Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Segirðu það, kokksi, kominn matur, og hvað er svo í matinn, góði? VEÐUR Síðustu daga hefur varla veriðhægt að opna alþjóðleg við- skiptadagblöð á borð við Financial Times og Wall Street Journal, án þess að sjá þar fréttir um titring á fjármálamörkuðum. Það á sér- staklega við um Bandaríkin en jafn- framt eru umræður um að vanda- mál, sem þar hafa komið upp, muni breiðast til annarra heimshluta.     Þessar umræð-ur snerust í fyrstu um vax- andi áhættu vegna sérstakrar tegundar hús- næðislána, sem virðast ganga í gegnum fimm þrep frá lántak- anda til end- anlegs kaupanda skuldabréfa, sem eru tryggð með hinu upphaflega húsnæðisláni. Vandinn hefur birtzt í miklu tapi tveggja áhættusjóða á vegum fjár- málafyrirtækisins Bear Stearns vegna þessara lána. Wall Street Journal spyr hvort þetta sé bara toppurinn á ísjakanum.     Áþekkt fyrirkomulag hefur ruttsér til rúms í lánum til fyr- irtækja, en skuldabréf með trygg- ingu í þeim lánum eru seld til fjár- festa. Nú er spurt, hvort þau séu nægilega örugg trygging. Þetta er meginfjármögnunar- aðferðin, sem notuð hefur verið til þess að greiða fyrir yfirtökum á fyrirtækjum.     Afleiðingin af þessum titringi get-ur orðið sú, að ekki verði jafn greiður aðgangur að peningum og verið hefur síðustu fimm ár á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum og að kostnaður við slíka fjármögnun aukist verulega.     Hvað kemur þetta okkur Íslend-ingum við? Væntanlega hefur fjármögnun á yfirtökum íslenzkra útrásarfyrirtækja að einhverju leyti farið fram með þessum hætti. STAKSTEINAR Titringur á fjármálamörkuðum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                   *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (                      :  *$;<                 !" #$     " "      % *! $$ ; *! !" #$  " $   %  &$'( & =2 =! =2 =! =2 !%$#  )  *+, &-   <2>         =   ?87     @   ., & /,&  0' $& "# &$ ,$    ., & /$*,, &$      0 &$ &   1 - 2    6 2  ., & / $*,- $  (' &$"     &0    &  1    0  "     32 &44  &$' 5 &  ,'&)   3'45 A4 A*=5B CD *E./D=5B CD ,5F0E ).D    0 0 0              / /  / /   0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0                   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Kristján B. Jónasson | 30. júní 2007 Skáldskapur og DV Nú höfum við greini- lega misst trúna á skáldskapinn. Við sækjum ekki til skáld- sagna skynjun okkar af „hinum heiminum“, heldur viljum við mat- reiða hana í fjölmiðlum. Eftir því sem erindi bókmenntanna er minna eykst erindi fjölmiðlanna. Þá fara jafnvel skáldin að hafna skáld- skapnum í skáldskapnum en skálda þess í stað upp frásagnir af veru- leikanum í fjölmiðlum. Meira: kristjanb.blog.is Ragnhildur Sverrisdóttir | 30. júní 2007 Sólardagur með sex ára systrum Í morgun tókst okkur að halda þeim innan dyra til kl. 9, en þá héldu þeim engin bönd. Síðdegis fórum við mægður í hjólatúr nið- ur í Fossvogsdal. Við stoppuðum við göngubrú, stelpurnar fóru úr skóm og sokkum og óðu út í litla tjörn. Þær ætluðu aldrei að fást heim aftur. Á svona stundum áttar maður sig á hvað það þarf lítið til að dagar 6 ára kríla séu fullkomnir. Meira: ragnhildur.blog.is