Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í GREINUM sem Ragnar H. Hall lögmaður ritaði í Morgunblaðið 28. og 29. júní sl. ræðst hann á undirrit- aðan vegna umfjöllunar sem hann hefur haft uppi um fyrirkomulag og framkvæmd rann- sókna- og saksóknar efnahagbrota. Í grein- um sínum notar hann innihaldslaus stóryrði og rangfærslur. Til dæmis hef ég aldrei sagt að embætti Rík- islögreglustjórans sé í fjársvelti eins og hann fullyrðir. Öll mín um- fjöllun hefur verið um saksóknara efnahags- brota innan embættis Ríkislögreglustjórans. Það er spurn- ing hvort ástæða sé til að svara skrifum sem þessum þar sem helsti tilgangur Ragnars H. virðist vera að afvegaleiða umræðu um starfsemi Ríkislögreglustjórans og umræðu um baráttu gegn efnahagsbrotum. Vinnur Ríkislögreglustjórinn bara að efnahagsbrotum? Lögmaðurinn kýs að líta svo á að saksóknari efnahagbrota sé notandi alls þess fjár sem embætti Ríkislög- reglustjórans fær til starfseminnar og kýs að líta framhjá öðrum verk- efnum þess embættis og flutningi verkefna til þess á liðnum árum. Staðreyndin er sú að Ríkislög- reglustjórinn hefur tekið yfir fjölda verkefna á þeim árum sem Ragnar H. tiltekur í greininni.  Þar ber hæst að sérsveit lögregl- unnar var á þessum tíma flutt frá lögreglunni í Reykjavík til Rík- islögreglustjórans og efld. Þessi aukning nemur 38 starfsmönnum á árunum 2000–2006.  Frá árinu 2000 hefur starfsemi fjarskiptamið- stöðvar lögreglu verið flutt frá öðr- um lögreglu- umdæmum en þar eru nú 19 starfs- menn.  Þá var á árinu 2000 settur upp s.k. bíla- banki lögreglu þar sem starfa 4 starfs- menn.  Árið 2001 hóf Ísland þátttöku í s.k. Schengen-samstarfi sem kallaði á eftirlit okkar með ytri landamærum svæðisins og að hjá lögreglu yrði s.k. Sirene- skrifstofa sem er bundin ströng- um skilyrðum Evrópusambands- ins um vöktun og þjónustu. Við þetta þurfti að fjölga starfs- mönnum alþjóðadeildar um 10.  Á árinu 2003 voru Almannavarnir fluttar til embættisins ásamt 5 starfsmönnum. Ragnar H. minnist ekki einu orði á þetta. Er honum ekki kunnugt að þessi verkefni voru flutt til Ríkislög- reglustjórans? Þessi verkefni þarf að vinna og þau kosta peninga hvar sem þau eru unnin. Fjölgun starfs- manna vegna framangreindra verk- efna nemur 76 af heildarfjölda starfsmanna sem var 120 í árslok 2006. Starfsmenn saksóknara efna- hagsbrota fylla nú 16,5 stöðugildi eða 14% heildar starfsmannafjölda embættisins. Ég veit ekki hvaða skoðun Ragnar H. hefur á þessum tilflutningi verkefna, né skoðun hans á því hvort ríkisvaldið á að halda uppi þessari þjónustu. Það skiptir engu máli enda leggur hann ekki á sig að setja sig inn í málið heldur lætur líta svo út að öll þessi aukning fjárveitinga hafi runnið til máls- meðferðar efnahagsbrota og þeim ekki fylgt nein frekari verkefni. Reyndar er það svo að þær tæplega 700 milljónir sem fluttar hafa verið til embættis Ríkislögreglustjóra til að standa straum af kostnaði við aukin verkefni nema hærri fjárhæð en í heildina runnu til efnahags- brotadeildar á þeim 6 árum sem Ragnar H. tiltekur. Álit Ríkisendurskoðunar Ríkisendurskoðun lauk stjórn- sýsluúttekt á embætti Ríkislög- reglustjórans á síðasta ári. Skýrslan er unnin af fólki sem hefur sett sig betur inn í málefni embættisins en Ragnar H. hefur gert. Þar kemur fram að þær breytingar sem þessi aukni kostnaður hefur fylgt eru til góða og rekstur embættisins með ágætum og nýting þessara fjármuna góð. Í grein sinni mælir Ragnar H. árangur embættisins af útreið sem hann segir embættið hafa fengið í nánast öllum þeim málum sem kall- ast geta alvöru efnahagsbrot. Það er augljóst að árangur af þeim verk- efnaflutningi sem rakinn er að fram- an verður ekki mældur með þessum mælikvarða. Hvað drífur umræðu á þessum nótum? Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um embættið sem gerð var á síðasta ári kemur fram að sakfellingarprósenta í málum efnahagsbrotadeildar var 83% árið 2003, 93% árið 2004 og 99% árið 2005, eða að meðaltali tæp 92%. Það er vissulega svo að öll okkar mál eru fyrir opnum tjöldum og vekja áhuga fjölmiðla og almennings þeim mun meiri sem málin eru stærri. Það þarf ekki að koma á óvart þótt hægt sé að benda á mál sem hefur af ýms- um ástæðum ekki lokið með sakfell- ingu. Hitt væri gagnlegra fyrir um- ræðuna að finna út ástæðuna, heldur en að ota fingrum í átt að ákæru- valdinu í hvert skipti. Ragnar H. af- greiðir tölfræði um niðurstöðu mála hjá efnahagsbrotadeild á liðnum ár- um þar sem 92% mála enduðu með sakfellingu sem ömurlegan brota- flokk, skattsvikamál. Honum er greinilega ekki hugleikin tekjuöflun ríkissjóðs. Að lokum vil ég spyrja; vill Ragn- ar H. að lögregla nái árangri í að halda hvítflibbum til laga þegar þeir brjóta af sér og ef svo er hefur hann einhverjar uppbyggilegar tillögur um skipulag þeirra mála? Af önugum lögmanni og afvegaleiddri umræðu um efnahagsbrot Helgi Magnús Gunnarsson svarar skrifum Ragnars H. Hall »…þar sem helsti til-gangur Ragnars H. virðist vera að afvega- leiða umræðu um starf- semi Ríkislögreglustjór- ans og umræðu um baráttu gegn efnahags- brotum. Helgi Magnús Gunnarsson Höfundur er saksóknari efnahagsbrota. ÍBÚAÞRÓUN tekur mjög mið af þeim lífskjörum sem fólki stendur til boða. Fólki fjölgaði á landsbyggð- inni, einkum í sjáv- arbyggðunum, þegar það gat aflað sér mik- illa tekna og bjó við meiri kaupmátt en til boða stóð á höfuðborg- arsvæðinu. Skýrast var þetta á Vestfjörðum, en þar voru atvinnu- tekjur löngum þær hæstu á landinu og þá fjölgaði fólki þar jafnt og þétt. Á þetta er bent í ný- legri skýrslu Hag- fræðistofnunar Há- skóla Íslands og Byggðastofnunar, sem heitir Hagvöxtur landshluta 1998–2004. Í skýrslunni kemur fram að fólk hneigist til þess að flytja frá stöðum þar sem tekjur vaxa lítið til þeirra staða þar sem uppgripin eru. Samræmið er nokkuð gott og eru bornar saman upplýsingar um hag- vöxt á einstökum svæðum og íbúaþróun þar. Þar kemur fram að langmest íbúa- fjölgun hafi verið á höfuðborg- arsvæðinu á umræddu 6 ára tímabili eða heil 10% sem er með því allra mesta sem um getur í víðri veröld á aðeins 6 árum. Hagvöxtur á mann á svæðinu var líka alveg með ólík- indum á þessum 6 árum eða 27%. Að sama skapi kemur fram í skýrslunni að fólki fækkaði á landsvæðum þar sem hagvöxtur var lítill sem enginn. Á Norðurlandi vestra fækkaði fólki um 6% og um 10% á Vestfjörðum á árunum 1998–2004. Hagvöxtur á mann varð líka minnstur á þessum svæðum, enginn á Norðurlandi vestra og 5% á Vest- fjörðum, hvort tveggja langt undir vextinum á höfuðborgarsvæðinu. Með öðrum orðum, sundur dró í lífs- kjörum eftir