Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORMÚLU 1-kappinn Nico Ros- berg var staddur hér á landi í gær og sýndi hann listir sínar við Smáralind en þetta er í fyrsta sinn sem vél alvöru formúlubíls er þanin hér á landi. Nico er finnskur í aðra ættina og þýskur í hina en hann ólst að mestu upp í Mónakó og segist hann hafa sofnað við hljóðið í formúlubílum og vaknað við sama hljóð til að fara í skólann. „Faðir minn keppti í Formúlu 1 og þann- ig byrjaði ég í þessu,“ segir Nico en faðir hans, Keke Rosberg, er finnskur og fyrrverandi heims- meistari í formúluakstri. Hann segir miklar kröfur gerðar til sín vegna föður síns og að hann vilji að sjálfsögðu feta í fótspor hans og vinna heimsmeistaratitilinn. Hann er yngsti kappakstursmað- urinn í formúlunni en segir það ekki há sér neitt. Formúlubíllinn sem Nico sýndi í gær er 2007-útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams um allan heim en hann vegur 600 kg og honum fylgir 20 manna starfslið ásamt 8 tonnum af bún- aði. „Dagskráin mín er mjög þétt – ég kom seint í gærkvöldi [í fyrra- kvöld] og fer í fyrramálið,“ segir Nico en bætir við að þrátt fyrir að hann sé viss um að Ísland sé þess virði að skoða það þá muni hann ávallt velja að fara heim til fjöl- skyldunnar og slaka á ef hann eigi þess kost, en hann á kærustu sem bíður hans í Mónakó. „Ég ætla þó út að borða í kvöld [í gær] með öllum bifvélavirkjunum og við ætlum að hafa það gott en fara snemma að sofa,“ segir Nico. „Það er mikið um rallí í Finn- landi en ég held að faðir minn hafi þó markað upphafið á sögu finnskra ökuþóra í formúlunni,“ segir hann en segist þó ekki vita mikið um Finnland. Er með hraðann í blóðinu Morgunblaðið/Friðrik Þungur Formúlubíllinn sem Nico sýndi í gær er 2007-útgáfa Williams sem notuð er í tilraunaakstri Williams um allan heim. Bíllinn vegur 600 kíló. Nico Rosberg, ökuþór í Formúlu eitt, sýndi takta í Smáralindinni í gær Rosberg Vill feta í fótspor föður síns og verða heimsmeistari. Formúluökumaður sýnir listir sínar við Smáralind VEFVARP mbl.is Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is „ÞAÐ hafa orðið ótrúlega mörg slys á sundstöðum á þessu ári og nú fer sá tími í hönd að fólk ferðast til nýrra staða sem það þekkir ekki vel. Þess vegna verður fólk að vera sér mjög meðvitandi um hætturn- ar,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdótt- ir, sviðsstjóri slysavarnasviðs Slysavarnafélagsins Landsbjargar, um þau ítrekuðu sundlaugarslys sem orðið hafa að undaförnu. „Það er mikilvægt að foreldrar séu sér vel meðvitandi um hvað börn þeirra eru að gera og missi ekki sjónar á þeim. Það vill svo til að drukknun er hljóðlátt slys sem gerir ekki boð á undan sér. Fólk ætti að nota öryggisbúnað á ósynd börn, s.s. armkúta og slíkur bún- aður ætti alltaf að vera á börnunum. Það ætti ekki að leyfa börnunum að taka þá af sér þegar farið er t.d. í vaðlaugina. Fólk ætti ekki að hugsa sem svo að ekkert komi fyrir „mig og mína“. Þó að sundstaðir hafi ákveðnum skyldum að gegna og vinni eftir öryggisreglum, er aldrei hægt að leggja ábyrgðina alfarið á starfsfólkið.“ Fjögur börn hætt komin Að minnsta kosti fjögur börn hafa það sem af er árinu verið mjög hætt komin í sundlaugum en bjarg- að á síðustu stundu með miklu snar- ræði. Hefur þannig tekist að af- stýra dauðaslysum á svæðum sem allajafna eru álitin skemmti- og leiksvæði en geta orðið lífshættuleg eins og dæmin sanna. Slysin hafa orðið í laugum á höfuðborgarsvæð- inu og nú síðast á Akureyri þar sem tókst að bjarga sex ára dreng frá drukknun á mánudag. Alvarlegasta slysið varð þó í Sundlaug Kópavogs í vor þegar 15 ára unglingur fannst meðvitundarlaus á laugarbotni og hefur legið á sjúkrahúsi síðan. Voru tildrög málsins í rannsókn hjá lög- reglunni vikum saman og að lokum fékkst sú niðurstaða að enginn hefði séð tildrög slyssins. Í eftirlits- myndavélum sást drengurinn held- ur ekki. Það var hins vegar sund- kennari á laugarbakka sem fyrstur sá að ekki var allt með felldu. Rúmum mánuði síðar varð annað sundlaugarslys, að þessu sinni í Mosfellsbæ. Þá var það 2 ára barn sem fannst í svokallaðri lendingar- laug fyrir rennibraut. Sundlaugar- gestur kom fyrstur auga á barnið en skömmu síðar kom sundlaugar- vörður og lífgaði barnið við. Ekki leið mánuður uns næsta at- vik átti sér stað, nú á Ylströndinni í Nauthólsvík. Þá var átta ára stúlka hætt komin þegar hún missti fót- anna úti í lóninu við ströndina. Henni tókst þó að ná taki á örygg- islínu