Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 24
gæludýr 24 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ljósmyndasamkeppni Á ferdalag.is finnurðu ýmiss konar upplýsingar sem tengjast ferðalögum um Ísland. Kynntu þér fáséðar perlur utan alfaraleiðar og sjáðu með eigin augum. Safnaðu ljósmyndum og sendu inn í ljósmyndasamkeppnina okkar. Sú stendur í allt sumar og vegleg verðlaun eru í boði. www.ferdalag.is Förum varlega í akstri um Ísland og höfum hugfast að ferðalagið er jafnmikil upplifun og áfangastaðurinn. Landið hefur upp á ótalmargt að bjóða og aldrei að vita hverju þú missir af þegar farið er um í óðagoti. Stillum hraðanum í hóf, göngum vel um landið okkar og komum heil heim.     H im in n o g h a f / S ÍA á það ráð að leita skjóls í strjálbyggðum lands- ins. Víkverja sóttist ferð- in nokkuð greiðlega út úr bænum, en þegar hann hafði skriðið upp Ártúnsbrekkuna tók heldur að syrta í álinn. Allt að þriðji hver bíll sem var Víkverja sam- ferða í sveitasæluna var með mikið ferlíki í afturdragi. Hestakerr- ur sem virtust geta hýst heilu sauðfjárbúin, kerrur sem minntu Víkverja óhjákvæmi- lega á fréttir síðustu viku af glerfarminum sem steyptist af einmitt slíkri kerru á Suðurlands- veginum – og svo auðvitað bévuð hjólhýsin. Hjólhýsi er auðvitað löngu orðið rangnefni. „Hýsi“ gefur til kynna smækkun – eitthvað sem er of smátt til að kallast hús. Hjólhallir væri nær lagi. Víkverji starði stóreygur út um rúðuna þegar tryllitækin tóku fram úr honum og fram hjá bíl Vík- verja runnu einn, tveir, þrír gluggar á hlið hjólaskrímslisins sem dinglaði iðulega aftan í eiturspúandi jeppa. Ævi Víkverja rann honum fyrir hug- skotssjónum, þegar hann íhugaði möguleikann á því að eitthvað færi úrskeiðis og einhver þessara blúss- andi lúxusíbúða myndi lenda framan á smábíl Víkverja. Þá þyrfti ekki að spyrja að leikslokum. Það getur vel verið göfugt að búa í tunnu eins og Díógenes forðum. Að vera frjáls sem fuglinn og geta flutt heimili sitt með sér hvert sem er án fyrirhafnar. En Víkverja grunar að í þeirri hugsjón felist eitthvað annað en að drösla þriggja herbergja íbúð- um eftir þjóðvegum landsins. Víkverji brá undirsig betri fætinum um helgina og hélt út fyrir borgarmörkin. Var hann þess fullviss að í blíðunni yrði Reykjavík yfirfull af gargandi smáfólki og fyrirferðarmiklum for- ráðamönnum þess og taldi vissara að forða sér. Nú má enginn mis- skilja Víkverja – hann gerir sér fulla grein fyrir því að það er hluti af þroskaferli ungviðis- ins að láta reyna bæði raddbönd sín og úthald en Víkverji kýs engu að síður að það þroskaferli eigi sér stað að honum fjarstöddum. Þar sem hann eygði enga von um að geta stundað innri íhugun ótrufl- aður í Laugardalslauginni brá hann    víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Eftir Fríðu Björnsdóttur Eins og flestir hundeig-endur vita er nokkuðkostnaðarsamt að haldahund. Stofnkostnaðurinn getur skipt hundruðum þúsunda og „rekstrarkostnaðurinn“ er líka þó- nokkur, og því meiri sem dýrið er stærra. Hins vegar hugsa færri út í að hundurinn leggur ögn með sér til heimilisins í formi upphitunar! Nú haldið þið áreiðanlega, les- endur góðir, að slegið hafi út í fyrir blaðamanni, þegar hann lætur að því liggja að hundurinn hiti upp heimilið. En skoðum málið nánar og þá fyrst með því að leita fanga á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur þar sem lesa má um hitamenningu og hollráð til sparnaðar. Þessar upplýsingar styðja fullyrðinguna um hundinn og upphitunina þótt gleymst hafi að nefna