stefánsdóttir, Krista Líf Gunnlaugs- dóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir. 60ára afmæli. AgnesMagnúsdóttir er sex- tug í dag. Af því tilefni verður boðið upp á veitingar í sam- komusal Kaupfélagsins á Hvammstanga kl. 16 í dag. dagbók Í dag er laugardagur 23. júní, 174. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Þú hefur elskað réttlæti og hatað ranglæti. Því hefur Guð, þinn Guð, smurt þig gleðinnar olíu fram yfir þína jafningja. (Hebr. 1, 9.) Íslandsnefnd Fróðskaparseturs Fær- eyja og Færeyjanefnd Háskóla Íslands efna til ráðstefnunnar Frændafundar dagana 26. til 28. júní í Þórshöfn, Fær- eyjum. María Anna Garðarsdóttir, aðjunkt við HÍ, situr í Færeyjanefnd: „Frænda- fundur hefur verið haldinn þriðja hvert ár, til skiptis í Færeyjum og á Íslandi, frá árinu 1992,“ segir María. „Umfjöll- unarefni ráðstefnunnar er iðulega mjög fjölbreytt, en markmið þessara við- burða er að efla samband landanna og miðla af reynslu og þekkingu á hinum ýmsu fræðasviðum. Færeyjar og Ís- land eru þjóðir sem eiga margt sameig- inlegt í menningu og tungu, og víst að við getum lært margt hvert af öðru.“ Samkynhneigð og innflytjendur Fjallað verður um fjölbreytt málefni á ráðstefnunni að þessu sinni: „Við höf- um þann háttinn á að um nokkur um- fjöllunarefni ræða tveir fyrirlesarar, einn frá hvoru landi. Meðal umræðu- efna má nefna barnabókmenntir, þar sem Turið Sigurðardóttir frá Fær- eyjum og Sigþrúður Gunnarsdóttir frá Íslandi veita yfirlitssýni yfir barnabók- menntir hvorrar þjóðar fyrir sig, og gefa þannig kost á áhugaverðum sam- anburði,“ segir María. Þannig munu Beinta í Jákupsstovu og Reynhard Reynisson fjalla um sam- einingar sveitarfélaga, Bogi Davidsen, K. Hulda Guðmundsdóttir og Þóra Björk Hjartardóttir fjalla um samkyn- hneigð, og Firouz Gaini og Einar Skúlason fjalla um stöðu útlendinga í færeysku og íslensku samfélagi. „Málvísindi, bókmenntir, saga og listir hafa löngum skipað stóran sess í dagskrá Frændafunda,“ segir María sem sjálf fjallar um málstefnu ásamt Katrínu Axelsdóttur og Árna Dahl: „Malan Marnersdóttir og Aðalsteinn Ingólfsson fjalla um myndlist síðasta áratugar, Ólavur Hátún og Bjarki Sveinbjörnsson segja frá samskiptum þjóðanna á tónlistarsviði og Osva Olsen og Áslaug Sverrisdóttir fjalla um hann- yrðir fyrr og nú.“ Finna má nánari upplýsingar um dagskrá Frændafundar á heimasíðu Hugvísindastofnunar HÍ, á slóðinni www.hugvis.hi.is. Er ráðstefnan öllum opin og aðgangur ókeypis. Fræði | Fjölfræðileg íslensk-færeysk ráðstefna í Þórshöfn 26. til 28. júní Frændafundur í Færeyjum  María Anna Garðarsdóttir fæddist í Reykja- vík 1963. Hún lauk stúdentsprófi frá MS 1983, BA-prófi í íslensku frá Há- skóla Íslands 1987 og lagði stund á meistaranám í ís- lenskri málfræði við sama skóla. Hún hefur kennt íslensku fyrir erlenda stúdenta við HÍ frá 1992 og setið í Færeyjanefnd Háskólans frá 2004. María er gift Mads Holm, verkefn- isstjóra hjá Norræna húsinu. Dóttir Maríu er Ugla Egilsdóttir. Tónlist Hallgrímskirkja | Björn Steinar Sólbergsson, organisti í Hall- grímskirkju, leikur á hádegistón- leikum í dag, 23. júní, kl. 12. Tón- list