Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 16
Morgunblaðið/Ómar LEONARD ehf. opnaði í síðustu viku nýja verslun, Leonard Accessories, í fríhöfn Kastrup-flugvallar í Kaup- mannahöfn. Aðaláherslan er lögð á úr, skart- gripi og töskur eins og hér heima en meira er lagt upp úr tískumerkj- unum, s.s. Armani, Dolce & Gabbana og Guess. Opnunin er liður í því að komast betur inn á danska markaðinn, að sögn Tómasar Jónassonar, fram- kvæmdastjóra Leonards, en gangi reksturinn að óskum verður stefnan tekin á verslun í Kaupmannahöfn. Leonard ehf. rekur þrjár versl- anir á Íslandi, þar af eina undir nafn- inu Noma. Leonard á Kastrup 16 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF ● LANDSBANKINN hefur eignast öll útistandandi hlutabréf í Kepler Equities SA, sem nú heitir Kepler Equities Landsbanki, en bankinn keypti 81% hlut í Kepler haustið 2005. Sérfræðingar Glitnis segja í Morgunkorni að þeir vænti þess að kaupin á þessum hlut í Kepler séu gerð til að einfalda skipulag bankans á meginlandinu. Bankinn vinni nú að samþættingu starfsemi Teather & Greenwood og Bridgewell sem bank- inn sé að yfirtaka. Landsbankinn virðist því vinna hörðum höndum að endurskipulagningu starfsemi sinnar á Bretlandseyjum. Kepler að fullu í eigu Landsbankans          !  " #$%&$''( #$ % "&%  5( - 6&72# (& 6&72# 8 -/6&72# 49 ( 2# +6&72# 6 ( : 2# ;#4 7 #3 !   <5   6&72# " 70 !: 2# +  :    2# *& 5 2 & 2# (  =8 .  .#:2# > ? 2# @ 2# ( $ ) *+  2# # 5 2# ( ( 5A (&  A   ! 6&72# B&? 8 <5   56&72# *  2# CD2  2# >?!! !  (/ 2# E  (/ 2# # ,! ) -  F (?   F& ;86  2# ; 7  2# .+/ 0 "+ $   $   $ $   $   $   $  $   $   $                            ;  -  7(  ! > :&,&  ! G " 7                   =  =  = = =   =                                                  E  7( , ) >;H (2!  (  / -  7(                  =  =  = = =   = I ! ( -  -                             J*K J*K   %$ $ L L J*K 48K   %$ %$ L L I&MN& C  O    %$ %$ L L I K    &$ &$ L L J*K5 J*K,    %$ %$ L L ÞETTA HELST ... ● TALSVERÐ velta var í viðskiptum með hlutabréf í kauphöll OMX á Ís- landi í gær en þau námu alls 21,4 milljörðum króna. Heildarviðskipti í kauphöllinni námu 23,2 milljörðum króna. Áberandi mest viðskipti voru með bréf Glitnis banka, 9,8 milljarðar, og Landsbanka, 8,1 milljarður, en ekkert annað félag náði milljarðs- veltu. Mest hækkun varð á bréfum Atl- antic Petroleum, 10%, en mest lækk- un varð á bréfum Össurar, 0,94%. Úr- valsvísitalan hækkaði um 0,22% og var 8.317,45 stig við lokun markaðar. Mikil viðskipti með Glitni og Landsbanka ● GANGI yfirtaka Stoða á Keops eftir hyggjast Stoðir, þegar til lengri tíma er litið, selja hlut Keops í danska fjármála- fyrirtækinu Capi- nordic. Þetta staðfestir Skarp- héðinn Berg Steinarsson, forstjóri Stoða, í samtali við Direkt-fréttastof- una en segir ekki liggja fyrir hvernig eða hvenær hluturinn verði seldur en tekur þó fram að „eitt ár sé lengri tími.“ Keops á liðlega 31% hlut í Capi- nordic sem skráð er í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Miðað við gengi bréfa Capinordic í gær er markaðs- verðmæti félagsins um 2,4 milljarð- ar danskra króna eða liðlega 27 milljarðar íslenskra króna og mark- aðsvirði eignarhluta Keops því lið- lega 8,4 milljarðar íslenskra króna. Stoðir mun selja Capinordic-bréf ● RACON Holdings, sænskt dóttur- félag Milestone hefur nú eignast 98% hlutafjár í sænska fjármálafyrir- tækinu Invik og ræður jafnframt um 99% atkvæðamagns. Þar með getur fyrirtækið krafist innlausnar