Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 15
SAMRUNI TANGA VIÐ HB GRANDA SKIPTI SKÖPUM V ilhjálmur Vilhjálmsson hjá HB Granda er yfir uppsjávarsviði fyrirtæk- isins. Blaðamaður tók hann tali á Vopnafirði þegar hann var staddur þar. Vilhjálmur var áður fram- kvæmdastjóri Tanga á Vopnafirði, sem sameinaður var HB Granda fyrir rúmum tveimur árum. Á Vopnafirði hefur HB Grandi byggt upp og stóreflt uppsjáv- arveiðar og vinnslu. Afkastagetan í fyrra var aukin úr 170 tonnum á sólarhring í 450 til 500 tonn. „Sá flötur sem menn sáu sem hag beggja, þegar ákveðið var að fara í þennan samruna Tanga og HB Granda, var ekki síst aðgengi fé- lagsins að uppsjávarveiðum og það hversu vel Vopnafjörður liggur við þeim miðum. HB Grandi var með alla slíka aðstöðu á suðvesturhorn- inu, með þrjár verksmiðjur, í Þor- lákshöfn, Reykjavík og á Akranesi. Strax var tekin ákvörðun um að loka og hætta rekstri fiskmjöls- verksmiðjunnar í Þorlákshöfn og fiskmjölsverksmiðja félagsins í Reykjavík hefur ekki verið starf- rækt undanfarin tvö ár,“ segir Vil- hjálmur. Atvinnuástand gott Hann segir að í um níu mánuði á ári sé styttra fyrir skip félagsins að sigla með afla sinn til Vopnafjarðar en til Akraness og það hafi ekki síst verið ástæða þeirrar uppbyggingar sem ráðist var í á Vopnafirði í fyrra. Vilhjálmur segir að kolmunni og loðna séu brædd á Vopnafirði en einnig sé lögð áhersla á að vinna og frysta síld og loðnu til manneldis. „Atvinnuástand hér á Vopnafirði hefur verið og er gott. Hér er bræðsla HB Granda og frystihúsið einn aðalvinnustaður bæjarins. Í landi starfa hjá okkur á milli 50 og 60 manns. Hér starfa engir erlendir verkamenn, sem ég held að sé mjög óvenjulegt hjá fiskvinnslufyrirtæki hér á landi, en heimamenn hafa næga atvinnu. En sem betur fer eru einnig öflug iðnaðarfyrirtæki, Bílar og vélar og Mælifell hér á Vopna- firði, annars vegar járniðnaðar- og skipaverkstæði og hins vegar tré- smíðaverkstæði. Þetta eykur fjöl- breytileika atvinnulífsins á þessum stað, sem er jú bara af hinu góða. Ég tel að það hafi skipt sköpum fyrir þetta bæjarfélag að af sam- runanum við HB Granda varð, ekki síst vegna þess fyrirhugaða nið- urskurðar í þorskveiðiheimildum sem nú virðist blasa við. Eins og við höfum byggt fyrirtækið upp hér á Vopnafirði mun áhrifa af slíkum niðurskurði ekki gæta mikils hér þótt auðvitað muni hann koma hart niður á fyrirtækinu í heild. Tilraun í gangi Ef Tangi væri í þeim sporum sem hann var fyrir samruna þá held ég að það séu engar ýkjur að segja að slíkur niðurskurður á þorskveiði- heimildum, ég tala nú ekki um ef hann verður 30%, hefði jafngilt rot- höggi fyrir fyrirtækið. Bolfiskvinnsla hér á Vopnafirði hefur alltaf verið, á milli þess sem menn hafa verið að vinna úr síld og loðnu. Til nokkuð margra ára var unninn hér Rússafiskur því þetta snýst auðvitað mikið um það að halda hér góðu fólki í starfi. Síðan var unninn hér með hléum þorskur í tvö ár og á síðasta ári vorum við að prófa að vinna ýsu. Núna erum við með ákveðna tilraun í gangi, að vinna afskurð til útflutnings, en það er afurð sem að mestu leyti fellur til á frystitogurunum. Hér er afskurð- urinn snyrtur og saltaður og úr þessu fæst hin fínasta útflutnings- afurð,“ segir Vilhjálmur. Yfir uppsjávarsviði Vilhjálmur Vilhjálmsson hjá HB Granda. »Hér er afskurðurinnsnyrtur og saltaður og úr þessu fæst hin fín- asta útflutningsafurð. