Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 15 okkur sem erum í þessum útflutningi. Ef menn horfa fram á að einhver verulegur nið- urskurður verði í þorskveiðiheimildum þá spyr maður hvort hætt verði við fyrirhugaðar álversframkvæmdir sem fregnir af klingja í eyrum okkar dag eftir dag. Ég tel að umræð- an um fleiri álver sé aðalástæðan fyrir þessu háa gengi krónunnar og að sjálfsögðu einnig framkvæmdir við nýtt álver.“ Rakel segir að umræðan um kvótakerfið hafi verið neikvæð frá upphafi. „Manni svíður auðvitað þessi stöðuga neikvæðni í garð sjáv- arútvegsins og ég tel að hún eigi ekki síst ræt- ur að rekja til höfuðborgarsvæðisins. Ég held að kvótakerfið sé það skásta sem við höfum til þess að halda utan um fiskstofnana á Íslands- miðum. Það eru vafalaust ákveðin göt á kvóta- kerfinu sem mætti reyna að laga. Ég hef þá trú að við höfum eytt alltof litlum krafti í rannsóknir á lífríki sjávar. Það þarf að stórefla hafrannsóknir og það þarf að breyta þeim. Það þarf að fá skipstjórnarmennina okkar til þess að taka þátt í hafrannsóknum en þeir þekkja hvað best til. Það þarf einnig að fá þá sem hafa hagsmuni af framleiðslunni til þess að vera með. Hér væri hægt að búa til mjög öflugt rannsóknarteymi en það er alveg ljóst að fleiri þurfa að koma að rannsóknunum en nú er. Ég vildi ekki þurfa að sitja uppi með þá ábyrgð sem þeir hjá Hafró hafa einir í dag.“ Aðspurð hvaða göt hún telji vera á kvóta- kerfinu segir Rakel: „Er það til dæmis eðlilegt að við séum með fullt af kvótalausum skipum hringinn í kringum landið? Það er þessi kvóta- lausa útgerð sem hefur spennt upp leigumark- aðinn og verðlagningu á kvótanum. Það er bara staðreynd að það er fullt af mönnum sem leigja kvótann á þessu uppsprengda verði og aðrir sem kaupa hann á verði sem við höfum ekki treyst okkur til að kaupa á. Það er enginn grunnur fyrir því að slík fjárfesting geti staðið undir sér.“ Hér vísar Rakel til þess að verð á þorsk- ígildiskílói kostar nú um 3.000 krónur og leiguverðið fyrir kílóið er um 200 krónur. Rakel segist ekki vera á bryggjunum en hún eins og aðrir heyri talað um fleiri vankanta á kvótakerfinu, svo sem það að landað sé framhjá vigt, ísprósentan sé fölsuð og fleira. „Ég ætla ekki að gerast neinn dómari í þessum efnum en þó hlýtur maður að staldra við þeg- ar fiskistofustjóri sagði sjálfur að þetta skipti þúsundum tonna. Það er auðvitað graf- alvarlegt mál ef svo er. Hér eigum við að hafa öflugt eftirlit en þegar svona er talað veltir maður því fyrir sér hvort ekki megi herða veiðieftirlitið og eftirlit með vigtun. Ég tel mig þó vita það með vissu að svona sjóræningjastarfsemi er ekki stunduð hér í Stykkishólmi. Við erum hér bara að sinna okk- ar skyldum og fara eftir lögum og reglum.“ LAUSU SKIPIN ÚT Stjórnarformaður Rakel Olsen segir að stór- efla þurfi hafrannsóknir og fleiri þurfi að koma að þeim en nú er. Manni svíð- ur þessi nei- kvæðni í garð sjávarútvegsins og ég tel að hún eigi ekki síst rætur að rekja til höfuðborg- arsvæðisins. » S igurður Sigurbergsson, fram- kvæmdastjóri hjá Soffanías Cesils- syni í Grundarfirði, segir ljóst að fiskveiðiráðgjöf Hafró komi öllum á Snæfellsnesi gríðarlega á óvart. „Þetta er í rauninni þvert á það sem við erum að upplifa “ segir Sigurður. „Hún hefði ekkert komið okkur á óvart ef við hefð- um verið farnir að sjá hér í vinnslunni horaðri fisk og heyra af skipstjórnarmönnum sem væru í vandræðum með að ná í fiskinn. Við höfum verið að upplifa þveröfugt ástand; það er auðveldara að ná í fiskinn og tekur helmingi skemmri tíma og við erum að fá fisk sem er í betri holdum en oftast áður.