Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF B armur á nú tvo báta, línu- og handfærabát- inn Sigrúnu ÞH, sem er 8,4 brúttótonn og 5,8 brúttórúmlestir, og Sig- rúnu Hrönn, nýja bátinn sem er 15 brúttótonn og 11,9 brúttórúmlestir. Að sögn Ingólfs H. Árnasonar, eig- anda Barms, er heildarkvóti fyrir- tækisins nú um 130 þorskígildistonn og ný fjárfesting í skipi, kvóta og veiðarfærum um 130 til 140 milljónir króna. Skerðing afdrifarík Hafrannsóknastofnun hefur lagt til um 30% skerðingu á þorskkvóta, að hámarksafli þorsks á næsta fisk- veiðiári verði 130 þúsund tonn, 63 þúsund tonnum minna en á líðandi fiskveiðiári. Ingólfur segir að fari sem horfi sé nánasta framtíð ekki björt. „Miðað við þau aflabrögð sem hafa verið undanfarin ár held ég að menn hafi ekki átt von á svona fréttum,“ segir hann um tillögur Hafró. Ingólfur segir að hann hafi byggt útgerðina að miklu leyti á leigukvóta og hafi veitt um 200 tonn af ýsu og þorski síðan 1. september á sl. ári. „Verði farið í þriðjungs niðurskurð þýðir það ekkert annað en meiri leigukvóta og þá verður að koma í ljós hvort það gangi til lengdar, en vonandi verða einhverjir til að taka við geti ég ekki haldið þessu,“ segir Ingólfur. Hann bætir við að með aukinni skerðingu sé verið að sigla meirihluta flotans endanlega í höfn. Gerist það tapist verkþekking í landi og fólk hverfi til annarra starfa. Fiskvinnslan sé að miklum hluta mönnuð útlendingum og gera megi því skóna að þeir fari verði húsunum lokað. „Menn þurfa að hugsa þetta lengra, því áhrifa skerðingar gætir langt inn í þjóðfé- lagið og það kemur ekki allt til baka með einhverjum styrkjum.“ Ráðleggingar frá sjómönnum Eins og margir eigendur minni út- gerðarfyrirtækja er Ingólfur fæddur og uppalinn við sjósókn. Hann hefur haft lifibrauð af fiskveiðum alla tíð og byrjaði með eigin útgerð 1985. „Ég byrjaði kvótalaus á sínum tíma, svo fékk ég þak á netabát sem ég keypti, síðan kom úthlutun í línu- tvöfölduninni, þegar henni var skipt niður, og þá fékk ég nokkur tonn til viðbótar. Fyrir rúmum áratug keypti ég kvóta fyrir um tvær milljónir króna, sem þótti mikið þá, en hann er horfinn út í loftið í skerðingum. Á þessu ári höfum við keypt kvóta fyrir um 80 milljónir og báturinn losar 50 milljónir með veiðarfærum. Þetta er mikil fjárfesting og ég treysti á guð og lukkuna og að stjórnmálamenn- irnir fái eitthvert vit í kollinn. Það er skrýtin pólitík sem rekin er, þegar ekki er tekið tillit til þeirra rann- sókna sem verið er að stunda.“ Er það ekki einmitt það sem Hafró legg- ur til, að farið sé eftir tillögum stofn- unarinnar? „Er nokkuð tekið tillit til netaralls?“ svarar hann að bragði og gagnrýnir togararallið. „Ef þú sérð rjúpu á ákveðnum steini á ákveðnum stað á ákveðnum tíma, farðu þá ár- lega á sama stað á sama tíma og gáðu hvort rjúpan sé á sama steini í 10 ár. Þannig er togararallið byggt upp. Ég held að taka þurfi miklu meira tillit til þeirra manna sem stunda veið- arnar og að þeir gegni meira hlut- verki þó þeir séu hagsmunaaðilar. Ég treysti þeim ekki síður til þess að vita hvað er í sjónum heldur en hin- um.“ Ingólfur telur að umræða um brottkast sé orðum aukin. „Ég trúi ekki sögum um þetta brottkast. Það hefur kannski einhvern tíma tíðkast, þegar menn fengu kvótakerfið fyrst á sig og voru að keppast við að fá þennan stærsta netafisk í land, en ég trúi því ekki í dag, því þegar þú ert kominn með fiskinn inn í bátinn er miklu dýrara að henda honum en að hirða hann.