Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VIÐAMIKIL hvalatalning hófst í vikunni gær á vegum Hafrann- sóknastofnunarinnar og erlendra samstarfsaðila hennar á hafsvæð- inu umhverfis Ísland. Leiðangurinn mun standa yfir í einn mánuð og þrjú skip á vegum stofnunarinnar sigla á hafsvæði sem nær frá Jan Mayen í norðri suður að 50°N og frá Grænlandi í vestri að landhelgis- mörkum Noregs í austri. Auk þess verða hvalir á íslenska landgrunn- inu taldir úr flugvél. Alls munu 29 manns frá 8 þjóðum taka beinan þátt í talningunni. Sjá nánar á http://www.hafro.is. Morgunblaðið/Ómar Viðamikil taln- ing á hvölum SENDINEFND frá Norsk Hydro er væntanleg til Þorlákshafnar í vik- unni til að kanna staðhætti vegna hugsanlegra stóriðjuframkvæmda. Norsk Hydro var síðast í alvar- legum viðræðum um stóriðju hér á landi árið 2002. Þá stóð til að semja um álver í Reyðarfirði, en Norð- mennirnir viku nokkuð skyndilega frá borðinu. Blaðafulltrúi Hydro, Thomas Knutzen, segir það ekki óeðlilegt að fyrirtækið horfi enn til Íslands. Það hafi um árabil fylgst náið með þróun mála á Íslandi og að ástæður þess að slitnað hafi upp úr samn- ingaviðræðum á sínum tíma hafi ekki snert Ísland sem starfsvett- vang, heldur hafi komið upp annað tækifæri í öðrum heimshluta sem fyrirtækinu fannst eðlilegra að beina athyli sinni að. Hydro hafi alltaf verið, og sé enn, áhugasamt um starfsemi á Íslandi. Fulltrúar Hydro í heimsókn ALÞJÓÐAHÚSIÐ í Reykjavík hélt sinn fyrsta ársfund í gær og var þar m.a. fjallað um verkefni og atburði ársins 2006. Markmiðið með Alþjóðahúsinu er að þar sé miðstöð þekkingar og rannsókna á sviði fjölmenningar og mannréttinda. Þar eru auk þess veittar upplýs- ingar, ráðgjöf, fræðsla, túlka- og þýðingarþjónusta og íslensku- kennsla. Alþjóðahúsið hefur starfað í yfir fimm ár, veltan var í fyrra 136 milljónir. Tekjur eru einkum af milligöngu um þýðingar- og túlka- þjónustu, en um 200 verktakar sem tengjast húsinu geta túlkað á um 60 mál, einnig styðja sveitarfélögin starfið með peningum. Ríkisvaldið leggur í fyrsta sinn fram fé á þessu ári. Nýr stjórnarformaður er Katla Þorsteinsdóttir og tekur hún við af Hákoni Gunnarssyni sem gegnt hefur því starfi í fjögur ár. Einar Skúlason er framkvæmdastjóri Al- þjóðahússins. „Við útvegum ekki ráð- stefnutúlkun, eingöngu samfélags- túlkun, t.d. í heilbrigðiskerfinu, í foreldraviðtölum í skólum, fé- lagsþjónustunni og öðru slíku,“ segir Einar. „Flestir túlkarnir eru innflytjendur sem hafa náð svo góð- um tökum á íslensku að þeir geta nú þýtt og túlkað.“ Um 200 túlkar tengjast Alþjóðahúsinu Einar Skúlason Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is FYRSTA september næstkomandi munu bandarískir háskólanemar koma til Sólheima í Grímsnesi í þeim tilgangi að sækja nám í umhverf- isfræðum undir yfirskriftinni „Sjálf- bær þróun í sjálfbæru samfélagi“. Sólheimar byggjast á gömlum grunni, en þar hafa umhverfisvæn gildi verið höfð í heiðri frá stofnun árið 1930, þegar Sesselja H. Sig- mundsdóttir hóf þar starfsemi. Stað- urinn er þekktur sem umhverf- issamfélag utan landsteinanna, þó ímynd staðarins innanlands sé að mörgu leyti ekki í takt við þá þróun sem þar hefur átt sér stað. Íbúum fjölgar nú í þessu vistvæna smásam- félagi, enda hugnast mörgum þeir lifnaðarhættir sem þar eru ástund- aðir og kjósa að búa þar en starfa annars staðar. Upphafið að þessu áhugaverða samstarfi varð vorið 2006. Þá hringdi David Oaks, fulltrúi hjá bandarískum