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 15 H alldór Njálsson, trillukarl á Bakkafirði, kveðst ekki vera dæmigerður sjómaður því hann sé stuðningsmaður kvótakerfisins. Halldór er kvæntur sóknarprestinum á Bakkafirði, séra Brynhildi Óladóttur. Hann á og gerir út sex tonna trillu, Gullbrand, veiðir og verkar sjálfur. Hann verkar í salt og skreið. Aðspurður um afstöðu til kvótakerfisins segir Halldór: „Ég er nú kannski ekki þessi dæmigerði sjómaður sem er yfirleitt á móti kvótakerfinu. Við eigum sjálf kvóta. Höf- um keypt kvóta árum saman til þess að vega upp á móti samdrætti. Við eigum 73 tonn af þorski og minna í öðrum tegundum.“ Halldór segist leigja frá sér hluta af eigin veiðiheim- ildum en það komi alveg til greina að kaupa stærri bát og fiska allan kvótann sjálfur. Halldór segir að allt umhverfi í sjávarútvegi sé mjög breytt frá því sem áður var: „Nú er miklu meiri krafa um afköst; veiðiheimildir eru miklu minni þannig að það er ekkert nóg fyrir alla og verður ekki um fyrirsjáanlega framtíð. Þær sjávarbyggðir allt í kringum landið sem lif- að hafa af sjávarútvegi koma ekkert til með að vera allar í byggð í framtíðinni. Það er hreinlega útilokað,“ segir Halldór. „Fyrirhugaður niðurskurður í þorskveiðiheimildum þýðir auðvitað tekjusamdrátt fyrir mitt fjölskyldufyr- irtæki rétt eins og aðra,“ segir Halldór, „en við teljum það skárri kost að skera niður veiðiheimildir en að taka áhættu á því að stofninn hrynji. Því þá fara allar sjáv- arbyggðirnar en ekki fáar.“ Halldór kveðst því vera hlynntur því að farið verði eft- ir fiskveiðiráðgjöf Hafró. „Eftir hverju öðru eigum við að fara,“ spyr Halldór, „mér líst ekki á þann kostinn að giska bara á stöðuna og halda áfram að veiða og veiða.“ Halldór á ekki von á því að þurfa að selja frá sér veiði- heimildir þótt kvótakaup hans séu skuldsett að hluta. „Aðalhættan í þessu og það sem hvetur menn til þess að selja frá sér veiðiheimildir er sífelld umræða um að leggja kerfið niður eða það að ríkið taki til sín heimild- irnar. Það eru allir logandi hræddir sem eru með veiði- heimildir um að þetta verði frá þeim tekið og fært rík- inu,“ segir Halldór. SKÁRRI KOSTUR AÐ SKERA NIÐUR VEIÐIHEIMILDIR Trillukarl Halldór Njálsson veiðir og verkar sjálfur. M aría Guðmunds- dóttir, skólastjóri Grunnskólans á Bakkafirði, og Eyrún Júlíusdóttir leiðbein- andi eru að vinna að frágangi og undirbúningi fyrir næsta skólaár í skólanum þegar blaðamaður knýr dyra. María segir að nú séu 14 börn í grunnskólanum og kennt sé upp í 7. bekk. Þau verði líklega 15 eða 16 næsta vetur. Hún segir að ástandið í svietarfélaginu hafi versnað mjög að undanförnu; kvóti í plássinu hafi minnkað; starfsemi radarstöðv- arinnar á Gunnólfsfjalli verið hætt og við það hafi störfum fækkað og