Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Bara aðeins að síkka friðarskikkjuna, Blair minn, svo það beri ekki eins mikið á her- mannaklossunum þínum. VEÐUR Andrúmsloftið hefur görbreyst áöldurhúsum í miðborginni eftir að reykingabannið var sett á. Lítið sem ekkert ber á því að reykingafólk grípi til borgaralegrar óhlýðni og reyki inni á stöðunum. Og andrúms- loftið er mun heilnæmara, jafnt fyrir starfsfólk sem viðskiptavini.     Eins og alltaf þegar stjórnvöldgrípa inn í mannlífið með slíkum reglum, þá veldur það einhverjum hliðarverkunum.     Auðvitað varfyrir- sjáanlegt að reykingafólk myndi fara út af stöðunum til þess að reykja. En fjölmargir aðrir hafa fylgt á eftir, kannski vegna sumarblíðunnar, og á götum og torgum ríkir hálfgerð útihátíð- arstemmning um helgar. Margir eru með vín í glösum og flöskum og mannlífið er mun sýnilegra en áður. Eflaust mun það leita jafnvægis.     Þetta minnir nokkuð á þá stemmn-ingu sem myndaðist hér áður fyrr á blíðviðrisnóttum í miðborg- inni þegar skemmtistaðir lokuðu um þrjúleytið. Oftar en ekki var fólk síð- ur en svo í skapi til að halda heim á leið og miðbærinn fylltist af fólki.     Það var einnig dæmi um hliðverk-un af inngripi stjórnvalda. Nokkuð sem heyrði sögunni til eftir að opnunartími skemmtistaða var lengdur. Og síðan þá hefur ekki ver- ið talað um kortér í þrjú gæja.     Íbúi í miðborginni sem áður kvart-aði undan reykingum á öldur- húsum, fær ekki svefnfrið og vill leyfa reykingar aftur. Það er harla ólíklegt að honum verði að ósk sinni.     En hvað sem líður boðum og bönn-um heldur fólk áfram að skemmta sér. STAKSTEINAR Reykingabannið og öldurhúsin SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                *(!  + ,- .  & / 0    + -                       12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (        !  "  #! $      :  *$;<                  !  " $# # # %  #  &         # '     # *! $$ ; *! %& ' !  & !   (  "!) " =2 =! =2 =! =2 %(!'  *  $+,# " -  >2?         /       ." ' #&' "! / "! "  #! &  =    87  ." ' #  ! ) "!/ "!"!  $ "  & #       0# "  1 !+# # $    ! ) "!"  / 2"   &   3    /  $" &  & # " 4#" "  ) $  56 "77  "! 8 "  #"*  $ 3'45 @4 @*=5A BC *D./C=5A BC ,5E0D ).C / /        / / / / / / / / / / / / /            Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Elmar Geir Unnsteinsson | 2. júlí 2007 Sakleysislegt dæmi um nafnorðastíl „Franska lögreglan vinnur að rannsókn málsins.“ Ég er viss um að fáir kippa sér upp við svona orðalag. Enda má þetta ábyggi- lega heita málvenja nú á dögum. En ekki sakar að minna á fornar að- finnslur. Það er að minnsta kosti fal- legra að segja að franska lögreglan rannsaki málið. Finnst fólki í alvöru ekki skrítið að segja einhvern vinna að rannsókn máls? Meira: elmargeir.blog.is Anna Ólafsdóttir (anno) | 2. júlí 2007 Hvernig er þetta hægt? Hvernig geta símafyr- irtæki selt okkur þá hugmynd að það sé réttlætanlegt rukka meira fyrir að hringja úr heimasíma í GSM heldur en úr heimasíma í heimasíma – og komist upp með það – ennþá??? Það væri kannski hægt að skilja það ef GSM kerfi væri nýuppfundin þjónusta sem ætti eftir að þróast og kostnaður við hana þar með að lækka. Meira: anno.blog.is Dögg Pálsdóttir | 2. júlí 2007 Ráðherravalið Það er greinilega að ýmsu spurt í þjóðar- púlsi Gallup þessa dag- ana. […] Það sem skiptir máli í þessum tölum er að 80% kjósenda Sam- fylkingar og 71% kjósenda Sjálf- stæðisflokksins eru ánægð með ráð- herravalið. Það hefði hins vegar verið áhuga- vert að sjá hvernig kjósendur stjórn- arflokkanna skiptast eftir kyni í af- stöðu sinni til ráðherravalsins. Meira: doggpals.blog.is Hrannar Björn Arnarsson | 2. júlí 2007 Gunnfáni jafnaðarmanna Það var fróðlegt og skemmtilegt að lesa sunnudagsviðtöl Pét- urs Blöndal í Morgun- blaðinu við vinstri- mennina sem nú höndla sem ráðherrar með viðskipti og fjármál á Íslandi annarsvegar og Indlandi hinsvegar. Mikill samhljómur var með þeim bræðrum í andanum Björgvini Sig- urðssyni viðskiptaráðherra og P. Chidambaram, fjármálaráðherra Indlands, og greinilegt að þessir forystumenn jafnaðarmanna hafa áttað sig á því að alþjóðavæðing við- skiptanna er eitt af mikilvægustu tækjunum sem við eigum í barátt- unni gegn fátækt og fyrir aukinni velsæld allra jarðarbúa. P. Chidambaram hefur verið ötull baráttumaður fyrir auknu frjáls- ræði í viðskiptum um árabil og rek- ur ævintýralegan uppgang efna- hagslífsins á Indlandi til slíkrar þróunar. Einn þáttur í þeirri þróun er að greiða leið fjárfestinga til og frá Indlandsmarkaði og í þeim erinda- gjörðum var hann einmitt staddur hér á landi. Það verður gaman að fylgjast með framhaldi þess máls. Ég hef áður fjallað um mikilvægi alþjóðavæðingarinnar og aukins viðskiptafrelsis í baráttunni gegn fátækt í heiminum og er sann- færður um að það er ein mikilvæg- asta forsendan fyrir raunverulegum árangri. P. Chidambaram setur málefnið hinsvegar í þannig samhengi, þegar hann lýsir áhrifum þessarar þróun- ar fyrir Kína og Indland, að um það þarf varla að hafa fleiri orð: Bæði ríkin munu setja mark sitt á 21. öldina og það verður öldin þar sem 2,5 milljarðar ná sömu velmeg- un og Evrópa nýtur í dag. Björgvin orðar þetta hinsvegar þannig með sínum kjarnyrta hætti: Viðskiptafrelsi er hin hliðin á jafnaðarstefnunni. Ég get tekið heilshugar undir með þeim félögunum báðum en hverjum hefði nú dottið í hug fyrir svona 20 árum að einn helsti gunn- fáni okkar jafnaðarmanna á 21. öld- inni yrði viðskiptafrelsið? Pælum í því! Meira: hrannarb.blog.is BLOG.IS UNNIÐ var að viðgerð á Boeing 767-farþegaflugvél frá bandaríska flugfélaginu Delta Air í gær, en vél- in lenti á Keflavíkurflugvelli í fyrradag eftir að bilun varð í öðrum hreyfli hennar. Flugvélin, sem var með rúmlega 225 manns um borð, var stödd skammt frá landinu í áætlunarflugi frá Þýskalandi til Bandaríkjanna þegar bilunin varð. Fram kemur á heimasíðu Kefla- víkurflugvallar, að önnur flugvél frá Delta hafi komið í fyrrinótt með varahluti og flugvirkja og flutt far- þegana áfram vestur um haf í morgun. Flugvirkjarnir unnu í gær að því að skipta um eldsneytisdælu í bil- aða hreyflinum, en von var á fleiri varahlutum í gærkvöldi. Var áætl- að að viðgerð lyki nú í morguns- árið. Viðgerð Hreyflarnir á Boeing 767-flugvélum eru býsna stórir. Gert við hreyfil á flugvél Delta Air

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.