Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 27.06.2007, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN I ngibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði eitthvað í þá veruna um daginn að hún og einhverjir fleiri íslenskir ráðamenn þyrftu að fara til Mið-Austurlanda vegna ástandsins þar. Það var að vísu óljóst af orðum Ingibjargar hverju hún vonaðist til að fá áorkað í slíkri för, en kannski er tilgangurinn að kenna Ísraelum og Palest- ínumönnum umræðustjórnmál, þannig að þeir myndu hætta að drepa hvorir aðra. Að minnsta kosti má telja víst að ef íslenskir ráðamenn fara til Palest- ínu og láta til sín taka muni ástandið þar skána; gott ef deilan mun ekki áreiðanlega leysast við það eitt að Íslendingar mæta á svæðið. En alveg án gamans: Áður en Ingibjörg heldur í Mið-Austur- landaför þyrfti hún að minnsta kosti að greina þjóðinni frá því til hvers hún ætlar að fara slíka för, hverju hún vonast til að fá áorkað, öðru en því að kosta miklu til sem að sjálf- sögðu greiðist úr vasa íslenskra skattborgara. Það verður í fljótu bragði ekki séð að íslenskur utanríkisráðherra muni verða til annars en trafala í Mið- Austurlöndum, og slík för myndi ekki skila öðru en vekja athygli á umræddum utanríkisráðherra í heimalandi hans sjálfs. Íslenskir fjölmiðlar myndu að sjálfsögðu verða uppfullir af fréttum af Ingi- björgu í Palestínu, en hún myndi áreiðanlega ekki komast í erlenda miðla. Ein ferð utanríkisráðherra ör- þjóðar skiptir nákvæmlega engu í svo stóru samhengi sem Palest- ínudeilan er. Að halda eitthvað ann- að er í besta falli barnaskapur, en í versta falli stórmennskubrjálæði. En Ingibjörg Sólrún er alls ekki eini íslenski ráðamaðurinn sem virð- ist telja að Ísland geti skipt sköpum á alþjóðavettvangi. Alltaf öðru hvoru má sjá í fjölmiðlum – nú síðast í Morgunblaðinu fyrir viku eða tveim – fréttir af framboði Íslands til ör- yggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Ég held að ég fylgist ágætlega með fréttum, en það hefur alveg far- ið framhjá mér hver tilgangurinn með öryggisráðsframboðinu er, og ekki hef ég heldur séð í þessum fréttum stakt orð um hvernig þetta framboð kom til. Hvernig kviknaði þessi stórbrotna hugmynd? Fregnir af framboði Íslands til ráðsins eru meira eins og fréttir af gengi íslensks íþróttaliðs á erlendu stórmóti, eða í Evróvisjón. Hvaða lönd eru helstu keppinautarnir og hvernig er „strategían?“ Hvað þarf að tryggja mörg atkvæði – duga 128? – og hvernig verður best farið að því? Það sem ég hef saknað úr umfjöll- un fjölmiðla um þetta framboð eru útlistanir á tilganginum með því, ástæðunum fyrir því og upptök- unum að því. En fjölmiðlar láta eins og þessir þættir séu allir útræddir og ekki lengur um þá deilt. Eins og allir séu sammála um að það sé sjálf- sagður hlutur að Ísland reyni að komast í öryggisráðið. En um öryggisráðsframboð ríkir ekki sama eindrægnin meðal þjóð- arinnar og þátttöku í Evróvisjón. Þess vegna verða fjölmiðlar að spyrja þessara spurninga og fá svör ráðamanna við þeim í hvert sinn sem fjallað er um málið. Einungis þannig geta lesendur sjálfir fellt dóma um það hvort þeir telji rétt að Ísland standi í þessu framboði. Ef ekki er fjallað um þessa þætti lítur helst út fyrir að fjölmiðlar séu þátttakendur í heldur ljótum leik ráðamanna, að komast í ráðið hvað sem þjóðin taut- ar og raular. Ég vil taka það fram að ég er alls ekki skilyrðislaust mótfallinn því að Ísland bjóði fram til öryggisráðsins. En þar sem ekki blasir beint við hvaða erindi við getum átt á þann vettvang – eins og aftur á móti blasir við að við eigum erindi í til dæmis heimsmeistarakeppnina í handbolta – sakna ég nánari útskýringa. Ann- aðhvort frá utanríkisráðuneytinu eða fjölmiðlum. Hver er tilgangurinn með fram- boði til