Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Ástu Sóley Sigurðardóttur astasoley@mbl.is „ÞAÐ ER alltaf sjóstangveiðimót hér á hverju sumri og það er alltaf á afmælinu mínu,“ segir Bjarni Magn- ússon en á annað hundrað manns sótti sjóstangveiðimótið í Grímsey. Bjarni hefur verið hreppstjóri í Grímsey lengst allra en hann hefur sinnt starfinu síðan 1969. Hann segir hreppstjórastarfið hafa mikið breyst, á sínum tíma hafi falist mikil innheimta í starfinu og hreppstjóri hafi meðal annars sé um greiðslur til ellilífeyrisþega og ör- yrkja. Bjarni tók á móti 43 úr félagi Grímseyjarvina síðastliðinn laug- ardag og fagnaði með þeim 70 ára afmæli. Fararstjóri hópsins var for- maður félagsins, Helgi Daníelsson. „Þetta var frábær hópur og alveg dýrlega gaman að hafa þau, svo sannarlega ánægjulegt að þetta skyldi komast á,“ segir Bjarni en hann sýndi hópnum allt það mark- verðasta í eyjunni og sýni þeim síð- an bjargsig í bjarginu í Básavík. Byrjaði í bjargsigi 13 ára „Við drögum sigmanninn upp á traktor,“ segir Bjarni aðspurður hvernig sigið fari fram, „árið 1952, þá 22 ára, eignaðist ég dráttarvél og þá byrjuðum við á því, en áður var þetta dregið á mönnum og stundum notaðir hestar líka, þeir voru á við þrjá menn. Ég byrjaði svoleiðis uppi á bjargi þegar ég var 13 ára gamall 1943.“ Hann byrjaði að síga sjálfur um þrítugt en segir allt of fáa unga menn vilja síga í dag. „Þeir eru ekki vanir björgunum eins og var í þá daga; þegar ég var að alast upp voru þetta svo miklar nytjar.“ Hann segir fimm úthöld vera í eyjunni en þrír menn eru í einu úthaldi, einn sígur, annar er á bjargbrúninni og sá þriðji keyrir traktorinn. Bjarni segir mörg þúsund egg fást úr bjarginu á hverju ári en þó hafi hvorki verið mikið í vor né í fyrravor. „Það eru ekki seld nein egg, þau eru bara borðuð hér og gefin vinum og kunningjum.“ Hann segir ritueggin vera uppá- haldseggin sín en ritan sé farin að verpa seint og fuglum hafi fækkað undanfarið vegna ætisleysis þannig að eggin fái hann varla lengur. Missa fleiri konur úr eyjunni Bjarni hefur búið í eyjunni alla tíð og segist aldrei hafa fundið betri stað til að búa á. Hann segir ekki miklar sveiflur vera í íbúafjölda á eyjunni. „Við misstum þó tvær stór- ar fjölskyldur fyrir tveimur árum og þá fórum við niður fyrir 100 íbúa en konurnar hér eru duglegar að eiga börn þannig að við hljótum að komast yfir hundraðið aftur,“ segir Bjarni og bætir við að stúlkurnar flytji frekar burt en strákarnir, en þeir fari oft í einhverja ævintýra- mennsku og komi svo að lokum heim með konur þannig að um 2/3 af konum eyjarinnar séu aðfluttar. Fékk sjóstangveiði- mót í afmælisgjöf Bjarni Magnússon í Grímsey hefur stundað bjargsig frá 13 ára aldri, en hann fagnaði 77 ára afmæli um helgina Harkan sex Bjarni búinn að gera sig kláran fyrir bjargsig. DUGNAÐARANDI sveif yfir Háa- leitis-, Bústaða- og Fossvogshverfi þegar fram fór hreinsunarátakið „Tökum upp hanskann“ og léku sólargeislarnir við alla sem þátt tóku í hreinsuninni. Bæði börn og fullorðnir tóku til hendinni en eft- ir nokkurra klukkustunda vinnu var fjölskyldugrillgleði við Breiðagerðisskóla og allir fengu að gæða sér á dýrindis grillmat. Þá var í húsnæði frístundaheim- ilisins Sólbúa kynnt úttekt á lítilli könnun sem