Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 02.07.2007, Blaðsíða 44
MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 183. DAGUR ÁRSINS 2007 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2650 HELGARÁSKRIFT 1600 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Misjafnt á Austfjörðum  Með tilkomu álvers í Reyðarfirði eru íbúar á svæðinu á grænni grein í atvinnumálum. Firðirnir sem fjær eru eiga hins vegar í erfiðleikum. Í öðrum hluta greinaflokks Agnesar Bragadóttur er fjallað um ástandið á Austfjörðum. » Forsíða Hitaveitan hitamál  Fundað verður um málefni Hita- veitu Suðurnesja í bæjarstjórnum Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar í dag. Markmið Hafnfirðinga er að eignast þriðjungshlut en aðaláhersla sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ er á að eiga áfram ráðandi hlut í HS. » Forsíða Barátta Flóamanna  Mikil og vaxandi samstaða er meðal Flóamanna í andstöðu gegn því að sveitarstjórn Flóahrepps samþykki virkjun á svæðinu. » 23 Að greina gáttatif  Greiningarpróf vegna gáttatifs var sett á markað hérlendis í gær, en gáttatif er algengur undanfari heila- blóðfalls. Prófið er byggt á uppgötv- un vísindamanna hjá Íslenskri erfða- greiningu. » 2 Ógn í Bretlandi  Fimm manns eru í haldi grunaðir um aðild að tilraunum til hryðju- verka í Bretlandi um helgina. Íslend- ingur, búsettur í Glasgow, segir að almenningur í borginni hafi ekki átt- að sig á því í fyrstu hversu alvarleg árásin á flugvöllinn var. Rannsókn málsins gengur vel og allt kapp er lagt á að ljúka henni sem fyrst. Yf- irvöld búast við frekari árásum. » 17 SKOÐANIR» Staksteinar: Titringur á … Forystugreinar: Hryðjuverkamenn í Bretlandi | Bush og Pútín Ljósvaki: Flogist á í Finnlandi UMRÆÐAN» Aukum kaupmáttinn með … Af önugum lögmanni og … Sýnum viljann í verki og ökum … Frítt í strætó Á ég að gæta bróður míns? Gamla eplatréð Frá barni til unglings Trampólín FASTEIGNIR » Heitast 16°C | Kaldast 8°C  Vaxandi norðaust- anátt og þykknar upp, 5-10 metrar á sekúndu og fer að rigna fyrir austan síðdegis. » 10 Útiskemmtun var haldin í Álafosskvos- inni í góða veðrinu í gær. Varmársam- tökin berjast enn gegn vegagerð. » 37 SKEMMTUN» Nýju fötin kvosarinnar DÓMUR» Dúndurfréttir og Sinfó á dúndurtónleikum » 37 Flugan fór á Wall- tónleika, kíkti á Humarhátíð á Hornafirði og settist á vegg á Corpse- tónleikum. » 36 Á FERÐINNI» Flugan á sveimi DJASS » Árni Ísleifsson heiðraður á Jazzhátíð » 39 TÓNLEIKAR» Fjölmenni á minningar- tónleikum um Díönu » 38 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Með verstu blæðingum sem … 2. Fréttaþulur neitaði að byrja … 3. Faðirinn, sonurinn og Tom Cruise 4. Dönsk prinsessa nefnd Ísabella BRANDUR Þorgrímsson, 16 ára hjólreiðapiltur sem féll 11 metra fram af brúnni á Laxárvirkjun á föstudag, segir orsök slyssins hafa verið þá að hann rakst á láréttan bjálka við brú- arhandriðið þegar hann kom hjólandi á talsverðri ferð inn á brúna. Hann liggur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri með bólgur, skrámur og brotinn handlegg, en slapp að öðru leyti. „Ég sá að hjólið myndi strjúk- ast við bjálkann en hélt að ég myndi hrökkva til hliðar ef svo færi að ég rækist í hann,“ segir hann. „En í stað þess að hrökkva til hliðar fór ég yfir brúarhandriðið og reyndi þá að grípa báðum höndum utan um handriðið, þá kominn á hvolf. Í loftinu snerist ég við og lenti því ekki á höfðinu, heldur valt niður.