öryggisráðsins? Að hafa áhrif á alþjóðavettvangi? Gæta hagsmuna Íslands í ráðinu? Hverjir eru þá þeir hagsmunir? Eða er til- gangurinn kannski frekar að vekja athygli á Íslandi á alþjóðavettvangi? Eða að gefa íslenskum ráða- og embættismönnum tækifæri til að sitja alþjóðafundi þar sem teknar eru ákvarðanir um heimsmál á borð við kjarnorkudeiluna við Íran? Hver er ástæðan fyrir þessu framboði? Er talið að fulltrúar Ís- lands gætu haft áhrif á ákvarðanir öryggisráðsins? Er talið einsýnt að ráðið hafi ekki verið eins skilvirkt og það gæti verið og þyrfti að vera, og að þörf sé á íslenskri athafnagleði og skipulagshæfni til að breyta því? Eða er ástæðan fyrir framboðinu sú, að íslenska utanríkisþjónustan vill vekja á sér athygli hér innanlands og sýna og sanna fyrir þjóðinni að utanríkisþjónusta skipti máli – því að það er jú augljóst að þjóðin hefur alvarlegar efasemdir um það. Hvað er langt síðan farið var að ræða um framboð Íslands til örygg- isráðsins? Hver voru upphaflega rökin fyrir því að fara í slíkt fram- boð? Hvenær fór málið af umræðu- stigi og á framkvæmdastig? Er enn hægt að hætta við framboðið? Það gertur varla verið að sæti í ör- yggisráðinu sé nauðsynlegt til að tryggja utanríkishagsmuni Íslands. Þeir hagsmunir eru í raun og veru fólgnir í því einu að falla ekki í ónáð hjá Bandaríkjamönnum. Tryggja þarf að við séum í náðinni hjá þeim, þá er utanríkishagsmunum okkar borgið. Þetta hafa ráðstafanir ís- lenskra stjórnvalda margoft sýnt og sannað, nú síðast þegar við vorum sett í hóp hinna staðföstu. Enda sagði Nicholas Burns, að- stoðarutanríkisráðherra Bandaríkj- anna, fyrir skömmu er hann var inntur álits á öryggisráðsframboði Íslands, að honum litist vel á það. Úr frekari orðum hans mátti lesa að hann gerði ráð fyrir að fengju Ís- lendingar sæti í ráðinu yrðu þeir þar þægir og góðir, og hlýðnir við Bandaríkamenn. Það er að segja, sæti Íslands í öryggisráðinu myndi í rauninni ekki vera annað en auka- atkvæði fyrir Bandaríkin þar. Hlýðnir Íslendingar »Úr frekari orðum hans mátti lesa að hanngerði ráð fyrir því að fengju Íslendingar sæti í ráðinu yrðu þeir þar þægir og góðir, og hlýðnir við Bandaríkjamenn. Það er að segja, sæti Íslands í öryggisráðinu myndi í rauninni ekki vera annað en aukaatkvæði fyrir Bandaríkin þar. BLOGG: kga.blog.is Kristján G. Arngrímsson NÝLEGA hafa borist fregnir af einhverjum víðtækustu aðgerðum gegn barnaníðingum á Netinu sem sögur fara af. Eftir að hafa fengið ábendingu frá kanadísku lögregl- unni handtók sú breska í sept- embermánuði sl. mann sem starfrækti vefmiðil er bauð upp á beina út- sendingu af kynferð- islegu ofbeldi á börn- um. Undanfarna 10 mánuði hafa svo lög- regludeildir í 35 ríkjum samræmt aðgerðir sín- ar gegn öllum þeim 700 einstaklingum sem náðist að tengja við umrædda vefsíðu, með þeim árangri að tekist hefur að frelsa 31 barn undan kvölurum sínum. Lögregludeildin sem sér um þessa aðgerð í Bretlandi heitir Child Exploitation and Online Pro- tection Centre (CEOP) eða Mið- stöð gegn barnaníði og fyrir öruggri netnotkun. Til hennar var stofnað fyrir rúmu ári og vinnur hún í nánu samstarfi við barna- verndar- og íþróttasamtök, tölvu- og fjarskiptafyrirtæki og viðeig- andi ráðuneyti. Einnig vinnur hún náið með „netlöggum“ í öðrum löndum undir hattinum Virtual Global Taskforce (VGT). Helstu aðilar í því samstarfi eru:  The National Child Exploita- tion Coordination Centre (NCECC) sem þýða má laus- lega sem kanadísku samræm- ingarmiðstöðina gegn barna- níði.  The Australian Federal Po- lice Online Child Sex Exp- loitation Team (OCSET), deild áströlsku alríkislögregl- unnar gegn kynferðislegu of- beldi barna með aðstoð Nets- ins.  Operation Predator sem er hluti af bandaríska heima- varnaráðuneytinu og vinnur á sama sviði og hinar fyrr- greindu.  