Morgunblaðið - 27.06.2007, Side 13

Morgunblaðið - 27.06.2007, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 13 ÚR VERINU ÞAÐ er mat Hagfræðistofnunar HÍ að til langs tíma litið sé það hag- kvæmt fyrir þjóðarbúið að draga verulega úr sókn í þorskstofninn miðað við núverandi aðstæður. Sú niðurstaða byggist á mörgum for- sendum. Engu að síður sé það ljóst að verði aflaheimildir skornar veru- lega niður, muni það hafa mjög nei- kvæðar afleiðingar, sérstaklega fyrir þær byggðir landsins, sem byggja afkomu sína á sjávarútvegi, en einn- ig þjóðarbúið í heild sinni. Stofnunin kynnti í gær niðurstöð- ur sínar á rannsóknum á þjóðhags- legum áhrifum aflareglu. Sjávarút- vegsráðuneytið fól stofnuninni þessar rannsóknir fyrir um ári. Afla- reglan var fyrst tekin upp árið 1995, en þá var miðað við að ekki yrði veitt meira en 25% af veiðistofni þorsks ár hvert. Reyndar hefur veiðin lengst af verið meiri vegna ýmissa gata í stjórnkerfi fiskveiða. Reglunni hefur verið breytt síðan, en Hafrannsókna- stofnunin telur þetta hlutfall of hátt, og vill að farið verði mun neðar eða allt niður í 18%. Hagfræðistofnun HÍ kemur ekki með beinar tillögur um hámarksafla en bendir á afleiðingar ýmissa leiða. Hún telur að byggja þurfi viðmið- unarstofn þorsks upp í 900.000 tonn eða jafnvel yfir milljón tonn til að hann skili afla yfir 300.000 tonnum á ári. Því markmiði sé hægt að ná með því að minnka aflann verulega tíma- bundið, í svipað hámark og Hafrann- sóknastofnun leggur til nú eða 130.000 tonn eða jafnvel enn minna. Það fari svo eftir hámarksafla hversu lengi taki að ná því markmiði. Stofnunin reiknar út áhættu af veiði og telur að verði leyfður árlegur þorskafli upp á 230.000 tonn, séu lík- ur á stofnhruni um 100%. Áhrifin mikil Áhrifin af svo miklum niðurskurði eru talin nokkur einkum á þær byggðir sem byggjast mest á þorsk- veiðum, en einnig á þjóðarbúið allt. Áhrifin eru talin verða mest á Vest- fjörðum, þar sem þorskurinn er mjög mikilvægur, en jafnframt að möguleikar til að bregðast við nið- urskurði þar eru hvað minnstir. Stofnunin bendir á leiðir til að draga úr áhrifum minnkandi afla svo sem almennar aðgerðir í efnahagsmálum, tímabundna aðstoð við fyrirtæki og byggðir í vanda, tímabundna lækkun veiðigjalds, að aukið verði við afla- heimildir í öðrum fisktegundum og að opinberum framkvæmdum verði hnikað til. Stofnunin leggur áherzlu á að eng- in tengsl séu milli kvótakerfisins og verndunar og uppbyggingar þorsk- stofnsins. Ekki hafi verið sýnt fram á að kvótakerfið leiði til veiðimynsturs sem hafi verri áhrif á viðgang stofns- ins, en ef farnar væru aðrar leiðir við fiskveiðistjórnun. Áhrif af niðurskurði mest á Vestfjörðum A.<"'&"   H)& 3) 13-#L+)& 3)  8)J& 3) 1 $+$) D13&L8$"  ' 1 4       $"! , % !     H   M  H   G   GH  H A $8$"  I 6N " N# & $ # $8$"     H H               ! -", !&, (,-                 ! "           "   1 $+$) D13&L8$"  ' 1 4 Í HNOTSKURN »Tímabundin aðstoð viðfyrirtæki og byggðir í vanda, tímabundin lækkun veiðigjalds og að aukið verði við aflaheimildir í öðrum fisk- tegundum gæti mildað áhrifin. »Stofnunin leggur áherzluá að engin tengsl séu milli kvótakerfisins og verndunar og uppbyggingar þorskstofns- ins. »Stofnunin reiknar útáhættu af veiði og telur að verði leyfður árlegur þorsk- afli upp á 230.000 tonn, séu líkur á stofnhruni um 100%. Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is „VIÐ erum að tala um að það er óskynsamlegt, miðað við þá þekk- ingu sem við höfum, bæði fiskifræði- lega og hagfræðilega, að veiða þorsk á næsta ári í samræmi við gildandi aflareglu. Það þýðir að veiða megi 178.000 tonn af þorski. Það finnst okkur of mikið og verulega áhættu- samt,“ segir Ragnar Árnason, pró- fessor og stjórnarformaður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands. „Ef við hugsum um það eitt að há- marka hagnað og arð af fiskveið- unum, ættum við ekki að veiða neitt, fyrr en viðmiðunarstofninn hefur náð ákveðinni stærð. Ef við tökum tillit til byggðasjónarmiða og þeirra raunverulegu aðstæðna sem eru fyr- ir hendi á miðunum, er ekki hægt að veiða engan þorsk. Ef við ætlum að veiða annan fisk verðum við líka að veiða þorsk. Þess vegna er raunhæf niðurstaða að veiða eins lítið og við getum mögulega komizt af með.