Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 15 Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is SÍÐUSTU árin hefur hún verið talin í hópi valdamestu kvenna í heimi hér; í fyrra mun hún hafa verið í 30. sæti Forbes-tímaritsins, sem birtir slíkan lista á ári hverju. Christine Lagarde hefur notið velgengni í störfum sínum enda hefur hún jafn- an reynst tilbúin að takast á við ný verkefni. Reynsluleysið kann hins vegar að há henni að þessu sinni; Lagarde hefur nú tekið við embætti fjármála- og efnahagsráðherra Frakklands. Lagarde er fyrst kvenna til að hafa þetta embætti með höndum í Frakklandi. Og raunar teljast tíðind- in stærri en svo, að þau beri að binda við samfélag Frakka; í sjö helstu iðn- ríkjum heims hefur kona aldrei áður stýrt ráðuneytum fjár- og efnahags- mála. Nicolas Sarkozy, nýkjörinn for- seti, hefur boðað víðtækar breyting- ar, ef ekki beinlínis „umbætur“, í Frakklandi og Lagarde mun án nokkurs vafa gegna lykilhlutverki við að koma þeim umskiptum í fram- kvæmd. „Ég mun breyta öllu því sem ég lofaði að breyta. Til þess höf- um við hlotið umboð fólksins,“ sagði Sarkozy forseti í ávarpi í liðinni viku. Forsetinn gerði þá breytingar á nýrri ríkisstjórn sinni, sem nauðsyn- legar urðu eftir að niðurstaða þing- kosninga hafði ekki reynst UMP- stjórnarflokknum jafn hagfelld og spár höfðu gefið til kynna. Alain Juppe, umhverfisráðherrra (og for- sætisráðherra Frakklands 1995- 1997), tapaði þingsæti sínu í Bord- eaux og sagði af sér þegar sú nið- urstaða lá fyrir. Við starfi hans tekur Jean-Luis Borloo, sem Sarkozy hafði áður skipað ráðherra fjár- og efna- hagsmála. Christine Lagarde, sem hafði hinn 18. maí verið skipuð land- búnaðarráðherra í hinni nýju ríkis- stjórn Francois Fillon forsætisráð- herra, hefur nú tekið við starfi Borloo. Ljóst er að upphafning La- garde á kostnað Borloo er tilkomin vegna mistaka þess síðarnefnda í kosningabaráttunni. Ráðherrann missti út úr sér að í ráði væri að hækka virðisaukaskatt um fimm prósentustig en Sarkozy og nánustu undirsátar hans höfðu áður ákveðið að ræða það viðkvæma mál ekki fyrr en á næsta ári. Christine Lagarde býr að sönnu yfir nokkurri reynslu af störfum inn- an franska stjórnkerfisins en ferill hennar hefur engan veginn mótast af lögmálum framapots og atvinnu- mennsku á hinu pólitíska sviði. La- garde hafði náð að klífa hæstu tinda á sviði sinna fræða þegar kallið barst óvænt fyrir tveimur árum; Dominiq- ue de Villepin, þáverandi forsætis- ráðherra, fékk hana þá til að láta af störfum sem stjórnarformaður einn- ar stærstu lögmannastofu í heimi hér, Baker & McKenzie, og gerast viðskiptaráðherra Frakklands. „Hnattræn“ lögfræðistörf Lagarde, sem er 51 árs, hafði fram til þess tíma einbeitt sér að lög- mennsku og átti að sönnu afar glæsi- legan feril að baki. Hún gekk til liðs við Baker & McKenzie árið 1981. Tíu árum síðar var hún ráðin sem yfir- maður skrifstofu fyrirtækisins í Par- ís. Árið 1995 var hún valin í stjórn þess og fjórum árum síðar var hún kjörin formaður. Fyrirtæki þetta varð eitt hið fyrsta til að gerast „hnattrænt“ á sviði lögmennsku og mun hafa meira en 3.000 lögfræðinga á sínum snærum í 38 ríkjum. Christine Lagarde bíður nú m.a. það erfiða verkefni að tryggja stuðn- ing á þingi við breytingar þær á sviði skatta og atvinnumála, sem Sarkozy forseti boðaði og almennt er talið að tryggt hafi sigur hans. Forsetinn hefur einsett sér að blása nýju lífi í hagkerfi Frakklands og boðar m.a. róttækar aðgerðir til að draga úr at- vinnuleysi enda telur hann vandann að stórum hluta „kerfislægan“. Eitt fyrsta verk Lagarde í nýju embætti var að greina frá þeim áformum stjórnvalda að selja fimm prósenta hlut, hið minnsta, í símafyrirtækinu, France Telecom. Franska ríkið á þriðjungshlut í fyrirtækinu og verð- ur þessum fjármunum varið til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Ýmsir telja að skortur á „pólitísku baklandi“ muni reynast henni fjötur um í viðskiptum við þingheim og „hagsmunaaðila“. Líkt og Dominque de Villepin, sem hóf hana til póli- tískra metorða, hefur Christine La- garde aldrei verið kjörin til að hafa með höndum svo valdamikið emb- ætti; sóknarfæri vegna umboðsleysis hennar kunna að vera til staðar. Talsmenn verkalýðsfélaga hafa þeg- ar látið í ljósi þá skoðun að Lagarde sé úr hófi fram vinveitt viðskiptalíf- inu og óttast að halla muni á hina stritandi alþýðu manna þegar boð- aðar breytingar verða innleiddar. Reynsla Frakka er aukinheldur sú að fjármálaráðherrum, sem komið hafa til þeirra starfa úr einkageir- anum, hefur gengið heldur illa að hrinda áætlunum um breytingar í framkvæmd. Tregða innan „kerfis- ins“ mun ekki síður en viðspyrna hagsmunahópa hafa unnið gegn því að markmið næðu fram að ganga. Voldug og enn á uppleið Christine Lagarde, sem tekið hefur við embætti ráðherra efnahags- og fjármála fyrst franskra kvenna, á að baki afar glæsilegan feril á sviði alþjóðlegrar lögspeki en skortir pólitíska reynslu Í HNOTSKURN »Christine Lagarde er fædd1. janúar 1956 í París. For- eldrar hennar voru mennta- menn. Hún nam stjórnspeki við „Sciences Po“, eina af lyk- ilstofnunum frönsku valda- stéttarinnar, en lagði síðar stund á lögfræði við Par- ísarháskóla. Hún lauk fram- haldsnámi á sviði samkeppnis- og vinnuréttar og hefur einnig lokið mastersprófi í ensku. »Afrek hennar eru að sönnufjölþætt; hún vann 15 ára gömul bronsverðlaun á lands- móti í samræmdu sundi og var um skeið í landsliði Frakka í þeirri stórmerku íþrótt. Reuters Umskipti Christine Lagarde, efnahags- og fjármálaráðherra, kemur ásamt Jean-Louis Borloo til ríkisstjórnarfundar í forsetahöllinni í París. EYKTARÁS 4 - REYKJAVÍK Opið hús í dag kl. 20 -21 Mjög vel staðsett og snyrtilegt einbýli í Árbæ. Húsið er samtals 329,6 fm. Íbúðin á efri hæð er 131,2 fm. og bílskúr 33,6. Neðri hæðin er 164,8 fm. Góð- ur möguleiki á aukaíbúð. Verð 59.9 millj. Verið velkomin. Sölumaður: Sigurður, sími 898-3708.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.