Morgunblaðið - 27.06.2007, Síða 23

Morgunblaðið - 27.06.2007, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 23 M argt hefur breyst á tiltölulega stuttum tíma varðandi það hvernig lögreglan tekur á kynferðis- brotamálum. Þetta segir Stefán Eiríksson, lögreglustjóri höf- uðborgarsvæðisins. Í samtali við Morgunblaðið í gær gagnrýndi er- lend kona, fórnarlamb íslensks nauðgara, lögregluna fyrir að taka ekki á máli hennar af festu eftir að hún leitaði fyrst til lögreglu. Stefán segir erfitt fyrir sig að tjá sig um mál sem hafi komið upp árið 2005, enda hafi lögreglan á höfuð- borgarsvæðinu tekið til starfa 1. janúar 2007. Kærur vegna kynferð- isbrota séu teknar alvarlega af lög- reglu. „Það er best hægt að undir- strika með því að benda á að um leið og embættið tók til starfa var sett á laggirnar sérstök rannsókn- ardeild sem ber ábyrgð á rannsókn kynferðisbrota. Það hafði ekki áður verið hjá íslensku lögreglunni sér- stök deild sem eingöngu annaðist slíkar rannsóknir. Við töldum það afar mikilvægt að setja slíka deild á laggirnar til þess að byggja upp enn betur sérhæfingu á þessu sviði og undirstrika um leið hversu al- varlegum augum við lítum kynferð- isbrot og hversu framarlega í röð- inni þau mál eru á okkar forgangs- lista,“ segir Stefán. Spurður um hvort hann telji að framfarir hafi átt sér stað frá því mál konunnar var tilkynnt lögreglu fyrir tæpum tveimur árum, kveðst Stefán telja að „mikið vatn hafi runnið til sjávar. Bara ef við lítum hálft ár aftur í tímann, hvað þá ef við lítum tvö til þrjú ár aftur í tím- ann. Það hefur orðið breyting sem hægt er að sjá og merkja hjá lög- reglu og það hefur líka orðið breyt- ing sem hægt er að sjá og merkja hjá dómstólum þegar kemur að refsingum.“ Þá hafi lagaumhverfið vegna kynferðisbrota líka breyst á þessum tíma, en sú breyting hafi dóttir, lögfræð- ingur Alþjóða- húss, segir Alþjóðahús hafa gagnrýnt það fyrirkomu- lag að atvinnu- rekandinn fái atvinnuleyfið og telji að bet- ur fari á því að einstakling- urinn fái slíkt leyfi sjálfur, þótt leyfið kunni að vera bundið við ákveðna tegund atvinnurekstrar. „Við sjáum þetta eins og hið gamla samband milli húsbænda og hjúa og teljum að fólk sé að ákveðnu leyti ofurselt vinnuveitanda. Það tilvik sem konan lýsir [í Morgun- blaðinu í gær] er einmitt það sem við óttuðumst að gæti gerst,“ segir hún. „Það hefur komið til mín fólk sem hefur líka verið hótað því að verða sent úr landi nema það vinni á öllum mögulegum og ómögu- legum vinnutímum,“ bætir Mar- grét við. Margir leiti til Alþjóða- húss vegna mála sem þessara og Alþjóðahús sé ekki eitt um að hafa gagnrýnt fyrirkomulagið. Benda megi á að þetta hafi verið gagnrýnt af mannréttindafulltrúa Evrópu- ráðsins, sem kom hingað til lands, sem og ECRI-nefndinni, sérfræð- inganefnd Evrópuráðsins sem fylg- ist með brotum sem teljast framin á grundvelli uppruna eða kynþátt- ar. Leita til Vinnumálastofnunar Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir þetta fyrirkomulag hafa það í för með sér að atvinnurekandi undirgangist þær skyldur að halda viðkomandi útlendingi í vinnu hjá sér þann tíma sem leyfið gildi. „Þá nýtur ein- staklingurinn ekki atvinnuleys- isbótaréttar vegna þess að það að hann verði atvinnulaus á ekki að koma fyrir vegna þess að hann er á ábyrgð vinnuveitandans,“ segir Gissur. Þá tryggi þetta fyrirkomu- lag að fólk geti ekki komið til lands- ins nema vinna liggi fyrir hjá til- teknum vinnuveitanda. Gissur segir að raunar hafi lítið verið gefið út af atvinnuleyfum