á eftir- standandi hlutafé og samkvæmt fréttatilkynningu frá því verður inn- lausnarleiðinni sennilega beitt á næstu dögum, takist ekki að kaupa hlutabréfin á markaði. Það verður þó að gerast áður en Invik verður skráð af markaði því fyrirtækið uppfyllir ekki lengur skilyrði um markaðs- skráningu og skv. tilkynningu Racon verður óskað eftir afskráningu Invik á næstu dögum. Öll skilyrði tilboðsins hafa verið uppfyllt. Með 98% hlut í Invik JP/POLITIKENS Hus, sem gefur út danska fríblaðiðið 24timer, ætlar að draga verulega úr dreif- ingu fríblaðsins í heimahús og að loknum sumarfríunum verður að- eins um helmingur af upplagi blaðsins borinn heim til lesenda en hinum helmingnum verður dreift á fjölförnum stöðum. 24timer var hleypt af stokk- unum til þess að mæta sam- keppni frá Nyhedsavisen en heimdreifingin hefur reynst mjög dýr. Í frétt á vef Berl- ingske Tidende segir að þessar breytingar hjá 24timer séu gerð- ar til þess að ná niður kostnaði enda hafi dreifingarkostnaðurinn aukist nokkuð þegar fríblað Berlingske, Dato, hætti að koma út en Dato og 24timer var áður dreift af sameiginlegu dreifing- arfyrirtæki Berlingske og JP/ Politiken. Upplag 24timer er um 450 þús- und eintök og lesendur eru um 465 þúsund en upplag Nyheds- avisen er 525 þúsund og lesendur 391 þúsund og hefur farið fjölg- andi. Um 80% af upplagi Nyheds- avisen er dreift í heimahús. Mikið uppsafnað tap Útgefendur 24timer og Nyheds- avisen hafa ekki upplýst hvert uppsafnað tap af útgáfu fríblað- anna er en samkvæmt uppgjöri Nyhedsavisen tapaði fyrirtækið um 1,4 milljörðum íslenskra króna í fyrra. Samkvæmt útreikn- ingum Journalisten nemur upp- safnað tap af útgáfu Nyhedsavis- en tæpum 3,5 milljörðum og tap 24timer rúmum 3,5 milljörðum. 24timer dregur úr heimdreifingu Eftir Sigrúnu Rósu Björnsdóttur sigrunrosa@mbl.is RÓBERT Wessmann, forstjóri Actavis, hefur samþykkt að selja Novator hlut sinn í fyrirtæk- inu fyrir rúmar 147 milljónir evra, eða ríflega 12,3 milljarða íslenskra króna. Sindri Sindrason hefur einnig ákveðið að taka tilboði Novator í Actavis. Róbert á 136.732.633 hluti að nafnverði í fé- laginu en Sindri selur 21.658.059 hluti að nafn- verði. Samanlagt eiga þeir því tæp 5% hlutafjár í Actavis. Róbert sem er 37 ára varð forstjóri Delta árið 1999. Pharmaco og Delta voru síðan sameinuð árið 2002 og tveimur árum síðar hlaut hin ört vaxandi fyrirtækjasamstæða nafnið Actavis. Sindri Sindrason, stjórnarmaður í Actavis Group hf. og fyrrum forstjóri Pharmaco til 22 ára, fær í sinn hlut rúmar 24 milljónir evra eða tæpa 2 milljarða íslenskra króna. Novator bauð 1,075 evrur á hlut og eru fyr- irvarar samkvæmt tilboðinu í gildi þannig að sala hlutabréfanna hefur ekki átt sér stað. Skriflegar staðfestingar um sölu inn í tilboðið, höfðu við lokun markaðar á föstudag borist frá eigendum 53,6% af virku hlutafé og eru komin vilyrði fyrir meiru að sögn talsmanns Novators. Eftir að stjórnarfundur, nýrrar stjórnar, hef- ur sent beiðni um afskráningu til kauphallar OMX Íslandi, má gera ráð fyrir að afgreiðslan taki 2-3 vikur. Strangt til tekið má kauphöllin þó taka sér allt að 12 mánuði til þess að afgreiða beiðnina. Fari sem horfir, er því allt útlit fyrir að Acta- vis verði horfið af markaði fyrir haustið. Selur 12,3 milljarða hlut Róbert Wessmann og Sindri Sindrason ætla að selja bréf sín í Actavis Róbert Wessmann, forstjóri Actavis. Sindri Sindrason á sæti í stjórn Actavis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.