Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 25
fjármál heimilanna MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 25 Landið er fallegra á löglegum hraða     Ég þekki fólk sem kaupirsér oftar ís á Íslandi ásumrin en veturna.Barnaís, sem er alveg nógu stór fyrir nútímafólk sem þarf að huga að línunum allan ársins hring, kostar um 100 kr. Fyrir þenn- an dagamun greiðir fjögurra manna fjölskylda, sem vitaskuld hjólar sam- an í ísbúðina á fallegum sumardegi, 400 kr. en nýtur þess eins og kon- ungsfjölskylda. Ég þekki líka fólk sem, þegar vel viðrar á landinu, ekur á kaffihús með alla fjölskylduna og situr þar ágæt- lega klætt (fyrir rokinu) úti undir sólhlíf. Foreldrarnir fá sér ekkert venjulegt kaffi heldur móðins eins og cappuccino eða cafe au lait. Hefð- bundið meðlæti eins og kleina og snúður er ekki lengur efst á vin- sældalistanum heldur allt sem er líf- rænt ræktað. Það er víst svo hollt, jafnvel þótt það sé súkkulaðikaka. Krakkarnir fá ávaxtasafa úr lífrænt ræktuðum ávöxtum. Því finnst eins og krakkarnir séu ekki eins æstir af þessu lífræna og kóki og prins. Fyrir þessa kaffihúsastund finnst fólkinu ekki mikið að greiða eins og 4.000 kr. Það er jú í sumarfríi og verður nú að leyfa sér eitthvað. Ég þekki svo marga sem verða ómögulegir ef spáð er þremur sól- arlausum dögum í röð og jafnvel rigningu. Þá er víst alveg verið að eyðileggja munaðinn sem þeir höfðu ætlað sér í sumarfríinu sínu. Margir bregða þá á það ráð að fara í sólar- landaferð til þess að njóta, að því er þeim finnst, þeirra lágmarksmann- réttinda að láta sólina skína á sig í lágmark 7-14 daga. Ég er samt ekki viss um heimilisbókhaldið þoli í öll- um tilfellum þau útgjöld sem ráða- hagnum fylgja. Þessi sólarmannrétt- indi kosta fjögurra manna fjölskyldu sennilega á milli 400.000-500.000 þúsund með gjaldeyri og öllu. Af þeim sem ég þekki á ég enn eft- ir að nefna þá sem hafa hörkuna og seigluna til þess að ferðast um Ís- land – á jeppunum sínum, í tjald- vagni eða í fellihýsi. Fyrr í sumar heimsótti ég tjaldvagna- og felli- hýsabúðir á tjaldstæði ekki langt frá höfuðborginni og gerði það að leik að telja saman milljónirnar sem hver fjölskylda hafði dregið með sér í ferðalagið og þær voru nú ekki fáar. Jeppi kostar vitaskuld oft 2-8 millj- ónir, tjaldvagnar 5-700.000 þúsund og fellihýsi á milli eina og tvær millj- ónir. Ætli sígaunar ferðist með svona mikil verðmæti eða ætli Ís- lendingar ferðist með skuldirnar? Notaðu hugmyndaflugið og vertu öðruvísi Nú er þetta allt gott og gilt í sjálfu sér, eigi fólk fé fyrir þeim munaði sem mörgum finnst bara vera sjálf- sögð mannréttindi samkvæmt ein- hverjum stöðlum í samfélaginu. En þegar peningar eru annars vegar þýðir lítið að ætla að lifa eftir stöðl- um annarra. Þar verður hver að sníða sér stakk eftir vexti. Heimspekingurinn Seneca orðaði það einhvern veginn þannig að sá væri ekki snauður sem lítið ætti, heldur hinn sem sífellt vildi fá meira. Kollegi hans, Epíkúros, sagði einnig réttilega að ekkert nægði þeim manni, sem fyndist ekki nóg að hafa nóg. Heraklítos átti samt gull- kornið eða ættum við að segja gra- skornið: „Auk heldur asnar vita, að gras er betra en gull.“ Þessi fornu sannindi hafa öll staðist tímans tönn. Það er nú svo oft bara þannig að stundum kostar munaðurinn sama sem ekki neitt. Sá er oft ríkastur sem skemmtir sér við minnstan kostnað. Góður félagsskapur og samvera þarfnast sjaldnast mikilla umbúða. Að skapa, búa til og upplifa góðar stundir með fjölskyldu og vin- um er ómetanlegt og verður ekki metið til fjár. Það þarf ekki alltaf að ferðast á fjarlægar eða sólríkar slóð- ir til þess, drekka móðins kaffi eða borða exótískan mat á dýrum veit- ingahúsum eða vera eins og íslensk- ur sígauni. Það má finna aðrar leiðir. Notaðu hugmyndaflugið, finndu þær leiðir sem henta þér og þinni pyngju og leyfðu þér í leiðinni að vera bara svolítið öðruvísi en hinir stöðluðu. Þolir þín pyngja munaðinn í sumarfríinu? Morgunblaðið/RAX Hagsýn Sumar fjölskyldur njóta þess að fara í tjaldútilegu og halda sig innan þess fjárhagsramma sem þau hafa. Morgunblaðið/Ómar Sólarströnd Forsjálir hafa ef til vill sparað fyrir sólarlandaferðinni allt ár- ið en aðrir slá einfaldlega lán og fara kannski án þess að hafa ráð á því. Sumarið er sæla í huga flestra, langþráð sum- arfríið munaður sem lengi hefur verið beðið eftir. Unnur H. Jóhanns- dóttir velti fyrir sér hvort fólk þyrfti ekki að sýna aðhald í fjármálunum í sumarfríinu. HÉR ERU nokkrar spurningar sem þú ættir að spyrja sjálfan þig áður en þú byrjar að eyða í sumarfríinu þínu. Hvað áttu mikinn pening til þess að eyða í sumarfríinu? Skoðaðu heimilisbókhaldið eða lausafjárstöðuna og gerðu áætlun um hversu mikið þú getur eytt í sumarfríinu. Gerðu ekki ráð fyrir lántökum. Hvað geturðu gert fyrir þennan pening? Settu allar hugmyndir niður á blað þar til þú ert kominn með a.m.k. 10 hugmyndir og settu verð- miða á hverja og eina. Gerðu líka áætlun um hvað litlu hlutirnir kosta eins og ís, sundferðir, kaffihús, matarboð og fleira. Hvað langar þig helst að gera? Skipleggðu sumarfríið. Raðaðu hugmyndunum niður eftir því í hvaða röð þú vilt hrinda þeim í framkvæmd. Útfærðu hverja og eina nánar. Hvað svo? Njóttu sumarfrísins, skuldlaus og áhyggjulaus! Fjárhags- áætlun í sumarfríinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.