íbúar flust á brott. „Þetta er auðvitað blóðtaka fyrir svona lítið byggðarlag. Íbúarnir eru nú innan við eitt hundrað og fjöl- mörg hús standa hér auð. Það er líka sárgrætilegt að við erum að missa unglingana okkar að heiman fyrir fullt og fast, svo allt of snemma. Þetta er enn sorglegra fyrir þær sakir að hér er alveg dásamlegt að búa,“ segir María. Eyrún tekur í sama streng. Hún segist hafa búið í 11 ár á Bakka- firði, verið leiðbeinandi, mjög virk í félagsmálum og m.a. setið sem varaoddviti. „Hérna á Bakkafirði er dásamlegt að ala upp börn,“ seg- ir Eyrún, „en því miður er ég að flytja suður ásamt fjölskyldu minni og mér finnst eins og verið sé að slíta úr mér hjartað. Maðurinn minn vann við ratsjárstöðina á Gunnólfsfjalli, en hann varð að hætta um áramótin og fór þá suður á Miðnesheiði. Ég og börnin erum að fara til hans núna og ég er búin að fá leiðbeinandastarf í Akurskóla í Njarðvík. Þetta er mjög erfitt fyr- ir okkur öll, því okkur þykir orðið svo vænt um þennan stað.“ María segir að það verði mikil eftirsjá að Eyrúnu og hún vilji helst ekkert sætta sig við það að hún er á förum. Það er augljóst að kært er með þeim stöllum. AÐ SLÍTA ÚR MÉR HJARTAÐ Í skólanum María og Eyrún hafa unnið saman undanfarin 11 ár. I ndriði Þóroddsson á Bakka- firði er verkstjóri hjá sveitar- félaginu en var um 30 ára skeið sauðfjárbóndi fyrir austan. Hann var að dytta að Grunnskólanum á Bakkafirði þegar blaðamann bar að garði. „Ástandið hér og framtíðarhorfur í atvinnumálum, þær eru ekki bjart- ar. Mér finnst kvótakerfið hafa farið illa með þessar dreifðu byggðir og við hér á Bakkafirði förum ekki var- hluta af þeirri meðferð. Það virðist innbyggt í kvótakerfið að það veikir enn frekar smástaðina en styrkir þá stærri og öflugri. Við sjáum ekki fram á neitt annað en frekari sam- drátt og því er þungt hljóð í mönn- um, eins og gefur að skilja,“ segir Indriði. Hann segir að yngsta dóttirn sé í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hyggi síðan á háskólanám. Eins og staðan sé í dag og hafi verið und- anfarin ár leiti hún eftir sumarvinnu á Akureyri eins og aðrir framhalds- skólanemar frá Bakkafirði. „Það er enga sumarvinnu að hafa fyrir krakkana okkar lengur hér heima á Bakkafirði. Það er sorglegt en satt að við erum að missa börnin okkar að heiman um leið og þau hefja framhaldsskólanám, og þau eiga ekki afturkvæmt hingað nema sem gestir. Þeim stendur lítið sem ekkert til boða hér eftir að þau hafa lokið námi, og eftir hverju ættu þau þá að vera að slægjast hér?“ Um 12 til 15 bátar gera út frá Bakkafirði, flestir á línuveiðum. Flestir eða allir leigi þeir kvóta í við- bót við þann kvóta sem þeir eiga, en einhverjir geri alfarið út með leigu- kvóta og sú útgerð sé mjög erfið. Indriði segir að handfæraveiðar heyri nánast sögunni til á Bakka- firði. Verkstjóri Indriði Þóroddsson seg- ir börnin fara allt of snemma. KVÓTINN FARIÐ ILLA MEÐ BYGGÐIRNAR Á morgun | Snæfellsnes » Byggðakvóti úrelt ráðstöfun » Kvótalausar útgerðir ein helsta meinsemd kerfisins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.