Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.07.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. JÚLÍ 2007 23 eins og íslenskur foss eins og Erla orðar það sjálf. Eruð þið kannski ómeðvitað að reyna að flytja Ísland hingað til Am- eríku? Erla brosir. „Ætli það ekki bara. Það eru náttúrlega miklar andstæður í íslenskri náttúru. Svarti sandurinn, vatnið, eldfjöllin. Maður kemst ekki hjá því að verða fyrir áhrifum frá svo dramatísku landslagi.“ En hvað um þig, Tryggvi? „Ég tek undir það að andstæður í íslenskri náttúru eru náttúrlega inn- blástur. Maður er kannski staddur á svörtum sandi og þar vaxa smágerð gul blóm. Eða segjum snjór og kolsvart hraun. Þegar maður er í burtu frá ís- landi í einhvern tíma og býr í um- hverfi með fremur tilbreytingalausu veðurfari og litlum árstíðaskiptum verða náttúruperlur Íslands manni auðvitað ofarlega í huga. Þetta vega- nesti okkar frá Íslandi er kannski okkar sterkasta einkenni sem arki- tektar,“ segir Tryggvi og Erla sam- sinnir því. Skipulögð ringulreið Hér í Los Angeles ægir öllum byggingarstílum saman, engin höft virðast vera á sköpunarverkum arki- tekta hér í borg, en þó er einhver undarleg fegurð og persónuleiki í þessari kaos. Þetta er harla ólíkt því sem við eigum að venjast hér á Íslandi og kannski helst á höfuðborgarsvæðinu þar sem eru að byggjast upp ný hverfi sem eru steypt í sama mótið svo að umhverfið verður ópersónu- legt og ólífrænt. Heilu göturnar þar sem húsin eru öll eins. Er ætlast til að í þeim búi nákvæmlega eins manneskjur? Ég ákveð að spyrja Tryggva hvaða skoðun hann hafi á þessu. Og ekki stendur á svörum. „Mér fyndist vel athugandi í hverfaskipulagi, í stað þess að byggja oft eingöngu raðhúsalengjur og blokkir að byggja upp hverfi með litlum einbýlum og þá er ég ekki að tala um hallir heldur að ungu fólki sem er að byrja sinn búskap verði gert kleift að eignast sín einkaheim- ili og hanna þau í sínum persónulega stíl.“ Tryggvi heldur áfram. „Það er um margt merkilegt hvernig LA byggðist upp, en borgin varð til á alveg óskaplega skömmum tíma. Ég held að Reykjavík sem líka byggist fremur hratt upp eigi eftir að takast á við mörg þau vandamál sem LA glímir nú við þó þau verði smærri í sniðum.“ En þú minnist á væntanleg vanda- mál í Reykjavík, hvað áttu við? „Vaxtarverkir,“ svarar Tryggvi. „Eitt sem mér finnst í raun var- hugavert er það sem kallast á ís- lensku blönduð byggð. Það er verið að byggja upp ný hverfi og þar er fyrirfram kvóti af raðhúsum, blokk- um og einbýlishúsum. Staðlaðar lóð- ir að stærð og útliti. Þessum hverf- um fylgir síðan meðfylgjandi skipulag fyrir þjónustu, verslun og viðskipti. Í þessum hverfum er eng- inn grundvöllur fyrir sköpun ein- staklingsins. Í Reykjavík mætti einnig líta til stórborgar eins og Los Angeles sem glímir nú við mörg þau vandamál sem ég hygg að kunni að verða reyk- víkingum fjötur um fót í framtíðinni. Þá er kannski nærtækast að líta til samgöngumála sem eru fyrirsjáan- legt vandamál og líka það að við verðum að standa vörð um hinn eig- inlega miðbæ sem er það sem gerir borg að borg. Við ættum að taka meira mið af borgum sem byggðust upp snemma með þennan eiginlega miðborgarkjarna. Ef við skoðum LA í dag er hún í raun samsett úr mörg- um borgarkjörnum sem eru í leit að miðborg.“ Endalaus útsynningur Í Los Angeles þar sem veður- blíðan er eins og raun ber vitni lifir fólk og hrærist mikið utandyra og húsin eru hönnuð með það í huga. Erla og Tryggvi eru einmitt um þessar mundir að vinna að verkefni á Íslandi sem er í raun tilraun til að flytja þessa hugmynd Outdoor/ indoor living eða hýbýli utan sem innan dyra hingað heim. Mér leikur forvitni á því að heyra hvernig þau telja það gerlegt. „Já, það er kannski hlægilegt að vilja flytja hinn kaliforníska lífsstíl heim til Íslands. Íslensk veðrátta býður náttúrlega ekki upp á nema örfáa góða daga á ári en það eru þessi millisvæði sem hægt væri að nýta betur, t.d. með garðhýsum. Ekki það að garðhýsi séu ný af nál- inni á Íslandi en þau hafa gjarnan orðið til eftir að hús eru hönnuð.“ Erla bætir því við að oftar en ekki sé verið að byggja yfir svalir sem oft verði ankannalegt þegar ekki hefur verið gert ráð fyrir því í upphafi. Þið sýnduð mér teikningar af sumarbústað sem þið eruð að byggja á Íslandi og þar fannst mér eft- irtektarverð bygging skjólveggja eða veðurálagsveggja í kringum húsið. Ætla þau sér að segja ís- lenskri veðráttu stríð á hendur? „Í raun eru þetta ekki skjólveggir heldur reynum við að hanna húsið þannig að það í sjálfu sér myndi ákveðið skjól. Þetta finnst okkur gefast betur í glímunni við íslenskt veðurfar heldur en að vera með lausa veggi. Síðan erum við líka að nýta okkur það að leggja hita í gólf og loft opinna rýma utandyra, jafn- vel líka í veggi,“ segir Tryggvi. Fegurðin liggur í einfaldleikanum Nú er notagildið augljóst í hönnun arkitekta en hvað skiptir fegurðin miklu máli? „Fegurðin liggur náttúrulega í mínum huga í notagildinu og einfald- leikanum, við fáumst lítið við skreytilyst,“ svarar Erla. Hún heldur áfram og segir: „Það skiptir auðvitað máli að það séu and- stæður í efnisvali, litum og bygging- areiningum.“ Tryggvi bætir því við að erfitt sé »Maður mótast af umhverfi sínu á hverjum tíma og það fylgir manni auðvit- að í gegnum lífið og mótar það hvernig hönnuður maður verður. Einfaldleiki Efri hæð húss Erlu Daggar og Tryggva í Los Angeles. Útsýni Hönnun einbýlishúss við Elliðavatn. Línurnar eru einfaldar, húsið stílhreint og stórir gluggar opna húsið. Línur Einbýlishús arkitektanna á Íslandi við Kleifarkór í Kópavogi. Timbur og steypa mynda samstæða heild. + Nánari upplýsingar og bókaðu á www.icelandair.is Sölutímabil Special Offer tilboða: 22. júní–13. júlí. Ferðatímabil: 17. júlí–10. desember. Takmarkað sætaframboð. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 66 61 0 6 /0 7 Frá 9.900 kr. aðra leiðina í Þý sög „ eru að haf V „ var vor sem tek Ka ton Þ hug bre G drá „ bun þyr S ske ska H um alla una gön „ tek lög Þ þú ark „ gre var eða ma „Al ark ark hve haf Sm svö H An sjá er n eru ing gild stá hön jafn not að línu hlý Er „ kri ann mó tím geg hön Á hér dæ irn bei sko Í eld ínu eld sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.