Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR JÖKLAMÆRIN, flugvélin sem grafin var upp úr Grænlandsjökli og gerð upp, sneri við frá Græn- landi og varð eftir í Goose Bay fyrir helgi vegna bilunar í vél en hún var á leið til Englands með viðkomu í Reykjavík. Mustang-vélin Miss Velma, sem var með henni í för, hélt þó áfram en hún lenti í Reykja- vík á föstudaginn og lagði síðan af stað til Englands á laugardaginn. Hún lenti í Duxford á Englandi á sunnudaginn en Jöklamærin bíður eftir nýjum mótor í Goose Bay og alls óvíst er hvenær hún leggur af stað aftur. Jöklamærin er orrustuflugvél úr seinni heimsstyrjöldinni sem bjarg- að var úr Grænlandsjökli árið 1992. Hún er af gerðinni Lockheed P-38F og tilheyrði hinni svokölluðu „týndu flugsveit“ sem nauðlenti á Grænlandsjökli árið 1942 en vél- arnar voru á leið til Bretlands frá Bandaríkjunum. Með tíð og tíma grófust vélarnar síðan ofan í jökulinn og þaðan spurðist ekkert til þeirra þar til ís- lenskum jöklasérfræðingum tókst að finna þær árið 1983 þar sem þær lágu undir 90 metra þykkri íshellu og grófu þær upp með því að bræða breitt gat í ísinn. Ekki bjuggust ís- lensku mennirnir þó við að vélin flygi aftur. Ætlunin var að klára upphaflegt markmið Jöklameyjarinnar, Bolero-aðgerðina svokölluðu, en Ungfrú Vilma kláraði aðgerðina í anda meyjarinnar. Reuters Í biðstöðu Jöklamærin bíður nú í flugskýli eftir nýrri vél en þarna sést hún í Teterboro, New Jersey, hinn 22. júní, tilbúin til að hefja ferð sína. Leiðangrinum lokið í bili GUÐMUNDUR Petersen, rekstr- arstjóri Herjólfs hjá Eimskipi, segir nýju tilboði hafa verið skilað inn síðasta föstudag í rekstur auka- ferða Herjólfs á milli Vest- mannaeyja og Þorlákshafnar en hann segir tilboðið vera á aðeins öðrum forsendum en áður og vænt- ir svara frá vegamálastjóra í dag. Kurr hefur verið í Vest- mannaeyingum undanfarið vegna málsins en þeir bíða óþreyjufullir eftir því að ferðum Herjólfs fjölgi, þá sérstaklega næturferðum á föstudögum og í kringum mestu ferðahelgar sumarsins. Sú fyrsta er nú þegar yfirstaðin en Pollamótið í knattspyrnu fór fram um síðustu helgi. Bæjarstjórn Vestmannaeyja bætti við aukaferðum yfir helgina samkvæmt samningi. Gunnar Gunnarsson aðstoð- arvegamálastjóri sagði að þar sem tilboðið hefði komið inn seint á föstudeginum væri vinna í gangi nú og málið myndi skýrast síðar í vik- unni. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Einangrun Íbúar Vestmannaeyja eru ekki sáttir við ferðir Herjólfs. Herjólfur á ferð í vikunni? LÖGREGLAN á Vestfjörðum segir að lausaganga búfjár sé víða vanda- mál við vegina og skapi hættu fyrir ökumenn. Í síðustu viku voru átta óhöpp til- kynnt, víðsvegar um Vestfirði, þar sem ekið var á búfé. Í þessum til- fellum var ekið á níu lömb og þrjár kindur. Þessu til viðbótar bárust lögreglu nokkrar kvartanir yfir lausum hestum við vegi. Ekið á lömb og ær ALÞJÓÐAMÁLASTOFNUN Há- skóla Íslands og Rannsóknasetur um smáríki standa fyrir opnum fyr- irlestri Shyams Tekwamis um áhrif átaka milli aðskilnaðarsinna og rík- isstjórnarinnar á Sri Lanka á svæð- isbundið og alþjóðlegt öryggi. Shyam Tekwami er lektor í blaða- og fréttamennsku við Nanyang- tækniháskólann í Singapore. Hann hefur gefið út fjölda greina og bóka, m.a. um fjölmiðla og netið í stjórnmálum á Sri Lanka og Ind- landi. Fundurinn er í stofu 101 í Odda 4. júlí kl. 12.15-13.15. Sri Lanka-fundur KIRKJULÍKANI var stolið úr garði við Kjarrheiði 1 í Hveragerði að- faranótt sunnudags. Kirkjunnar er að sögn lögreglunnar á Selfossi sárt saknað af eiganda