eftir Buxtehude, Pál Ísólfsson og Couperin. Stykkishólmskirkja | Strengja- kvartett úr Reykjavík, Júlí- kvartettinn, heldur tónleika sunnudaginn 24. júní kl. 16. Fulltrúar Stykkishólms verða Lilja Margrét Riedel á flautu og Sigrún Björk Sævarsdóttir sem syngur. Flutt verður tónlist eftir Brahms, Mendelssohn, Mozart, Pál Ísólfs- son og Schubert. Myndlist Gerðuberg | Ég bið að heilsa. Sýning á bútasaumsverkum í til- efni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar. Sýningin stendur til 9. september og er opin virka daga í júní frá kl. 11-17. Sjá www.gerduberg.is. Kaffi Sólon | Myndlistarkonan Jane María Sigurðardóttir opnar sína 4. sýningu kl. 17 á Kaffi Sólon á Laugaveginum. Sýningin stend- ur yfir í til 21. júlí. Öll verkin á sýn- ingunni eru til sölu. Söfn Lyfjafræðisafnið | Neströð á Sel- tjarnarnesi. Opið er á þriðjudög- um, fimmtudögum, laugardögum og sunnudögum í allt sumar kl. 13-17. Aðgangur er ókeypis og öll- um heimill. Nánari upplýsingar gefur Sólveig Ólafsdóttir, safn- vörður s. 8921215. ÞAU Halldór Blöndal og Guðfríður Lilja Grétarsdóttir reyndu með sér í tafli á dögunum. tefla á útitaflinu við Lækjargötu. Til- efnið var opnun útitaflsins og var það Hrafn Jökulsson, forseti skákfélagsins Hróksins, sem stóð fyrir einvíginu. Aðstoðarkona Halldórs var Sigríður Björg Helgadóttir, en aðstoðarmenn Guð- fríðar voru þeir Mikael Luis Gunn- laugsson og Jón Nordal. Guðfríður Lilja og aðstoðarmenn henn- ar báru sigur úr býtum í viðureigninni en í samtali við Morgunblaðið sagðist Hall- dór vera svokallaður „kaffihúsaskákmað- ur“. „Ég tefldi talsvert í menntaskóla og þegar ég vann í hvalstöðinni. Það fer eft- ir vinnustöðum hvað ég tefli mikið,“ sagði Halldór. Útitaflið komið í gagnið Morgunblaðið/G. Rúnar FRÉTTIR MEÐ sérstökum samningi, sem undirritaður var nýlega dag, hefur Athygli ehf. gerst einn samstarfsaðila Barnaheilla og mun fyrirtækið styrkja samtökin með endurgjaldslausu framlagi vegna ímyndar- og kynningarmála á árinu 2007. Samningurinn er liður í þeirri stefnu stjórnar fyrirtækisins að leggja sitt af mörkum til samfélagsmála. Haft er eftir Petrínu Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóra Barna- heilla í fréttatilkynningu að samstarfið við Athygli sé afar þýðingar- mikið fyrir samtökin. Valþór Hlöðversson framkvæmdastjóri At- hygli segir að með þessu vilji félagið styrkja það mannræktarstarf sem fram fari hjá Barnaheillum. Samningur Frá undirritun styrktarsamnings Athygli við Barnaheill. Valþór Hlöðversson, framkvæmdastjóri Athygli, og Petrína Ásgeirs- dóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, undirrita samninginn. Athygli styrkir Barnaheill NÚ hefur fyrsti nemendahópurinn útskrifast frá verkfræðideild HÍ með MPM-gráðu og verður formleg athöfn í hátíðarsal HÍ í dag, laug- ardaginn 23. júní, kl. 14, til að fagna þessum tímamótum. Í fréttatilkynningu segir að haustið 2005 hafi dr. Helgi Þór Ingason, lektor í verkfræði, og dr. Haukur Ingi Jónasson guðfræðingur sett á laggirnar MPM-nám við Háskóla Íslands. MPM (Master of Project Management) er stjórnunarnám með sérstakri áherslu á verkefna- stjórnun