Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 30
30 MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Fátt hefur reynst mér erfiðara en að horfa á tengdaföður minn tapa orrustunni við krabba- meinið. Þrátt fyrir að tekið hafi að bera á sjúkdómnum fyrir þremur árum leit um tíma út fyrir að tæk- ist að halda honum í skefjum og í raun var baráttan stutt. Hann stóð svo lengi sem stætt var og stund- aði vinnu sína eins og hann gerði alla tíð en þegar hann áttaði sig á að stríðið væri tapað tók hann því af reisn rétt eins og hans var hátt- ur. Við höfum búið í sama húsi nán- ast samfellt frá árinu 1993 ef frá eru talin fimm ár. Þó að þau hjónin hafi ekki farið langt þessi fimm ár sótti Hrafnkell það fast að koma aftur á ættaróðalið þegar það tæki- færi gafst og fyrir það þökkum við núna. Við leystum ófá vandamálin í sameiningu, aðallega í kringum húsið og garðinn stóra í Suðurgöt- unni og skipti ekki máli hvort verkin voru erfið eða leiðinleg, nærvera hans og kímnigáfa fengu mann til að gleyma því. Mér leið alltaf eins og jafnaldra í návist hans og Hrafnkell sýndi mér alla tíð bæði virðingu og þakklæti. Hann var einstaklega greiðvikinn og var iðulega hlaupinn til áður en maður náði að hafa orð á því. Höfð- ingi og prúðmenni eru þau orð sem lýsa honum best, naut augnablik- anna til fullnustu þegar hann var með fólkinu sínu. Á heimili tengda- foreldra minna var jafnan vel boð- ið, vín með mat, koníak eða líkjör- ar með kaffinu og þeim sem vildu mjólk í kaffið var boðinn rjómi. Margar góðar stundir höfum við átt þegar málin voru rædd og sagðar sögur fram undir morgun. Hrafnkell var skarpgreindur og vel lesinn og kryddaði frásagnirnar hárfínum húmor. Um tíma áttu börnin mín kan- ínur í garðinum. Hann gaf ekki mikið fyrir þann búskap en tók þó fús að sér að fóðra þær þegar fjöl- skyldan fór í frí. Til marks um höfðingsskapinn gerði hann sér far um að nálgast íslenskar gulrætur því honum fannst þær ekki hafa nógu góða lyst á þeim innfluttu. Hann sagði svo kíminn að það mætti margt af þessu læra, fyrst þær vildu ekki innfluttar gulrætur væru þær líklega ekki hollar fyrir okkur mannfólkið. Það var sama hvort það voru menn eða málleys- ingjar hann bauð bara upp á það besta. Léttur á fæti og beinn í baki fór hann flestra sinna ferða um borgina fótgangandi. Hólkur með upprúlluðum teikningum undir hendinni, kannski tekinn leigubíll ef þurfti að fara í úthverfin en Hrafnkell Thorlacius ✝ HrafnkellThorlacius fæddist í Reykjavík 22. janúar 1937. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 17. júní síðastliðinn. Út- för Hrafnkels var gerð í kyrrþey. Hans var minnst í Dómkirkjunni í Reykjavík 26. júní. hann sá enga ástæðu til að taka bílpróf. Hann átti stundum bíla en þeir voru nú keyptir fyrir eigin- konuna og börnin. Hrafnkell Thorlacius var ekki efnishyggju- maður en listrænn og skapandi, lét verkin tala enda standa minnisvarðar þess víða um land. Á björtum sumarkvöld- um eins og hafa verið undanfarið þegar stillan og fegurðin er of mikil til að hægt sé að vera inni geng ég út í garðinn okkar stóra til að njóta fegurðarinnar, hlusta á fuglasöng- inn og finna lyktina af sumrinu. Þá fyllist ég tómleika og söknuði og minnist þess þegar hann tók þátt í þessu með mér. Nú