landshlutum, þau bötn- uðu mun meira á höfuðborgarsvæð- inu en annars staðar á landinu og mest dró í sundur milli höfuð- borgarsvæðisins og Norðurlands vestra. Í nærri tvo áratugi hefur verið stöðug þró- un á þann veg að at- vinnutekjur hafa vaxið meira á höfuðborg- arsvæðinu en utan þess og munurinn fer vax- andi með árunum. Nú er svo komið að með- alatvinnutekjur í að- alstarfi er langhæstar á höfuðborgarsvæðinu. Þær eru um 18% hærri en að meðaltali á lands- byggðinni. Mestur verður munurinn 27% milli höfuðborgarsvæðisins og Norðurlands vestra og Suðurlands. Afleiðingin er í samræmi við ábendingu Hagfræðistofnunar og Byggðastofnunar, fólki fjölgar á höf- uðborgarsvæðinu og fækkar víðast hvar á landsbyggðinni. Fækkunin er því meiri sem munurinn á lífskjör- unum eða tekjunum er meiri. Þessi þróun mun halda áfram meðan boðið er upp á betri lífskjör á höfuðborg- arsvæðinu en á landsbyggðinni. Verði mikill niðurskurður á þorsk- veiðum á næstu árum eins og Haf- rannsóknastofnun gerir kröfu um, munu tekjur fjölmargra við sjáv- arsíðuna lækka verulega og það þýð- ir aðeins eitt, miklir fólksflutningar frá þeim svæðum til höfuðborg- arsvæðisins. Óbrigðult ráð til þess að breyta þróuninni er að auka kaupmáttinn þar sem hann er lægstur og minnka þannig muninn á lífskjörum eftir svæðum. Það er hægt að gera með því að hækka launin eða fjölga störf- um sem gefa af sér hærri laun. Þriðja leiðin sem hægt er að fara og sú skjótvirkasta er að auka kaup- máttinn í gegnum skattkerfið, t.d. með lækkun tekjuskatts. Nú þarf að bregðast skjótt við og þess vegna legg ég til skattalækkunarleiðina strax. Það er þekkt leið að hafa breyti- legan skatt eftir lögheimilum. Álagningarhlutfall útsvars og fast- eignaskatta er ákvarðað eftir sveit- arfélögum og er mismunandi milli þeirra. Engu máli skiptir hvar tekn- anna er aflað, lögheimilið ræður því hver útsvarsprósentan er. Sama get- ur auðvitað átt við um tekjuskatt. Minna má á að sveitarstjórnarmenn, sérstaklega sjálfstæðismenn í Reykjavík, hafa löngum lagt áherslu á að hafa skatta lægri en í nágranna- byggðunum, einmitt til þess að laða til sín fólk til búsetu í sveitarfé- laginu. Niðurstaðan er þessi: Það er hægt að hafa áhrif á búsetuval fólks með lækkun skatta og það hefur verið gert á sveitarstjórnarstiginu. Rík- isvaldið á að gera slíkt hið sama, sér- staklega við núverandi aðstæður. Aukum kaupmáttinn með lækkun skatta Kristinn H. Gunnarsson skrifar um lífskjör og launamun milli landsbyggðar og höfuðborg- arsvæðis » Óbrigðult ráð til þessað breyta þróuninni er að auka kaupmáttinn þar sem hann er lægst- ur og minnka þannig muninn á lífskjörum eft- ir svæðum. Kristinn H. Gunnarsson Höfundur er alþingismaður. ÁSTÆÐA er til að fagna mjög framtaki hjúkrunarfræðinganna á Landspítala – háskólasjúkrahúsi um gönguna gegn slysum. Sá mikli fjöldi sem tók þátt í göngunum í Reykja- vík, á Akureyri og Selfossi sýnir að mínu mati vel að mál er að umferðarslysum linni. Næsta skref er að aka gegn umferð- arslysum og það er á okkar valdi. Það var vel til fundið að sleppa blöðrum til að minnast þeirra sem látist hafa í umferð- arslysum og þeirra sem slasast hafa alvar- lega. Þetta var okkur lifandi áminning um fjöldann, að allur þessi fjöldi skuli hafa slasast og látist í umferðinni. Um leið