Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR         !"#$!% &  ''  & (  )##*+ +, -+,. /0 "'( ( (( 1 !"2%+"3%% Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Hvammstanga. Útgerðin hét Rósa hf.,“ segir Albert Kemp, fyrrverandi skipaskoðunarmaður Austurlands. „Þetta var nýlegt og vel búið skip, stór rækjubátur með frystilestar. Kaupfélagið var að kaupa sér tap, eins og það var kallað, það var hægt að nýta til að fela gróða. Báturinn NÝLEGA birtist í dagblaðinu Times of Malta mynd af skipi sem sýnir hermenn færa ólöglega innflytj- endur frá Afríku úr skipinu í gúmmí- báta. Nafnið á skipinu á myndinni er kunnuglegt, Budafell, en það er nú skráð eign sjávarútvegsfyrirtæk- isins Azzopardi Fisheries á Möltu. Og það er enn merkt Fáskrúðsfirði. Rifjað er upp í blaðinu að í maí voru skipverjar Búðafells staðnir að því að láta 27 innflytjendur hírast í þrjá sólarhringa á fleka sem notaður er við túnfiskveiðar. Ítalskt skip rakst loks á fólkið og bjargaði því. Búðafell mun hafa verið selt úr landi einhvern tíma á tíunda ára- tugnum. Algengast er að skipt sé um nafn í tilfellum sem þessum. „Þetta var um 250 tonna fram- byggður frystibátur, eiginlega lítill frystitogari, sem kaupfélagið keypti hingað til Fáskrúðsfjarðar upp úr 1990 af gjaldþrota útgerð á var gerður út á línu, líklega í eitt ár, hann var sendur til Póllands í leng- ingu og aðrar breytingar. Síðan var Búðafell gert út á rækju, veiddi meira að segja við Grænland en var loks selt til Hafn- arfjarðar. Þar var rækjukvótinn hirtur af því og það selt til útlanda.“ Eitthvað gruggugt við Búðafell Ljósmynd/AFM Press Office HÖFUÐBORGARBÚAR notuðu margir góða veðrið í gær til að slaka á, væru þeir ekki svo óheppnir að þurfa að vinna. Við Austurbæjarskóla var ekki slegið slöku við og leikjanámskeið var í fullum gangi úti í guðs- grænni náttúrunni. Hitinn var ósköp notalegur, fór mest í 15,8 gráður að sögn Veðurstofunnar. Svolítið golaði þó þegar leið á daginn og í dag er spáð nokkuð ákveðinni norðanátt en eftir sem áður sól og svipuðum hita. En annars staðar í Evrópu valda öfgarnar í veð- urfarinu nú miklum usla, Bretar berjast við gríðarleg flóð, í sunnanverðri álfunni er sólin allt of ágeng og víða hafa verið slegin hitamet við Miðjarðarhafið. Morgunblaðið/Ásdís Leikjanámskeið í blíðunni SÉRA Hjörtur Magni Jóhannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík, telst ekki hafa brotið siðareglur Prestafélags Íslands að mati siða- nefndar félagsins. Nokkrir prestar þjóðkirkjunnar höfðu kært séra Hjört Magna til siða- nefndarinnar vegna ýmissa ummæla í garð þjóðkirkjunnar og um stöðu trú- félaga. Hjörtur Magni hafði m.a. sagt að hér á landi væri ríkisfyrirkomulag sem búið væri að missa allan trúverð- ugleika meðal þjóðarinnar og jafn- framt að sú trúarstofnun sem teldi sig sé spjótum beint að tilgreindum ein- staklingum og teljist þau því vart meiðandi hvað þá varðar. „Æskilegt hefði verið að kærendur svöruðu harðri gagnrýni kærða á opinberum vettvangi,“ segir m.a. Hjörtur hafði ekki kynnt sér úr- skurðinn. „Í sjálfu sér þráði ég ekki endilega heitt sýknu. Ég tjáði mig um efni af trúarlegri köllun og niðurstaða siðanefndar er í sjálfu sér ekki stór- mál fyrir mig til eða frá. Ég vil bara að gagnrýni mín fái að heyrast.