Pjetur Hafstein Lárusson | 1. júlí 2007 Fjórða valdið vari sig Hér áður fyrr á árunum ríkti sú regla, að þeir sem grunur lék á, að komist hefðu í kast við lögin, voru einfaldlega dregnir fyrir rétt. Þar voru mál þeirra reifuð til sóknar og varnar áður en dómur féll. Nú er öldin önnur. Jafnvel í miðjum málaferlum koma meintir af- brotamenn fram í sjónvarpi og öðrum fjölmiðlum (eiga reyndar suma þeirra sjálfir) og lýsa málavöxtum, eins og þeim sjálfum hentar. Og séu þeir fundnir sekir, þá skeiða þeir aftur fram á fjölmiðlavöllinn og lýsa því fjálglega, hversu blásaklausir þeir séu, þrátt fyrir niðurstöðu dómsins. Er ekki orðið tímabært, að fjöl- miðlafólk fara að átta sig á því, að hinu svo kallaða fjórða valdi er ætlað að upplýsa almenning, en ekki að setja upp leiksýningar í beinni út- sendingu? Meira: hafstein.blog.is Eva Kamilla Einarsdóttir | 30. júní 2007 Eyjan.is og nælon- sokkabuxur Ég hef verið að lesa www.eyjan.is enda margt skemmtilegt þar. Til dæmis bloggar Obba þar, sem, auk þess að vera ein klár- asta manneskja sem ég hef nokkurn tímann talað við þá er hún svívirðilega fyndin, alveg svo mikið að fólk venur sig fljótt að drekka kaffi og aðra drykki í litlum sopum til að enda ekki útfrussað af hlátri. Áðan las ég eina grein á Eyjunni sem er birt í flokknum tilveran, grein sem er víst af vef fríritsins H og fjallar um að velja réttar næl- onsokkabuxur, í greininni eru lyk- ilhugtök og tækniorð útskýrð en sérstaklega eru mimunandi teg- undir af stuðningi útskýrðar en lokaorðin eru á þessa leið: „Sumar konur eru svo heppnar eða svo áræðnar að þær telja sig ekki þurfa stuðning eða vaxt- armótun á nokkurn hátt. Þær kjósa að nota sokkabuxur með engum stuðningi. Þá eru buxurnar eins ofn- ar alla leið upp í mitti.“ Ég trúði ekki mínum eigin aug- um, þykir það sérstaklega merkilegt að ganga ekki í þessum pynting- artólum sem að sokkabuxur með stuðningi eru? Auk þess að kosta mikla orku og svita að koma upp um sig þá gera þær mest alla öndun óþægilega og hrifsa af fólki þá gleði sem fylgir neyslu matar og drykkja. Til þess að leyfa sér að anda sárs- aukalaust og hafa það gott í mat- arboði þarf enginn að vera eitthvað sérstaklega heppinn eða svo áræð- inn heldur bara einfaldlega alveg laus við alla sjálfspíningarhvöt. Sjálf geng ég oft í nælonsokkum, en þá nota ég háa nælonsokka, þeir eru góðir vinir bjórdrykkjukon- unnar, rétt eins og óléttusokkabux- ur, það er engin ástæða til að henda þeim í ruslið eftir að barnið er fætt, þær er hægt að nota ef manni er boðið í stór matarboð, í þeim er hægt að úða í sig öllum heimsins kræsingum án þess að næl- onstrengur skeri meira og meira inn í kviðinn með hverjum bitanum því að strengurinn liggur fyrir ofan magann, ég mæli hiklaust með þeim. Kannski ætti ég að gefa út mitt eigið tímarit, tímarit fyrir fólk sem er eins og ég, hégómagjarnt þegar kemur að því að fegra útlit sitt en vill samtímis geta notið lífsins og eyðir því ekki tíma í sársaukafullar aðgerðir og tól, lífið er fullt af óhjá- kvæmilegum sársauka, þannig að það er óþarfi að eyða auka tíma og fé í að þjást enn þá meira. Meira: kamilla.blog.is BLOG.IS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.