hennar, einkum vegna persónulegs gildis. Kirkjan er hvít með rauðu þaki og stærð hennar um 50 X 70 senti- metrar með um 80 cm háum turni. Hver sá sem veit um kirkjulík- anið er eða getur veitt upplýsingar um það er beðinn að setja sig í sam- band við lögreglu í síma 480 1010 eða íbúa í Kjarrheiði 1. Stálu kirkjulíkani HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur komst í síðustu viku að þeirri nið- urstöðu að refsiheimild 104. gr. hlutafélagalaga væri ekki nægilega skýr til þess að hægt væri að dæma einstakling á grundvelli hennar. Fyrrverandi forstjóri Baugs, Jón Ásgeir Jóhannesson, var því sýknað- ur á grundvelli óskýrrar refsiheim- ildar, þótt dómurinn hafi fallist á það með ákæruvaldinu að háttsemi Jóns hafi falið í sér brot á ákvæðum hluta- félagalaga hvað fjóra ákæruliði snerti. Í Morgunblaðinu á laugardaginn kemur fram að á svipuð álitaefni hafi reynt fyrir dönskum dómstólum og þeir oftar en einu sinni komist að öndverðri niðurstöðu við Héraðsdóm Reykjavíkur. Undir rekstri Baugs- málsins vitnaði Sigurður Tómas Magnússon, settur saksóknari, í all- nokkra danskra dóma en lagði hvað þyngsta áherslu á dóm frá 1990 þar sem forstjóra hlutafélags var gerð refsing fyrir þá háttsemi sína að láta félagið veita sér lán. Forstjórinn hafði á árunum 1984 til 1986 látið fé- lagið lána sér tæpar 120.000 danskar krónur, án þess að gera reka að því að borga lánið fyrr en félagið var lýst gjaldþrota við Skiptirétt Silkiborgar. Forstjórinn studdi sýknukröfu sína meðal annars þeim rökum að refsiábyrgð samkvæmt ákvæðum dönsku hlutafélagalaganna næði að- eins til hlutafélagsins en ekki til hans persónulega sem lántakanda eða for- stjóra fyrirtækisins. Áfrýjunardóm- stóllinn, Vestre Landsret, komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ákvæði dönsku hlutafélagalaganna og undirbúningsgögn með lögunum nægðu til þess að slá því föstu að refsiábyrgð laganna tæki til for- stjóra sem lántakanda. Var hann því fundinn sekur um að hafa brotið í bága við umrædd ákvæði hluta- félagalaga með háttsemi sinni. Refsiábyrgðin talin taka til forstjórans Danskur dómur andstæður héraðsdómi í Baugsmáli Í HNOTSKURN » Samkvæmt 104. gr. hluta-félagalaga er hlutafélagi hvorki heimilt að veita hlut- höfum, stjórnarmönnum né framkvæmdastjórum félags- ins eða móðurfélags þess lán eða setja tryggingu fyrir þá. » Íslensku lögin eru sniðineftir danskri fyrirmynd og því hefur settur saksóknari vísað til dómaframkvæmdar þar í landi undir rekstri Baugsmálsins. Eftir Ástu Sóleyju Sigurðardóttur og Rósu Björk Brynjólfsdóttur SKÝRSLA um Þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna var kynnt í gær af upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna fyrir Vestur-Evrópu en skýrslan var kynnt samtímis í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York og Genf og einnig í ýms- um höfuðborgum. Skýrslan var gerð í tilefni þess að fresturinn til að ná markmiðunum er nú hálfnaður en hann rennur út árið 2015. Markmiðin eru átta en þau lúta að mælanlegum árangri á tilteknum tíma í að uppræta örbirgð og hungur í heiminum; sjá öllum börnum ver- aldar fyrir grunnmenntun; stuðla að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna; draga úr ungbarnadauða; bæta heilsufar mæðra; berjast gegn HIV/alnæmi, malaríu og fleiri sjúk- dómum; stefna að sjálfbæru um- hverfi og koma á fót félagsskap um þróun á heimsvísu. Árni Snævarr, upplýsingafulltrúi SÞ á Norðurlöndunum, sagði að í skýrslunni kæmi fram að þessi átta markmið myndu ekki nást með sama framhaldi. „Árangurinn