nemendur á ungl- ingastigi skólanna í hverfunum gerðu á veggjakroti og skemmd- arverkum en vonast er til að gengið verði betur um í framtíð- inni. Einnig máluðu börnin í hverf- unum skilti með jákvæðum um- hverfisskilaboðum, en þau verða sett víða um hverfið til að gleðja augun og glæða andann. Vonandi hvetja þau fólk til að hugsa vel um umhverfið enda synd að við- halda ekki öllu sem áorkað var í hreinsuninni. Morgunblaðið/Ómar Góð samvinna Jóhanna, Katla, Fríða og Aldís voru allar duglegar að mála, en skiltið þeirra á örugglega eftir að verða einhverjum hvatning. Hreinsað og hvatt til umhverfisdáða RÍKISSTJÓRN Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar nýtur mikils stuðnings þjóðarinnar en 83% pró- sent landsmanna sögðust styðja stjórnina samkvæmt mælingu sem gerð var í júní hjá Capacent Gallup. Þetta er mesti stuðningur sem Gallup hefur mælt við nýja rík- isstjórn. Stuðningurinn var mestur eftir kosningarnar 1995 þegar hann var 74%, en þá tók við sú rík- isstjórn sem fór frá völdum í vor. Innan við helmingur þjóðarinnar er ánægður með val á ráðherrum í nýrri ríkisstjórn. Um helmingur er ánægður með val á ráðherrum Samfylkingar og 41% er ánægt með val á ráðherrum Sjálfstæðis- flokks. Fylgi flokkanna breytist lítið frá síðustu mælingu, Sjálfstæðisflokk- urinn mælist með 41% fylgi, Sam- fylkingin mælist með 29% fylgi, Vinstrihreyfingin – grænt framboð mælist 15% fylgi, Framsóknar- flokkurinn er með 9% fylgi, fylgi Frjálslynda flokksins mælist 5% og Íslandshreyfingarinnar 1%. Tæplega 17% svarenda gefa ekki upp afstöðu sína og 4% segjast myndu skila auðu ef kosningar færu fram í dag. Stjórnin með mikinn stuðning 83% landsmanna styðja stjórnina STJÓRN Vinstri grænna í Hafnar- firði lýsir yfir fullum stuðningi við yf- irlýsingar fulltrúa Hafnarfjarðar í Hitaveitu Suðurnesja í fjölmiðlum um að Hafnarfjörður neyti forkaups- réttar síns í fyrirtækinu. Segist stjórn VG í Hafnarfirði leggja áherslu á að varðveita meginmark- mið um almannahagsmuni og um að gæta að hag neytenda. Neyti for- gangsréttar Eftir Unu Sighvatsdóttur unas@mbl.is FUNDAÐ verður í dag hjá bæjar- stjórnum Hafnarfjarðar og Reykja- nesbæjar um Hitaveitu Suðurnesja. Forkaupsréttur bæjarfélaganna að 15,2% eignarhlut ríkisins í HS renn- ur út á morgun, þriðjudag. Fulltrúar Hafnarfjarðarbæjar fóru yfir málin í gærkvöldi og segir Gunnar Svavarsson, forseti bæjar- stjórnar, að tekin verði ákvörðun eins fljótt og auðið er, en að hún byggist jafnframt á því að niður- stöður Reykjanesbæjar liggi fyrir. „Reykjanesbær verður að svara því hvort þeir ætla að leyfa okkur að vaxa og dafna inni í þessu félagi sem við höfum búið til með þeim og þá hvort við höfum tækifæri til að kaupa ráðandi hlut án sérstakra skilyrða.“ Meginmarkmið Hafnar- fjarðarbæjar sé að reyna að ná tryggri stöðu með hlut sem nemi 34% í HS. „Núna skapast þetta kauptækifæri fyrir okkur og við er- um ekki að boða það að við stefnum á að fara í 60%, eins og sagði í Morg- unblaðinu á laugardag, heldur er markmiðið fyrst og fremst að kom- ast í þriðjungs hlut,“ segir Gunnar. Samstarf við Geysi lofar góðu Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir að aðal- áhersla sjálfstæðismanna í bænum sé að eiga áfram ráðandi hlut í hita- veitunni, en