er komið að leiðarlokum og ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast höfðingj- anum Hrafnkatli Thorlacius. Sigurjón Halldórsson. Með andláti vinar míns Hrafn- kels Thorlaciusar er langri sam- fylgd lokið sem spannaði á sjöunda tug ára. Fyrstu kynnin voru í 9 ára bekk barnaskóla við fótskör hins mæta kennara Stefáns Jónssonar. Þá strax varð með okkur Hrafn- katli náin vinátta. Uppátækin margvísleg, útgáfa bekkjarblaðs, hjólreiðar, útilegur og annað sem barnshjartað gladdi. Fjölskyldur okkar höfðu átt vináttu að fagna í tvo ættliði. Afar okkar séra Jón Finnsson og Ólafur Thorlacius læknir voru góðir vinir, svo og feð- ur okkar Sigurður og séra Jakob. Eitt síðasta prestsverk séra Jóns var að skíra Hrafnkel, ungan svein. Við tók menntabraut sem sjálf- sögð þótti í okkar ranni unz stúd- entsprófi var fagnað saman á björtum sumardögum 1956. Jafn- vel í Þýzkalandi lágu leiðir okkar saman um tíma en Hrafnkell lauk námi í arkitektúr frá Tækniháskól- anum í Darmstadt. Síðar fékk ég svo notið samvista við þennan vin minn allmörg ár og hin síðustu í lífi hans, er við deildum með okkur að- stöðu í Aðalstræti. Þótti skrýtið að saman færu teikni- og lögfræði- stofa. Drátthagur var Hrafnkell og bera teikningar hans af skólasystk- inum í Skólablaði og í Faunu þess skýran vott. Verk hans í húsagerð- arlist eru alþekkt: íbúðar- skóla- og íþróttamannvirki, atvinnu- og verzlunarhúsnæði. Er þá sennilega Kringlan frægust húsa. Skipulag bæja og kauptúna var höfuðáhuga- mál hans. Sér þess stað víða um land. Þar héldust í hendur staðgóð þekking, byggð á sérnámi og frjóar hugmyndir. Kvosin var honum hugleikin og er mér í huga bráð- snjöll hugmynd hans um skipulag gamla hafnarsvæðisins en þeirri hugmynd hefur verið líkt við Kól- umbusareggið. Þar var leyst mörg skipulagsþrætan og m.a. hefði mátt ná sátt um flugvöllinn. Hugmynd hans sem birtist ma. í Mbl á sínum tíma fólst í örstuttu máli í að tæma og loka af gömlu höfnina, reist yrði íbúða- og atvinnuhúsnæði en bíla- stæði og umferðaræð neðan jarðar. Samt var ráðgerð aðstöðu fiski- skipa og skemmtiferðaskipa. Skammsýni þáverandi ráðamanna réð því að hún hlaut ekki hljóm- grunn. Ef til vill er enn unnt að bjarga einhverju þótt seint sé og sannfærður er ég um að Hrafnkatli væri nokk sama þótt aðrir eignuðu sér heiðurinn. Hrafnkell var maður fríður sýn- um, ljós yfirlitum, snyrtimenni og prúðmenni. Hvarvetna vel þokk- aður. Óáreitinn friðsemdarmaður, örlátur, góðviljaður og hjálpsamur. Urðu þeir mannkostir hans ásamt trausti í annarra garð honum að fótakefli um tíma. Eindreginn vinstri sinni og sósíalisti í beztu merkingu. Viðkvæmur í bernsku en stálpaður varð hann dulur um eigin tilfinningar. Ljóngáfaður eins og hann átti kyn til. Námsmaður góður og virtist jafnlétt að nema tungumál sem stærðfræði. Fagur- keri með áhuga og þekkingu á fögrum listum, hvort sem voru bókmenntir, myndlist eða tónlist. Voru hjónin samhent við rækt slíkra áhugamála. Húmoristi og gleðskaparmaður. Áttum við marg- ar góðar gleðistundir saman sem ég nú hugsa til með ánægju – þótt stundum þætti öðrum ef til vill nóg um. Hrafnkell unni íslenzkri tungu og var orðheppinn með afbrigðum. Hann erfði ekki misgerðir þótt vissulega þættu öðrum nóg efni til. Veit ég