“ Nokkuð örugg leið „Ef við fylgjum tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar og veiðum 130.000 tonn á næsta ári, þá er það nokkuð örugg leið. Líkurnar á hruni stofnsins eru mjög litlar. Það þýðir samdrátt í landsframleiðslu upp á 0,5 til 1% á því ári. Þetta þýðir hins vegar það að við þurfum að bíða nokkuð lengur eftir góðum þorskafla en ef við gengjum lengra. Það má segja að þetta sé fjárfest- ing til framtíðar. Það að draga úr þorskaflanum núna, er þjóðhagslega hagkvæmt. Það er allt sem bendir til þess. Það eykur auðlegð Íslendinga. Uppskeran kemur eftir einhvern tíma. Eftir þrjú til átta ár. Það fer eftir því hver vöxtur og viðgangur þorskstofnsins verður. Ávinning- urinn fellur einhverjum í skaut. Þjóðinni í heild að sjálfsögðu og síð- an einhverjum undirhópum í þjóð- félaginu. Byrðarnar verða bornar af einhverjum fyrirtækjum í dag og fólki sem er að vinna í sjávarútveg- inum, sérstaklega þorskveiðum og -vinnslu. Við höfum áhyggjur af því í Hagfræðistofnun og öll þjóðin raun- ar líka, stjórnmálamenn ekki síður en aðrir, að þeir sem kunna að njóta ávaxtanna, verði ekki endilega þeir sömu og munu bera byrðarnar með- an verið er að byggja þorskstofninn upp,“ segir Ragnar Árnason. Óskynsamlegt að veiða þorsk í samræmi við gildandi aflareglu Morgunblaðið/Eyþór Fiskveiðar Ragnar Árnason, stjórnarformaður Hagfræðistofnunar HÍ, Gunnar Haraldsson forstöðumaður og Sveinn Agnarsson fræðimaður kynntu rannsóknir á þjóðhagslegum áhrifum aflareglu. JÓHANN Sig- urjónsson, for- stjóri Hafrann- sóknastofnunar, segir niður- stöður Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands ekki koma sér á óvart. Hún sé í fullu samræmi við mat Haf- rannsóknastofnunar. „Okkar til- lögur ganga út frá því markmiði að nýta vaxtargetu stofnsins sem best og það er náttúrlega það sem Hagfræðistofnun skoðar einnig, þ.e.a.s. hvernig má nýta auð- lindina með sem hagkvæmustum hætti. Þetta er í raun staðfesting á mikilvægi þess að stofninn sé nýttur með skynsamlegum hætti í þeirri stöðu sem hann er í núna,“ segir Jóhann. Í samræmi við mat Hafró Jóhann Sigurjónsson EINAR K. Guð- finnsson sjáv- arútvegs- ráðherra segir skýrslu Hag- fræðistofnunar Háskóla Íslands gefa mjög at- hyglisverða mynd af stöðu sjávarútvegsins. Hann segir það gefa augaleið að samdráttur verði í þorskveiðum. „Skýrslan dregur fyrst og fremst fram hagfræðilegt mik- ilvægi þess að ná upp stærð þorskstofnsins. Það er auðvitað önnur hlið en sú sem Hafrann- sóknastofnun dró fram í sínu mati.“ Hann segir það ekki síður mikilvægt sem fram komi í skýrsl- unni að ákveðin svæði muni finna meira fyrir samdrætti í veiðum en önnur. „Áhrifin eru mjög mismun- andi. Auðvitað eru áhrifin almennt mikil á þjóðarbúið. Hins vegar kemur það glögglega fram að hin neikvæðu áhrif af samdrætti aflans munu dreifast mjög mis- jafnt á herðar íbúa landsins. Það er ekki einu sinni þannig að við getum talað um að þetta sé áfall fyrir sjávarbyggðirnar almennt. Áhrifin eru líka mismunandi eftir því hversu háðar byggðirnar eru þorskveiðum sérstaklega.“ Einar segir ríkisvaldið verða að bregðast við þeim vanda sem muni skapast í þeim byggðum þar sem þorskveiðarnar eru hvað mikilvæg- astar. „Því auðvitað blasir það við mönnum að það verður samdráttur í þorskveiðum á næsta fisk- veiðiári.“ Sjávarútvegsráðherra segir þess ekki langt að bíða að gefið verði út hve mikið verði heimilað að veiða af þorski á næsta fiskveiðiári. Hann treysti sér hins vegar ekki til að nefna neinar dagsetningar. Verðum að aðstoða byggðir Einar K. Guðfinnsson Við erum leiðandi í framleiðslu stjórn- og gæslubúnaðar fyrir kæli- og frystikerfi Skútuvogi 6 • 104 Reykjavík • Sími 510 4100 • www.danfoss.isDanfoss hf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.