Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 21
Ljónið og tígrisdýrið E ina krónu fyrir Önnu, einn, tveir og þrír!“ Sú var tíð að frasar á borð við þennan óm- uðu húsveggja á milli í flestum hverfum borgar og bæj- arfélaga. Í góðum veðrum gengu krakkar hús úr húsi og töldu sína líka á að „vera memm“, drifu sig svo út og tóku til við að leika. „Þannig var það stanslaust frá því að maður vaknaði og þar til maður fór að sofa og svo voru fót- boltaæfingar inn á milli,“ segir Sól- ey Ó. Elídóttir íþróttafræðingur sem ólst upp á Akranesi. Hún hef- ur nú skrifað bók með 100 leikjum fyrir krakka „á öllum aldri“ eins og segir á bókarkápunni. Enda hefur leikjabakterían verið í blóði hennar frá því hún man eftir sér. „Ég var alltaf fljót að læra leiki og vandi mig snemma á að skrifa þá niður og geyma. Þegar ég var í íþrótta- fræðinni á Laugarvatni gekk ég með það í maganum að skrifa loka- ritgerð um leiki en þar sem þá var nýbúið að gefa út lítið safn með tíu leikjum fór sú hugmynd niður í skúffu.“ Í fyrra var Sóley svo stödd í verslun Eddu útgáfu í leit að leikjabók þegar afgreiðslustúlkan sagði henni að í bígerð væri hjá forlaginu að skrifa eina slíka. Í framhaldinu sendi Sóley tölvupóst á útgáfustjóra barnabóka hjá Eddu og bauð fram aðstoð sína við gerð bókarinnar. Í framhaldinu var hún boðuð á fund og áður en hún vissi var hún búin að taka að sér skrif bókarinnar. „Svo að í staðinn fyrir að kaupa bók skrifaði ég eina,“ segir hún brosandi en myndskreyt- ingar voru í höndum Margrétar Laxness. Þarf ekki dýrasta dótið Leikjunum hefur Sóley viðað að sér yfir langan tíma. „Elstu leikina lærði ég þegar ég var pínulítil og þá nýjustu nú í vetur,“ segir hún en bókinni er skipt upp í tíu kafla eftir eðli leikjanna. Þannig má finna boltaleiki í bókinni sem og feluleiki, afmælisleiki, sundleiki, keppnisleiki, eltingaleiki, tvímenn- ingsleiki, inni- og útileiki, útilegu- leiki og bílaleiki. Tíu leikir eru í hverjum kafla og dregur bókin heiti sitt, 10 x 10 leikir, af því. „Ég miðaði við leiki sem henta sex ára aldri og upp úr,“ heldur Sóley áfram. „Hins vegar er maður aldrei of gamall til að leika sér og þeir sem eiga yngri börn geta ein- faldað leikina svolítið. Ég notaði t.d. mikið af þessum leikjum þegar ég starfaði sem deildarstjóri á leik- skóla. Eins á fólk að geta komist nokkurn veginn fyrirhafnarlaust yf- ir þau áhöld sem þarf í leikjunum. Það þarf ekki alltaf að vera dýrasta og flottasta dótið heldur nægir oft að nota stein eða bandspotta.“ Leikjamenningin á útleið Fyrir þá sem vilja rifja upp gamla takta er að finna í bókinni leiki á borð við Fallna spýtu, Hlaupa í skarðið, Verpa eggjum, Senda skeyti, Yfir og Hollinn skoll- inn. „Þegar ég hef verið að segja fólki frá bókinni spyr það gjarnan: „Ertu með leikinn … hvernig var hann aftur … maður átti að giska á nöfn …“ Þegar ég spyr á móti: „Hollí hú?“ verður það voðalega ánægt. Marga rámar í leikina en eru ekki alveg klárir á reglunum heldur muna bara að þetta var ein- hvern veginn svona.“ Sóley kinkar kolli innt eftir því hvort hún sé dugleg að fara út að leika, enn þann dag í dag. „Jájá, ég á mörg systkinabörn og er alltaf sú sem fer út með þau að leika. Hins vegar er eins og þessi leikjamenn- ing sé hreinlega að deyja út. Í gamla daga vorum við alltaf hópur af krökkum sem lékum okkur í hverfinu en núna þegar ég fer í heimsókn til mömmu og pabba sé ég aldrei neinn eða heyri. Það virð- ast vera önnur áhugamál því al- mennt kunna krakkar ekki þessa leiki lengur. Foreldrar hafa heldur ekki tíma til að kenna börnum leik- ina og þá er hætta á að þeir gleym- ist.“ Sóley vill leggja sitt á vog- arskálar til að koma í veg fyrir að það gerist. „Ég vona að þetta rífi krakkana frá tölvunum og foreldr- ana upp úr sófunum,“ segir hún að lokum. tómstundir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 21 félögin hafa hakað við forfallatryggingu á vefsíðu sinni eða ekki, neytendum á að vera treystandi til að passa upp á svona mál sjálf- ir. Víkverji hefur held- ur ekki vanist því hjá sínum trygginga- félögum að forfall- atrygging vegna ferða- laga sé innifalin í pakkanum, yfirleitt hefur þurft að sér- panta hana, a.m.k. hjá núverandi félagi Vík- verja. Þess vegna er ágætt að geta pantað svona tryggingu þegar flugferðin er bókuð á Netinu. Að endingu langar Víkverja að benda talsmanni neytenda á eitt