Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 37 SÍÐASTLIÐIÐ föstudagskvöld fóru fram tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Dúndurfrétta þar sem ellefta plata Pink Floyd, The Wall, var flutt í heild sinni. Öll umgjörð tónleikanna var til fyrirmyndar; tón- leikarnir voru „sitjandi“ og var ekki annað að sjá en að gestum í Laug- ardalshöll liði ákaflega vel þetta kvöld. Flutningur Dúndurfrétta var óað- finnanlegur – söngvararnir deildu röddum mjög vel á milli sín og fór þar fremstur meðal jafningja Pétur Guðmundsson. Innkoma Sinfón- íuhljómsveitarinnar í verkið þótti mér ekki alltaf nægilega sterk, ég hefði viljað heyra meira í henni og þá sérstaklega í einstökum sveitum hennar í einu. Skjáir fyrir ofan sviðið sýndu brot úr kvikmyndinni The Wall sem jók á dýpt tónlistarinnar. Ekki má gleyma að nefna dýrindis tilburði ljósamanna Laugardalshall- arinnar, ljósasýningin spilaði stórt og gott hlutverk þetta kvöld. Styrkur tónleikanna fólst helst í einlægri aðdáun Dúndurfrétta á verkinu sem var augljós og sú að- dáun geislaði af andlitum þeirra og spilamennsku og hreif áhorfendur með. Þrátt fyrir að tónleikarnir væru „sitjandi“ sýndu áhorfendur hrifningu sína óspart, mörg laganna fengu standandi lófaklapp og mátti sjá bros leika á vörum ánægðra tón- leikagesta. Tónleikar á borð við þessa eru líka fyrst og fremst fyrir aðdáendur. Við hin njótum þess að hlusta á góða tónlist í vönduðum flutningi á meðan aðdáendur Pink Floyd eiga kvöldstund með tónlist sem hefur djúpa þýðingu í hjörtum þeirra. Dúnd- urtón- leikar! TÓNLEIKAR Laugardalshöll Dúndurfréttir og Sinfóníuhljómsveit Ís- lands fluttu The Wall eftir Roger Waters (David Gilmour og Bob Ezrin). Stjórnandi var Bernharður Wilkinson. Föstudagurinn 29. júní – síðari tónleikar af tvennum. The Wall  Helga Þórey Jónsdóttir Morgunblaðið/Sverrir Ljósadýrð Umgjörð tónleikanna var til fyrirmyndar og ekki var annað að sjá en að áhorfendur nytu tónleikanna til hins ýtrasta. Myndbrot úr kvikmynd- inni The Wall voru sýnd á risaskjáum og jók það enn við upplifunina sem og ljósadýrðin sem var allt um leikandi. Morgunblaðið/Sverrir Söngvararnir Matthías Matthíasson (t.v.) stundum kenndur við Papa og Pétur Guðmundsson (sitjandi) oftar kenndur við Jesú leystu sitt verk með prýði á föstudagskvöldið. Morgunblaðið/Sverrir Stjórinn Bernharður Wilkinson stýrði Sinfón- íuhljómsveitinni og Dúndurfréttum af myndarbrag. VARMÁRSAMTÖKIN héldu upp á góða veðrið með því að blása til útiskemmtunar í Álafoss- kvosinni í gær. Bryndís Schram las upp „Nýju fötin keisarans“ eftir Hans Christian Andersen við undirleik þeirra Áshildar Haraldsdóttur flautuleikara og Bryndísar Höllu Gylfadóttur sellóleikara, sem eftir lesturinn tóku dúett eftir Ludwig van Beethoven. Þá spiluðu einnig tveir ungir trúbadorar, þær Mirra og Elín Ey. Í takt við illútreiknanlegt íslenskt veðrið var skemmtunin ákveðin með dags fyrirvara og skartaði Kvosin sínu fegursta, sem Sigrún Páls- dóttir úr Varmársamtökunum sagði staðfesta hversu mikil firra væri að leggja hraðbraut þarna. „Þetta sýnir hversu mikils virði lands- lagið og fegurðin á þessum stað eru.“ Áhorf- endur höfðu náttúrulega leikhúspalla til að sitja í sem myndaðir eru í brekkurnar og ljóst að lítið þyrfti að gera til þess að endurreisa útileikhús það sem eitt sinn var starfrækt í Álafosskvos. Fyrst þurfa þó Varmársamtökin að berjast við að fá veginn umdeilda á brott, annars er ljóst að ýmsir íbúanna fara á brott í staðinn, en þeirra þekktastir eru líklega piltarnir í Sigur Rós sem eiga þarna upptökuver. Orri Páll Dýrason, liðs- maður sveitarinnar, fullyrti að ef vegurinn kæmi færu þeir. Umdeild Mörgum þykja full margir bílar á leiðinni í Kvosina. Deilt um nýju fötin kvosarinnar Morgunblaðið/ÓmarÆvintýri Bryndís Schram les við undirleik Álfhildar Haraldsdóttur. SÝNINGAR Á SÖGULOFTI MR. SKALLAGRIMSSON - höf. og leikari Benedikt Erlingsson 5/7 kl 20 uppselt, 13/7 kl. 20 uppselt, 14/7 kl 15 laus sæti, 14/7 kl. 20 uppselt, 11/8 kl. 20 laus sæti, 12/8 kl. 20 laus sæti, 18/8 kl. 20 laus sæti, 19/8 kl. 20 laus sæti, 25/8 kl. 20 laus sæti, 26/8 kl. 20, 30/8 kl. 20 laus sæti, 31/8 kl. 20 laus sæti Miðaverð kr. 2900 - ATH! Staðfesta þarf miða með greiðslu viku fyrir sýningu Leikhústilboð í mat: Súpa, fiskréttur og kaffi kr. 2600 Súpa, kjötréttur og kaffi kr. 3200 Miða- og borðapantanir í síma 437 1600 Nánari upplýsinar www.landnamssetur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.