er mjög misjafn. Ef við miðum við markmiðið að útrýma örbirgð þá hefur gengið mjög vel en á öðrum sviðum hefur ekki gengið nógu vel, þróunaraðstoð hefur ekki aukist nægilega mikið á síðustu árum,“ segir Árni. Skýrslan sýnir að mest dró úr ör- birgð í S-, SA- og A-Asíu. Hins veg- ar stórjókst hlutfall fátækra í V-As- íu á sama tímabili. Fleiri jákvæð dæmi um árangur eru að fleiri börn í þróunarríkjunum ganga í skóla en áður, ungbarnadauði hefur minnkað um heima allan og aðgerðir til að sporna við malaríu hafa náð veru- legri útbreiðslu. Berklafaraldurinn er í rénun samkvæmt skýrslunni en þó er ekki nóg til að hægt sé að ná markmiðunum um að helminga smit og dauðsföll fyrir 2015. Í skýrslunni segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri SÞ, að nauðsyn- legt sé að menn standi við þær skuldbindingar sem þeir hafa geng- ist undir á leiðtogafundum SÞ. Í skýrslunni er einnig bent á að aðeins fimm ríki hafi náð eða farið fram úr því gamla takmarki SÞ að 0,7% þjóðarframleiðslu renni til opinberr- ar þróunaraðstoðar, en þessi fimm ríki eru; Danmörk, Holland, Lúx- emborg, Noregur og Svíþjóð. Íslendingar standa sig ekki „Það er ekkert upp á íslenskan al- menning að klaga þegar kemur að framlögum í þróunarmál,“ sagði Árni. „Það er hinsvegar til skammar hvernig íslensk stjórnvöld hafa hag- að sér.“ Átti hann þar við að íslensk stjórnvöld hafa ekki enn staðið við loforð sín um að auka fjárframlög til þróunarmála upp í 0,7% hlutfall þjóðarframleiðslu. Hann sagði ís- lensk stjórnvöld lengi hafa lofað því að hækka framlög til þróunarmála en við það hafi ekki verið staðið. Hann benti líka á að íslensk stjórn- völd væru langt á eftir hinum Norð- urlandaþjóðunum hvað þetta varðar. Dæmi um það er að íslensk stjórn- völd ætli sér að leggja 0,35% af þjóð- arframleiðslu í þróunarmál árið 2009 á meðan Svíþjóð, Noregur og Danmörk setji sér það markmið að verja 0,8% þjóðarframleiðslu sinnar í þróunaraðstoð. Morgunblaðið/Golli Standa sig ekki Árni Snævarr segir Bandaríkin og Japan vera lengst frá 0,7%-markmiðinu sem ákveðið var en bætir við að þau borgi samt mest af öllum en 0,7%-markmiðið er hlutfall af heildarþjóðarframleiðslu. Þúsaldarmarkmiðin nást ekki að óbreyttu Í HNOTSKURN »Opinber þróunaraðstoð íheiminum minnkaði um 5,1% að raunvirði frá 2005 til 2006. »Skýringin mun að stórumhluta vera skuldauppgjöf til Nígeríu og Íran árið undan. »Ef uppgjöf skulda til Níg-eríu er dregin frá kemur í ljós að þróunaraðstoð við Afr- íkuríki sunnan Sahara jókst aðeins um 2 prósent á milli 2005 og 2006 en það er langt frá markmiðum SÞ. VILHJÁLMUR Vilhjálmsson, borgarstjóri í Reykjavík, fer á miðvikudag í opinbera heimsókn til Moskvu. Með honum í för verður yfir 30 manna sendinefnd sem er ein sú fjölmennasta sem fylgt hefur íslenskum ráðamönnum á erlendri grund. Bæði Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- seti borgarstjórnar, og Björn Ingi Hrafnsson, formaður borgarráðs, eru í sendinefndinni. Að sögn aðstoðarmanna borgarstjóra hafa Rússar mikinn áhuga á orkumálum á Íslandi og verða þau til umræðu á sérstöku þingi í borginni á fimmtudag. Borg- arstjóri Moskvu býður Vilhjálmi að sækja borgina heim en borgaryfirvöld þar hafa lengi átt í samskiptum við yf- irvöld í Reykjavík. Dagskrá heimsóknarinnar gerir ráð fyrir að sendi- nefndin íslenska sæki sýningu Bolshoj-ballettsins á Svanavatninu, vera við opnun á útibúi Norvik bankans og fara í menningar- og skoðunarferð í boði Moskvuborgar. Í heimsókn til Moskvu Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.