mál, og jafnvel umboðsmanni barna í leiðinni. Þess eru dæmi að sæl- gætisframleiðendur séu farnir að pakka vörum sínum þannig inn, ekki síst sælgæti sem höfða á sér- staklega til barna, að líkja mætti við umbúðir utan um lyf. Þannig keypti dóttir Víkverja Mentos- tyggjókúlur á dögunum í umbúðum sem helst minntu á pilluglas. Ljótt er ef fyrirtækin eru farin að lokka unga kaupendur til sín með sæl- gæti sem líta út eins og lyf, þannig að ungir óvitar muni ekki greina muninn þegar á reynir. Víkverji fagnar þvíað embætti tals- manns neytenda hefur verið sett á laggirnar. Löngu tímabært fram- tak og af nógu að taka. Við megum ekki láta allt yfir okkur ganga, erum jú neyt- endur, ekki eingöngu þiggjendur. Við verð- um að viðhalda Silla í okkar innra manni, svo vitnað sé í magn- aða persónu Spaug- stofumanna. Nýtt embætti þarf tíma til að móta sig og margt af því sem tals- maður neytenda hefur bent á er þjóðþrifamál. Einnig skiptir miklu að eftir tilmælum talsmannsins sé farið. Hins vegar hafa komið upp mál hjá embættinu sem Víkverja þykir ekki stórvægileg, sbr. hið nýjasta um forfallatryggingu flug- félaganna. Víkverji hefur pantað nokkrum sinnum flugfar á Netinu og hann er nú þannig að eðlisfari að hann vill hafa vaðið fyrir neðan sig þegar ferðalög eru annars veg- ar. Fer ekki af stað nema með belti og axlabönd, ekki síst þegar ferðir eru bókaðar með löngum fyrirvara og von á ýmsu fram að fyrirhuguðu ferðalagi. Í huga Víkverja skiptir það ekki stóru máli hvort flug-          víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Fjöldi: 2-15 leikmenn. Aldur: +6 ára. Völlur: Í bílnum. Leiklýsing: Stjórnandinn velur sér hlut og segir: Skip mitt kemur að landi og í því er sssssss! Hinir leikmennirnir skiptast á að giska hvaða hlut hann er með í huga, en hluturinn byrjar greinilega á bókstafnum s. Ef leik- mönnum tekst ekki að finna út hvaða hlutur þetta er gefur stjórnandi upp næsta bókstaf í orðinu. Sá sem finnur út hvaða farm skipið flytur skiptir um hlutverk við stjórnandann og nýr leikur hefst. Skip mitt kemur að landi Allir upp úr sófunum Morgunblaðið/Árni Sæberg Boltar Einn kafli bókarinnar er tileinkaður boltaleikjum enda aragrúi slíkra til. Sl. sunnudag var skipulagður leikjadagur í tilefni útkomu bókarinnar. Áhugi „Ég var alltaf fljót að læra leiki og vandi mig snemma á að skrifa þá niður og geyma,“ segir Sóley Ó. Elídóttir, höfundur 10 x 10 leikja. Hvað er orðið um þann urmul af krökkum sem áður geystist um grund og garða í leikjum eins og Fallinni spýtu, Yfir og Brennó? Bergþóra Njála Guðmundsdóttir rifjaði upp gömlu góðu útileikina. Guðmundur Stefánsson, bóndi íHraungerði í Flóa, heldur úti bloggi á www.blog.central.is/- gummiste. Þar segist hann hafa heyrt fréttir af spænskum kúa- bónda sem var búinn að finna út hvaða tónlist hentaði best fyrir mjólkurkýrnar hans. Guðmundur hefur þó sína skoðun á því hvað kúnum líkar best: Sinfóníur síðmiðalda sýnast kúnum ei til tjóns. En skyld’ann hafa til að tjalda tónlistinni Kaldalóns? Hjalti Pálsson, safnvörður á Sauðárkróki, yrkir þegar aldurinn færist yfir: Árin hafa ýmsu breytt um útlit mitt og hagi og engin von til yfirleitt ellin þetta lagi. Ingi Heiðmar Jónsson segir af ferð suður Kjalveg á heimasíðu sinni á rússa Stefáns í Tungunesi til að sækja landbúnaðarsýningu. „Þegar við vöknuðum upp í tjöldum okkar í Aratungu heyrðist til Jóa í Stapa“: Finn ég vakna dáð og dug sem djúpum svefni varnar meðan þokast mér í hug morgunhendingarnar. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Kaldalóns og kýrnar Fjöldi: 10-30 leikmenn Aldur: +6 ára Völlur: Opið svæði með miðlínu Leiklýsing: Tveir leikmenn eru valdir til að ver’ann, annar er ljón og hinn er tígrisdýr. Þeir eiga bæli hvor við sinn enda leikvallarins. Leikvellinum er skipt í tvennt, ljónið á annan helminginn og tígrisdýrið hinn. Þeir mega ekki fara yfir á vallarhelming hvor annars. Aðrir leikmenn eru önnur dýr og mega hlaupa frjálst um allan leikvöllinn. Leikurinn hefst þegar ljónið og tígrisdýrið hlaupa úr bælum sínum og reyna að veiða dýrin sem forðast þau. Takist þeim að veiða dýr fara þau með það í bælið sitt. Leik lýkur þeg- ar búið er að veiða öll dýrin og sá sigrar sem veiddi fleiri dýr. Afbrigði: Leikið er í ákveðinn tíma. Þegar þeim tíma lýkur sigrar sá sem veiddi fleiri dýr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.