Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 36
Sumir felldu tár og aðrir lögðu saman hendur í bæn þegar sýnt var myndskeið frá æsku Díönu … 38 » reykjavíkreykjavík Hið áhrifamikla tískufyrirtæki Pradahefur nú boðað nýtt ,,lúkk“ sem felst íþví að dömur láti sokkabuxnastreng- inn gægjast upp úr pilsum og buxum. Það er víst hátískan en ekki er alveg öruggt að ís- lenskar tískutæfur láti tælast. Kannski er Prada líka bara að plata. Hljómsveitin Dúnd- urfréttir hélt eftirminnilega tónleika á fimmtu- dagskvöldið þegar sem þeir fluttu stórverkið The Wall eftir Pink Floyd í félagi við hina snjöllu Sinfóníuhljómsveit Íslands. Gestir á ýmsum aldri mættu kátir í Höllina en það voru aðeins gallhörðustu aðdáendurnir sem hrein- lega misstu sig og féllu í trylltan tónlist- artrans. Með meðvitund voru þó til dæmis rokk-amman Andrea Jónsdóttir, Hostel- hrollurinn Eyþór Guðjónsson og Tómas Tóm- asson Hamborgarabúlluherforingi. Þeir skemmtu sér líka vel þeir Þórólfur Árnason forstjóri SKÝRR og Nonni Quest hár- greiðslugúrú. Ákafir áhorfendur klöppuðu svo hljómsveitina upp í samfelldar tíu mínútur en þar sem aukalag var ekki hluti af verkinu sjálfu hlýddu Dúndurfréttir ekki kallinu. Sem var bara smart hjá þeim. Snemma á laug- ardagskvöldið forvitnaðist flugunefbroddur aðeins inni á Rex í Austurstræti til að skoða breytingarnar en nú er sjúskaði rókókóstíllinn rokinn og yfirbragðið á staðnum er fágaðra; hvítt og létt. Enga breytingu var þó að merkja á gestunum. Fylgdi fluguvinkonu upp á Leifsstöð á föstu- daginn sem neyðst hafði til að leggja út 130.000 krónur fyrir Saga Class-farseðli til Minneapolis þar sem öll flugsæti ætluð almenningi reyndust uppseld en nokkur sæti laust á aðalsfarrými. Vinkonan ákvað að vera jákvæð og njóta hinn- ar miklu þjónustu sem lofað var að væri innifal- in í verðinu. Er þó nokkuð viss um að hún hafi borgað fullt verð fyrir ,,ókeypis drykkina“ – með verðinu á miðanum. Fýld afgreiðslustúlka við innritunarborð Saga Class tók ekki undir er við buðum glaðlega góðan daginn og rétti vin- konunni pappíra til útfyllingar. Þegar við spurðum kurteislega hvort hún gæti fengið penna var svarið stutt og kuldalegt: ,,Nei.“ Stóreyg spurði ég ljóshærðu ísfrúna hvers vegna ekki. ,,Nú, allir farþegarnir eru alltaf að ræna af okkur pennunum og skila þeim ekki aftur.“ Og við það sat. Afnot af plastpenna við innritun í flugið, góðir hálsar, eru sem sagt EKKI innifalin í 130.000 krónunum. Óska hér með eftir ábyrgum aðilum til að styrkja Flug- leiðir til kaupa á plastpennum. Auglýsingar prentaðar á pennana gætu hugsanlega staðið undir gífurlegum framleiðslukostnaði og því allir komið vel út úr dæminu. Leikskólinn Litla borg – stoltur styrktaraðili Flugleiða. Morgunblaðið/Ómar Anna Guðjónsdóttir og Auður Ragnarsdóttir Axel Frans Jóhannsson, Hákon Jens Helga- son og Ægir Freyr Stefánsson. Davíð Sveinn Bjarnason og Stefán Þorsteinsson Marteinn Guðbjartsson, Þorgeir Ágústsson og Anton Örn Björnsson. Morgunblaðið/Eggert Ísfold Ylfa Kerúlf Frímannsdóttir, Júlíanna Sveinsdóttir, Maríanna Jónsdóttir og Sig- urður Ólafsson. Lay Low og Valgeir Þorsteinsson. Magnús Orri Þorgrímsson, Freydís Hrefna Grímsdóttir og Linda Hrönn Hlynsdóttir. Helga Kristín Ingólfsdóttir, Margrét Myrra Þórhallsdóttir, Anna Margrét Einarsdóttir, Ólöf Edda Ingólfsdóttir og Guðrún Þórhalls- dóttir. Signý Heiða Guðnadóttir, Guðný María Þor- björnsdóttir og Lea Sif Valsdóttir. Flugan …Hostel-hrollur og Hamborgarabúllu- herforingi… …Leikskólinn Litla borg – stoltur styrktaraðili Flugleiða… Margrét Sigurðardóttir, Torfi H. Leifsson, Margrét Þórhallsdóttir og Pálmar Þórisson Sigurlaugur Þorkelsson, Þorkell Sigurlaugsson, Björg Þórðardóttir og Dóra Ingvadóttir Jón Geir Sigurðsson og Una Árnadóttir Morgunblaðið/Sverrir Ragnheiður Torfadóttir, Nanna Her- mannsdóttir og Þórdís Alda Þórðardóttir » Fjöldi fólks heimsótti Humarhátíðina á Horna- firði sem haldin var í blíð- skaparveðri nú um helgina. »Dauðarokksveitin CannibalCorpse leyfði Íslendingum að heyra hrotur úr neðra í gær. Dauðinn lagðist vel í gesti. »Dúndurfréttir og Synfóníuhljómsveitin byggðu saman hljóð-múr Pink Floyd, The Wall. Þessi höfðu eftirlit með verkinu. Óli Baldvin Jakobsson, Díana Karen Rúnars- dóttir, Trausti Örvar Jónsson og Ingi Þór Hallgrímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.