voru blöðrurnar áminning til okkar um það hversu fljótt við gleymum þeim. Við heyrum fréttir af hörmulegum slysum og fyllumst ónotum en síðan líða þær okkur úr minni eins og blöðrurnar sem hurfu. Við skulum ekki gleyma lengur. Við skulum halda áfram þeirri já- kvæðu vitundarvakningu sem hafin er. Höfum í huga ábyrgð okkar sem bílstjóra. Við erum búin að tala lengi um hversu brýnt það er að bæta okkur í umferðinni. Það sem við eig- um að gera núna er að láta verða af því. Við eigum mörg eftir að aka víða um í sumar. Við eigum eftir að fá mörg tækifæri til að sýna að við get- um farið eftir umferðarreglum og ekið eftir aðstæðum. Við eigum áreiðanlega líka eftir að lenda í þeirri freistingu að ,,gefa í“ undir ákveðnum kringumstæðum. Þá er mikilvægt að minnast þess af hverju við tók- um þátt í göngunni – að við ætlum að sýna af okkur ábyrga hegðun og að við ætlum ekki að valda slysi eða lenda í slysi. Sýnum þann styrk að okkur finnist það ekki sniðugt að ,,gefa í“. Sýnum þá ábyrgð að spenna alltaf beltin og sýnum þá ábyrgð að aka aldrei undir áhrifum. Ég vil að lokum þakka hjúkr- unarfræðingunum sérstaklega fyrir framtakið. Sýnum viljann í verki og ökum varlega. Sýnum viljann í verki og ökum varlega Kristján L. Möller skrifar um umferðarmenningu Kristján Möller » Við skulum ekkigleyma lengur. Við skulum halda áfram þeirri jákvæðu vitund- arvakningu sem hafin er. Höfundur er samgönguráðherra. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is AFSKAPLEGA leiðist mér umræð- an um Strætó! Staðreyndin er sú að þetta fyrirtæki hefur verið og verður rekið með hallarekstri um aldur og ævi. Punktur og basta! Hitt er annað mál að við Íslendingar eigum að vera stórtækir og eftirapanir í strætó- málum eru ekki til eftirbreytni. Við eigum að hafa frítt í strætó og vera stolt af því. Þetta spyrðist út og yrði okkur til sóma. Einnig það, að í mæl- anlegum árangri til að stemma stigu við einkabílismanum þá er frítt í strætó hin fullkomna leið. Áætlanir strætó þurfa þó að vera örar. 5-10 mínútur eru hámarksbiðtími til að fólk nýti sér strætó Í Moskvu kommúnismans biðum við aldrei eftir strætisvagni lengur en 1-3 mínútur. Þú gekkst út á götu og þá kom strætisvagn. Í Moskvu bjuggu margar milljónir manna á þeim tíma en í vögnunum voru oftast 3-10 manneskjur. Áður en járntjaldið féll gengu strætisvagnar reglulega um Satovaja Kaltsja. Borgin Moskva er meist- aralega hönnuð í anda gamaldags hringlaga arkitektúrs sem hefur stór- an ysta hring og síðan minnka hring- irnir sem innar dregur. Gatnaskipu- lagið er algjörlega til fyrirmyndar. Reyndar er allt samgönguskipulagið í Rússlandi til fyrirmyndar. Ég er ekki frá því að þetta skipti gífurlega miklu máli. Aðgengi að þjónustu í samgöngumálum hefur gífurleg áhrif á geðheilsu manna. Við þurfum að vera stórtæk og gera hlut- ina rétt. Það er þjóðhagslega hag- kvæmt að hafa frítt í strætó. Einka- bílisminn er vá. Besta leiðin til að sporna við honum er að hafa frítt í strætó! Það er mín áskorun til borgaryf- irvalda að vera stórtæk. Strætó á ekki að vera gróðafyrirtæki. Strætó verður eingöngu vel rekið ef gróða- sjónarmiðið víkur. Aðgengi er lykilorð! JAKOB BRAGI HANNESSON, kennari. Frítt í strætó Frá Jakobi Braga Hannessyni:

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.