Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SÉRSTAKT greiningarpróf vegna gáttatifs, sem er algengur undanfari heildablóðfalls, var form- lega sett á markað í gær, en greiningarprófið byggist á uppgötvun vísindamanna hjá Íslenskri erfðagreiningu og samstarfsaðila þeirra. Í nýjasta hefti hins virta vísindatímarits Nature er fjallað um niðurstöður fyrstu rannsóknarinnar sem leiðir til uppgötvunar algengra erfðaþátta sem auka áhættu á gáttatifi, samkvæmt fréttatil- kynningu ÍE. Gáttatif er algeng takttruflun í hjarta og er talið að yfir 5% þeirra sem komnir eru yfir 65 ára aldur og 10% þeirra sem eru eldri en 75 ára hafi einhvern tíma fengið gáttatif. Nýgengi og algengi gáttatifs fer vaxandi og er spáð að tilfellum gáttatifs eigi eft- ir að fjölga verulega á næstu áratugum, sér í lagi hjá þeim sem eldri eru. Sjúkdómurinn er einnig al- geng orsök heilablóðfalls vegna blóðreks frá hjarta. Erfðaþættirnir eru tveir og eru staðsettir nálægt erfðavísi á litningi 4, sem vitað er að gegnir mikilvægu hlutverki í þroskun hjartans. Annar breytileikanna eykur hættu á gáttatifi um 70% fyr- ir hvert eintak og hinn eykur áhættuna um 40% fyrir hvert eintak miðað við meðaláhættu. Um það bil þriðjungur fólks af evrópskum uppruna hefur a.m.k. eitt eintak af öðrum hvorum áhættuþætt- inum. Ennfremur hefur verið sýnt fram á að þeir sem bera í sér tvö eintök af þeim breytileika sem meiri áhrif hefur eru 250% líklegri til að fá gáttatif en þeir sem hafa hvorugan breytileikann. Erfðabreytileikarnir fundust þegar meira en 300 þúsund breytileikar í erfðamenginu voru skoð- aðir í meira en 550 sjúklingum með gáttatif og/eða gáttaflökt. Niðurstöður rannsóknarinnar voru staðfestar með frekari rannsóknum á yfir þrjú þúsund sjúklingum frá Íslandi, Bandaríkjunum og Svíþjóð. Uppgötva erfðabreytileika sem auka hættu á gáttatifi Greiningarpróf á markað sem byggist á uppgötvun ÍE og samstarfsaðila VEGNA þess hve gáttatif er algengur undanfari heilablóðfalls hjá fólki telur Íslensk erfðagrein- ing að sérstakt greiningarpróf sem byggist á uppgötvuninni muni hafa notagildi fyrir lækna til þess að greina þá einstaklinga sem ættu að vera undir meira lækniseftirliti en aðrir. Var greiningarprófið formlega sett á markað í gær. Fyrsti höfundur að vísindagreininni í Nature er Daníel F. Guðbjartsson tölfræðingur. Notagildi fyrir lækna TVEGGJA hreyfla breiðþota frá bandaríska flugfélaginu Delta lenti á Keflavíkurflugvelli um hálfþrjú- leytið í gær á einungis öðrum hreyflinum. Hafði vélin misst afl á hinum hreyflinum er hún var skammt frá Íslandi og ákvað flug- stjórinn að halda til Keflavíkur í ör- yggisskyni. Um borð voru 225 far- þegar. Vélin er af gerðinni Boeing 767, og var í áætlunarflugi frá Þýska- landi til Bandaríkjanna. Farþegum var boðið í skoðunarferð að Bláa lóninu. Ekki var óskað eftir að þeim yrði boðin áfallahjálp. Önnur vél frá Delta var væntanleg til að sækja farþegana seint í gærkvöldi. Þota lenti með bilað- an hreyfil BÍLL fór út af veginum í Önund- arfirði í gærkvöldi og valt. Tveir voru fluttir á sjúkrahús og er bifreiðin gjörónýt. Tildrög slyss- ins eru óljós en lögregla telur hugs- anlegt að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. Velta í Ön- undarfirði „NEI, ÞAÐ er best að hafa þetta svona, sjáðu,“ gæti stúlkan hafa sagt við drenginn um leið og hún lagaði fimum fingrum örlítinn agnúa á sandbygg- ingunni sem grunnur hafði verið lagður að. „En … þetta er ekki nógu slétt, sko,“ gæti hann hafa svarað um leið og hann pressaði sandinn með lófanum. Gusugangur og busl í öðrum börnum megnuðu ekki að trufla þessa hús- byggjendur framtíðarinnar