að hann dó sáttur við guð og menn. Hann tók erfiðum veik- indum með hugrekki og æðruleysi sem til var tekið. Vin minn kveð ég nú með sökn- uði en þakklæti fyrir kynnin. Við Gudrun sendum Áslaugu, háaldr- aðri móður Hrafnkels, Kristínu og fjölskyldum þeirra samúðarkveðj- ur. Guð blessi minningu góðs drengs. Jón Einar Jakobsson. Hópur skólasystkina lýtur eigin lögmálum. Hin sameiginlega reynsla jafnvel fyrir hálfri öld er grunnurinn sem samfélag hópsins byggir á. Við samfundi fara menn aftur til þess tíma er skólaárunum sleppti, er menn kvöddust og héldu út í lífið. Málfar, gælunöfn, minn- ingar um mismunandi skondnar uppákomur móta samveruna en ekki mismunandi veraldarframi og efnahagur eins og annars er gjarn- an afgerandi í hópum. Þetta er kröfulaust samfélag, menn þurfa ekki að standa sig vel, heldur hvíl- ast í glaðværð og góðum minn- ingum. Þau sem mótuðu gjarnan fé- lagslíf skólaáranna, allt frá barna- skóla og upp í stúdentspróf, verða auðvitað mótandi í félagslífi ár- gangsins allar götur síðar. Og fyrir okkur sem útskrifuðumst frá Menntaskólanum í Reykjavík 1956 var Hrafnkell Thorlacius einmitt lykilmaður um margvíslega gleði okkar um áratugi. Hans skapandi hugur og hönd voru sívirk, hann var bæði drátthagur og málhagur enda prýðilega hagmæltur. Ef mik- il hlátrasköll heyrðust á göngum, mátti allt eins búast við því að þar hefði Hrafnkell farið á kostum með orðaleiki, nýyrði eða kostulega mynd af mönnum eða atburðum. Ég þurfti að skrifa nafn hans með ásetningi, því að gælunafn hans í hópnum var Puri og það kemur umsvifalaust í hugann en hans er minnst. Og það er svolítið lýsandi hvernig það varð til. Hrafnkell var kallaður Hrappur sem styttist í Puri enda var það heitið á af- bragðsgóðu dönsku þvottaefni sem fékkst hér í búðum um miðja síð- ustu öld!. Það varð árganginum MR 56 sérstakt happ að Puri krækti í einn helsta kvenkostinn, afbragðskon- una Kristínu Bjarnadóttur og fann þar jafnoka sinn um manndóm og gáfur, ekki síst kímnigáfuna, fé- lagsvirkni og færni að njóta lífsins gæða. Og bæði voru þau hjón jafn- veitul á krafta sína og tíma þegar kom að félagslífi árgangsins og skipulagningu þess. Þau héldu þar gleði hátt á loft en voru jafnframt athugul og næm á hin ýmsu blæ- brigði lífsins og vöktu athygli á þeim á eftirminnilegan hátt í hressandi samræðum. Manni fannst það liggja beint við að Puri yrði arkitekt, formskyn hans og skapandi sýn kom þar að miklum notum. Mér hefur alltaf fundist að Garðyrkjuskóli ríkisins í Hveragerði sem hann formaði fyrir alllöngu sé ein athyglisverðasta skólabygging hérlendis. Þar var vel hugsað fyrir persónulegum þörfum nemenda og gesta enda var slík „umhyggja“ einkennandi fyrir Pura og kom vel fram í vinnu hans að skipulagsmálum þar sem raun- verulega er verið að móta mann- lífið í því umhverfi sem um er að ræða. Það er mikil eftirsjón að öðlingn- um Hrafnkatli Thorlacius og það verður góðs manns að minnast er við hittumst næst. Við munum syngja skemmtilegu textana hans við gömlu lögin okkar, græsku- lausa og hnyttna, og rifja upp skondnar athugasemdir hans og tilsvör. Ýmiskonar veikindi gerðu Pura löngum erfitt fyrir, ekki síst núna síðustu árin, en þau hjónin gáfu okkur lexíu í því að lifa og njóta hvers dags. Á þessu