Morgunblaðið - 02.07.2007, Side 18

Morgunblaðið - 02.07.2007, Side 18
18 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Í MIÐRI Prag er eyja sem kallast Kampa og þar hefst í dag þriggja daga leik- húshátíð, Teat- rotoè-hátíðin. Alls verður 61 sýning á þess- um stutta tíma, meðal annars brúðuleikhús, trúðar og fjöllistamenn ýmsir. Listamenn- irnir koma víða að, frá Tékklandi, Slóvakíu, Króatíu, Finnlandi, Dan- mörku, Belgíu, Þýskalandi og Ísrael. Þá mun gestum verða boðið að reyna sig í leikbrúðugerð og loks verður litrík skrúðganga yfir Karlsbrúna. Á hátíðinni má sjá mann reyna að hjóla á heimsins minnsta hjóli, finnska útgáfu af Mjallhvíti og dvergunum sjö auk ýmissa klass- ískra sirkusatriða. Þá verður nokkuð um að leikbrúður leiki við leikara af holdi og blóði. Teatrotoè-hátíðin er nú haldin í sjötta sinn en hún spratt upp af óánægju með hversu lítið var um götulistamenn í Prag miðað við hvað menningarlífið var þó líflegt að öðru leyti. Ástæðan er helst sú að mjög flókið getur verið að fá leyfi fyrir slíku enda skriffinnskan tékk- neska ennþá með timburmenn eftir kommúnismann auk þess að halda í kafkaískar hefðir. Leikbrúðuhefðin í Tékklandi er sterk og ófáir túristar í Prag hafa endað á að sjá margauglýsta brúðu- sýningu Svartljósaleikhópsins eftir óperu Mozarts, Don Giovanni, sem hann sagðist hafa samið fyrir íbúa borgarinnar. En fyrir þá sem eiga leið um borgina næstu daga gefst hér hins vegar frábært tækifæri til þess að sjá hvað er að gerast í gras- rót þessarar fornu listgreinar hvers gamla Mið-Evrópa er helsta vígi. Götuleik- hús í Prag Leikbrúður og trúðar á eyju Tékkabrúða Í TILEFNI þess að reykingabann á enskum skemmtistöðum tók gildi í gær velta bókmenntaskríbentar Guardian fyrir sér hverjir séu eft- irminnilegustu reykingamenn bók- menntasögunnar. Ýmsir eru nefndir til sögunnar; úr Moby Dick kemur Ahab skip- stjóri með pípuna sína, Alan Sillitoe skrifaði að reykingar væru helsta lausn daglaunamanna í verk- smiðjum og Leopold Bloom í Ulys- ses er einnig nefndur. Frumlegustu reykingarnar stundar líklega Joe í The Borstal Boy eftir Brendan Beh- an, en hann notaði Biblíuna til að vefja sér rettur, alls ómeðvitaður um fullyrðingar Míkhaíls Búlga- kovs um að bækur brynnu ekki. Þá eru ótaldir ótal einkaspæjarar úr sögum Raymonds Chandlers og Dashiells Hammetts sem sjálfsagt yrði erfitt að fá til þess að hlíta reykingabanni án þess að kæmi til stympinga. Ljóst er þó að bannið undirstrikar enn stereótýpu reyk- ingamannsins í bókmenntum sem hinn eilífi utangarðsmaður og vandræðaseggur. Svo er bara að sjá hvort einhver skáldsagan sé ekki að fæðast á nýja skemmtistaðnum á milli Ölstofunnar og Vegamóta … Reykbók- menntir Afskipt Reykt úti í London. Skálholtskvartettinn heldur tónleika í Hóladómkirkju þriðjudaginn 3. júlí kl. 20. Kvartettinn mun leika strengjakvartetta eftir Haydn og Schubert. Kvartettinn skipa Jaap Schröder og Rut Ingólfsdóttir á fiðlu, Svava Bernharðsdóttir á víólu og