samtökum um vist- fræðilega menntun og lifnaðarhætti (Center for Ecological Learning and Living – CELL), í Bergþóru Skúla- dóttur og leitaði eftir samstarfi. Bergþóra er forstöðumaður Sess- eljuhúss – umhverfisseturs á Sól- heimum. Nú hefur verið unnið að verkefninu í eitt ár og þegar er búið að fylla hóp þeirra nemenda sem koma til landsins í haust. Þeir verða 13 talsins og á aldrinum 18-20 ára. Nám í fjarlægu landi Uppbygging námsins verður nokkuð óhefðbundin. Kennt verður fyrir hádegi fjóra daga í senn en einnig farið í eina vettvangsferð í viku hverri. Ætlunin er að nem- endur heimsæki fyrirtæki og stofn- anir sem sérhæfa sig í vistvænni orku og endurnýjanlegum orkugjöf- um, skoði virkjanir og fræðist með- fram vistfræðinni um sögu lands og þjóðar. Að sögn Bergþóru koma kennarar frá Bandaríkjunum með nemendunum en þar að auki fá þeir kennslu frá Íslendingum, m.a. Berg- þóru sjálfri. Á meðal umfjöllunar- efna á námskeiðum er menning og saga Íslands, gagnrýnin hugsun, sjálfbær þróun og hlýnun jarðar af mannavöldum. Þá byggist námið einnig á verkefnum um praktísk málefni, sem nemendur vinna á Sól- heimum. CELL-samtökin hafa staðið fyrir svipuðu námi annars staðar, til dæmis á Kostaríka og í Níkaragva. Námið er kynnt fyrir nemendum í Bandaríkjunum sem fróðleg ferð til framandi staðar, en Íslandi er á heimasíðu samtakanna lýst sem einu afskekktasta, en jafnframt umhverf- isvænsta ríki í heimi, ásamt því að vera jarðfræðilega einstakt. Ábatasamt fyrir Sólheima Guðmundur Ármann Pétursson, framkvæmdastjóri Sólheima, segir verkefnið ábatasamt. „Við fáum þarna inn fólk með mjög fjöl- breyttan bakgrunn sem mun vinna verkefni tengd samfélaginu hér, sem annars hefði ekki gefist tækifæri til að sinna. Þannig munum við njóta góðs af þessu með beinum hætti,“ segir Guðmundur, sem telur verk- efnið ótvíræða viðurkenningu á því starfi sem unnið hefur verið á Sól- heimum. Hann segir umræðu um umhverfisvernd oft annaðhvort of eða van hér á landi, margir álíti þau annaðhvort snúast um stóriðju eða flokkun á rusli, en þau nái hins vegar yfir mun víðara svið. „Það er bara tímaspursmál hvenær menn hætta að aðskilja mannrækt og umhverf- ismál í allri umræðu,“ segir hann, og heldur áfram: „Þetta tvennt er sam- ofið. Umhverfismál eiga ekki að vera einöngruð, heldur heildstæð nálgun á umhverfi mannsins. Við höfum sinnt þessari nálgun hér um ára- tugaskeið og náð einstökum árangri. Auðvitað höfum við ekki fundið lausnir við öllum vandamálum, Sól- heimar eru ekki hið fullkomna sjálf- bæra samfélag, en við höfum fundið farveg sem hentar vel fyrir rann- sóknir á þessum málum.“ Upphafið að einhverju góðu Bergþóra segist vongóð um að þetta verkefni sé einungis byrjunin á einhverju stærra. Hún ætlar þó að byrja á þessu, leggja allt í að láta það heppnast og sjá svo til með fram- haldið. „Möguleikarnir eru til staðar og þeir eru margir. Til dæmis að komast í samstarf við íslenska aðila. Það er ekki spurning að ungt ís- lenskt fólk hefði bæði gagn og gam- an af því að komast í nám sem þetta,“ segir Bergþóra. Guðmundur tekur í sama streng og sér enga ástæðu til þess að Íslendingar láti sig vanta í svona nám. Hann leggur einnig áherslu á að þarna eru að myndast tengsl við öfluga aðila utan landsteinanna á sviði sjálfbærrar þróunar. Rétt eins og Bandaríkja- menn vilji nýta sér Sólheima sem að- gang að Íslandi geti Íslendingar reynt að nota tengslin til að komast í svipað nám á erlendri