síðasta æviári Pura fóru þau t.d. í tvær eftir- minnilegar reisur til útlanda, til Kúbu og nú um páska héldu þau hátíðina í sjálfri Róm. Þar vantaði sjálfsagt ekki úrtölurnar, en „við fórum þetta á okkar forsendum og þetta voru ógleymanlegir dagar,“ sagði Kristín heimkomin. Carpe diem, njóttu dagsins, ekki er vitað hvort annar gefst. Við skólasystkinin þökkum fyrir okkur, vottum Kristínu og fjöl- skyldu þeirra okkar innilegustu samúð. Minningarnar úr fortíðinni sem Puri skilur eftir sig hjá okkur eru ríkidómur en ekki síðri ríki- dóm skilur hann eftir til framtíðar því að það er leitun á jafn velgerðu og góðu fólki sem börnunum í Suð- urgötu 16. Þar hefur farið saman barnalán og foreldralán. Veri blessaður Puri góðum Guði falinn. Bernharður Guðmundsson. Aðeins fáein orð í minningu okk- ar kæra vinar Hrafnkels Thorla- cius. Við viljum þakka fyrir frá- bæra vináttu í áranna rás. Þakka fyrir öll frábæru ferðalögin sem við höfum farið saman, allar skemmtilegu samverustundirnar heima og heiman. Aldrei leiðinlegt þar sem Hrafnkell og Kristín voru með. Við sendum fjölskyldunni kærar kveðjur og óskum þeim öll- um blessunar. Margrét og Friðrik Ágúst. Það var einn sumarmorgun, eftir spennandi kosninganótt um miðja síðustu öld, að fundum okkar bar fyrst saman. Við höfðum að vísu átt samleið í Menntaskólanum í Reykjavík en ekki orðið kunnugir fyrr að ráði. Nóttin var björt. Hann kom þarna á móti mér grannvaxinn, ljós yfirlitum og glað- ur í bragði. Við tókum tal og geng- um áleiðis heim. Þegar leiðir skildi var orðið til upphaf langrar sam- ferðar og vináttu. Við fundum báð- ir að við áttum skap saman. Síðan þá höfum við löngum átt samleið, þar til nú að leiðir skilja, enn í bjartri sumarnóttinni. Þar sem ég stend á þessum krossgötum og horfi á eftir kærum vini streyma að minningar frá veg- ferðinni. Þar er fyrirferðarmikil mynd af sumarlangri dvöl í borg- inni Darmstadt. Þar leigðum við saman herbergi og áttum ógleym- anlegar stundir í glöðum hópi sam- landa. Og það renna hjá myndir af há- lendis- og veiðiferðum, tónleikum og ferðum til útlanda með lífsföru- nautum okkar, þeim Kristínu og Erlu. Nú síðast á þessum vetri til Kúbu. Þá stóð sem hæst baráttan við hinn illvíga sjúkdóm. Mér mun aldrei líða úr minni með hvílíku æðruleysi og hetjulund sú barátta var háð. Þar var hvergi gefið eftir og í háloftunum á heimleið skál- uðum við fyrir sjötugsafmæli þessa vinar okkar, sem háði svo tvísýna glímu. Það leið aldrei langt á milli sam- funda. Við notuðum símann og ef ég átti leið hjá teiknistofunni leit ég gjarnan inn. Við fórum vítt yfir sviðið, ræddum það sem efst var á baugi, oftast í gamansömum tón. Það hentaði okkar að láta gamm- inn geisa, hleypa helst engri alvöru að, nema svona í bland. Þessir kjaftasprettir voru okkur báðum andleg hressing. Fyrir nær mánuði síðan kom ég til hans á stofuna. Ég sá strax að honum hafði hrakað. Við létum sem ekkert væri, fórum með flimt- an um pólitík og eitt og annað úr dægurheimi, ræddum skógrækt og um silfurreyninn hans Schierbecks, sem stendur þarna laufgaður utan við gluggann. Við spunnum sam- ræðuna líkt og við vorum vanir að gera á léttum nótum, hann af full- komnu öryggi, ég í þetta sinn af einum saman vanmætti. Alvaran varð þó ekki umflúin