til fólks utan EES-ríkjanna eftir að borgarar þeirra ríkja fengu forgang á vinnu- markaði haustið 2005. Hann segir að það komi fyrir að fólk hafi leitað til Vinnumálastofn- unar vegna þess að það hefur ekki verið sátt við vinnuveitanda sinn. „En þá höfum við leitast við að leysa það með þeim hætti að fólk fái vinnu hjá öðrum vinnuveitanda sem undirgangist sömu skyldur,“ segir hann. Eflaust reyni einhverjir atvinnurekendur að færa sér það í nyt að þeir hafi atvinnuleyfið. „En þetta fyrirkomulag er víðar við lýði,“ segir Gissur og nefnir Hol- land og Belgíu sem dæmi. Stefnubreyting á stuttum tíma Kona sem beitt var grófu ofbeldi af hálfu sambýlismanns síns gagnrýndi lögregluna, dómskerfið og reglur um atvinnuréttindi út- lendinga. Elva Björk Sverrisdóttir komst m.a. að því að dómarar hafa rætt þyngd kyn- ferðisbrotadóma sín á milli. Stefán Eiríksson Margrét Steinarsdóttir Morgunblaðið/Kristinn Dómar Formaður Dómarafélagsins segir að sjálfsagt sé rétt að fjalla um dóma í kynferðisbrotamálum. átt sér stað að frumkvæði dóms- málaráðherra. Ekki bið í margar vikur Fram kom í Morgunblaðinu í gær að konan þurfti að bíða í marg- ar vikur eftir því að geta lagt fram kæru hjá lögreglu. Stefán segir slíka stöðu ekki vera uppi í dag. „Það þarf enginn að bíða í ein- hverjar vikur eftir að koma sínum kærum á framfæri. Þessi mál eru fremst í forgangsröðinni hjá okk- ur,“ segir hann. „Sem dæmi má nefna að nú er í gæsluvarðhaldi maður sem hefur verið ákærður fyrir nauðgun á Hót- el Sögu. Hann er í gæsluvarðhaldi á grundvelli almannahagsmuna. Það hefur ekki tíðkast áður þegar um kynferðisbrot er að ræða. Þannig að það er stefnumörkum af hálfu lögreglunnar og af hálfu dóm- stóla líka má segja.“ Eitt af því sem gagnrýnt hafi verið í því máli sem var til umfjöllunar í Morgunblaðinu í gær hafi verið að maðurinn skyldi ekki vera látinn sæta gæsluvarð- haldi á grunni almannahagsmuna. Rætt meðal dómara Konan gagnrýndi í samtali við Morgunblaðið í gær fimm ára fang- elsisdóm sem maðurinn hlaut vegna brota gegn henni og annarri konu og kvaðst telja dóminn of vægan. Eggert Óskarsson, formað- ur Dómarafélagsins, segir dómara yfirleitt ekki fjalla um einstök dómsmál. Dómurinn í umræddu máli virðist þó vera með þeim þyngri sem kveðinn hefur verið upp, séu dómar í sambærilegum málum skoðaðir. Hann segir þyngd dóma í kyn- ferðisbrotamálum hafa verið til umræðu meðal dómara en þó ekki rædda sérstaklega á fundum fé- lagsins nýverið. „Hins vegar eru þetta hlutir sem menn eru að ræða og þetta er mikið í umræðunni og tengist sjónarmiðum og viðhorfum almennings til dómstóla,“ segir Eggert. Sjálfsagt sé rétt að fjalla um þessi mál hjá Dómarafélaginu, en málið varði einnig Dómstólaráð. Skoða megi það í tengslum við um- ræðu um þyngd refsinga og þróun í þeim málum og hugsanlegar breyt- ingar á hegningarlögum. Konan gagnrýndi einnig reglur um atvinnuleyfi útlendinga sem veitt eru vinnuveitendum en ekki fólkinu sjálfu. Margrét Steinars- Gissur Pétursson gegn inni Morgunblaðið/Sverrir a – háskólasjúkrahúsi efndu til fjöldagöngu milli tveggja sjúkrahúsa í Reykjavík til að mhug og samstöðu með þeim sem slasast hafa alvarlega. Markmiðið var að vekja þjóð- turs og þess að aka bíl undir áhrifum áfengis, fíkniefna eða lyfja. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson ð gegn umferðarslysum á Akureyri Gengið var frá þyrlupallinum við Fjórðungs- húsið, niður Þórunnarstræti, suður Glerárgötu og inn á Ráðhústorg.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.