þar sem þau nutu lífsins í Nauthólsvíkinni í gær. Morgunblaðið/Ómar Piltur og stúlka í framkvæmdum í Nauthólsvík ♦♦♦ FLÓTTAMENNIRNIR sem áhöfn- in á Eyborginni bjargaði fyrir helgi og flutti til Möltu höfðu lagt frá ströndum Líbýu á fimmtudag og velt opnum flóttabát sínum í ólgusjó með þeim afleiðingum að tíu manns drukknuðu. Er þetta haft eftir þeim sem komust lífs af úr sjávarháskan- um í maltneska blaðinu The Sunday Times. Fólkinu tókst að klifra upp á túnfiskflotkvíarnar sem Eyborgin var að sækja, alls 21 flóttamaður, en ein kona úr hópnum lést. Eftir voru 16 karlar og fjórar konur, þar á með- al systir hinnar látnu. Í hópnum missti einn flóttamaðurinn eigin- konu sína. Fólkið mun vera frá Erítreu, Eþí- ópíu, Nígeríu og Sómalíu. Skipstjóri Eyborgarinnar er Ólaf- ur Ragnarsson og stýrir hann níu manna erlendri áhöfn skipsins. Að sögn Birgis Sigurjónssonar, útgerðarmanns Eyborgarinnar, hef- ur framganga íslenska utanríkis- ráðuneytisins verið til mikillar fyr- irmyndar. „Nú hefur rödd Íslands, þessa friðelskandi lands, heyrst og mér finnst ráðuneytið hafa tekið mjög faglega á málinu,“ segir hann. Ekki hafi þá komið til greina annað en að hlúa að fólkinu um borð, en sum skip taki ekki við flóttafólki. Útgerðarmaður Eyborgarinnar Rödd Íslands hefur heyrst SKRÍLSLÆTI og fyllerí á ung- mennum á tjaldstæðinu við Hellis- hóla í Rangárvallasýslu um helgina hafa orðið til þess að forsvarsmenn tjaldstæðisins ætla að banna ung- mennum að tjalda þar í framtíðinni nema í fylgd með fullorðnum. Jafn- vel verður fólki um tvítugt bannað að vera þar ef hópar eru á ferð. Að sögn Lailu Ingvarsdóttur, for- svarsmanns tjaldsvæðisins, slapp eiginmaður hennar naumlega undan misþyrmingum þegar hann ætlaði að stugga við hluta hópsins sem hafði þá stolist ofan í heitan pott eft- ir lokun. „En þá komu hnefarnir á loft,“ segir hún. „Það voru þrír sem ætluðu að ráðast á hann en sonur minn brá snöggt við og forðaði hon- um í burtu.“ Velti jeppa út í Þverá Alls voru krakkarnir um 50 tals- ins og segir Laila að innbyrðis hafi brotist út slagsmál, auk þess sem ökumenn hafi ekið drukknir um svæðið, þar af einn sem velti jeppa út í Þverá og annar sem velti fólks- bíl. Munaði litlu að bíllinn lenti á fjölskyldutjaldi í leiðinni að sögn Lailu. Mikil læti fylgdu krökkunum, sem að sögn Lailu fóru um svæðið og kíktu meðal annars inn um glugga á sumarbústöðum í nágrenn- inu þá um nóttina. Sagðist hún hafa haft fregnir af því að hópurinn hefði samanstaðið af ungmennum úr Garðabæ sem þekkt væru fyrir læti. „Þau slógust og görguðu og það stafaði mikill ófriður af þeim,“ segir hún. Lögreglan á Hvolsvelli var kölluð til og tók einn ökumann próflausan og tvo fyrir ölvunarakstur um nótt- ina og stóð vakt við svæðið uns dag- aði. „Við stílum eingöngu inn á fjöl- skyldufólk og golffólk. Hingað til höfum við ekki hleypt ungmennum inn á svæðið og það verður ennþá strangara héreftir,“ segir Laila. Ungmenni með skrílslæti á tjaldstæðinu Ógnuðu tjaldverði með hnefa á lofti og slógust innbyrðis TALSVERÐ umferð var í átt til höf- uðborgarinnar í gærkvöldi en að sögn lögreglu gekk hún þokkalega og án sérstakra óhappa. Einnig var mikil umferð á Vesturlandsvegi og voru lögreglumenn sendir til að stjórna umferð af Þingvallavegi inn á Vesturlandsveg. Þyrla Landhelgis- gæslunnar tók þá þátt í eftirliti. Þá valt bíll á mótum Hringbrautar og Tjarnargötu í Reykjanesbæ eftir harðan árekstur tveggja bíla um ell- efuleytið í gærmorgun. Ekki urðu al- varleg slys, en farþegi úr bílnum sem valt var fluttur á slysadeild. Mikill um- ferðarþungi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.