Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 17 ERLENT Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is EIGINKONA Nestors Kirchners Argentínuforseta verður í framboði í forsetakosningunum, sem fram fara þar syðra í októbermánuði. Frá þessu var skýrt á sunnudag og þar með sýnist óvissan vera úti í argent- ínskum stjórnmálum. Og ef marka má skoðanakannanir eru verulegar líkur á að þetta herbragð skili tilætl- uðum árangri; Christina Fernandez de Kirchner ber höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Nestor Kirchner forseti hafði ítrekað gefið til kynna að hugsanlegt væri að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri í kosningunum 28. október. Hann hafði jafnframt látið að því liggja að vera kynni að eig- inkona hans myndi bjóða sig fram. Þau hjónin njóta algjörrar sérstöðu í argentínskum stjórnmálum og er þeim iðulega líkt við Bill og Hillary Clinton í Bandaríkjunum. Með því að skapa óvissu um hvort þeirra yrði í framboði hefur Kirchner-hjónun- um augljóslega tekist að skapa ring- ulreið í röðum stjórnarandstöðunn- ar. Kirchner-hjónin eru prýðilega valdaglöð og vísast liggur skýringin á rás atburða þar. Kirchner sór emb- ættiseið forseta 25. maí árið 2003. Stjórnarskrá Argentínu mælir fyrir um að sitjandi forseti geti aðeins leitað eftir endurkjöri einu sinni. Þetta fyrirkomulag, sem víða þekk- ist, þykir hafa þann galla að völd og áhrif forsetans eru iðulega mjög skert þegar líða tekur að því að síð- ara kjörtímabili hans ljúki. Það ástand er t.a.m. alþekkt í bandarísk- um stjórnmálum og mótar mjög stöðu Bush forseta nú um stundir. Við völd til 2019? Í Argentínu mælir á hinn bóginn ekkert gegn því að tiltekinn einstak- lingur sinni embætti forseta í fjögur ár, hverfi frá völdum en taki síðan við embættinu á ný að fjórum árum liðnum. Ýmsa grunar að Kirchner- hjónin stefni að þessu. Fari Christina Fernandez de Kirchner með sigur af hólmi í kosningunum í haust gæti hún haft embættið með höndum næstu fjögur árin. Nestor gæti þá snúið aftur 2011 og ríkt í eitt eða jafnvel tvö kjörtímabil. Með þessu móti gætu Kirchner-hjónin verið við völd í Argentínu fram til ársins 2015, jafnvel 2019. Nestor Kirchner forseti hefur not- ið yfirburðastöðu í argentínskum stjórnmálum á undanliðnum árum. Mikil umskipti hafa orðið í efnahags- málum landsmanna og hefur Kirchn- er eignað sér þann góða árangur. Heldur hefur þó hallað undan fæti á síðustu vikum. Þrátt fyrir dyggan stuðning Kirchners beið frambjóð- andi stjórnarflokks peronista heldur óvænt ósigur í borgarstjórakosning- um í Buenos Aires í júnímánuði. Hið sama gerðist í ríkisstjórakosningum í Tierra del Fuego. Vera kann að ósigrar þessir hafi haft áhrif á ákvörðun Kirchners auk þess sem lífseig spillingarmál hafa dregið úr stuðningi við stjórn hans. Að sögn talsmanns forsetans mun Cristina Fernandez de Kirchner formlega skýra frá framboði sínu 19. þessa mánaðar. Það mun hún gera í La Plata, sem er höfuðborg Buenos Aires-héraðs þar sem um fjórðungur kjósenda býr. Cristina býr yfir mik- illi reynslu á sviði stjórnmálanna og hafði náð góðum árangri á þeim vett- vangi áður en Nestor eiginmaður hennar var kjörinn forseti. Síðustu tvö árin hefur hún setið í öldunga- deild Argentínuþings sem fulltrúi Buenos Aires. Líkt og Hillary Clint- on er hún lögfræðingur að mennt og eins og hún þykir hún ekki standa í skugga eiginmanns síns. Nestor for- seti þykir heldur drungalegur