Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 31
verða sko hræddir þegar þeir sjá þetta“ og það reyndist raunin. Á mbl.is má finna ýmsar greinar Hrafnkels um skipulagsmál og þeir sem vilja sjá teikningar geta skoð- að greinar undir fyrirsögninni skipulag á http://www2.hi.is/page/ vvhi_greinar/. En hann sem við spilafélagarnir söknum er ekki arkitektinn og skipulagssérfræðingurinn Puri, heldur félaginn og vinurinn. Alltaf traustur, upplitsdjarfur og æðru- laus, líka þegar drekinn var búinn að ná yfirhöndinni og öllum var ljóst í hvað stefndi. Við söknum vinar í stað, og sendum eiginkonu hans Kristínu, klettinum í lífi hans, og fjölskyldu hans allri innilegustu samúðarkveðjur. Jónas Elíasson. Það er erfitt að hugsa sér að Hrafnkell Thorlacius sé ekki leng- ur á meðal okkar þegar sólin skín í Suðurgötunni eins og hún gerir í dag. En ekkert varir að eilífu og einhvern veginn heldur þetta allt áfram. Auk þess að gegna samtímis ýmsum trúnaðarstöðum á vegum Arkitektafélags Íslands kynntumst við Hrafnkell vel þegar við fórum með konum okkar fyrir einum 30 árum til Leníngrad og Moskvu til þess að rannsaka skipulagsmál sovétmanna og að hvaða leyti, ef einhverju, þau væru frábrugðin því sem þá tíðkaðist hér. Hannes Jóns- son, sem þá var sendiherra í Moskvu, hjálpaði okkur við að fá fundi með ráðamönnum á báðum stöðum og var það mikill skóli að fá að ræða við þessa menn og skiptast á skoðunum við þá. Mikið held ég líka að þeir sem eru nú að skipuleggja Ísland og setja hér lög og reglugerðir um skipulagsmál hefðu haft gott af að vera með okk- ur Hrafnkatli í þessari ferð. Hrafnkell var einn þeirra allt of fáu arkitekta á Íslandi sem bæði þora að hafa faglega skoðun og líka tjá hana opinberlega auk þess sem hann var alltaf málefnalegur í sinni afstöðu þar sem arkitektúr eða skipulagsmál bar á góma. Þeg- ar flókin mál voru til umfjöllunar kom hann líka yfirleitt alltaf með ný sjónarhorn og ábendingar sem leiddi til betri tillagna og ákvarð- ana en ella. Í Suðurgötunni skiptast á skin og skúrir eins og í öllum öðrum götum en það er óneitanlega tóm- legra að eiga ekki von á að hitta Hrafnkel þar á gangi. Við sem höldum áfram röltinu um suður- götur heimsins enn um sinn sökn- um vandaðs manns sem hvergi hvikaði frá sannfæringu sinni í ræðu eða riti. Gestur Ólafsson. Arkitektar voru enn fámenn stétt þegar Hrafnkell Thorlacius kom heim að loknu námi í Þýska- landi og vinnu í Danmörku. Arki- tektafélag Íslands var enn lítið og það munaði um alla sem komu heim. Það munaði sér í lagi um þá sem voru félagslega þenkjandi og Hrafnkell var einmitt einn þeirra. Hann var frá byrjun bæði virkur og traustur félagsmaður sem taldi mun betra að kollegarnir væru sameinaðir heldur en sundraðir. Þetta var á þeim tíma þegar margir kolleganna töldu sér skylt að vera hver á móti öðrum. Hrafnkell var formaður Arki- tektafélagsins á árunum 1975-76. Þau ár sat ég með honum í stjórn sem ritari og var í hlutverki ritara. Það var eins gott að vanda sig í því starfi, hafa mál og texta í lagi, því að Hrafnkell var góður penni og gerði kröfur til annarra um slíkt hið sama. Þá hefði heldur ekki sak- að að hafa betri latínukunnáttu því hann var óspar á að nota gömlu klassísku málin til að krydda text- ann. Hrafnkell var sérlega góður formaður, sem bar hag og orðstír stéttarinnar alltaf og alls staðar fyrir brjósti. Og ekki sakaði að hann gat verið afskaplega skemmtilegur. Hin ýmsustu atvik gátu orðið að skondnum sögum í meðförum hans því að bæði var málfarið skemmtilegt og stíllinn var alltaf fyrir hendi á hverju sem gekk. Hrafnkell var einn þeirra manna sem lítið breytast. Húmorinn var alltaf á sínum stað, honum var hægt að ganga að vísum hvenær sem var. Á sama hátt var alltaf hægt að ganga að honum vísum til að sinna þeim störfum sem til hans var leitað með hann var beðinn um í þágu Arkitektafélagsins og þeim öllum sinnti hann vel. Að lokum vil ég votta Kristínu og öðrum aðstandendum innilega samúð við missi góðs drengs. Fyrir hönd Arkitektafélags Íslands vil ég þakka Hrafnkatli kollega mikið og óeigingjarnt starf í þágu félagsins, allt til hins síðasta. Albína Thordarson, formaður Arkitekta- félags Íslands. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 31 Atvinnuauglýsingar ⓦ Blaðbera vantar í Hveragerði í afleysingar og einnig í fasta stöðu Upplýsingar í síma 893 4694 eftir kl. 14.00 ⓦ Vantar fólk til sumarafleysinga Upplýsingar gefur Ólöf Hafdís 899 5630 Vantar sjómenn Vantar háseta sem lausamenn á Arnarberg ÁR-150 sem gerir út á línu með beitningarvél frá Þorlákshöfn. Einnig vantar vélavörð frá 7. júlí. Skipið verður gert út fram að mánaðamótum júlí/ágúst. Upplýsingar um borð í síma 852 0141 eða í 898 3285. Rørleggere søkes! Roald Larsen AS er en Oslo basert total entreprenør, stiftet i 1937 Vi søker faglærte rørleggere for allsidig service arbeid i Oslo området, og døgnvakt i turnus. Vi tilbyr startlønn 170.- NOK pr time og 10.000.- NOK i ansettelsesbonus, fri bil og arbeidstele- fon. Ansettelsene er i egen rørleggeravdeling, med Islandsk formann. Vi kan være behjelpelig med å finne bolig. Evt spørsmål rettes Gudfinnur Olafsson: +47 4745 4923. Søknad merkes: RØRLEGGER Sendt pr mail: post@roaldlarsen.no Pr fax: +47 6384 1193 Pr post: Roald Larsen AS PB 9, 1483 Skytta, Norge. Kranamaður óskast Óskum eftir að ráða kranamann með réttindi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Upplýsingar í síma 861 1401. Á.B. Lyfting ehf. Raðauglýsingar 569 1100 Til sölu Til sölu er lítið framleiðslu- og þjónustufyrirtæki sem hentar jafnt körlum sem konum. Fyrirtækið er ekki gamalt en á mikla möguleika. Verð kr. 4.500.000. Áhugasamir sendið póst á box@mbl.is merkt ,,Sala - 20220“. Tilkynningar BORGARTÚN 3 - 105 REYKJAVÍK - SÍMI 411 3000 - MYNDSENDIR 411 3090 Auglýsing um breytingar á Aðalskipulagi Reykjavíkur Í samræmi við 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar tilögur að breytingum á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024. Spöngin við Móaveg Tillagan felur í sér að skilgreindur er nýr þéttingar- reitur fyrir íbúðarbyggð í vesturhluta Spangarinnar við Móaveg, þar sem gert er ráð fyrir allt að 100 nýjum íbúðum, þar af um 50 íbúðum fyrir eldri borgara. Tillagan gerir einnig ráð fyrir að landnotk- un í vesturhluta Spangarinnar, milli Móavegar og Borgavegar, breytist úr miðsvæði í íbúðarsvæði. Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar að Borgartúni 3, 1. hæð, virka daga kl. 8:20 – 16:15, frá 2. júlí 2007 til og með 13. ágúst 2007. Einnig má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins, www.skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum við tillögurnar skal skila skriflega eða á netfangið skipulag@rvk.is, til skipulags- og byggingarsviðs eigi síðar en 13. ágúst 2007. Vinsamlegast notið uppgefið netfang fyrir inn- sendar athugasemdir með tölvupósti. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 2. júlí 2007 Skipulagsstjóri Reykjavíkur Reykjavíkurborg Skipulags- og byggingarsvið Mat á umhverfisáhrifum Ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu framkvæmda Skipulagsstofnun hefur tekið ákvörðun um að eftirtalin framkvæmd skuli háð mati á um- hverfisáhrifum samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.br. Stækkun alifuglabús á Melavöllum, Kjalarnesi, Reykjavík Ákvörðunin liggur frammi hjá Skipulagsstof- nun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Hana er ein- nig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is. Ákvörðun Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 7. ágúst 2007. Skipulagsstofnun. Auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta á fisk- veiðiárinu 2006/2007 Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðalög Grýtubakkahreppur Akureyrarbær Sveitarfélagið Árborg Fjallabyggð Um úthlutunarreglur í ofangreindum byggða- lögum vísast til reglugerðar nr. 439, 15. maí 2007, með síðari breytingum, auk sérstakra úthlutunarreglna í hlutaðeigandi byggða- lögum sbr. auglýsingu nr. 579/2007 í Stjórnartíðindum. Þessar reglur er einnig að finna á heimasíðu Fiskistofu, www.fiskistofa.is Umsóknum skilað til Fiskistofu á eyðublaði sem er að finna á heimasíðu stofnunarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí 2007. Fiskistofa, 29. júní 2007.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.