“ Séra Guðmundur Karl Brynjars- son, einn kærenda, segir úrskurðinn koma sér á óvart. „Við vildum bara fá fram hvort þetta væri eðlilegur mál- flutningur og hvort hann væri við hæfi. Eftir þessu að dæma þá virðist siðanefnd álíta að svo sé. Mér finnst það merkileg niðurstaða að við eigum að fara í ritdeilur á opinberum vett- vangi. Ég hefði talið að siðanefnd Prestafélagsins væri merkilegri en þetta.“ Ákveðinn sigur sé að nefndin gagnrýni séra Hjört Magna fyrir að nota hugtök eins og ríkiskirkju. Í úr- skurðinum segir að það sé rangfærsla og villandi að tala með þessum hætti um að þjóðkirkjan sé á framfæri rík- isins. Þar sem rangfærslan beindist ekki að neinni persónu sérstaklega þá taldi siðanefndin hins vegar ekki að um brot á siðareglum væri að ræða. hafa höndlað sannleikann yrði um leið stórhættuleg, „ef ekki djöfulleg“. Í úrskurði siðanefndarinnar kemur fram að ummæli þau sem tiltekin eru í kærunni snúi fyrst og fremst að skoð- unum kærða á þjóðkirkjunni. Hvergi Fríkirkjuprestur braut ekki siðareglur presta Hjörtur Magni Jóhannsson Guðmundur Karl Brynjarsson Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is ÁRNI M. Mathiesen fjármálaráð- herra og Júlíus S. Ólafsson, for- stjóri Ríkiskaupa, hafa undirritað samning við Vörusjá ehf. um rekst- ur og þróun rafræns markaðstorgs fyrir stofnanir og fyrirtæki ríkisins. Hörður Helgason, stjórnarformað- ur Vörusjár, ritaði undir samning- inn fyrir hönd Vörusjár. Um er að ræða nýstofnað félag um rekstur og umsjón rafræna markaðstorgsins sem ætlað er að leysa af hólmi eldra markaðstorg er lokað var þann 15. maí sl. og hafði þá verið starfrækt frá því í júní 2002. Fyrirtækin sem standa að Vörusjá ehf. eru EC Software ehf., Spron, Árvakur hf. og Íslandspóst- ur hf. „Torgið keyrir á sérhæfðum verslunarlausnum frá EC Software sem þjónusta fjölda fyrirtækja, hér- lendis og erlendis. Stefnt er að því að sem flestir birgjar verði með beinar tengingar við torgið sem þýðir að rafrænar pantanir skila sér beint í sölukerfi þeirra til af- greiðslu. Stefnt er að því að geta hafið vinnu við tengingar birgja við torg- ið föstudaginn 29. júní nk. og í framhaldinu munu þá, til að byrja með, opinberir kaupendur geta keypt rammasamningsvörur um torgið. Í framhaldinu stendur síðan til að útvíkka vöruúrvalið hjá rammasamningsbirgjum auk þess sem aðrir birgjar og þjónustuaðilar munu smám saman geta nýtt sér þessa nýju leið til að koma sinni vöru og þjónustu á framfæri, þegar torgið kemst í almenna notkun,“ segir í fréttatilkynningu. Samstarf um mark- aðstorg Rafrænar pantanir beint í sölukerfi Morgunblaðið/Ásdís Kampakátir Júlíus, Árni og Hörður handsala samninginn í gær. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur staðfest að Íslendingur hafi verið handtekinn í Brasilíu vegna fíkni- efnamáls, en Pétur Ásgeirsson skrif- stofustjóri tjáir sig ekki frekar. Þetta er þriðji Íslendingurinn sem handtekinn er þar vegna fíkniefna- máls. Sl. sumar var Íslendingur tek- inn þar með 2 kg af kókaíni og hafði ráðuneytið milligöngu um að mann- inum yrði útvegaður lögmaður í ágúst 2006. Á sama tíma sat annar Íslendingur í fangelsi í Brasilíu eftir að hafa reynt að smygla rúmum 12 kg af hassi og 4 e-töflum inn í landið. Þrír fangels- aðir í Brasilíu PORTÚGALSKI starfsmaðurinn sem lést eftir fall í stöðvarhúsi Kárahnjúka- virkjunar í Fljótsdal síðast- liðinn mánudag hét Fernando Teixera de Oli- veira. Hann fæddist 28. september 1956. Fernando Teixera de Oliveira hafði starfað á Íslandi frá því í sept- ember á síðasta ári. Hann var kvæntur og lætur eftir sig tvö upp- komin börn. Lést af slysförum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.