Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í NÆSTA mánuði verða 5 ár liðin frá því svokallað Baugsmál hófst með húsleit ríkislögreglustjóra í höf- uðstöðvum Baugs. Síðastliðinn fimmtudag fór ég í þriðja sinn í að- aldómsal Héraðsdóms Reykjavíkur til þess að hlusta á niðurstöður þriggja dómenda um 9 ákæruliði á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna sömu sakarefna. Í fyrstu tilraun hafði ákærandinn talið þessi atvik fela í sér stór- felldan fjárdrátt Jóns Ásgeirs frá Baugi. Hæstiréttur vísaði slík- um ásökunum á bug. Í síðari tilraunum til sak- fellingar hefur ákæran verið um ólögmætar lánveitingar andstæðar hlutafélagalögum. Í þrjú skipti hef ég borið skjólstæðingi mín- um þá niðurstöðu héraðsdóms að hann hafi ekki verið sakfelldur af þessu tilefni. Slíkt er mikill léttir fyr- ir sakaðan mann. Þrír dómarar héraðsdóms komust að einróma niðurstöðu um að þær sakir sem nú eru bornar á Jón Ás- geir, um svokallaðar lánveitingar, séu ekki lýstar refsiverðar fyrir ein- stakling í íslenskum lögum. Því verði honum ekki gerð refsing, jafnvel þótt sakir væru sannaðar. Rétt er að und- irstrika, að í forsendum dómsins er hvergi að finna orð um að Jón Ásgeir hafi gert neitt það sem andstætt er lögum um hlutafélög eins og ákær- andinn hefur haldið fram. Sýknan yfir Jóni Ásgeiri byggist á grundvallarreglu réttarríkisins um skýrleika refsiheimilda, sem er hluti Mannréttindasáttmála Evrópu og skráð í 69. grein íslensku stjórn- arskráarinnar. Í reglunni felst að manni verði ekki dæmd refsing nema til þess sé skýr og ótvíræð heimild í lögum. Vafi má ekki leika á því hátt- semi sé refsiverð. Þá ber að sýkna. Þrír virtir dómarar hafa nú í tví- gang komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé heimilt að lögum að refsa ein- staklingi fyrir þær sakir sem bornar eru á Jón Ásgeir. Ég ætla ekki að halda því fram að ákærandi í op- inberu máli eða prófessor í lögum megi ekki vera þessu ósammála. En er hægt að halda því fram í alvöru, eftir að þessir dómar liggja fyr- ir, að í íslenskum lögum sé skýr og ótvíræð heimild til þess að refsa einstaklingi fyrir þær sakir sem á Jón Ásgeir eru bornar? Er sam- dóma niðurstaða þriggja reyndra dóm- ara, sem gjörþekkja at- vik Baugsmálsins, ekki einmitt sönnun um hið gagnstæða? Átti Jón Ásgeir að sjá það í lög- unum sem þrír færir dómarar sjá ekki? Þegar síðasti dómurinn lá fyrir sagði settur ríkissaksóknari í sjón- varpsviðtali, að þegar lögum, sem Al- þingi hefði samþykkt og talin hafa verið fullnægjandi refsiheimild, er varpað fyrir róða af héraðsdómi, þá sé það nánast skylda ákæruvaldsins, að láta Hæstarétt eiga síðasta orðið í því, þar sem viðkomandi lagagreinar séu „bara í lausu lofti“. Á öðrum vett- vangi nefndi saksóknarinn að við- skiptalífið á Íslandi nánast kallaði á áfrýjun til þess að fá túlkun Hæsta- réttar á efni 104. gr. hlutafélagalag- anna. Vegna orða saksóknarans er rétt að geta þess að það hefur aldrei gerst fyrr á Íslandi, að einstaklingur sé ákærður fyrir að hafa gerst brot- legur gegn nefndu ákvæði hluta- félagalaganna um ólögmætar lánveit- ingar. Ákæra fyrir slíkt er einsdæmi. Morgunblaðið hefur síðastliðinn laugardag eftir Stefáni Má Stef- ánssyni lögfræðiprófessor, sem átti hlut að samningu hlutafélagalaganna, að hann voni „að þessum hluta máls- ins verði áfrýjað, ekki vegna sak- borninga, sem séu aukaatriði, en fremur til þess að Hæstiréttur taki á túlkun laganna“. Það má vel vera að viðskiptalífið á Íslandi