Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 2007 43 í eigin heimi og í prívat nálgun við umhverfið, persónuleikalausar. „Það er hluti af þeirri hugmynd að þetta sé ímynd mannsins, ekki einhver ákveð- in persóna heldur frekar hugurinn, tilfinning,“ segir Steinunn. Sonurinn fyrirmynd Sonur Steinunnar er fyrirsæta flestra verkanna og hefur verið það í 10-15 ár. „Í rauninni má segja að lík- ami hans sé grunnurinn, síðan vinn ég þetta mjög mikið, þeir líta aldrei út eins og hann. Hann er grunnur sem ég vinn síðan með,“ segir Steinunn. Aðspurð hvort móðurástin sé þá hluti af verkum hennar segir Steinunn að mikil ást sé í verkunum. Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Steinunn Þórarinsdóttirmyndlistarkona opnar hinn30. júní sýninguna Horizons,eða Sjóndeildarhringir, í Katonah-safninu í New York. Verk Steinunnar er innsetning í skúlptúr- garði safnsins. Þar eru stærðar tré, tíu talsins og eitt fyrir utan safnið, og verða jafnmargar mannverur úr pott- járni og gleri inni á milli þeirra. Skúlptúrar Steinunnar af persónu- lausum verum í ýmsum stellingum og ólíku umhverfi ættu að vera Íslend- ingum að góðu kunnar þar sem þær má finna víða í Reykjavík og úti á landi. Steinunn segir sýninguna í Kat- onah mikið tækifæri fyrir sig til að kynna verk sín í Bandaríkjunum, en sýningu á verkum hennar í Concordia College í Bronxville í New York er nýlokið og þriðja einkasýning hennar á árinu verður haldin í Concordia University-galleríinu í Ann Arbor í Michigan í september. Þá er kvik- myndagerðarmaðurinn Frank Can- tor að ljúka gerð heimildarmyndar um listakonuna, en hann hefur unnið heimildarmyndir um þekkta mynd- listarmenn, m.a. Frank Stella og Roy Lichtenstein. Heimildarmyndin um Steinunni verður frumsýnd á árinu. Að öllu ofantöldu er ljóst að Steinunn er eftirsóttur myndlistarmaður, enda með umboðsmenn í Danmörku, Bret- landi og Kanada. Óendanleikinn Katonah-safnið er þekkt í Banda- ríkjunum, að sögn Steinunnar, um klst. akstur að því frá Manhattan í New York. „Þarna hafa sýnt þekktir myndlistarmenn og þessi skúlptúr- garður er mjög sérstakt rými, aflokað en um leið undir beru lofti, rammi en samt opinn rammi,“ segir Steinunn. Í garðinum eru mjög gömul tré sem gefa honum sérstakan karakter og segir Steinunn verk sín tengjast því umhverfi, sérstaklega búin til fyrir garðinn. „Í þessum manneskjum, eða mönnum, er lárétt glerlína sem fer í gegnum þær allar, er í raun sjón- deildarhringur, þannig upplifi ég það. Titill sýningarinnar ber í sér ákveð- inn orðaleik því horizons á ensku þýð- ir líka afstaða eða sjónarmið. Menn- irnir hallast í ýmsar áttir, eru ekki í jafnvægi, en línan heldur þeim í jafn- vægi og sameinar þá í þessum sjón- deildarhring, glerlínunni sem fer í gegnum þá alla og opnar þá fyrir dagsljósi,“ segir Steinunn. Hún segist tengja þetta við víð- áttur Íslands, að standa á suður- ströndinni og horfa á sjóndeildar- hringinn. Tengsl manns og náttúru megi sjá í verkunum. „Þessir menn tengjast áferðinni á þessum trjám, sem eru rótföst við jörðina, en um leið bera þeir í sér sjóndeildarhringinn sem er í huga margra óendanleiki og ákveðin frelsistilfinning fólgin í því að tengjast honum.“ Steinunn segir misjafnt hvernig fólk upplifi verk hennar og reynsla áhorfenda spili þar inn í. Mannver- urnar, þ.e. styttur Steinunnar, séu oft „Ég hef oft talað um það að ég hafi pínt son minn í 15 ár, þetta er ekki auðvelt,“ segir Steinunn og hlær. Hann þurfi að smyrja sig með vasel- íni svo hægt sé að taka gifsmót af honum sem síðan er steypt upp úr. „Þetta er ekki unnið eins og raunsæ afsteypa af einhverjum, þetta er allt önnur nálgun.“ Hvað heimildarmyndina varðar segir Steinunn að gaman hafi verið að gera hana með Cantor en um leið erf- itt. „Þetta verður svo náið en um leið er maður að endurupplifa ýmislegt sem maður hefur verið að gera. Það er hollt að vissu leyti,“ segir Steinunn að lokum. Sýning hennar í Katonah- safninu stendur yfir í 10 mánuði. Frelsið í sjóndeildarhringnum Steinunn Þórarinsdóttir sýnir mannverur sínar í skúlptúrgarði Katonah-safnsins í New York Ljósmynd/Margaret Fox Stjarfar Þessar styttur bíða þolinmóðar eftir að álfadísin hans Gosa geri þær mennskar. Hugsi Skaparinn vaktar verkin. SNIGLABANDIÐ útvarpaði á dög- unum fyrsta þætti sumarsins á Rás 2 frá Thorvaldsenbar við Aust- urvöll, en þaðan verður bandið með beinar útsendingar í allt sumar. Sniglabandið ætti að vera öllum landsmönnum að góðu kunnugt, enda hefur það verið starfandi með hléum síðan 1986. Þeir taka nú upp þráðinn aftur frá því í fyrrasumar við útvarpsþáttinn og munu vænt- anlega verða ófáum ökumönnum ferðafélagar á vegum landsins. Nú taka þeir hinsvegar upp á þeirri ný- breytni að senda út frá Thorvald- sen í stað þess að loka sig inni í hljóðveri og munu vegfarendur um Austurvöll því njóta góðs af lífs- gleði þeirra félaga í sumarblíðunni. Morgunblaðið/Ómar Sniglabandið brosir við sólinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.