og leiðtogafræði með einkunnarorðin hugvit, siðvit, verksvit, að leiðarljósi. MPM-nám er vel þekkt erlendis en er hið eina sinnar tegundar hér á landi. MPM er tveggja ára nám samhliða starfi, nemendahópurinn hefur breiðan bakgrunn og gegnir ólíkum störfum í þjóðfélaginu en á það sameiginlegt að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi hvort sem það er BS, BA eða annað sambærilegt nám og viljað efla sig í leik og starfi. Brautskráningarhópurinn hefur undirgengist alþjóðlega vottun verk- efnastjórnar og ber titilinn „Certified Project Management Assoc- iate“. Að auki er hluti hópsins að undirgangast efri stig alþjóðlegrar vottunar í verkefnastjórnun, nokkrir munu innan skamms bera tit- ilinn „Certified Project Manager“ og þrír nemendur munu hljóta næstefsta stig hinnar alþjóðlegu vottunar og bera titilinn „Certified Senior Project Manager“. Margir kennarar hafa leiðbeint hópnum, bæði innlendir og erlend- ir. Á síðasta misserinu hefur hópurinn unnið að lokaverkefnum og í misserislok skiluðu nemendur skýrslum í formi ráðstefnugreinar og kynntu þau á opinni ráðstefnu á Hótel Loftleiðum 11. maí síðastliðinn. Útskrift nemenda með MPM-gráðu frá HÍ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Vinnumálastofnun: Vegna viðtals við skrifstofustjóra Eflingar stéttarfélags á forsíðu Morgunblaðsins 20. júní síðastliðinn vill Vinnumálastofnun koma eftir- farandi á framfæri: Hinn 31. mars 2007 rann út þjónustusamningur milli Atvinnuleys- istryggingasjóðs og Eflingar um útreikning og afgreiðslu atvinnuleys- isbóta. Fullt samráð var haft við Eflingu um breytt fyrirkomulag, enda á félagið fulltrúa í stjórnum Vinnumálastofnunar og Atvinnuleysis- tryggingasjóðs. Umsýsla atvinnuleysisbóta fer nú öll fram á þjónustu- skrifstofu Vinnumálastofnunar á Skagaströnd en fór áður fram hjá níu úthlutunarnefndum. Með nýju fyrirkomulagi hefur þegar orðið töluverð hagræðing svo sem samræming vinnubragða, aukin sérhæfing starfsmanna og lækk- un á rekstrarkostnaði. Staðsetning skattkortanna á Skagaströnd er til að tryggja að afgreiðslan sé sem réttust, enda eðlilegt fyrirkomulag að öll gögn séu á sama stað. Það þarf ekki nema eitt símtal á skrifstofuna á Skagaströnd og þá fær viðkomandi skattkortið sent í pósti daginn eftir. Ásökun þess efnis að stofnunin sé að bjóða upp á lakari þjónustu en áður á því ekki við rök að styðjast. Það hefur þvert á móti verið stefna Vinnumálastofnunar að bjóða upp á fljóta, örugga og skilvirka þjón- ustu. Fyrrgreind breyting er liður í þeirri stefnu. Samráð var haft við Eflingu FLUGDAGURINN verður haldinn á Flúðum í fyrsta skipti í dag, laug- ardag. Þá koma saman flugmenn víða af á landinu, einkaflugmenn, fisflugmenn og fleiri til að skemmta sér og öðrum á flugvellinum á Flúð- um. Boðið verður upp á dagskrá fyrir almenning frá kl 14 til 17. Meðal atriða á Flugdeginum á Flúðum er ókeypis útsýnisflug fyrir börnin, grænmetisbændur á Flúð- um bjóða gestum upp á nýja tóm- ata, paprikur, gúrkur og sveppi auk þess sem bændur og búalið keppa í dráttarvélaspyrnu. Flugdagurinn á Flúðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.