Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.06.2007, Blaðsíða 25
Dóttir hennar, Unnur, og hennar fjöl- skylda bjuggu henni skjól í séríbúð í húsi sínu. Ástvinir sinntu henni af nærfærni og umhyggju. En um þung- lyndi orti sr. Björn Halldórsson kvæð- ið „Sumarnótt“, sem lýkur svo: Verður þér myrkvum á vegi vesturför óyndisleg? Kvíðir þú komandi degi, kolbrýnda nótt, eins og ég? Herdís Helgadóttir lagði sitt af mörkum til réttindabaráttu geð- sjúkra, m.a. með þátttöku í félaginu Geðhjálp. Sjálf var hún sókndjörf alla ævi meðan þess var nokkur kostur. Ástvinir kveðja með sárri sorg en djúpu þakklæti fyrir ást hennar og elsku. Svanur Kristjánsson. Einn af máttarstólpum tilveru minnar er nú fallinn frá. Amma Dísa var prinsippmanneskja með ákveðnar skoðanir; gáfuð og falleg sál. Sagan mun minnast hennar sem konunnar sem skrifaði um ástandsárin út frá sjónarhorni kvennanna sem upplifðu þau, en ég mun líka minnast hennar sem góðrar og sterkrar ömmu sem víl- aði ekki fyrir sér að skara fram úr í há- skóla á gamals aldri. Hún mun alltaf lifa sterkt í minningum mínum, hvað sem öðru líður. Þakka þér fyrir allt saman, amma. Halldór Auðar Svansson. Elsku amma. Mikið þykir okkur leiðinlegt að þú skulir vera dáin. Þú varst mjög góð amma og öllum þótti mjög vænt um þig. Okkur þykir einnig leiðinlegt að núna er engin amma til að skera app- elsínugulu molana í tvennt fyrir okkur svo að við köfnum ekki. Þó að við hefð- um ekki verið ánægð með að fá bara hálfa mola, þá sýndi það bara hvað þér þótti vænt um okkur. Núna fáum við ekki heldur góða baunaréttinn þinn sem enginn getur gert jafn vel og þú. Þú vissir alltaf svör við öllu sem við spurðum þig að og svaraðir því eins og þér einni var lagið. Við gleymum ekki heldur öllu öðru sem þú gerðir fyrir okkur eins og að labba með okkur út í bakarí og kaupa snúða handa okkur þegar við vorum svöng. Þú varst líka alltaf að prjóna handa okkur föt og hélst alltaf svo mikið uppá það sem við gáfum þér, jafnvel þó að það væri bara mynd sem við teiknuðum, Við munum ennþá eftir vöfflunum sem þú bakaðir handa okkur, og þú ert ennþá best þó að þú sért dáin.Við söknum þín rosa- lega en við vitum að þú ert á betri stað. Við munum aldrei gleyma þér. Þín barnabörn Hildur, Helgi og Bára. Ég vil í fáum orðum minnast ást- kærrar ömmu minnar, Herdísar Helgadóttur. Amma var einhver gáfaðasta mann- eskja sem ég hef kynnst um ævina. Hún var feikilega víðlesin og vel að sér í öllum mögulegum hlutum. Einhver fróm sál sagði að heitasta helvíti væri frátekið fyrir hina skoðanalausu. Ef svo er þarf amma engu að kvíða, því hún hafði svo sannarlega skoðanir á hlutunum, og lét hún þær óspart í ljósi – en ekki í stíl nöldurseggs eða kverúl- ants, heldur rökfastrar skynsemis- veru. Rík réttlætiskennd var ömmu í blóð borin og lagði hún sitt merka lóð á vog- arskálar íslenskrar kvenfrelsisbaráttu. Segja má að sú viðleitni ömmu hafi náð hámarki í hinni stórmerkilegu bók sem hún reit um hið s.k. ’ástand’ á stríðs- árunum, þar sem í fyrsta sinn var greint frá sjónarhóli kvennanna sem rægðar voru og ofsóttar fyrir að vera ’kanamellur’, þ.e. í tygjum við banda- ríska hersetuliðsmenn. Bók þessi er meistaraverk á sínu sviði, og afar verð- ugt innlegg í þá viðleitni að rétta hlut kvenna í söguskrifum, sem hafa verið að miklu leyti einkasvið karlmanna fram á vora daga. Ekki er hægt að minnast ömmu án þess að nefna það hve mikill afburða kokkur og hannyrðakona hún var. Engu máli skipti hve snúið var að lappa uppá flíkur og annað í þeim dúr – alltaf tókst henni að gera bragarbót þar á svo sómi var að. Ég trúi því staðfastlega að endalok- in á vorri jarðnesku tilveru sé ekki endirinn á vegferð manneskjunnar. Það sem við köllum eitt æviskeið er aðeins örstuttur kafli í hinum mikla doðranti sem nefnist þróunarskeið sál- arinnar. Því hef ég engu að kvíða varð- andi hana ömmu mína – endirinn á jarðlífi hennar er aðeins upphafið að áframhaldandi og enn glæstari tilveru. Með þökk fyrir allt það sem þú varst mér meðan þú