“ Sigurður segir að ef upplýsingar frá skip- stjórnarmönnunum gæfu til kynna að ástandið væri slæmt fiskurinn væri rýr og erfitt að ná í hann þá horfði málið öðru vísi við. „Þá væri ég óttasleginn. Við höfum upplifað það í skelinni og það voru skipstjórnarmennirnir sem fyrstir áttuðu sig á því hvað var að gerast í skelinni. Þeir vita sínu viti. Á meðan þeir eru rólegir er ég rólegur. Því held ég að þessi veiðiráðgjöf Hafró sé á algjörum villigötum.“ Sigurður kveðst telja að það sé alrangt að ætla sér að breyta núverandi reglum um 25% stuðul og fara niður í 20%. „Ég held að eina vitið í stöðunni í dag sé að núverandi reglur gildi. Það sé þessi sveiflujöfnun upp á 10% og þá erum við að tala um skerðingu í þorsk- veiðum upp á tæplega 10%. Vill þrefalda steinbítskvóta Við skulum ekki gleyma því að Hafró er að tala um skerðingu í steinbít upp á 10% til 15% á sama tíma og þeir eru að tala um 30% skerð- ingu í þorski. Það er engin glóra í því og svo gjörsamlega allt annað en við erum að upplifa. Nær lagi væri að tvöfalda jafnvel þrefalda steinbítskvótann svo mikið veiðist af honum. Þessi ráðgjöf þeirra um steinbítinn segir okk- ur bara að þeir vita nú ekki alveg jafnmikið og þeir vilja vera láta. Auðvitað er erfitt að vera að blása á vísindaleg rök því þeir kunna örugg- lega að reikna. Það er enginn að efast um það. Það má kannski efast um aðferðafræðina, for- sendurnar sem lagðar eru til grundvallar í út- reikningum þeirra hjá Hafró. Ég hef miklar efasemdir um það hvað þessar togstöðvar Hafró eru látnar vega þungt inn í ráðgjöfina. Ég hef ekki áhyggjur af þorskstofninum og ég hef ekki áhyggjur af steinbítsstofninum, það er auðvitað stóra málið. Það er enginn hagur í því fyrir okkur að ætla að veiða of mik- ið úr stofnunum. Það kemur bara í bakið á okkur eftir einhver ár. Við höfum auðvitað alla okkar hagsmuni af því að stofnarnir muni braggast. Ég ætla bara að vona að menn fari ekki að nota kvótakerfið sem hagstjórnartæki og segi sem svo að nú sé óhætt að draga úr veiðum til þess að slá á þenslu. Það væri bara alröng að- ferðafræði enda hefur kvótakerfið aldrei verið notað með þeim hætti.“ Sigurður segir að það sem hann telji hættu- legast sé ef menn ætli að fara að nota kvóta- kerfið til þess að halda uppi byggð í landinu. „Ef álverið fer úr Hafnarfirði þá má með sömu rökum halda því fram að Norðurál og Fjarðaál eigi að bæta Hafnfirðingum það að Alcan hættir starfsemi með einhvers konar skatt- heimtu. Það sér hver maður að það gengur ekki upp. Við erum búnir að upplifa það í sjávarútveg- inum síðustu 15 - 20 árin að þriðja hvert kíló sé með stjórnvaldsaðgerðum tekið út um bak- dyrnar með einhvers konar hliðarráðstöf- unum eins og byggðakvótum, smábátakvótum o.þ.h., allt gert af tómum velvilja með það að markmiði að halda uppi byggð. Það sem er tekið frá einum og fært til ann- ars veikir bara þann sem tekið er frá. Það er stöðugt verið að leggja byrðarnar á sjáv- arútvegsfyrirtækin í landinu og þau rísa ekki undir þeim álögum endalaust. Málið er ekkert flóknara en svo “ segir Sigurður. „Menn eru búnir að reyna það úti um allan heim í hundruð ára að halda uppi byggð þar sem fólk vill ekki búa. Það er bara ekki hægt. Ef það er svona hagstætt að gera út frá Vest- fjörðum hvers vegna eru þá ekki