Alþjóðalögreglan Interpol. Eitt af samstarfsverkefnum þessara stofnana er svonefnd PIN- aðgerð sem felst í því að leggja gildru fyrir notendur barnakláms. (Í flest- um tilfellum er auð- vitað réttara að tala um ofbeldi en notkun í þessu sambandi.) Ætli maður inn á slíka vefsíðu birtist honum tilkynning á tölvuskjánum um að hann hafi gerst sek- ur við lög og að þeim gögnum sem hægt sé að afla um hann verði komið áleiðis rétta boðleið. Gildi slíkra aðgerða er þó umfram allt að letja fólk í að skoða myndir og myndskeið af kynferðislegu ofbeldi á börnum og tryggja að enginn geti talið sig vera í öruggu skjóli við þá iðju sína. Fyrirbyggjandi aðgerðir Svonefnd Pin-aðgerð hefur því umfram allt fyrirbyggjandi áhrif en þau geta ekki talist vera síður mikilvæg en aðgerðir til þess að stöðva brot sem þegar viðgangast. Það er einkum á spjallrásum á Netinu sem barnaníðingar reyna að komast í kynni við börn og ung- menni og vinna trúnað þeirra. CEOP skipuleggur námskeið í breskum skólum sem nefnist Thin- kUKnow þar sem nemendum er kennt hvernig þeir geta notað Net- ið með öruggum hætti og brugðist við skilaboðum frá ókunnugum á þroskaðan og ábyrgan hátt. Enn fremur er nemendum leiðbeint um hvers konar tilvik sem þeir kunna að lenda í eða verða vitni að sem rétt er að tilkynna og hvert þeir geti leitað með slík erindi. Það er einlæg von undirritaðs að sem fyrst verði farið að uppfræða nemendur í íslenskum skólum um viðbrögð af þessum toga. Þess verður vonandi ekki langt að bíða enda virðast yfirvöld hér á landi í vaxandi mæli vera að gera sér grein fyrir alvöru málsins. Lög- reglustjóri höfuðborgarsvæðisins hefur þannig úttalað sig um málið nýlega og einnig má nefna að dómsmálaráðherra sótti nýverið fund norrænna kollega þar sem vernd barna var helsta umræðu- efnið. Þar var sérstaklega rætt um leiðir til að koma í veg fyrir að Netið væri notað sem vettvangur til að lokka börn til kynferðislegs sambands og hvaða refsireglur dygðu til þess að sporna við því. Framhald verður á málinu því ætl- unin er að ríkislögreglustjórar á Norðurlöndum ræði á næsta fundi sínum sameiginlegar aðgerðir gegn ofbeldi á börnum á Netinu. Dóms- málaráðherrar Norðurlanda munu svo aftur funda um málið í desem- ber í Ósló. Allt er þetta fagnaðarefni og til marks um að stjórnvöld eru loks að vakna af dvala og gera sér skyldur sínar í þessum efnum ljós- ar. Sama gera vonandi fjölmiðlar, fræðsluyfirvöld og aðrir sem málið varðar. Hvað verður svo um eft- irlegukindurnar, bæði einstaklinga og samtök sem ætluðu að hrökkva af hjörunum þegar undirritaður hreyfði þessu máli fyrr á árinu, má einu gilda. Netlögregla hindrar kynferð- islegt ofbeldi gegn börnum Steingrímur J. Sigfússon skrif- ar um varnir gegn barnaklámi » Það er einlæg vonundirritaðs að sem fyrst verði farið að upp- fræða nemendur í ís- lenskum skólum um við- brögð af þessum toga. Steingrímur J. Sigfússon Höfundur er formaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs ÞÓR HF | REYKJAVÍK : Ármúla 11 | Sími 568-1500 | AKUREYRI: Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor. is Nú er rétti tíminn til að kaupa SENTINEL garðtraktor Á BETRA VERÐI! 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast 5 hraða skipting. 169.000,- 15,5 ha Briggs & Stratton mótor 102 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 209.000,- 17 ha Briggs & Stratton mótor, 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast. vökvaskipting 239.000,- 12,5 ha Briggs & Stratton mótor 76 cm sláttubreidd, afturkast 5 hraða skipting, grassafnari. 199.000,- 18 ha Briggs & Stratton mótor 107 cm sláttubreidd, hliðarfrákast vökvaskipting. 279.000,- 18 ha garðtraktorinn er með stýri á öllum hjólum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.