og þegar við ræddum heilsufar og horfur sagði hann: Það er bara svona. Og það var auðvitað ekkert annað en það sem ég hafði þegar skilið. Á þessum vegamótum nú ranka ég þó við mér og skil svo glögglega að það er ekki bara ástæða til að sakna. Það er ekki síður tímabært að fagna og þakka. Fagna því að hafa átt svo margar og skemmti- legar samverustundir, fagna því að eiga minningar um þær á ókominni tíð. Þakka það að hafa átt svo góð- an vin. Mann, sem var þeim eig- inleikum gæddur að af fundi hans fór maður ætíð betri og glaðari en þegar maður kom. Ég mun alltaf minnast hans með þakklátum huga, ekki síst þegar ég lít út um gluggann hér í Króki og horfi á silfurreyninn sem ég gróðursetti til minningar um samfylgd okkar og vináttu. Við Erla og fjölskyldan sendum Kristínu og afkomendum þeirra Hrafnkels okkar hlýjustu samúðar- kveðjur. Megi það vera þeim styrkur að hafa átt fyrir eiginmann, föður og afa svo góðan mann og göfugan. Gunnar Jónsson. Kveðja frá spilafélögum Með Hrafnkeli vini okkar er góð- ur drengur í valinn fallinn, fallinn í baráttunni við hinn mikla dreka sem herjar miskunnarlaust á alla, allar fjölskyldur og alla vinahópa eins og okkar. Hrafnkell var kallaður Puri í okkar hópi og þó nafnið sé ekki dregið af enska orðinu pure þá er það samt rétt. Puri var hreinn í af- stöðu sinni, hvort sem um var að ræða menn eða málefni. Jafnvel í spilaklúbbnum var afstaða hans hrein, ánægjan ósvikin þegar vel gekk og aldrei fyrirstaða að taka á sig ófarir án allrar kergju. Það var hrein ánægja að eiga hann að vin og enginn kunni betur að gleðjast í góðra vina hópi. Puri var vel lesinn og fróðastur okkar félaga um sögu mannsand- ans. Bókmenntir voru í uppáhaldi hjá honum, ekki síst ljóðmæli. Spauggreindin í vísunum „Svantes lykkelige dag“ (B. Anderson, P. Dissing) ögraði Pura til dæmis svo að hann snaraði vísunum yfir á ís- lensku með ágætum. Lítillæti hans skýrir hins vegar hvers vegna þýð- ingarnar hafa ekki birst á prenti. Líkt var um faglega afstöðu. Hún var hrein og bein hvort sem verkefnið var stórt eins og Kringl- an, eða vinargreiði eins og lítill kvistur á Marbakkabraut 24. Um tíma rak hann arkitektastofu ásamt vini sínum Hilmari Ólafssyni og voru umsvif þeirra mikil. Hann var líklega sá arkitekt íslenskur sem lengsta og mesta reynslu hafði í skipulagsmálum og rann mjög til rifja metnaðarleysið í þeim efnum sem nú herjar á íslensk sveitar- félög. Eitt sinn skiluðum við fé- lagar samkeppnistillögu að áttatíu metra háu hóteli sem var formað eins og seglið á víkingaskipi. Ég man ennþá þegar hann leit upp frá teiknivinnunni og sagði, „Þeir ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HJÁLMAR SIGURJÓN GUÐJÓNSSON bóndi, Tunguhálsi II, Skagafirði, sem lést miðvikudaginn 20. júní, verður jarðsunginn frá Goðdalakirkju miðvikudaginn 4. júlí kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans láti líknarstofnanir njóta þess. Þórey Helgadóttir, Helga Þorbjörg Hjálmarsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Valborg Jónína Hjálmarsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson, Steinunn Hulda Hjálmarsdóttir,Halldór Hlíðar Kjartansson, Líney María Hjálmarsdóttir, Sæmundur Þ. Sæmundsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.