Sigurður Hall- dórsson sem spilar á selló. Kvartettinn er nýkominn úr tónleikaferð um Ítalíu. Tónleikarnir eru hluti af sumartónleikaröð á Hólum í Hjaltadal sem stend- ur út ágúst og telur alls ellefu tónleika. Dagskrána má finna á holar.is undir liðnum ferðaþjónusta. Tónlist Skálholtskvartett- inn á Hólum Dómkirkjan á Hólum í Hjaltadal. ÉG stytti mér leið framhjá dauðanum, ljóðabók Einars Más Guðmundssonar, kom út í Danmörku í júní í þýðingu Er- iks Skyum-Nielsens sem þýðir titilinn svo: Jeg skyder genvej forbi døden. Bókin hefur fengið glimr- andi dóma í Danaveldi í dag- blöðum á borð við Politiken, Weekendavisen og Inform- ation. Einar Már var einmitt staddur í Danmörku þar sem hann var gestur ljóðahátíðar á Norðurbrú í Kaupmannahöfn auk þess að koma fram ásamt Jóhannesi Møllehave á vegum norrænu ráðherranefndarinnar. Bókmenntir Danir hrifnir af ljóðum Einars Más Einar Már Guðmundsson MIÐBÆRINN brennur er sýning um helstu bruna í miðbæ Reykjavíkur og er í Ár- bæjarsafni. Eldsvoðar hafa sett mark sitt á miðbæinn allt frá því þéttbýli fór að myndast í Kvosinni. Mörg merkileg og sögufræg hús hafa orðið eldi að bráð, nú síðast húsin á horni Lækjargötu og Aðalstrætis. Á sýningunni er stiklað á stóru í sögu eldsvoða og brunavarna í miðbæ Reykjavíkur allt frá 18. öld. Á sýningunni má meðal annars sjá líkan af miðbæjarbrunanum árið 1915 og slökkvibíl og brunadælur frá sama tíma auk fjölda ljósmynda frá ýmsum brunum. Sagnfræði Miðbærinn brennur í Árbænum Miðbæjarbruninn 18. apríl í ár. Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „VIÐ spiluðum í sjö ár saman sem dúó og ferðuðumst mikið erlendis sem innanlands. Það var síðan árið 1981 sem við ákváðum að fara sitt hvora leið því ég vildi endilega fara að spila með barokkhljóðfærum,“ segir Helga Ingólfsdóttir sembal- leikari um samstarf hennar og Manuelu Wiesler flautuleikara sem lést í lok seinasta árs. Helga hélt erindi um Manuelu á laugardaginn í Skálholti og opnaði með því hina árlegu Sumartónleika á staðnum. Það var Helga sem stofnaði Sumartónleikanna árið 1975 og var listrænn stjórnandi þeirra fyrstu þrjátíu sumrin ásamt því að spila. Fyrsta sumarið voru flytjendur, auk Helgu, Elín Guðmundsdóttir semballeikari og Manuela sem kom inn í samstarfið þegar aðeins var lið- ið á sumar. Lærdómsrík ár „Ég heyrði fyrst af Manuelu þeg- ar menn voru að dásama flautuleik hennar, fólk hafði ekki heyrt annan eins leik. Við fórum að bjóða hvor annarri að spila með hinni og vorum aðallega í Bach í byrjun en samstarf okkar tók á sig aðra mynd í Skál- holti og hélst í öll þessi sjö ár,“ segir Helga en Manuela átti gríðarstóran þátt í mótun Sumartónleika í Skál- holtskirkju fyrstu árin en á þeim hélt hún iðulega eina einleiks- tónleika og aðra dúótónleika með Helgu. „Manuela gerði mikið fyrir mig sem tónlistarmann, þessi ár voru mikill lærdómur. Henni tókst að laða fram í mér dulda hæfileika. Þetta var stórkostlegt samstarf, við vorum ofnar saman í tónlistinni.