“ Atvinnuöryggi mikilvægt Þegar Ingólfur ákvað að fá sér nýjan bát var hugmyndin að selja þann eldri, en hann segir að mikill niðurskurður geti sett strik í reikn- inginn. „Hann fer að minnsta kosti ekki fyrr í svona skerðingu eins og væntanleg er.“ Ingólfur segir að ekki sé komin eins árs reynsla á aflaregl- una, sem hafi verið samþykkt í fyrra. Menn hafi sæst á hana og eðlilegt væri að halda henni áfram. „Menn eiga ekkert að vera að hringla með þetta og svona atvinnuvegur á að fá meira en eins árs atvinnuöryggi. Það er fáránleg stefna að ætla að spila með einhverja klausu árlega sem enginn maður botnar í. Þegar ég fór út í nýsmíðina í fyrra var verið að tala um jafnstöðuafla næstu árin en ekki hrun og í raun hefur ekkert breyst síðan í fyrra. Sveiflur í veiðum fram og til baka hafa verið alla tíð og menn þurfa ekki að fara á líming- unum þó komi tímabil þar sem aflinn er eitthvað minni. Stærsti hluti breytinga í hafinu er náttúrulegur. Ég veit ekki til þess að það sé verið að drepa mikið af mófuglum en við sem göngum um landið sjáum líka sveiflur hjá þeim. Ég trúi ekki öðru en að náttúran spili langstærsta hlutverkið. Það eru ekki mörg ár síð- an almennt var talað um að búið væri að ofveiða grásleppuna en að vísu hélt Hafró því fram að svo væri ekki. Hún virðist svo hafa komið upp, þó heildarveiðin hafi ekki aukist svo mikið, en það er vegna þess að svo fáir hafa stundað veiðarnar. Það er kannski ekki nægur fiskur í sjónum en það er ekki sú hætta sem verið er að bera á borð fyrir okkur. Það er langt síðan ég byrjaði til sjós og sú var tíð að við rerum mánuð eftir mánuð með 120 net á 130 til 140 tonna báti og menn fengu ekki í soð- ið. Þannig er það ekki lengur og svartnættið er ekki eins og verið er að blása út.“ Svartnættið ekki eins og sagt er Alltaf sveiflur í veiðum og óþarfi að fara á límingunum þó minni afli sé á ákveðnum tímabilum Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Í brúnni Ingólfur H. Árnason, framkvæmdastjóri Barms ehf. á Húsavík, í skipstjórastólnum í nýja bátnum. Útgerðarfélagið Barm- ur ehf. á Húsavík fékk afhentan nýjan bát í lið- inni viku og hefur keypt um 45 þorskígild- istonn á árinu, en verði tillögur Hafrannsókna- stofnunar um niður- skurð að veruleika, er líklegt að fjárfestingin skili ekki miklu. Stein- þór Guðbjartsson kynnti sér málið. steinthor@mbl.is ÚR VERINU Eftir Grétar Júníus Guðmundsson gretar@mbl.is AÐ UNDANFÖRNU hafa birst fréttir af því að í bygg- ingu séu umtalsvert dýrari íbúðir hér á landi en áður hafi sést á fasteignamarkaðinum. Er nú svo komið að í boði er þakíbúð í Skuggahverfinu í Reykjavík þar sem fer- metraverðið er yfir 700 þúsund krónur. Dýrar íbúðir er víðar í boði en hér á landi. Þannig hef- ur íbúðaverð í „fínni“ hverfum Lundúnaborgar rokið upp að undanförnu. Í frétt í breska viðskiptablaðinu Fin- ancial Times segir að það sé ásókn erlendra auðmanna í íbúðir í þessum hverfum sem hafi ýtt verðinu upp. Segir í fréttinni að mest muni um íbúðakaup auðkýf- inga frá Miðausturlöndum, Rússlandi, Indlandi og Kína á fasteignamarkaðinum í Lundúnum. Nokkuð sé þó um ríkt fólk frá öðrum Evrópulöndum. Um 85% yfir ásettu verði Íbúð með tveimur svefnherbergjum í Mayfair-hverfinu í Lundúnum var sett á markað fyrr á þessu ári og var ásett verð 1,5 