Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ SUÐURNES Reykjanesbær | Fjórtán ung- menni taka þátt í vinabæjamóti í Kerava í Finnlandi fyrir hönd Reykjanesbæjar. Þau hafa verið að hreinsa til í bænum, á vegum Bláa hersins, til að vinna sér inn fyrir sínum hlut af kostnaði við ferðina. Unglingarnir, sem eru 15 og 16 ára, voru valdir eftir úrtökumót sem fram fór á vegum grunnskól- anna í Reykjanesbæ. Vinabæirnir sem taka þátt í mótinu eru auk Kerava og Reykjanesbæjar Hjörr- ing í Danmörku, Trollhättan í Svíþjóð og Kristiansand í Noregi. Mótið hefur verið haldið árlega síðan 1973, að því er segir á vef Reykjanesbæjar. Í fyrra var keppt hér í sundi og þá sigraði lið Reykjanesbæjar. 600 kíló af plasti Unglingunum stendur til boða að taka að sér hreinsunarverk- efni í staðinn fyrir að greiða hluta af kostnaði. Þau tóku áskorun Bláa hersins og í tvígang var farið að hreinsa á Fitjunum, við Stekkjarkot og Íslending. Alls hreinsuðust um 600 kíló af plastrusli og öðru drasli. Hreinsa rusl fyrir fargjaldinu Ánægja Kerava-fararnir voru ánægðir með dagsverkið. Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Reykjanesbær | „Það er gaman að annast þessi börn og hefur gefið mér heilmikið,“ segir Aðalbergur Þórar- insson bifreiðarstjóri, sem hefur haft það verkefni með höndum að aka fötluðum börnum til og frá skóla í Reykjanesbæ og í tómstundastarf og fleira. Hann hefur nú látið af störfum eftir tólf ár. Þegar þessari þjónustu var komið í fast form fyrir tæpum tólf árum var ákveðið að fá einhvern til að sjá um aksturinn. Mikið hafði verið leitað til Aðalbergs með akstur fatlaðra barna en hann starfaði þá sem leigubíl- stjóri og segir hann að Hjördís Árna- dóttir félagsmálastjóri hafi beðið sig um að bjóða í þjónustuna. Hann gerði það og fékk verkefnið. „Ég keyrði leigubíl samhliða en þetta verkefni stækkaði stöðugt. Börnunum fjölgaði og fólk komst smám saman upp á lag með að nýta sér þessa þjónustu og nýtti hana bet- ur. Þetta varð því fljótt full vinna,“ segir Aðalbergur. Hann ók einnig börnum á vegum sveitarfélaganna í Garði og Sand- gerði en varð að hætta því vegna anna en sinnti þó dagvistuninni. „Ég hef þó alltaf gripið í leiguaksturinn inn á milli, eftir því sem ég hef haft tækifæri til,“ segir Aðalbergur. Fylgst lengi með þeim Hann segir að góð tengsl hafi myndast við fötluðu börnin og fjöl- skyldur þeirra enda hafi hann verið í daglegum samskiptum við mörg þeirra og fylgst með þeim í langan tíma. Nefnir Aðalbergur sérstaklega fötluðu bræðurna í Njarðvík, Sigurð og Friðrik Guðmundssyni. Þá hefur hann annast frá upphafi. Ekið þeim eins og fleirum daglega í og frá grunnskóla og síðar framhaldsskóla og einnig stundum til lækna í Reykjavík og eitthvað í tómstundir og á skemmtanir á kvöldin. „Ég hef eignast góða vini í þessu og sakna þess að hætta. Ég er eig- inlega ekki enn búinn að átta mig á því að vera ekki í þessum samskipt- um,“ segir Aðalbergur. Hann verður 73 ára á árinu og hef- ur ágætis heilsu. „Þetta hefur verið bindandi starf og mig langar til að eiga meira