hann á þess- ari góðu hollráðasíðu. Varmi frá fólki Á síðunni segir að maðurinn gefi frá sér verulegan varma og varma- framleiðslan sé háð líkamsstarfsemi og stærð. Varmaframleiðsla með- almanns í hvíld er 100 w, í kyrrsetu er hún 125-160 w, við létta vinnu, t.d. matreiðslu, fer hún upp í 160- 250 w. Maður sem vinnur iðnaðar- eða verkamannavinnu gefur frá sér 250-350 w og 350 kw stundi hann erfiðisvinnu. Í hvíld nemur því varmaframleiðslan 2,4 kw á sólar- hring og 3,5 sinnum meira ef unnin er erfiðisvinna. – Hvar kemur hundurinn inn í þennan útreikning? Fyrst bera að nefna að líkams- hiti okkar mannanna er, eins og allir vita, 37 gráður, en líkamshiti hundsins hins vegar 38,5 til 39 gráður. Hitinn sem frá hundinum streymir er því töluvert meiri en hitinn sem maðurinn gefur frá sér. Þetta vita allir sem eiga hunda sem fá stundum að skríða undir sæng- ina hjá þeim á nóttunni. Það er eins og að sofa með hitapoka sér við hlið! Hundar eru misstórir og ein- ungis þeir allra stærstu ná því að vera jafnþungir og meðalmaður. Ís- lenski fjárhundurinn, í hæfilegum holdum, er eitthvað innan við 20 kg á þyngd. Labrador-hundur er um 35 kg og stærstu hundar geta verið heil 80 kg. Sem sagt jafnþungir og meðalmaður. Það er því augljóst að frá slíkum risahundi, sem liggur sofandi á stofugólfinu eða í sóf- anum, streymir allnokkru meiri hiti en frá manninum, eða sem svarar mismuninum á eðlilegum líkams- hita manns og hunds í gráðum tal- ið. – Hvað skyldi risahundurinn þá leggja með sér til heimilisins í formi upphitunar að því gefnu að hann liggi ævinlega kyrr? Kílóvattstund af rafmagni kostar milli 8 og 9 krónur, svo ekki er þetta há upphæð á sólarhring, kannski á milli 20 og 30 krónur eða um 900 kr. á mánuði. Hins vegar hreyfa margir hundar sig töluvert, meira að segja einum of mikið, finnst mörgum. Kannski mætti því setja þá í flokk þeirra sem vinna létt heimilisstörf og þá hækkar varmagjöfin upp í 160-250 w. Þar með er óhætta að tvöfalda ef ekki þrefalda varmagjöfina vegna þess hve líkamshiti hundsins er miklu hærri en okkar mannanna. Um leið hækkar að sjálfsögðu framlag hundsins til heimilisins! Litlu hundarnir okkar sem vega ekki nema nokkur kíló eru ekki eins góðir varmagjafar en á móti kemur að gleðin sem fylgir því að eiga þá er að minnsta kosti ekki minni en gleðin yfir að eiga stóran hund. Hitað upp með hundum Morgunblaðið/G.Rúnar Hitagjafinn Skjamba er íslenskur fjárhundur um 16 kg að þyngd. Þónokkur hiti streymir frá henni þótt hún liggi útaf. ÁSÓKN í sætuefni í stað sykurs fer sífellt vaxandi í heiminum. Eitt al- gengasta sætuefnið, xylitol, getur þó verið skaðlegt gæludýrum og hafa nokkrir tyggjóframleiðendur, meðal annarra Wrigley’s, mælt með því á heimasíðum sínum að fólk haldi sykurlausa tyggjóinu sem lengst frá vinum sínum dýrunum. Tölur sýna að xylitol er helsti or- sakavaldurinn þegar dauðsföll hunda af völdum eitrana í Banda- ríkjunum eru skoðuð. Sætuefnið hefur aðeins þriðjung þeirra ka- loría sem sykur hefur auk þess sem það fer betur með tennurnar en hreinn sykur. Sætuefnið er þó ekki aðeins að finna í tyggjói heldur líka í kon- fekti, lyfjum, tannkremi, bök- unarvörum og fleiru. Xylitol getur m.a. haft í för með sér lágan blóð- sykur, lifraskemmdir, blóðleysi, gulu og niðurbrot á rauðum blóð- kornum hjá gæludýrum, segir m.a. á heimasíðu Confectionery. Sykurlaust tyggjó eitur í beinum gæludýra Morgunblaðið/Sverrir Skaðlegt Efnið getur skemmt lifur og t.d. valdið blóðleysi hjá dýrum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.