grundu. Vistvænn boðskapur á erindi Guðmundur segir það sífellt ganga betur að koma boðskap sjálf- bærninnar á framfæri, ekki síst vegna mikils fjölda starfsfólks og sjálfboðaliða sem starfað hefur á svæðinu og kynnt það heima hjá sér, bæði í ræðu og riti. Einnig segir hann fólk stöðugt verða móttæki- legra fyrir upplýsingum um um- hverfisvernd. „Margt fólk kemur hingað í þeim eina tilgangi að sjá Sesseljuhús og spyrjast fyrir um hvernig við höfum leyst ýmis atriði á umhverfisvænan hátt,“ segir Guð- mundur að lokum. Háskólanám á Sólheimum  Í haust hefst háskólakennsla í umhverfisfræðum á Sólheimum í Grímsnesi  Mannrækt og umhverfismál eru samofin, segir framkvæmdastjóri Sólheima Morgunblaðið/ÞÖK Sjálfbært Umhverfissetrið Sesseljuhús er hannað með sjálfbærni í huga. Klæðningin er úr rekaviði, en þakið klætt torfi og einangrað með kindaull og pappírsbeðmi. Innan veggja eru náttúruleg efni notuð til hins ýtrasta. Í HNOTSKURN » CELL – samtök um vist-fræðilega menntun og lifn- aðarhætti standa að náminu í samvinnu við Sólheima og Lesley University í Maine- fylki Bandaríkjanna. »Nemendur munu læragrunnatriði í íslensku meðfram vistfræðináminu. »Þátttaka í eina önn kostarum 900.000 krónur á nem- anda, sem greitt er fyrir með skólagjöldum við Lesley-skóla. BOLTINN er hjá Vegagerðinni, segir Guðmundur Petersen, rekstrarstjóri Herjólfs hjá Eim- skipi, en Vestmannaeyingar bíða nú eftir að efnt verði loforð rík- isstjórnarinnar um aukaferðir á milli Heimaeyjar og Þorlákshafn- ar. „Málið er á því stigi að við höf- um ekkert heyrt í Vegagerðinni síðan í síðustu viku. Við vorum beðin um að gera áætlun um kostnað við aukaferðir í sumar og við skiluðum þeirri áætlun inn í síðustu viku,“ segir Guðmundur en Eimskip gerði áætlun um kostnað vegna aukaferða Herjólfs, sem skilað var inn í síðustu viku, og hljóðaði hún upp á hærri upphæð en þær 30 milljónir sem búið var að lofa í verkefnið. Eimskip fær nú greiddar 400.000 krónur fyrir hverja ferð ferjunnar til Vestmannaeyja, en í samningi Vegagerðarinnar er gert ráð fyrir að fyrirtækið fái greiddar 600.000 krónur fyrir hverja aukaferð. Róbert Marshall, aðstoðarmaður samgönguráðherra, segir ráð- herrann hafa fundað með vega- málastjóra í morgun. Ákveðið var að vegamálastjóri gengi á ný til samninga við Eimskip. Í fréttatilkynningu frá Vest- mannaeyjabæ kemur fram að bær- inn hafi nú óskað eftir því að Herj- ólfur sigli þær 5 næturferðir, sem kveðið sé á um í gildandi samn- ingum, í kringum Shellmót og Gos- lokahátíð. Þetta sé gert í þeirri trú að þessar tvær vikur sem brúaðar verði með þessu noti samgöngu- yfirvöld til að efna gefin loforð um 20 næturferðir. Ef ekki þá sé hætt við að ófremdarástand verði flestar helgar í Eyjum, ekki síst er Þjóðhátíð rennur upp en þá er von á sjö til átta þúsund gestum til Vestmannaeyja. Ferðum til Eyja enn ekki fjölgað Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Munið Mastercard ferðaávísunina Stökktu til Costa del Sol 4. júlí frá kr. 44.990 Ótrúlegt tilboð í 2 vikur Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Costa del Sol þann 4. júlí í tvær vikur. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Gríptu tækifærið og tryggðu þér sumarfrí á frábærum kjörum á vinsælasta sumarleyfisstað Íslendinga. Verð kr. 44.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur. Verð kr. 54.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 2 vikur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.