öflugustu út- gerðarfyrirtækin þar? Þetta er bara kjaftæði því miður og það hefur ekkert með kvótakerfið að gera. Það er bara staðreynd að það er ekk- ert hagkvæmt að gera út frá Vestfjörðum “ segir Sigurður. Soffanías Cesilsson ræður yfir um 3.000 þorskígildistonnum. Fyrirtækið gerir út þrjá báta, tvo á trolli og einn á línu. Bátar félagsins veiða allan kvótann og til viðbótar leigir félag- ið um þúsund tonn. „Við verkum megnið af þorskinum og kaupum auk þess á markaði og erum með báta í viðskiptum hjá okkur. Sami fjöldi skapar meiri verðmæti Það er staðreynd að verkunin í dag fram- leiðir svona fjórum sinnum meiri verðmæti en hún gerði fyrir 10 til 12 árum síðan með sama fjölda starfsmanna,“ segir Sigurður. Hann segir að ef farið verður að ráðgjöf Hafró verði fyrirtæki hans fyrir gríðarlegu áfalli. „Við höfum mikið gert út á steinbít og ýsu líka auk þess að veiða þorsk. Ég vil nú bara fá að sjá hvað ráherrann dregur upp úr hatti sínum áður en hann tekur ákvarðanir. Því fyrr því betra. Við skulum líka gæta að því að við erum ekki að tala um þetta eina ár. Við erum greinilega að tala um næstu ár,“ segir Sigurður. – Finnst þér þú verða var við það í um- ræðunni hér í plássinu að fólk hafi áhyggjur af því að menn selji kvóta burt úr byggðarlag- inu? „Sú umræða er ekki áberandi hér þótt auð- vitað sé hún í einhverjum mæli. Auðvitað er sú hætta fyrir hendi alls staðar. Ég hef engar áhyggjur af því á meðan fólki líður vel á stöð- unum. Auðvitað verða alltaf einhverjir til þess að selja kvóta og það verður bara til þess að aðrir munu eflast. Það er bara þannig í þess- um rekstri eins og öðrum að einhverjir eflast alltaf á kostnað hinna.“ Sigurður segir að sú neikvæða umræða sem hafi verið um sjávarútveg á Íslandi eigi ekki rétt á sér og sé ósanngjörn. „Á milli 85% og 90% af aflaheimildum fyrirtækisins hafa verið keypt eftir að kvótakerfið var sett á. Við höf- um þurft að sætta okkur við það ítrekað að fiskveiðiheimildirnar sem við höfum keypt hafa verið teknar til baka að hluta. Við höfum skorið niður fiskiskipaflotann með svo drama- tískum hætti að það er ótrúlegt, allt í nafni hagræðingar. Þetta hefur sjávarútvegurinn tekið á sig, en það eru takmörk fyrir því hvað hægt er endalaust að leggja á þessa atvinnu- grein. Leikreglurnar sem menn hafa unnið eftir hafa verið skýrar. En ef það á að breyta þeim og fara að setja höft á greinina þá verður at- vinnugreinin óarðbærari fyrir vikið, það segir sig sjálft. Þá getur farið eins fyrir sjávarútvegi og íslenskum landbúnaði. Menn hafa þurft að taka erfiðar ákvarðanir segja upp fólki og því um líkt og það hefur enginn gaman af slíku. En menn gera það í þeirri vissu að eftir á munu þeir verða betur sjálfbjarga. Um það snýst málið. Þessi neikvæða umræða hefur valdið ákveðnu öryggisleysi þannig að smærri kvóta- eigendur, þessir gömlu karlar sem aldrei hafa mátt vamm sitt vita, hafa þyrpst út úr grein- inni eða eru á leiðinni út vegna þess að þeir eru skíthræddir um að þeir séu að verða gjald- þrota eða að kvótinn þeirra verði gerður upp- tækur. Ef við búum ekki við nokkuð öruggan eignarrétt á veiðiréttinum þá erum við í slæm- um málum.“ VEIÐIRÁÐGJÖF HAFRÓ Á VILLIGÖTUM Framkvæmdastjóri Sigurður Sigurbergsson segir neikvæða umræðu valda öryggisleysi. Á morgun | Kvótasvindl >> Er kvótasvindlið miklu meira en menn hafa talið? >>Er landað framhjá vigt í ríkum mæli?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.