“ Jákvæður snillingur Helga á greinilega margar góðar minningar um Manuelu og hæfileika hennar. „Ég á Manuelu ýmislegt að þakka. Ég man sérstaklega eftir einu atviki þegar staðartónskáldin fóru að semja fyrir Sumartónleikana. Einu sinni var Leifur Þórarinsson að semja fyrir okkur og við vorum bún- ar að æfa og æfa en svo í hádegismat á föstudeginum, fyrir tónleikana sem voru á laugardeginum, kemur Leifur með viðbótarkafla við verkið. Ég hélt að það ætlaði að líða yfir mig því fyr- irvarinn var svo skammur en Manu- ela sagði að þetta væri ekkert mál, við gætum þetta alveg. Hún var snill- ingur, mjög jákvæð og lét ekkert stoppa sig.“ Leið vel á Íslandi Helga talaði aðallega um hin fyrstu sjö samstarfsár hennar og Manuelu í erindinu á laugardaginn enda segir hún þau hafa verið ein- staklega viðburðarík. „Mér þykir vænt um að hafa getað kvatt Manuelu á þennan hátt í Skál- holti. Enda fannst henni alltaf þegar hún kom í Skálholt að hún væri kom- in heim, hún dáðist svo að náttúrunni og leið svo vel á Íslandi,“ segir Helga sem hefur komið að Sumartónleikum í Skálholti í öll þau 33 ár sem þeir hafa verið haldnir en í mismunandi hlutverkum eins og hún vill orða það. Ofnar saman í tónlistinni  Helga Ingólfsdóttir minntist Manuelu Wiesler á Sumartónleikum í Skálholti  „Hún var snillingur, mjög jákvæð og lét ekkert stoppa sig“ www.sumartonleikar.is Flautuleikari Manuela Wiesler fæddist í Brasilíu árið 1955 en fluttist til Ís- lands árið 1973 og bjó hér í um áratug. Morgunblaðið/Árni Sæberg Blómleg Helga Ingólfsdóttir starf- aði lengi með Manuelu Wiesler. FINANCIAL Times birti nýverið grein um Þjóðleikhús Íslendinga. Blaðakonan Clare Shine hitti Tinnu Gunnlaugsdóttur, þjóðleik- hússtjóra, og Stefán Jónsson, leik- stjóra, og spjallaði við þau um ís- lenska leiklist. Það kom Shine á óvart hversu seint leikhúsið náði fótfestu á Íslandi en um leið kemur henni jafnmikið á óvart hversu ört það hefur vaxið síðan það komst á legg. Þegar hún spyr hvort al- þjóðavæðingin þýði að íslenskt leik- hús skeri sig minna úr en áður þá játar Tinna því en Stefáni er tíðræð- ara um einangrunina sem Íslend- ingar þó búa við, kosti hennar og galla. Shine fjallar þónokkuð um Leg, leikverk Hugleiks Dagssonar sem ber nafnið Uterus: A Science Fict- ion Musical á ensku. Hún segir ís- lenskt leikhús eiga ríka hefð í satíru og ögrandi leikritun þrátt fyrir hversu stór hluti ríkisins sé í rekstri leikhúsanna. Loks heimsækir hún æfingar á Partílandi Jóns Atla Jónassonar og þykir mikið til koma að sjá Jón Pál Eyjólfsson undirbúa sig fyrir pönnukökubakstur á meðan leik- skáldið límdi útlínur Íslands á gólfið með límrúllu. Hún komst svo ekki á frumsýninguna en þykir mikið til koma að forsetinn hafi mætt. Grein- ina alla má lesa á heimasíðu Fin- ancial Times. Financial Times heimsækir Þjóðleikhúsið Morgunblaðið/Golli Þjóðleikhúsið Það kom á óvart hve seint leikhúsið náði fótfestu á Íslandi. www.ft.com.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.