gekkst um á með- al okkar. Þinn dóttursonur, Kári Auðar Svansson. Mig langar til að minnast hér vin- konu minnar, Herdísar Helgadóttur, með örfáum orðum. Ég var svo lánsöm að vinna með henni um átta ára skeið á Sólheima- útibúi Borgarbókasafns. Þessi stór- brotna kona hafði mikil áhrif á mig og ég hef verið stolt af að mega teljast til hennar nánustu vinkvenna ásamt Rósu samstarfskonu okkar. Herdís var í mínum augum margbrotin eins og móðir náttúra, – hörkutól, baráttu- kona, dugnaðarforkur, verkalýðssinni, skörp, rökföst, rauðsokka, reið, skemmtileg, ákaflynd, glaðbeitt, handavinnukona, garðyrkjukona, fræðimaður, náttúrukona og síðast en ekki síst móðir og amma. Hún var flókið samspil upplags og aðstæðna og vann vel úr sínu. Lífið var ekki alltaf dans á rósum og hún ætl- aðist reyndar alls ekki til þess, en hún var svo lánsöm að geta notað alla reynsluna sér til þroska og skilnings á samferðafólkinu. Hún lauk BA-prófi í mannfræði komin á sjötugsaldur meðfram starfi og var stödd í unaðsreitnum sínum á Neskaupstað þegar henni bárust þær fréttir að hún hefði brillerað eins og hennar var von og vísa. Ritgerðin hennar fjallaði um Rauðsokkahreyf- inguna, sem hún sagði að hefði bjarg- að lífi sínu. Á þessum árum unnum við náið saman og var hún mikill fagmaður í störfum sínum á safninu. Hún reynd- ist okkur Rósu hinn besti kennari og félagi og milli okkar þriggja bundust ævarandi vináttutengsl. Ekki lét þessi eldhugi staðar numið, heldur lauk hún MA-námi komin yfir sjötugt og gaf út glæsilegt rit um kon- ur á hernámsárunum, Úr fjötrum, þar sem hún með rannsóknum símum lauk upp augum fólks á þeim ótrúlegu for- dómum og grimmd sem íslenskar kon- ur bjuggu við á þeim tíma. Veri hún blessuð fyrir það. Þessi rannsóknar- vinna var henni mikið hjartans mál og nutum við þess að fylgjast með fram- vindunni og fræddumst um uppgötv- anir hennar jafnharðan. Ég dvaldi hjá henni í litla húsinu í Neskaupstað nokkra daga sumarið 1997 og áttum við þar saman ógleym- anlega daga og töluðum okkur hásar. Ég tel mig lánsama að hafa átt Her- dís Helgadóttur að vinkonu og sam- herja í lífinu. Guðrún Björk Tómasdóttir. ósérhlífin. Hún vann á símanum hjá Greiðabílum í mörg ár auk þess að sinna ræstingum. Vinnudagurinn var því oft langur. Hún bjó sér fallegt heim- ili þó undanfarin ár hafi hún þurft að flytja oftar en hún hefði viljað. Þannig voru hennar aðstæður því miður. Hún dvaldi síðustu vikurnar á St. Franciskusjúkrahúsinu í Stykkis- hólmi. Þar var henni sinnt af einstakri umhyggju og hlýju. Í Hólminum hafði hún hugsað sér að eyða ævikvöldinu. Þar lágu hennar rætur og þar mun hún hvíla. Öllum þínum ástvinum alla lífs um stund, af hreinu geði heilnæm ráð og hlýja réttir mund. Ó hjartans þökk fyrir allt og allt já allt svo margt og gott sem tungan nú ei túlkað fær þinn trygga og dáða vott. Í hljóðri bæn og hreinni trú herra lífsins bið í frelsarans Jesú nafni nú náð þér veiti og frið. (Guðbjörg Jónsdóttir) Guð blessi minningu hennar og gefi okkur styrk í sorginni. Helga. Amma Guja var skemmtileg og góð amma. Hún borðaði pizzu með okkur á föstudögum og við spiluðum hopp. Hún opnaði alltaf með okkur pakk- ana á jólunum í Eskihlíðinni. Hún horfði með mér á flugeldana á gamlárskvöld. Hún bauð okkur í mat á annan í jól- um. Hún varð steinhissa þegar við mamma hjóluðum alla leið til hennar í Blikahólana. Ég elskaði ömmu Guju mjög mikið. Ég sakna hennar. Aron Elí. Hún bar þig í heiminn og hjúfraði að sér. Hún heitast þig elskaði’ og fyrirgaf þér. Hún ætíð er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Hún er íslenska konan, sem ól þig og þér helgaði sitt líf. Með landnemum sigldi’hún um svarrandi haf. Hún sefaði harma. Hún vakti’er hún svaf. Hún þerraði tárin. Hún þerraði blóð. Hún var íslenska konan, sem allt á að þakka vor þjóð. Ó! Hún var ambáttin hljóð. Hún var ástkonan rjóð. Hún var amma, svo fróð. Ó! Athvarf umrenningsins, inntak hjálpræðisins, líkn frá kyni til kyns. Hún þraukaði hallæri, hungur og fár. Hún hjúkraði’og stritaði