“ Lenti á birkitré Brandur lenti á birkitré sem tók af honum fallið og þaðan féll hann niður á klettasnös áður en hann féll út í ána, eða öllu heldur grýttan árfarveginn. „Ég bjóst ekki við að ég myndi standa upp eftir að ég var lentur en hélt samt meðvitund. Þegar ég áttaði mig á að ég væri á lífi var mín fyrsta hugsun sú að ég yrði að fá hjálp því ég kæmist ekki upp af sjálfsdáðum.“ Brandur reif af sér bakpokann, náði í farsímann og tókst að lagfæra lask- aðan símann, krafla sig upp á bakk- ann og hringja í móður sína. Ræsti hún út vaktmann Laxárvirkjunar og björgunarlið. „Þegar Andrés vakt- maður kom, þá varð ég rólegri og var ekki lengur hræddur um að ég ætti eftir að deyja löngum og kvalafullum dauðdaga niðri í á,“ segir Brandur. Vill hann koma á framfæri kærum þökkum til allra björgunaraðila og starfsfólks á sjúkrahúsinu. Tókst að laga símann „Ég bjóst ekki við að ég myndi standa upp eftir að ég var lentur en hélt samt meðvitund,“ segir Brandur Þorgrímsson sem féll 11 metra við Laxárvirkjun Ljósmynd/Þórhallur Jónsson Féll Brandur liggur nú á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri með bólgur, skrámur og brotinn handlegg. FÉ TIL fornleifarannsókna er ekki lengur út- hlutað úr Kristnihátíðarsjóði, sem var einungis stofnaður til fimm ára á sínum tíma. Hann út- deildi 50 milljónum á hverju ári en að honum horfnum úthlutar Fornleifasjóður um helmingi þess fjár en afgangurinn kemur beint frá hinni pólitísku stofnun Alþingi. Rannsóknir sem taka mörg ár eru því á fjárlögum frá ári til árs. Forn- leifafræðingar segja að ágætlega hafi gengið að fjármagna rannsóknir áfram, en fyrirkomulagið sé verra en áður. Nú eru þeir háðir pólitík í meiri mæli en áður og fagleg sjónarmið fá ekki að njóta sín við úthlutun fjár, eins og æskilegt væri. „Hið faglega eftirlit verður ekki neitt og pólitík kemst í spilið,“ segir Bjarni F. Einarsson, eigandi Fornleifafræðistofunnar, sem stjórnar nú upp- greftri á Reyðarfirði og við Höfn í Hornafirði. | 4 Þurfa að efla Fornleifasjóð EKKI ER óalgengt að sjáist í afmælistilkynn- ingum að afmælisbörnin afþakki gjafir en óski þess í staðinn að andvirði gjafanna verði látið renna í sjóð til styrktar góðu málefni. Hitt er aft- ur ekki eins algengt að sjö ára afmælisbörn hafi þessa hugsjón. Þó ákvað góðverkakonan Lillý Karen Pálsdóttir að þannig skyldi háttað þegar hún hélt upp á sjö ára afmælið sitt á dögunum. „Mér tókst að safna 7.050 kr. sem verða not- aðar í brunn svo börnin í Mósambík geti nálgast vatn betur,“ segir Lillý í samtali við Daglegt líf í dag, en hún fékk sjálf að velja hvaða verkefni hún styrkti. Áhugi Lillýjar á að styrkja góð málefni kemur mömmu hennar, Auði Ögn Árnadóttur, ekki á óvart þar sem Lillý setji í alla söfn- unarbauka sem hún sér eða suði um pening til að setja í þá. | 20 Til styrktar góðu málefni Lillý Karen Pálsdóttir afþakkaði gjafir á sjö ára afmælinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hugsjón Lillý Karen er ákveðin í því að verða góðverkakona þegar hún verður stór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.