en eiginkona hans er annáluð fyrir per- sónutöfra og glæsilega framgöngu. Mikill stuðningur Í skoðanakönnunum kveðast um 60% þátttakenda hafa „jákvæða sýn“ til Fernandez de Kirchner. Fjórir menn hafa greint frá því að þeir verði í framboði í forsetakosn- ingunum og er Carlos Menem, fyrr- verandi forseti, í þeim hópi. Ef marka má kannanir er stuðningur við þessa frambjóðendur lítill. Christina Fernandez gæti farið með sigur af hólmi strax í fyrstu umferð. Kona hefur einu sinni áður gegnt embætti forseta í Argentínu. María Estela Martínez, betur þekkt sem Ísabella Peron, tók við embætti for- seta í júlímánuði 1974 þegar eigin- maður hennar, Juan Peron, gekk á fund feðra sinna. Herinn setti Ísa- bellu af í valdaráni í mars 1976. Sterka stöðu Fernandez de Kirchn- er má hins vegar hafa til marks um vaxandi skriðþunga kvenna í argent- ínskum stjórnmálum. Í núverandi ríkisstjórn stýra konur t.a.m. ráðu- neytum varnar- og efnahagsmála. Eiginkona Kirchners í forsetaframboð Nestor Kirchner, forseti Argentínu, hyggst ekki leita eftir endurkjöri og ákveðið hefur verið að eigin- kona hans, Cristina Fernandez de Kirchner, fari fram í hans stað í kosningunum þar syðra í haust Í HNOTSKURN »Cristina Fernandez deKirchner fæddist 19. febr- úar 1953 í La Plata í Buenos Aires-héraði. Hún hóf ung af- skipti af stjórnmálum á vett- vangi Flokks lýðræðis og sósí- alisma, sem er stærsti flokkurinn innan Peronista– hreyfingarinnar. »Hún var kjörin til setu áhéraðsþinginu í Santa Cruz í Patagóníu árið 1989. Árið 1995 vann Fernandez de Kirchner sæti í öldungadeild þingsins sem fulltrúi Santa Cruz og var endurkjörin sex árum síðar. Árið 2005 varð hún þingmaður Buenos Aires. Reuters Vinsæl Cristina Fernandez de Kirchner leikur á fiðlu er hún var í för með eiginmanni sínum, Nestor, í borginni Santiago del Estero í liðinni viku. HAMINGJAN er ekki alltaf höndl- uð þótt fólk hafi fengið góða stöðu hjá ríkinu. Minnst 30 aðstoðarráð- herrar í Kenía hafa að sögn frétta- vefjar breska útvarpsins, BBC, sent forseta landsins, Mwai Kibaki, bréf og kvartað yfir því að þeim leiðist í vinnunni, þeir hafi allt of lítið að gera. „Ég fer bara á skrifstofuna og les blöðin,“ sagði Abu Chiaba sem er aðstoðarráðherra sjávarútvegs- mála. Sumir kollegar hans segjast heyra fyrst um mikilvægar ákvarð- anir í fjölmiðlunum. Alls eru aðstoðarráðherrarnir 50 í 33 ráðuneytum. Er Kibaki forseti tók við völdum 2002 hét hann m.a. að spara í stjórnsýslunni en friðaði liðsmenn samstarfsflokka sinna með því að útvega þeim stöður í ráðuneytum. Ráðherrunum hundleiðist BARACK Obama, sem stefnir að því að verða forsetaframbjóðandi demókrata á næsta ári, hefur tekist að safna 32,5 milljónum dollara síð- ustu þrjá mánuði í kosningasjóð. Er um að ræða met í fjársöfnun hjá forsetaefnum demókrata, Hillary Clinton, sem er efst í könnunum, safnaði 27 milljónum dollara. Obama vel fjáður ÝTA þarf undir aukna notkun reið- hjóla og aðrar breytingar á lífsstíl í baráttunni gegn losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið, að sögn skrifstofu Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar, WHO, við Vestur-Kyrrahaf. Reuters Meira verði hjólaðTVEGGJA daga ráðstefna um mál-efni Afganistans hófst í gær í Róm. Talið er að 600 óbreyttir borg- arar hafi fallið í Afganistan það sem af er árinu, þar af rúmur helm- ingur fyrir hendi bandamanna en sagt er að talíbanar leynist mark- visst á meðal óbreyttra