ekki sé tekin sérstök af- staða til þess hvað önnur sveitar- félög vilji gera. „Við erum tiltölulega róleg hér því við höfum þennan for- kaupsrétt, samkvæmt reglum fé- lagsins, og við munum nýta hann ef við teljum að það þjóni hagsmunum hitaveitunnar best,“ segir Árni. Mikilvægast sé að verja þá hags- muni Suðurnesja að hitaveitan, sem sé eitt öflugasta fyrirtæki á svæð- inu, verði áfram á sama stað og allar forsendur séu til þess. „Við vorum mjög ánægð með það í samstarfi við Geysi Green Energy að hjá þeim er fullur skilningur og vilji til þess að hitaveitan sé hér áfram, vegna land- fræðilegra aðstæðna og stöðu henn- ar í samfélaginu hér.“ Heyja varnarbaráttu Að sögn Gunnars er grundvallar- atriði fyrir Hafnarfjarðarbæ að verja sinn hlut og að geta verið hamlandi á breytingar á samþykkt- um með því að ná ráðandi hlut. Eng- in hliðarskilyrði séu sett af þeirra hálfu um hvort Reykjanesbær kaupi eða selji. „Okkar afstaða er í raun alveg skýr, við höfum gefið það í skyn að við séum að reyna að nálg- ast 34% hlut og ná ákveðinni sam- vinnu við stærsta hluthafann, eins og hefur verið hingað til. Ákvörð- unin er í raun og veru í hendi Reykjanesbæjar.“ Árni segir Reykjanesbæ vera í sterkri stöðu sem mikilvægt sé að vinna skynsamlega úr og því standi vilji til að fá sterka samstarfsaðila. Hafnarfjarðarbær geti í raun ekki eignast meira en 28% hlut nema sér- stakir samningar komi til. „Þá þarf bara að ræða það í rólegheitum. Nú viljum við klára þetta með forkaups- réttinn og svo tökum við ákvarðanir í framhaldi af því, og þar á meðal um með hvaða hætti Hafnarfjörður hef- ur áhuga á að starfa með okkur áfram í Hitaveitunni.“ Hann segist ekki sjá neitt athugavert við að einkaaðilar komið að rekstri HS, heldur telur hann þvert á móti að þeir séu um margt hæfari en sveit- arfélög til þess að sinna rekstri orkuvera. „Ég er mjög hlynntur hugmynd- um um samstarf opinberra aðila og einkaaðila, ég tel að það geti skilað mjög góðum árangri eins og hefur sýnt sig,“ segir Árni. Boltinn hjá bæjarfélögunum Að sögn Ásgeirs Margeirssonar, forstjóra Geysis Green Energy, er málið nú alfarið í höndum sveitarfé- laganna og fyrirtækið því í raun í biðstöðu. Geysir Green Energy hafi ekki nein yfirlýst markmið um hve stóran hlut það vilji eignast. „Við buðum bara í 15% hlut ríkisins og svo fór einhver hringiða af stað um að fleiri vildu kannski selja. Við lýs- um okkur tilbúin til að kaupa það sem menn vilja selja og höfum ekki sett pressu á neinn.“ Hitaveitan í öruggum sessi Reykjanesbæjar  Forkaupsréttur að hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja rennur út á morgun  Reykjanesbær er stærsti hluthafi og hefur úrslitavald um kaupin Í HNOTSKURN »Hitaveita Suðurnesja á ogrekur tvö orkuver sem bæði nýta jarðgufu. Svartsengi sem hóf starfsemi 1976 og Reykjanes- virkjun sem hóf starfsemi 2006. »Nýti bæði bæjarfélög for-kaupsrétt sinn á hlutunum mun hann eiga rúm 70% í HS en Hafnarfjarðarbær tæp 30% Árni Sigfússon Gunnar Svavarsson Ásgeir Margeirsson Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Reykjanesvirkjun „Það er enginn ótti í okkur, hitaveitan fer ekki frá okk- ur og við erum í öruggum sessi,“ segir Árni Sigfússon bæjarstjóri. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.