milljónir pund, eða um 190 milljónir ís- lenskra króna. Fjórtán vel stæðir einstaklingar buðu í íbúðina. Sá sem hæst bauð var tilbúinn að borga 2,77 milljónir punda, eða um 350 milljónir íslenskra króna fyrir íbúðina. Þessi kaupandi fór því 85% yfir ásett verð. Segir í FT að margar svipaðar sögur sé hægt að segja af fasteignamarkaðinum í Lundúnum um þessar mundir. Þetta eigi helst við um íbúðir nálægt miðborginni, í lítilli fjarlægð frá fjármálahverfinu. Þá segir FT að fast- eignasalar telji fasteignaverð við þær um það bil 50 göt- ur í miðborginni sem þyki hvað eftirsóknarverðast að búa við, hafi hækkað að jafnaði um þriðjung á einu ári, töluvert umfram meðalhækkun á markaðinum. Í febrúar síðastliðnum voru 271 íbúð í Lundúnum seld fyrir hærra verð en eina milljón punda, þ.e. yfir 125 milljónir íslenskra króna. Í sama mánuði í fyrra fóru 183 íbúðir á verði yfir einni milljón punda. Erlendir auðmenn hækka íbúðaverð í Lundúnum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Dýrari íbúðir Þeim fjölgar stöðugt, erlendu auðmönn- unum sem kaupa íbúðir fyrir sig og sína í Lundúnum og fyrir vikið hækkar verðið á dýru íbúðunum. VÖRUSKIPTIN við útlönd voru óhagstæð um 10,7 milljarða í maí- mánuði. Í sama mánuði í fyrra voru þau óhagstæð um 12,6 milljarða á sama gengi. þetta kemur fram í til- kynningu frá Hagstofu Íslands. Fyrstu fimm mánuði þessa árs voru vöruskiptin óhagstæð um 30,6 milljarða samanborið við 59,3 millj- arða í fyrra á sama gengi. Í maí- mánuði í ár voru fluttar út vörur fyr- ir 20,5 milljarða króna og inn fyrir 31,2 milljarða. Á fyrstu fimm mán- uðum 2007 voru fluttar út vörur fyrir 119,9 milljarða króna en inn fyrir 150,5 milljarða. Verðmæti vöruút- flutnings var 21,1 milljarður eða 21% meira á föstu gengi á fyrstu fimm mánuðum þessa árs en á sama tíma- bili árið áður. Sjávarafurðir voru 47% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 4% meira en á sama tíma árið áður. Útfluttar iðnaðarvörur voru 40% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 34% meira en árið áður. Segir Hagstofan að aukningu útflutnings megi einna helst rekja til aukins álútflutnings og sölu flugvéla til út- landa. Fyrstu fimm mánuði ársins 2007 var verðmæti vöruinnflutnings 7,6 milljörðum eða 5% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestur varð samdráttur í innflutn- ingi á flugvélum og fólksbílum en á móti kom aukning í innflutningi á eldsneyti og smurolíum og neyslu- vöru annarri en mat- og drykkjar- vöru, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Hagstofunni. Hagstæðari vöruskipti við útlönd í maímánuði ÖSSUR hf. hefur nýlega fengið tvær alþjóðlegar viðurkenningar. Fyrirtækið hlaut gullverðlaun Medical Design Excellence Award sem veitt voru við athöfn í New York hinn 14. júní. Verðlaunin hlaut Össur fyrir þróun og fram- leiðslu Proprio Foot, sem samnýtir tækniþekkingu á sviði hreyfigrein- ingar og gervigreindar. Þá hefur alþjóðlega viðskiptatímaritið Bus- inessWeek nefnt Hilmar Janusson, yfirhönnuð Proprio Foot, einn framsæknasta hönnuð heims í um- fjöllun sinni um tækninýjungar og framþróun þar sem ólíkum vís- indagreinum er teflt saman. Þykir Proprio Foot gott dæmi um tækni- þróun af þessu tagi, þar sem gervi- greind og hreyfigreining renna saman, samkvæmt fréttatilkynn- ingu frá Össuri. Össur fær viðurkenningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.