Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 11 S egja má að það skipti í tvö horn, jafnvel þrjú, þegar mismunandi byggðarlög á Aust- fjörðum eru heimsótt hvað varðar atvinnu- ástand og viðhorf til kvótakerfisins. Í þeim byggðakjörnum sem Fjarðabyggð samanstendur m.a. af, Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupstað og Fáskrúðs- firði, er augljóst mál að í þessum plássum, sem í gegnum tíðina hafa byggt afkomu sína á sjósókn og vinnslu sjávarafurða, hefur mikið breyst með tilkomu Fjarðaáls, nýrrar álbræðslu Alcoa við Reyðarfjörð, sem til framtíðar mun veita um 400 manns atvinnu og öðrum 500 til 600 manns í tengdum störfum. Það segir sig sjálft að með tilkomu 1.000 nýrra starfa eru þessir byggða- kjarnar á grænni grein hvað varðar atvinnuástand enda greinilegt að menn fagna því fyrir austan að fleiri egg eru nú í körfunni en áður. Fjarða- byggð státar nú af annarri stærstu útflutningshöfn landsins næst á eftir Reykjavíkurhöfn. Fjölmargir viðmælendur sem blaðamaður hitti sögðu eitthvað á þann veg að það væri lykilatriði að sveitarfélög í hinum dreifðari byggð- um landsins mörkuðu þá stefnu að hafa eitthvað annað en sjávarútveg upp á að bjóða. Þau yrðu að finna fjöl- breyttari atvinnustarfsemi og það gengi bara ekki að hafa öll eggin í sömu körfunni. Þeir byggðakjarnar sem fjær eru Fjarðabyggð og þeir byggðakjarnar sem byggja einkum afkomu sína á bolfiskveiðum og -vinnslu eiga margir í miklum erfiðleikum og horfa fram á miklar þrengingar fari svo að nið- urskurður í þorskveiðiheimildum verði allt að 30%. Einhverjir gefast upp og hætta Flestir virðast á einu máli um að ef sjávarútvegsráðherra ákveður að fara í einu og öllu að fiskveiðiráðgjöf Hafró muni það hafa í för með sér að einhverjir gefist upp og hætti útgerð. Sérstaklega sé minni „kvótaeigend- um“, trillukörlunum sem hafi jafnvel veðsett sig í bak og fyrir við kvóta- kaup, hætt við að fara í þrot við stór- felldan niðurskurð. Sama er einnig talið að geti hent minni frystihús sem hafa verið að vinna eigin bolfisk sem veiddur er af togurum útgerðanna. Ef farið verður að tillögum Hafró er líklegt að ekki verði næg vinnsla í ákveðnum fjölda frystihúsa. Þau frystihús muni þann- ig þurfa að auka vinnslu á ýsu og jafn- vel kaupa þorsk til vinnslu á fisk- mörkuðum, sem hvort tveggja muni rýra afkomuna. Togaraveidd ýsa er yfirleitt mjög lélegt hráefni; línuýsa er miklu betra hráefni, en margar út- gerðir sem eiga og reka frystihús hafa einungis yfir togurum að ráða, ekki línubátum. Loks eru það svo byggðakjarnar sem fjær eru Fjarðaáli en byggja megnið af afkomu sinni á uppsjáv- arveiðum og vinnslu. Þeir standa sterkar að vígi en stað- irnir sem byggja mest á línuveiðum. Þetta á við um staði eins og Vopna- fjörð og Þórshöfn og einnig Neskaup- stað og Eskifjörð, sem bæði njóta nándarinnar við álverið í Reyðarfirði og byggja mikið á uppsjávarveiðum og vinnslu. Verst fyrir þá sem fjærst búa Sveitarfélög eins og Bakkafjörður, Stöðvarfjörður og jafnvel Borg- arfjörður eystri eru sögð eiga í ákveðnum kröggum vegna þess hversu háð þau eru sjávarútvegi og kvótaúthlutunum. Í fyrra skapaðist mjög erfitt ástand á Stöðvarfirði þeg- ar Samherji hætti fiskvinnslu á staðn- um og um 60 manns misstu