Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 39
ÁRNI Ísleifsson, djassgeggjari og stofnandi Jazzhátíðar Egilsstaða, hlaut á laugardag gullheiðursmerki Félags íslenskra hljóðfæraleikara. Afhendingin var seinasta embætt- isverk Árna Scheving, fráfarandi varaformanns FÍH. Afhendingin fór fram á tónleikum í tilefni tuttugu ára afmælis hátíð- arinnar, sem í dag ber nafnið Jazzhátíð Egilsstaða á Austurlandi. Meðal þeirra sem fram komu á há- tíðartónleikunum voru Blúsbrot Garðars Harðar, sem Árni lék nokk- ur lög með, Riot, Sean Walsh Band og Jagúar. Hátíðin hófst á miðviku- dag, en meðal hápunkta hennar voru tónleikar bandaríska saxófónleik- arans James Carter í Skaftfelli á föstudagskvöld. „Ég sagði það við Jón Hilmar (Kárason, framkvæmdastjóra JEA), þegar ég hlustaði á James Carter í gær, að ég hefði ekki gert vitleysu með því að koma þessari hátíð af stað. Hann var alveg svakalegur. Ég hef sjaldan heyrt í svona beittum saxófónleikara,“ sagði Árni Ísleifs- son í samtali við Morgunblaðið í gær. „Mér finnst þetta nærri því of- rausn, þó maður hafi gert mikið fyrir tónlistina á Fljótsdalshéraði,“ sagði Árni um verðlaunin. „Hátíðin er samt orðin heimsþekkt. Það leið ekki vikan án þess að maður fengi bréf utan úr heimi, jafnvel frá Ástr- alíu, frá umboðsmönnum sem vildu senda sitt fólk til Egilsstaða.“ Árni kveðst sannfærður um að há- tíðin verði eilíf. „Það er mjög vel að henni staðið og það hlýtur önnur kynslóð að taka við af þessari þegar þar að kemur. Það sama hefur tíðk- ast með hátíðirnar úti í heimi og það sem er merkilegt við þær að þær eru ekki alltaf í höfuðborgunum, heldur frekar úti á landsbyggðinni.“ Árni spilar enn á fullu. „Ég er með dixieland-band í bænum, spilaði á Café óperu áður en það brann, stýri kór og er undirleikari hjá öðrum.“ Árni Scheving sagði frá upphafi sínu sem víbrafónleikari, en hann stalst í víbrafón í eigu nafna síns sem geymdur var baksviðs á Þjóðleik- húskjallaranum. „Það var mjög reimt í Þjóðleikhúskjallaranum og ég hélt að draugurinn væri að færa víbrafóninn til,“ sagði Árni Ísleifs. Viðurkenninguna hlýtur hann fyrir, auk stofnunar jazzhátíðarinnar, feril sinn sem tónskáld og tónlistarkenn- ari. Þá afhenti FÍH JEA 250 þúsund króna styrk í tilefni tuttugu ára af- mælisins. „Ég gerði rétt“ Tjald Gestir djasshátíðar láta fara vel um sig í tónleikatjaldinu. Jagúar Samúel Samúelsson og félagar í Jagúar. Nafnar Árni Ísleifs lagar hattinn á meðan Árni Scheving athugar hljóðnemann. Gítarsax Blúsbrot Garðar Harðar spila á gítar, bassa og saxafón. Árni Ísleifsson sæmdur gullheiðursmerki FÍH á Jazzhátíð Egilsstaða um helgina Stærsta kvikmyndahús landsins Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Die Hard 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Premonition kl. 5.45 - 8 - 10 B.i. 12 ára Fantastic Four 2 kl. 6 - 8 - 10 Hostel 2 kl. 8 - 10 B.i. 18 ára Lives of Others kl. 5.30 B.i. 14 ára SANDRA BULLOCK MARTRÖÐ EÐA RAUNVERULEIKI? John McClane er mættur aftur! Yippee Ki Yay Mo....!! Þorir þú að mæta? MÖGNUÐ SPENNUMYND UM KONU SEM MISSIR EIGINMANN SINN Í BÍLSLYSI ...EÐA EKKI? eee D.V. QUENTIN TARANTINO KYNNIR Sýnd kl. 4, 6 og 8 Með íslensku tali Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Með ensku tali SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI eee S.V. - MBL. “...besta sumar- afþreyingin til þessa.” eee MBL - SV “Grípandi at- burðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 Sýnd kl. 10 John McClane er mættur aftur! Yippee Ki Yay Mo....!! Þorir þú að mæta? Sýnd kl. 4:30, 7:30 og 10-POWERSÝNING 10 -bara lúxus Sími 553 2075 “...besta sumar- afþreyingin til þessa.” eee MBL - SV “Grípandi atburðarás og vönduð umgjörð, hentar öllum” eee Ó.H.T. - Rás 2 www.laugarasbio.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.