Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NÚ ER verkefnið EuroRAP að fara af stað þriðja árið í röð. Verkefnið gengur út á að rannsaka öryggi vega á landinu og er unnið að evrópskri fyrirmynd. Rétt eins og bílar fá stjörnugjöf fyrir öryggisbúnað sinn munu íslenskir þjóðvegir nú fá stjörnur eftir því hversu vegirnir sjálfir og umhverfi þeirra stuðla að öryggi fólks. Af þessu tilefni hafa Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Umferðarstofa undirritað sam- starfssamning. Ætlunin er að rannsaka rúmlega 1.000 kílómetra af þjóðvegum í ár, klára hringveginn og taka nokkra fjölfarna vegi sem liggja út frá hon- um, eins og Grindavíkurveginn og alla leiðina úr Hrútafirði til Bolung- arvíkur. Ný hugsun í öryggismálum FÍB mun standa að úttektinni með fjárhagsstuðningi frá Umferð- arstofu. Þá styrkja ýmis fyrirtæki verkefnið einnig, en forsvarsmenn Öskju afhentu í gær lyklana að sér- útbúnum bíl sem notaður verður við verkefnið. Bíllinn er útbúinn mæli- tækjum af ýmsum gerðum, mynda- vélum og staðsetningarbúnaði. Þá er hann búinn tölvu sem starfsmaður FÍB getur notað til að skrá niður allt sem hann sér á og við vegi. Runólfur Ólafsson, framkvæmda- tjóri FÍB, segir nýja hugsun í um- ferðaröryggi innleidda með Euro- RAP-verkefninu. „Verulegur árang- ur hefur sést á svona verkefnum í nágrannalöndum okkar. Bílarnir eru margir mjög öruggir og unnið hefur verið markvisst að því að bæta og breyta ökukennslu. Það sem hefur hins vegar setið lengst á hakanum er vegakerfið okkar. Með þessari nýju hugsun verður hægt að tryggja mun meira öryggi án mikils tilkostnaðar, til dæmis með því að fjarlægja ákveðna hluti úr umhverfi veganna og staðsetja vegrið með réttum hætti,“ segir Runólfur. Hefur áhrif á forgangsröðun Við tilefnið sagði Kristján L. Möll- er samgönguráðherra að verkefnið væri mjög spennandi og þarft, en jafnframt þarft aðhald til að halda mönnum á réttri braut. Nú yrði „haldið áfram með verkefnið eins og gert hefur verið undanfarin ár. Með þessu er ekki bara ástand veganna sjálfra skoðað heldur allt umhverfi þeirra einnig. Allt snýst þetta um að auka umferðaröryggið í landinu, sem er mjög mikilvægt verkefni“. Ráðherrann sagði fullt tilefni til þess að taka niðurstöðurnar úr EuroRAP-verkefninu alvarlega og vinna út frá þeim. Hann segir þær upplýsingar koma til með að hafa mikil áhrif á áætlanir í vegamálum. „Já ég er alveg viss um það. Það þarf að taka tillit til fleiri þátta við hönn- un á vegum en venja er, t.d. um- hverfis veganna. Þetta á ekki síst við á þekktum slysastöðum og -svæðum. Betur má ef duga skal,“ sagði Krist- ján. Stjörnugjöf fyrir íslenska þjóðvegi fer aftur í gang Í HNOTSKURN »Verkefnið hófst fyrst árið2005 í tilraunaskyni. Því var haldið áfram í fyrra. »Þegar er búið að rannsakastóran hluta hringvegar- ins en ekki búið að birta gögn- in nema um stutta kafla. »Stefnt er að því að klárahringveginn og meira til á þessu ári, en 1.065 kílómetrar verða skoðaðir í sumar. Litríkur Benz mun keyra um landið í sumar og meta ástand þjóðvega og umhverfis þeirra. Önundur Páll Ragnarsson kynnti sér verkefnið. Morgunblaðið/Frikki Græja Kristján L. Möller afhendir Ólafi Guðmundssyni, verkefnisstjóra EuroRAP, lyklana. Bíllinn er sérútbúinn með ýmsum hætti. Farþegi fylgist með því sem er á og við veginn og merkir við það með sérútbúnu tölvuborði. Myndavél tekur allt upp sem fyrir augu ber. Vegurinn fær svo stjörnur fyrir öryggið, frá einni upp í fjórar. RÁÐAMENN í Bretlandi hafa hækkað vástig þar í landi upp í „bráða hættu“ eftir að hryðjuverka- menn freistuðu þess að sprengja þrjár sprengjur þar í landi um síð- ustu helgi, þar á meðal á flugvell- inum í Glasgow. Það mun þó ekki hafa áhrif á ferðir Íslendinga, að sögn talsmanna flugfélaganna. Talsmenn Icelandair og Iceland Express segja að farþegar þeirra þurfi ekki að óttast að truflanir verði á ferðum þeirra. Engar tilkynningar hafi borist um hert öryggiseftirlit frá breskum flugvöllum og því viðbúið að flugsamgöngur gangi sinn vana- gang. Hækka ekki vástig hér Greiningardeild ríkislögreglu- stjóra hefur jafnframt gefið út til- kynningu þar sem því er lýst yfir að embættið fylgist náið með atburðun- um í Bretlandi en telji ekki nauðsyn- legt að hækka vástig Íslands að svo stöddu enda liggi engar upplýsingar fyrir sem gefi ástæðu til þess. Engu að síður verði fylgst vel með því hverju fram vindi í Bretlandi. Jafn- framt mælist embættið til þess að ís- lenskir öryggisaðilar sýni aukna ár- vekni í starfi, svo sem á alþjóða- flugvöllum. Truflar ekki ferðir Íslendinga INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra hitti António Guterres, aðalframkvæmdastjóra Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR), á einkafundi í tengslum við leiðtogafund Afríku- sambandsins í Gana. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að til- efni fundarins hafi verið flótta- mannavandi Íraka og versnandi að- stæður almennings í landinu. Að sögn ráðuneytisins staðfesti Guterres, að tvær milljónir manna væru nú án athvarfs og á flótta í Írak og aðrar tvær milljónir á flótta utan landamæranna í nágrannaríkjum. Þau Guterres og Ingibjörg Sólrún ræddu ítarlega viðbrögð alþjóða- samfélagsins og ráðherrann frædd- ist um hvers konar aðgerðir Flótta- mannastofnun SÞ teldi æskilegastar til að bæta aðstæður fólkins sem í hlut á. Ræddu vanda Íraka UNHCR Ingibjörg Sólrún Gísladótt- ir ræðir við António Guterres. Eftir Evu Bjarnadóttur og Arndísi Þórarinsdóttur eva@mbl.is og arndis@mbl.is „ÞAÐ eru allir í sjokki,“ segir ís- lensk kona, sem býr í raðhúsahverfi rétt hjá Árósum, þar sem hús sprakk um fjögurleytið í fyrrinótt. Hús Mar- grétar Sæberg, námsmanns í Danmörku, er aðeins í um einn- ar mínútu fjar- lægð frá húsinu sem sprakk að- faranótt mánu- dagsins. Margrét segist ekki hafa heyrt þegar sprengjan sprakk en hópur lögreglumanna hafi verið úti á götu þegar hún vaknaði í gærmorgun. „Þetta er allt mjög óhugnanlegt. Húsið var alger- lega jafnað við jörðu og það eru múrsteinar úti um allt,“ segir Mar- grét, sem bjóst ekki við slíku í ró- legu raðhúsahverfi rétt fyrir utan Árósa. Enginn var í húsinu en fjöl- skylda sem hafði búið þar flutti burtu fyrir um fjórum dögum. Með- al fjölskyldumeðlima var 31 árs gamall maður sem var dæmdur fyr- ir morð fyrir 11 árum. Sprengjusérfræðingar dönsku lögreglunnar segja að bersýnilega hafi viðvaningar í sprengjugerð verið að verki. Margrét segir svæðið hafa verið tryggilega girt af og hvorki lög- regla né leigufélagið sem á húsið hafa viljað tala við fjölmiðla sem flytja þrátt fyrir það fréttir frá at- vikinu í beinni útsendingu. Enginn slasaðist í sprengingunni en fjögur hús í kring voru raf- magnslaus um tíma, samkvæmt frétt Jyllands-Posten. „Allt mjög óhugnanlegt“ Margrét Sæberg býr í næsta nágrenni við hús sem sprakk í Árósum Margrét Sæberg Þórðardóttir Sprengjurústir Sprengt var upp hús í úthverfi Árósa. TOYOTA á Íslandi hefur fengið fag- gilda vottun samkvæmt hinum al- þjóðlega ISO 14001-umhverfisstaðli, fyrst íslenskra bílaumboða. Í tilkynningu frá fyrirtækinu seg- ir að vottunin þýði að óháður aðili hafi staðfest að Toyota uppfyllir öll skilyrði samnefnds staðals. Toyota á Íslandi hafi stutt dyggilega við valin verkefni á sviði umhverfismála enda hafi fyrirtækið haft þá stefnu að leiðarljósi að vera í fararbroddi þró- unar á sífellt umhverfisvænni bílum og tækninýjungum sem er ætlað að draga úr umhverfisáhrifum allt frá framleiðslu bíls til förgunar. Aðeins þrjú íslenskt fyrirtæki, Actavis, Línuhönnun og Alcan, hafa hingað til hlotið faggilda vottun samkvæmt kröfum ISO 14001. Þessi alþjóðlegi staðall gerir skýrar kröfur til fyrirtækja um að þróa og innleiða gagnlega stefnu og markmið í umhverfismálum með hliðsjón af umhverfisþáttum, laga- legum kröfum og fleiru. Vottunin sé mikil viðurkenning fyrir Toyota því hún feli í sér að fyrirtækið hefur lokið stefnumótun á sviði umhverf- ismála og ítarlegri skoðun á um- hverfisáhrifum starfsemi fyrir- tækisins. Ljósmynd/Árni Torfason Vottun Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi (t.v.), tók við skjali til staðfestingar á vottuninni hjá Árna H. Kristinssyni, frkvstj. BSI á Íslandi. Toyota fær umhverfisvottun LÖGREGLAN á höfuðborgar- svæðinu var kölluð út að nýbygg- ingu í Mosfellsbæ í gærmorgun þar sem grunur lék á að vinnuveitandi hefði gengið í skrokk á einum starfsmanni sínum. Starfsmaður- inn var fluttur á slysadeild Land- spítala – háskólasjúkrahúss þar sem gert var að sárum hans. Mað- urinn var ekki alvarlega slasaður. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er málið til rannsóknar og ekki hægt að staðfesta tildrög árásarinnar. Vinnuveitandinn hafði ekki verið yfirheyrður síðdegis í gær. Gekk í skrokk á starfsmanni ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.