vinnuna. Þannig að þótt Stöðvarfjörður sé nú hluti af Fjarðabyggð gerir fjarlægðin við atvinnutækifærin það að verkum að þar er ástandið í atvinnumálum dapurlegt. Þó láta sumir sig hafa það að aka daglega til Reyðarfjarðar og frá og sækja m.a. vinnu við uppbygg- ingu álversins og aðrir hafa ráðið sig til starfa hjá Fjarðaáli. Á Bakkafirði hefur kvóti byggð- arlagsins skroppið mjög saman, þannig að innan við helmingur er veiddur og unninn þar nú miðað við það sem var þegar best lét eða um 300 tonn miðað við um 700 tonn fyrir nokkrum árum. Bæði eru þessi sveit- arfélög í það mikilli fjarlægð frá Fjarðabyggð að jákvæðra áhrifa af Fjarðaáli gætir þar ekki. Öðru máli gegnir með Fáskrúðsfjörð, sem er orðinn hluti af sama atvinnusvæði með tilkomu hinna frábæru ganga á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðs- fjarðar. Auk þess er loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði sterk, sem er að sjálf- sögðu ákveðin kjölfesta í bænum. Seyðisfjörður, þessi fallegi bær sem gæti státað af 1.500 íbúa byggð, er nú tæplega 700 manna bær. Á Seyðisfirði er mjög fullkomin bræðsluverksmiðja sem var nýbúið að endurgera þegar Samherji keypti ráðandi hlut í Síld- arvinnslunni í Neskaupstað. Í þeirri verksmiðju er nánast engin starfsemi því ákveðið var að að flytja svo til alla bræðsluna á Norðfjörð. Að sögn er ástandið því hálfdapurlegt á Seyð- isfirði og mér var sagt að yfir vetr- artímann væri það enn dapurra, Seyð- isfjörður væri nánast eins og draugabær. Einn viðmælandi orðaði það svo: „Sérstaða Austfirðinga er sú að þar er engin samstaða. Þar berjast allir á milli fjarða og tala sem minnst saman og reyna lítið að samhæfa og vinna saman.“ Margir fyrir austan binda vonir við að þessi hugsunarháttur sé á útleið og þar gegni bættar samgöngur og sameining sveitarfélaga eins og varð í Fjarðabyggð lykilhlutverki. Breytingar hjá Eskju Nú er það til skoðunar hjá eig- endum Eskju, hjónunum Björk Að- alsteinsdóttur og Þorsteini Jónssyni, að selja bolfiskhluta Eskju, en honum fylgja um 4.600 þorskígildistonn. Systkinin Björk og Kristinn Að- alsteinsbörn (Börn Aðalsteins Jóns- sonar sem er betur þekktur sem Alli ríki á Eskifirði) keyptu bróður sinn Elvar Aðalsteinsson út úr fyrirtæk- inu á sínum tíma fyrir hálfan annan milljarð þegar ekki var samstaða í systkinahópnum um framtíð- arstefnumörkun fyrirtækisins. Elvar Firðirnir fjærst Fjarðabyggð í kröggum Það er mjög mismunandi eftir því hvar borið er niður á Aust- fjörðum hvernig atvinnuástand og viðhorf eru í þeim lands- hluta. Vitanlega hafa flestir miklar áhyggjur af þeim nið- urskurði sem viðbúið er að sjávarútvegsráðherra ákveði í þorskveiðiheimildum fyrir næsta fiskveiðiár. Gallharða andstæðinga kvótakerfisins er þar að finna en einnig ein- dregna talsmenn núverandi fiskveiðistjórnunarkerfis. Eskja áformar að selja frá sér bolfiskkvóta sinn og því eru blikur á lofti á Eskifirði. Fjarðaál Viðmælendur eru sammála um að tilkoma Fjarðaáls í Reyðarfirði hafi haft og muni hafa ótrúlega jákvæð áhrif á atvinnulífið og mannlífið í þessum landshluta. Texti og ljósmyndir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ER KVÓTAKERFIÐ Í NÚVERANDI MYND KOMIÐ Í ÞROT?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.