sem liggur þvert yfir lónið og komast aftur til lands. Tæpri viku síðar, þ.e. í fyrradag, varð síðan enn eitt slysið, á Akureyri. Þar var sex ára drengur hætt kominn en bjarg- að af viðstöddum. Svo vildi til að meðal sundlaugargesta voru þrír sérfræðingar sem lífguðu drenginn við ásamt sundlaugarstarfsfólki. Foreldrar fyrst og fremst ábyrgir fyrir börnum í sundi Í HNOTSKURN »26. apríl var 15 ára dreng bjargað af laugarbotni SundlaugarKópavogs. »29. maí var tveggja ára barni bjargað af laugarbotni í Lága-fellslaug í Mosfellsbæ. »19. júní var 8 ára stúlka hætt komin í Nauthólsvík. »25. júní var sex ára dreng bjargað frá drukknun í sundlaugAkureyrar. Skuggahliðar Sundstaðir skipta flesta miklu máli en eru ekki hættu- lausir. Ítrekað hefur legið við banaslysum undanfarnar vikur. AÐALSTEINN Sveinsson, oddviti Þ-lista í Flóahreppi, segir sveitarstjórnarfund í næstu viku næsta skref varðandi Urriða- fossvirkjun, en á nýlegum íbúafundi í hreppnum kom fram eindregin andstaða við virkjunina. Aðalsteinn gat lítið sagt til um það í samtali við Morgunblaðið hvor skipu- lagstillagan yrði ofan á, með virkjun eða án hennar. „Það eina sem við höfum samþykkt er að halda áfram viðræðum við Landsvirkj- un og að skoða áfram þá möguleika, hver ávinningur sveitarfélagsins hér gæti orðið. Ég get ekki séð að viðræðurnar séu komnar á það plan að menn telji ótvíræðan hag af virkjuninni,“ sagði hann, en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvorn kostinn hann teldi líklegri. Aðspurður sagðist Aðalsteinn ekki geta svarað því beint hvort sveitarstjórnin fari eftir þeim vilja sem fram kom á íbúafund- inum. „Við höfum fengið fjölmörg erindi og ábendingar, aðrar en þær sem komu fram á fundinum,“ segir hann og telur að mun fleiri sjónarmið séu uppi í hreppnum en þar komu fram. Fundurinn hafi aðeins verið einn liður í því ferli að fá fram skoðanir sem flestra. Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri sagði samkomulagið við Landsvirkjun alltaf hafa lagt áherslu á framkvæmdir sem kæmu sem flestum íbúum hreppsins til góða. „En vilji íbúanna kom nokkuð skýrt fram á fundinum. Sveitarstjórn hlýtur að skoða það mál alvarlega,“ sagði Margrét að lokum. Stefnt er að því að auglýsa tillögu að aðalskipulagi fyrir Flóahrepp nú í sumar. Fleiri sjónar- mið uppi í Flóahreppi „ÞAÐ er auðvitað eðlilegt að á þessum fundi séu áberandi raddir þeirra sem eru á móti virkjuninni. Það kemur ekkert á óvart,“ segir Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar, um fund íbúa Flóahrepps í fyrra- kvöld um aðalskipulag hreppsins og tillögur Landsvirkjunar um mótvægisaðgerðir vegna fyrirhugaðrar Urriðafossvirkjunar. „Við erum í viðræðum við sveitarstjórn- ina og verðum það áfram til þess að forma þær mótvægisaðgerðir sem okkur ber að efna til vegna virkjunarinnar. Vonandi leiða þær viðræður til niðurstöðu sem verða báð- um til góðs og fella virkjunina að aðalskipu- lagi svæðisins,“ sagði Friðrik í gær. Fróðlegt og gagnlegt Helgi Bjarnason, verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, sat fundinn og segir hann hafa verið gagnlegan fyrir Landsvirkjun. Fróðlegt hafi verið að heyra sjónarmið heimamanna. „Það kom í sjálfu sér ekkert nýtt þarna fram frá okkar sjónarmiði séð en það var fróðlegt að heyra hljóðið í fólki,“ segir Helgi. Flestir sem tóku til máls lýstu sig andvíga virkjun en einn var henni með- mæltur. „Menn báru fyrir sig ýmis sjón- armið, bæði fagleg rök og tilfinningarök.“ Viðræðum haldið áfram SAMTÖKIN Sól á Suðurlandi, Sól í Straumi og Sól á Suðurnesjum lögðu fram ályktun á fundi íbúa Flóahrepps í fyrra- kvöld, þar sem fagnað er samþykkt hrepps- nefndar Flóahrepps frá þrettánda júní um að hafa Urriðafossvirkjun ekki inni á að- alskipulagi sveitarfélagsins. Segja samtökin að samþykktin sé mikil hvatning til þeirra, sem vilja verja náttúruna við Þjórsá og hindra að orka þaðan verði seld til stóriðju. Segja samtökin að viðbrögð Landsvirkj- unar við ákvörðun hreppsnefndar um drög að skipulagstillögu án virkjunar séu ámæl- isverð. Óeðlilegt sé að skipulagstillögurnar séu nú orðnar tvær eftir heimsókn Lands- virkjunar í Flóann. „Sól á Suðurlandi, Sól í Straumi og Sól á Suðurnesjum vilja ekki trúa því að hrepps- nefnd Flóahrepps sé boðið að selja náttúru- perlur á svæðinu fyrir opinberar fram- kvæmdir eða þjónustu, hvað þá að hreppsnefndin gangi að slíkum afarkost- um.“ Fagna virkj- unarsamþykkt ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.