Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 19 AKUREYRI Bíldudalur | Fjölskylduhátíðin nefnd Bíldudalsgrænar var haldin á Bíldudal helgina, í þriðja skipti. Talið er að um 2.000 manns hafi sótt hátíðina sem fram fór í ein- muna veðurblíðu. Arnfirðingafélagið heldur hátíð- ina. Hljómsveitin Farfuglarnir frumflutti hátíðarlagið, Fyllum dal- inn af söng, við setningu hátíðar- innar. Fjölbreytt dagskrá var alla dagana. Má þar nefna miðnætur- siglingu um Arnarfjörð, skoð- unarferð að kumlinu í Hringsdal, Leikfélagið Baldur sýndi leikritið Rauðhettu og úlfinn og heimsmeist- aramót í kalkþörungakappakstri var haldið. Boðið var upp á rækju úr Arnarfirði sem gestir pilluðu sjálfir. Börnin fundu einnig margt sér til skemmtunar, eins og hoppu- kastala, karaókí og dorgveiði- keppni. Fjölmörg tónlistaratriði voru í boði alla helgina. Atriði í keppninni Vestfjarðavík- ingurinn fléttaðist svo inn í hátíð- ina, en keppt var í kútakasti og bændagöngu á laugardaginn. Morgunblaðið/Guðlaugur Albertsson Kveðið Kveðið var við undirleik á vísnakvöldi á Bíldudalsgrænum. Keppt í kalkþörungaakstri LANDIÐ MJÖG vel heppnuðu aldurs- flokkameistaramóti í sundi lauk á Akureyri á sunnudagskvöldið með glæsilegu lokahófi. Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) sigraði örugglega í stigakeppni félaganna, líkt og undanfarin ár. Um 2. sætið börðust Sundfélagið Ægir úr Reykjavík og Sundfélagið Óðinn, lið heimamanna, og þar hafði Ægir bet- ur á lokasprettinum. ÍRB hlaut 1.451 stig á mótinu, Ægir 1.134 og Óðinn fékk alls 1.039 stig. Sunddeild KR varð í 4. sæti með 687 stig, Sundfélag Hafnarfjarðar í 5. sæti með 664 og í 6. sæti varð Sundfélag Akraness með 650 stig. Ásta Birgisdóttir, formaður Óð- ins, var jafnframt annar af móts- stjórum AMÍ og var að vonum him- insæl með helgina, bæði með framkvæmd mótsins og ekki síður frammistöðu síns fólks – sem hefur aldrei náð svona góðum árangri. „Þetta gekk framar okkar björtustu vonum. Eftir að hafa vermt 5. sætið í stigakeppni félaganna undanfarin ár bættum við heldur betur í og náðum bronssætinu. Óðinn er því í dag 3. sterkasta sundfélag landsins í yngri aldursflokkum,“ sagði Ásta. Á fyrsta AMÍ náðu þrír kepp- endur frá Óðni lágmarki inn á mótið, fyrir sjö árum voru þeir átta en á AMÍ 2007 voru þeir 33. „Þar fyrir utan gekk framkvæmd mótsins eins og best verður á kosið í fínu veðri. Við fengum mikið hrós fyrir frá hin- um félögunum. Ef við horfum á ár- angur Akureyringa á íþróttasviðinu í dag er alveg ljóst að á landsvísu stöndum við framar í sundi en flest- um öðrum greinum. Það væri því óskandi að Akureyringar færu að bera þá virðingu fyrir sundíþróttinni og Sundfélaginu Óðni sem við eigum skilið,“ segir Ásta Birgisdóttir, for- maður félagsins. Keppendur voru rúmlega 280 og auk þess fjöldi þjálfara og farar- stjóra. Margir foreldrar voru á staðnum og um eitt hundrað sjálf- boðaliðar störfuðu á mótinu. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Frábær stemmning Sundmenn fá ætíð gríðarlega hvatningu; það var mikið hrópað, kallað og klappað við laugarbakkann á Akureyri um helgina. Vel heppnað AMÍ á Akureyri Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Tilþrif Krakkarnir á AMÍ sýndu glæsilega takta í lauginni á Akureyri. Í HNOTSKURN »Stigahæstu einstaklingar íhverjum flokki voru; meyja: Eygló Ósk Gústafsdóttir Ægi; sveinn: Kristófer Sigurðsson ÍRB, telpa: Soffía Klemensdóttir ÍRB; drengur: Anton Sveinn McKee Ægi; stúlka: Sigrún Brá Sverrisdóttir úr Fjölni og piltur: Sindri Þór Jakobsson Óðni. BALDVIN H. Sigurðsson, odd- viti Vinstri grænna í bæjar- stjórn Akureyrar, undrast „ójafn- vægi“ í samning- um sem gerðir eru við íþrótta- félögin KA og Þór. Á fundi bæjar- ráðs var á dögunum samþykkt að fela bæjarstjóra að ganga frá viðbót- arsamningum við rekstarsamninga félaganna KA og Þórs. Baldvin lét bóka eftirfarandi: „Síðast þegar bæj- arsjóður hljóp undir bagga með íþróttafélögunum var fjárhagsstaða KA verri og fékk því KA hærri upp- hæðir, en nú þegar fjárhagsstaða Þórs er verri fá félögin sömu upp- hæð undrar mig þetta ójafnvægi sem þessum íþróttafélögum er sýnt.“ Kristján Þór Júlíusson, fyrrver- andi bæjarstjóri og nú forseti bæj- arstjórnar, lét bóka á móti: „Bæjar- fulltrúi Baldvin Halldór Sigurðsson staðhæfir að fjárhagsstaða KA hafi verið verri en Þórs á þessum tíma. Þess er óskað að hann leggi þær upplýsingar fram og skýri á næsta fundi bæjarráðs.“ Segir „ójafnvægi“ í samningum Baldvin H. Sigurðsson Ísafjörður | Háskólinn á Bifröst hefur opnað útibú á Ísafirði. Er þetta annað útibú háskólans því fyrir skömmu opnaði hann útibú á Egilsstöðum. Útibúið í húsnæði Háskólaseturs Vestfjarða. Forstöðumaður há- skólasetursins Peter Weiss en Martha Lilja Olsen kennslustjóri sér um útibú Háskólans á Bifröst. Útibúinu á Ísafirði er ætlað að gera Vestfirðingum auðveldara að kynna sér starfsemi og stunda nám við Háskólann á Bifröst. Þar eru veittar upplýsingar um nám og kennslu og er þessi þjónusta ætluð nýjum nemendum sem og þeim sem þegar stunda þar ýmist stað- eða fjarnám. Bifröst opnar útibú á Ísafirði Borgarnes | Nýr átján holu golf- völlur var um helgina opnaður á Hamri við Borgarnes. Albert Þor- kelsson, einn af stofnendum og heiðursfélagi Golfklúbbs Borg- arness, átti fyrsta höggið. Albert verður áttatíu og fimm ára í sumar og spilar enn golf á hverjum degi, alla daga ársins, að því er fram kemur á vef Skessu- horns. Unnið hefur verið að stækk- un vallarins frá því á árinu 1992. Nýr átján holu golfvöllur STOFNAÐUR var Norðurlands- hópur Amnesty International ný- verið, í kjölfar námskeiðs sem Ís- landsdeild Amnesty International hélt á Akureyri. Þar var m.a. farið yfir sögu, uppbyggingu og mann- réttindaáherslur Amnesty Inter- national. Norðurlandshópurinn stefnir að því að hittast reglulega, vinna að verkefnum og skrifa bréf til varnar fórnarlömbum mannréttindabrota. Einnig stefnir hópurinn að því að standa fyrir aðgerðum og uppá- komum til styrktar herferðum Amnesty International, að því er fram kemur í tilkynningu. Norðurlands- hópur Amnesty ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.