frí, ekki síst yfir sumarið. Í þessi tólf ár hef ég ekki getað tekið mér frí nema fá einhvern til að hlaupa í skarðið á meðan. Við hjónin eigum sumarbústað í Þrastarskógi og ég mun taka lífinu með ró fram á haustið. Ég ætla að halda áfram að keyra leigubílinn og sjá svo til næsta vetur hvort ég held því áfram. Samskiptin hafa gefið mér heilmikið Kveðjustund Aðalbergur kvaddi bræðurna Sigurð og Friðrik og Bjarna Val á heimili bræðranna á Lyngmóa 17 þegar hann hætti akstrinum. Í HNOTSKURN »Ferðaþjónusta fatlaðrafelst mest í því að aka fötl- uðum börnum, sem ekki geta nýtt sér almenningssamgöng- ur, til og frá skóla. Einnig að aka börnunum í þjálfun og meðferð. »20-30 börn nýta þjónust-una í Reykjanesbæ á ári. Keflavíkurflugvöllur | Allar þær íbúðir sem fyrirhugað var að leigja út á háskólasvæðinu á Keflavíkur- flugvelli hafa runnið út og verið er að athuga með að fá fleiri íbúðir til að leigja. Mun því myndast 700 til 800 manna byggð þarna strax í haust. Háskólamiðstöðin Keilir fékk 300 íbúðir hjá Þróunarfélagi Keflavíkur- flugvallar til að leigja til eigin stúd- enta og annars námsfólks. 350 um- sóknir bárust og segir Runólfur Ágústsson, framkvæmdastjóri Keil- is, að verið sé að athuga möguleikana á því að fá fleiri íbúðir til endurleigu. Íbúðirnar verða afhentar í ágúst. Þá myndast 700 til 800 manna samfélag á háskólasvæðinu, starfsfólk og nem- endur hjá Keili, auk námsfólks úr háskólunum á höfuðborgarsvæðinu. Í þessum hópi verða um 200 börn. Keilir er að undirbúa þjónustu við íbúana. Þannig hefur bæjarráð Reykjanesbæjar tekið vel í hug- myndir Keilis um að félagið taki að sér rekstur leikskóla í húsnæði sem hýsti leikskóla varnarliðsins. Keilir hefur verið í viðræðum við Hjalla- stefnuna ehf. um að annast þennan rekstur fyrir sína hönd en ekki hefur verið gengið frá samningum. Börn á grunnskólaaldri sækja skóla í Reykjanesbæ og skipulagðar verða almenningssamgöngur þar á milli. Runólfur segir að jafnframt sé verið að undirbúa verslun, veitinga- stað og aðra persónulega þjónustu fyrir væntanlega íbúa. Ætlunin var að taka 100 nemend- ur inn í frumgreinadeild Keilis í haust og nú þegar hafa borist á milli 130 og 140 umsóknir. Um er að ræða aðfaranám að háskóla sem skipulagt er í samvinnu við Háskóla Íslands. Allar íbúð- irnar hafa gengið út LANDIÐ Eftir Sigurð Jónsson Selfoss | „Þetta var reglulega góð drossía sem var klárað að gera upp í fyrra, fullkláruð og í toppstandi. Það var mjög slæmt og erfitt að horfa á bílinn brenna inni í húsinu,“ sagði Baldur Róbertsson, bílaáhugamaður og einn eigenda bíla- og sprautu- verkstæðisins Bílsins, en hann átti annan bílinn sem eyðilagðist í brun- anum 16. júní, Pontiac Catalina, ár- gerð 1970. „Maður trúir því ekki hvað eldur er fljótur þegar maður horfir á hann éta upp svona stað. En þetta er bara járn og mestu skiptir að enginn meiddist í þessum bruna. Það var starfsmaður þarna inni skömmu áð- ur en eldurinn braust út. En bíllinn var búinn að vera þarna inni í tvo tíma. Ég ætlaði með hann í þrif fyrir fornbílasýninguna á þjóðhátíðardag- inn,“ sagði Baldur en bíllinn bar númerið X-1. „Það númer fer á ann- an bíl, Bronco 1966, sem hefur verið lengi hér á Selfossi, var lengst af í eigu Jóns Sveinbergssonar mjólkur- bílstjóra,“ sagði Baldur sem viður- kennir að hann hafi brennandi áhuga á ökutækjum og mótorhjól- um. Það er slæmt að horfa á góðan bíl brenna Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Tjón Baldur Róbertsson við leifarnar af Pontiac-bílnum sem eyðilagðist þegar verkstæðishús Bílsins brann daginn fyrir þjóðhátíðardaginn. Baldur Róberts- son missti nýupp- gerðan bíl í bruna Skorradalur | Sigurjón Magnússon á Ólafsfirði hefur afhent Skorrdæl- ingum slökkvibíl sem hann hefur byggt upp og útbúið fyrir Skorra- dalshrepp. Bíll þessi er afar öflugur og vel útbúinn. Bíllinn var afhentur við athöfn síðastliðinn föstudag og gafst íbúum og gestum jafnframt kostur á að skoða hann. Nýi slökkvibíllinn er af gerðinni Ford F-550 Super Duty, bein- skiptur með sex lítra 325 ha V8- díselvél og fjórhjóladrifinn. Bíllinn er með öflugu spili, GPS-tæki, bakkmyndavél, ljósamastri, leit- arljósi á þaki og ljóskösturum að framan svo nokkuð sé nefnt. 2.100 lítra vatnstankur er í bílnum auk 130 l froðutanks. Hann er búinn tveimur rafdrifnum slönguhjólum með 70 metra slöngu á hvoru hjóli, slöngurekkum og tilheyrandi slöngum samtals um það bil 400 metra að lengd. Mestu afköst dælu eru 2.200 lítrar á mínútu og froðu- búnaðar á háþrýstingi 1-6%. Í bíln- um er 3 kw rafstöð auk reykblás- ara. Kassi undir klöppur, fimm metra brunastigi, monitor og fleira. Festingar fyrir reykköfunartæki eru í skápnum í yfirbyggingum, og einnig í aftursæti bílsins er gert ráð fyrir að tveir reykköfunarmenn geti setið með tækin á sér. Verð bílsins er rúmlega 16 millj- ónir kr., með virðisaukaskatti, en hann kemur til viðbótar vatnsdælu í jeppakerru sem til taks hefur ver- ið í Skorradal síðustu árin. Þess var óskað við athöfnina að bílinn þyrfti aldrei að nota nema á æfingum. Morgunblaðið/Pétur Davíðsson Framfarir Sigurjón Magnússon afhenti Davíð Péturssyni oddvita nýja slökkvibílinn sem fyrirtæki Sigurjóns hefur útbúið fyrir Skorradalshrepp. Öflugur slökkvibíll keyptur í Skorradalinn Ísafjörður | Bæjarstjórn Ísafjarðar- bæjar lýsir yfir þungum áhyggjum af yfirvofandi niðurskurði á þorsk- veiðiheimildum fyrir næsta fiskveiði- ár, segir í ályktun sem samþykkt hefur verið. Fram kemur að þriðjungs niður- skurður, eins og Hafrannsókna- stofnunin mælir með, muni hafa veruleg áhrif á grunnatvinnuveg Vestfirðinga og veikja þá burðarstoð samfélagsins sem sjávarútvegurinn er. Vakin er athygli á stöðunni í byggðum sem byggja nær eingöngu á sjávarútvegi og þeim tilmælum beint til ríkisstjórnarinnar að gripið verði til markvissra mótvægisgerða í þeim byggðum sem harðast verða úti vegna niðurskurðarins. Í tilfelli Vestfjarða er bent á að aðgerðarlisti liggi þegar fyrir í Vestfjarðaskýrsl- unni svokölluðu og hvatt er til að unnið verði hratt að framgangi til- lagnanna. Gripið verði til mótvægisaðgerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.