borgara. Þingað í Róm BRESKIR lögreglumenn á verði við innganginn að flughöfninni í Glas- gow í gær. Alls eru nú átta manns í haldi vegna gruns um aðild að sprengjutilræðunum þrem í Lond- on og Glasgow, einn er lífshættu- lega slasaður en hann var í logandi jeppa sem ekið var að flughöfninni á laugardag. Tveir hinna hand- teknu eru læknar sem starfað hafa á sjúkrahúsum í London. Annar er frá Jórdaníu og hinn frá Írak. Reuters Átta í haldi vegna tilræðanna Kennebunkport. AFP, AP. | Gárungarnir kölluðu tæplega sólarhringslangan fund George W. Bush Bandaríkja- forseta og Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta humarþingið, en svæðið í Maine þar sem sumarhús Bush- fjölskyldunnar stendur er þekkt fyr- ir góðan humar. Forsetarnir voru sáttir en nokkuð fámálir í fundarlok. Að fundinum loknum var Bush spurður að því hvort hann treysti Pútín. Hann játti því, sagði Pútín ær- legan mann, en bætti því við að hann kynni ekki alltaf að meta orð hans. Eftir marga árekstra undanfarna mánuði átti fundurinn í gær að vera tilraun til þess að bæta samband for- setanna tveggja. Forsetarnir lögðu ríka áherslu á ágætan vinskap sinn áður en fundurinn hófst og Bush ítrekaði að þetta yrðu afslappaðar viðræður í óformlegu umhverfi. Munu snúa bökum saman Það var létt yfir leiðtogunum þeg- ar þeir svöruðu spurningum blaða- manna í gær, þó að augljóslega hefði ekki verið komist til botns í öllum ágreiningsefnum. Pútín kynnti Bush hugmyndir sínar um eldflaugavarn- irnar og Bush sagði þær frumlegar og einlægar, en sagði að ekki kæmi annað til greina en að varnirnar yrðu staðsettar í Póllandi og Tékklandi. Einnig var tilkynnt að á þriðjudag myndu þjóðirnar undirrita sam- komulag um samstarf í kjarnorku- málum. Þeir vildu ekki staðfesta að þeir hefðu náð niðurstöðu um frekari aðgerðir gegn Íran, en sögðu að sér þætti mikilvægt að standa þétt sam- an í málinu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Pútín gaf til kynna að þeir Bush myndu eiga í frekari viðræðum um málefnið í náinni framtíð. Milli viðræðna héldu leiðtogarnir í stutta veiðiferð ásamt George Bush eldri, þar sem beit á hjá Pútín einum. Pútín fullyrti þó við fjölmiðla að löndun fisksins hefði verið afrakstur náinnar samvinnu þeirra Bush. Humarþing Bush og Pútíns í Maine afstaðið GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti tilkynnti óvænt í gær að Lewis Libby, fyrrverandi skrifstofustjóra vara- forseta Bandaríkjanna, Dick Cheney, yrði hlíft við fangavist. Libby var nýlega dæmdur til fangelsisvistar til 30 mánaða fyrir meinsæri og tilraun til að hindra rannsókn á upplýsingaleka innan leyniþjónustunnar CIA. Bush sagði í dag að hann bæri virðingu fyrir niður- stöðu kviðdómsins, en hann teldi engu að síður að refs- ingin væri of hörð. Libby mun samt þurfa að greiða 250.000 Bandaríkjadala sekt og verður á skilorði í tvö ár. Leiðtogi meirihluta Demókrata í öldungadeildinni, Harry Reid, sagði þetta útspil forsetans „skammarlegt.“ „Dómurinn yfir Libby var vonar- glæta um að Hvíta húsið þyrfti að svara fyrir tilraunir sínar til að hagræða gögnum og þagga niður í gagnrýnendum Íraksstríðsins. Nú hefur jafnvel sú arða af réttlæti verið afmáð,“ sagði Reid í yfirlýsingu. Libby sá fram á að verða hnepptur í fangelsi innan tíðar, en hann hafði nýlega tapað áfrýj- un um frestun dóms. George Bush kemur Lewis Libby undan fangavist Lewis Libby

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.