gleðisnauð ár. Hún enn í dag fórna sér endalaust má. Hún er íslenska konan, sem gefur þér allt sem hún á. Ó, hún er brúður sem skín! Hún er barnsmóðir þín eins og björt sólarsýn! Ó! Hún er ást, hrein og tær! Hún er alvaldi kær eins og Guðsmóðir skær! Og loks þegar móðirin lögð er í mold þá lýtur þú höfði og tár falla’á fold. Þú veist, hver var skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf. Það var íslenska konan sem ól þig og gaf þér sitt líf. En sólin, hún sígur, – og sólin, hún rís, – og sjá: Þér við hlið er þín hamingjudís, sem ávallt er skjól þitt, þinn skjöldur og hlíf: Það er íslenska konan, – tákn trúar og von- ar, sem ann þér og þér helgar sitt líf. (Ómar Ragnarsson.) Sævar Geir, Lárentsínus og Gunnleifur Vignir. Hinn 17. júní, fékk ég símtal frá Olgu, sem tjáði mér, að þú hefðir kvatt þennan heim þá um morguninn. Og vil ég þakka henni þá hugulsemi, að leyfa mér að fylgjast með. Á svona stundu koma minningarnar, sem við áttum margar góðar í gegnum árin, tala ekki um þegar Gulli Vignir átti orðið tvær mæður, sem voru með nef- ið ofaní öllum hlutum. En lífið er ekki alltaf glaumur og gleði. Þú fórst held- ur ekki varhluta af sorginni. Þegar við Gunnar komum til þín á Sjúkrahúsið, var auðséð hvert stefndi, svo veik varstu orðin, en þú þekktir okkur. Brosið þitt og faðmlag, er ljúf minn- ing að eiga. Kæra vinkona, komin er kveðju- stundin. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Við hjónin vottum fjölskyldu Guð- bjargar okkar innilegustu samúð. Hrund Jóhannsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 2007 25 Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Ég sakna þín, amma mín. Birkir Már. HINSTA KVEÐJA ✝ Elskulegur eiginmaður, faðir, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, RAGNAR ÞÓR KJARTANSSON, áður til heimilis á Garðarsbraut 35b, Húsavík, lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga, sunnudaginn 24. júní. Hrafnhildur Jónasdóttir, Kolbrún Ragnarsdóttir, Haukur H. Logason, Emil Ragnarsson, Elín Jónasdóttir, Jónas Már Ragnarsson, Sigríður Pétursdóttir, María Axfjörð, Pálmi Þorsteinsson Steinunn Friðgeirsdóttir, Arnaldur F. Axfjörð, Kolbrún Eggertsdóttir, Hrafnhildur Jóna Jónasdóttir, Jóhann Gunnar Elísson, barnabörn og þeirra fjölskyldur. ✝ Okkar ástkæri og yndislegi, HAFÞÓR SVEINJÓNSSON, Burwell, Cambridge, Englandi, er látinn. Útförin verður auglýst síðar. Elsa Jensdóttir, Kristján Hafþórsson, Tinna María Hafþórsdóttir, Alexandra Hafþórsdóttir, Hrefna Pétursdóttir, Sveinjón Björnsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORGILS GEORGSSON, Klébergi 12, Þorlákshöfn, andaðist sunnudaginn 24. júní á Kumbaravogi. Útför hans verður gerð frá Þorlákskirkju, Þorlákshöfn föstudaginn 29. júní kl. 10.30. Sigurveig Sigþórsdóttir Dóra Þorgilsdóttir, Gunnar Þorgilsson, Magnea Guðfinnsdóttir, Sigrún Guðfinna Þorgilsdóttir, Hallgrímur Erlendsson, Hafdís Þorgilsdóttir, Kári Hafsteinsson, Elsa Þorgilsdóttir, Sturla Geir Pálsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, systir, tengdamóðir, amma og langamma, ERNA HELGADÓTTIR, Laufbrekku 30, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 20. júní á landspítalanum í Fossvogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 29. júní kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Mæðrastyrksnefnd Kópavogs. Halldór Valgeirsson, Helgi Reimarsson, Guðný Reimarsdóttir, Valgeir Halldórsson, Halldór Arnar Halldórsson, Haukur Hrafn Halldórsson, Magnús Helgason, Guðný Helgadóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn ✝ Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, HANSÍNA ÁSTA STEFÁNSDÓTTIR, Grenigrund 10, Selfossi, lést sunnudaginn 24. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. Gissur Jensen, Stefán Jónsson, Unnur Sigursteinsdóttir, Stefán Róbert Gissurarson, Sigrún Sigurðardóttir, Axel Þór Gissurarson, Ásdís Björg Ingvarsdóttir, Diðrik Stefánsson, Ásta Lilja Stefánsdóttir og Gísli Þór Axelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.