Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 49

Morgunblaðið - 30.06.2007, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2007 49 ÚTVARPSSTÖÐIN KDWB Radio í Minnesota-ríki í Bandaríkjunum hefur boðið Paris Hilton eina millj- ón á ári taki hún að sér að stýra morgunþætti stöðvarinnar. Stjórn- andi stöðvarinnar segir að starfið sé afar þægilegt, Hilton muni einungis þurfa að spila tónlist og kjafta við hlustendur – og innleysa himinháan launatékkann í lok hvers mánaðar. Minnir þetta um margt á þau tilboð sem rigndi yfir Kate Moss eftir að upp komst um eiturlyfjaneyslu hennar og virðist það af sem áður var að ferill stórstjarna fari í vask- inn sveigi þeir af beinu brautinni. Hilton hefur oft verið sögð fræg fyrir að vera fræg en taki hún að sér starfið á KDWB Radio bætist útvarpsmennska við ferilskrána, sem þegar telur söngkonu, leik- konu, raunveruleikaþáttastjörnu og forseta þriggja fyirtækja; Paris Hil- ton Entertainment, Paris Hilton Enterprises og Heiress Records. Þá hefur Hilton staðið að fram- leiðslu á ilmvatnslínu, far- símahulstrum, skrifað ævisögu sína auk þess að taka um 200 þúsund dali fyrir að koma fram við ýmis tækifæri. Samkvæmt lista Forbes- tímaritsins var Hilton í 56. sæti yfir þær stórstjörnur sem öfluðu mestra tekna á síðasta ári en talið er að hún hafi halað inn um sjö milljónir Bandaríkjadala. Hilton skellti sér til Hawaii á fimmtudaginn til að jafna sig eftir 23 daga fangelsisvist sína, sem tók víst mjög á taug- arnar. Hún tók hins vegar fram í viðtali við Larry King á dögunum að hún myndi taka að sér hlutverk í a.m.k. tveimur kvikmyndum í sum- ar þannig að enn lengist ferilskráin hjá þessari frægu frægu mann- eskju. Ferilskráin býsna löng Reynslunni ríkari Paris Hilton kom fram í þætti Larry King þar sem hún lýsti reynslunni í fangelsinu. ÓKRÝNDUR konungur goth- rokksins, Marilyn Manson, segir frá því í viðtali við Rolling Stone að kvöld eitt fyrir átta árum hafi hann ásamt leikaranum Johnny Depp beðið eftir ragnarökum. Umrætt kvöld var síðasta kvöld ársins 1999 þegar hinn tölvuvæddi hluti jarð- arbúa stóð á öndinni við árþús- undaskiptin. Félagarnir voru stadd- ir í sunnanverðu Frakklandi og á meðan þeir biðu eftir endalokum jarðlegrar tilvistar sinnar drukku þeir hið rótsterka absinth-brennivín sem var afar vinsælt á meðal lista- manna í Evrópu á árum áður. „Við vorum báðir búnir undir heimsendi en þegar hann lét ekki á sér kræla hertum við á drykkjunni og skutum upp nokkrum flugeldum. Síðan þá hef ég ekki getað drukkið absinth eða áfengi yfirleitt.“ Depp mun næst leika titilhlut- verkið í myndinni Sweeney Todd í leikstjórn Tim Burtons auk þess sem hann hefur samið um að túlka Paul Kemp í mynd sem gerð verður eftir sögu Hunters S. Thompsons, The Rum Diary. Þá hefur fram- leiðslufyrirtæki hans tryggt sér rétt- inn að sögu Alexander Litvinenkos sem var myrtur í London í fyrra. Héldu að heimsendir væri í nánd Fríða og dýrið Enn ein sönnun þess að hæfileikar og gáfur fara ekki endilega alltaf saman. BRESKI leik- arinn Daniel Craig hefur gefið í skyn að hann muni ekki leika í fleiri myndum um leyniþjónustu- mann hennar há- tignar, að næstu mynd lokinni. Craig var, af nán- ast öllum, lofaður fyrir frammistöðu sína í myndinni Casino Royale sem var sögð marka nýtt upphaf myndaraðarinnar um James Bond. Í viðtali sagði Craig að hann hefði ekki áhuga á að leika í „leyni- þjónustumynd- um“ það sem eftir lifði af hans ferli og að draumur hans væri að geta tekið að sér eins ólík hlutverk og mögulegt væri. Til- kynnt var fyrir stuttu að leik- stjóri næstu myndar, Bond 22, yrði Þjóðverjinn Marc Forster. Forster hefur áð- ur stýrt myndum á borð við Finding Neverland með Johnny Depp og Monster’s Ball. Mun hann einnig koma að gerð handritsins og nýtur þar aðstoðar Paul Haggis sem átti handritið að Casino Royal. Haggis þessi gerði áð- ur garðinn frægan með handriti sínu að Óskarsverðlaunamyndinni Crash. Þarf enn og aftur að finna nýjan Bond? Daniel Craig Marc Forster Paul Haggis

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.