þyrsti í túlkun Hæstaréttar á því hvernig skýra beri ákvæði hluta- félagalaga. Ég hef reyndar verulegar efasemdir um að sá þorsti sé mikill og held að svokallað viðskiptalíf, eins og reyndar langstærstur hluti íslensku þjóðarinnar, sé búið að fá miklu meira en nóg af tilraunum ákæru- valdsins til þess að bera sakir á Jón Ásgeir, fjölskyldu hans og samstarfs- menn. Það má líka vera rétt að prófessor í lögum beri þá von í brjósti, af fræði- legum ástæðum, að málinu verði áfrýjað. Ég trúi því reyndar tæpast að rétt sé eftir honum haft að hann telji að sakborningur sé aukaatriði í refsimáli. Ég get a.m.k. fullyrt að þeim sakborningum sem ég þekki finnst þeir ekki vera aukaatriði í refsimáli. Það er auðvitað andstætt öllum góðum siðum og þeirri grund- vallarhugsun sem réttarríkið byggist á að nota einstaklinga sem til- raunadýr til þess að fá fram dómsnið- urstöður sem kynnu að hafa fræði- legt gildi. Að fenginni niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur er engin leið fyrir ákæruvaldið að halda því fram að refsiheimildin, sem ákæran grundvallast á, sé skýr og ótvíræð. Við þessar aðstæður eiga þeir sem telja rétt að lýsa viðkomandi hátt- semi refsiverða að snúa sér til Al- þingis með erindið og óska þess að lögum verði breytt en láta fólk í friði sem þegar hefur orðið að þola miklu meira en nóg. Þessu máli þarf að linna. Er sakborningur aukaatriði í refsimáli? Gestur Jónsson skrifar um Baugsmálið »Ég get a.m.k. fullyrtað þeim sakborn- ingum sem ég þekki finnst þeir ekki vera aukaatriði í refsimáli Gestur Jónsson Höfundur er hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar. VONLEYSI á Vestfjörðum er nafnið á greinarflokki Agnesar Bragadóttur. Viðmælendur eru allir karlmenn sem lifa og hrærast í sínum veruleika. Það er vissulega rétt að ákveðið vonleysi ríkir í tengslum við sjávarútveg í landinu. Grein Agnesar end- urspeglar hins vegar gamlan tíma og þröngt sjónarhorn. Fiskveiðar og vinnsla eru okkur gríðarlega mikilvæg en lífið er ekki bara salt- fiskur. Á Vestfjörðum og á landinu öllu býr og starfar fólk sem byggir afkomu sína á allt öðru en ákvörðunum sjáv- arútvegsráðherra og kvótaeigenda. Þeir, sem eru að gera annað, eru hljóðir. Af hverju ætli fréttir af afrekum og uppgötvunum þessa fólks nái jafn sjaldan eyrum fjölmiðlamanna og raun ber vitni? Vestfirðingar og landsmenn allir þurfa að heyra af afrekum þessara einstaklinga. Hvernig erum við bættari með þessu endalausa vonleysishjali? Stað- reyndirnar liggja auðvitað ljósar fyr- ir en hvernig snúum við vörn í sókn? Minnisstæð er sagan af konunni sem heimsótti sjúklinga á Landakotsspít- ala. Allir sjúklingarnir sem hún heimsótti dóu skömmu eftir heim- sóknina. Sjúkdómar þeirra voru mis- jafnir og skipti engu hvort um botn- langabólgu eða krabbamein var að ræða – hún talaði alla í gröfina. Það er ágætt að rifja upp það góða sem er að gerast á Vestfjörðum. Það er margt í sjávarútvegi sem er já- kvætt líka en einbeitum okkur að öðru: Á Vestfjörðum býr Mugison. Hann er um þessar mundir að taka upp nýja hljómplötu í Súða- vík. Þessi afurð mun seljast úti um allan heim og það verður ekki spurt að því hvort hún var tekin upp í Súðavík eða New York. Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður er þekkt úti um allt land og hróður hennar hefur nú náð út fyrir land- steinana. Á Vestfjörðum búa og starfa fjölmargir fjárfestar sem hafa tek- ið þátt í íslensku útrásinni og byggt upp fyrirtæki úti um allan heim. Ástarvikan er komin á kortið og hróður hennar hefur vakið eftirtekt. Í Álftafirði og Skutulsfirði fer fram umfangsmikið sjókvíaeldi á þorski. Vísindamenn á heimsmælikvarða búa og starfa á Vestfjörðum og stunda rannsóknir á þessari starf- semi. Í Bolungarvík er Náttúrustofa Vestfjarða. Þar fer fram metn- aðarfullt starf við Hornstrandarann- sóknir, fornleifarannsóknir og ým- islegt annað. Starfsemin vex ár frá ári og fyrir liggja rannsóknir á Látrabjargi og öðrum þáttum lífríkis Vestfjarða. Á Suðureyri, Tálknafirði, Súðavík og nú síðast í Bolungarvík kemur fjöldi ferðamanna árlega til þess að veiða fisk á sjóstöng og er hér á ferð- inni mesti vaxtabroddurinn í ferða- mennsku á Íslandi dag. 3xStál hafa vaxið frá því að vera lítið sprotafyrirtæki í öflugt útflutn- ingsfyrirtæki. Netheimar og Snerpa eru ört vax- andi fjarskipta- og þjónustufyr- irtæki. Byggðasafnið á Ísafirði, Nátt- úrugripasafn í Bolungarvík og Sjó- minjasafnið Ósvör eru viðkomustaðir tugþúsunda ferðamanna á ári. Þetta hefur kallað á aukningu í þjónustu við ferðamenn, gistinóttum fjölgar, kaffi- og veitingahúsum fjölgar og sveitarfélög gera gangskör í um- hverfismálum. Á hverju ári koma skemmti- ferðaskip með fjölda ferðamanna hingað vestur og fer þeim fjölgandi ár frá ári. Náttúran er ógleymanleg og lætur engan ósnortinn og fólk hvaðanæva úr heiminum kemur til þess að njóta hennar. Verktökum á svæðinu gengur vel og þeir eru eftirsóttir úti um allt land. Þjónusta á Vestfjörðum er mjög góð og nálægðin við þjónustuna gerir líf fjölskyldna einfaldara en þekkist á höfuðborgarsvæðinu. Vestfirðir eru fjölskylduvænt umhverfi. Mörgum hefur tekist að losa sig undan skuldbagganum með því að selja eignir sínar í Reykjavík og byrja nýtt líf á Vestfjörðum. Vissulega er pottur brotinn víða. Það þarf að stofna háskóla á Vest- fjörðum – flytja inn fólk til skamms og langs tíma. Það þarf einnig að flytja fólk út frá Vestfjörðum – stækka sjóndeildarhringinn. Það mætti einnig byggja landbúnað á sér- stöðunni sem fylgir svæðinu. Hér hefur t.d. aldrei fundist riða og auð- veldlega mætti fá umhverfisvottun á allar landbúnaðarafurðir frá svæð- inu. Með auknu framlagi til vísinda og rannsókna mætti gera sjávar- útveginn umhverfisvænni en hann er í dag. Fullvinnsla á slógi í tengslum við fiskeldi, heilsuvörur og jarðáburð er allt handan hornsins og sókn- arfæri mikil. Við höfum enga þörf á bölsýni og barlóm – framtíðin er fyrir vestan! Það má síðan spyrja sig til hvers og með hvaða formerkjum hinn hlut- lausi blaðamaður Agnes Bragadóttir fór í sinn leiðangur. Var dökk mynd fyrirfram teiknuð og viðmælendurnir valdir eftir því og svör þeirra flokkuð til þess að ná fram þessari vonleys- ismynd? Allir sem hún heimsótti dóu Grímur Atlason rifjar upp það góða sem gerist á Vestfjörðum » Þjónusta á Vest-fjörðum er mjög góð og nálægðin við þjón- ustuna gerir líf fjöl- skyldna einfaldara en þekkist á höfuðborg- arsvæðinu. Grímur Atlason Höfundur er bæjarstjóri Bolungarvíkur. Í GREINUM sem Ragnar H. Hall lögmaður ritaði í Morgunblaðið 28. og 29. júní sl. ræðst hann á undirrit- aðan vegna umfjöll- unar sem hann hefur haft uppi um fyr- irkomulag og fram- kvæmd rannsókna og saksóknar efna- hagbrota og heldur því fram að ég hafi í þeirri umræðu veist harka- lega að löggjafarvald- inu og dómstólum landsins. Auk þess sem hann í sinni seinni grein tekur að sér að uppfræða mig um þró- un mannréttinda- ákvæða í íslenskum rétti. Að veitast harka- lega að löggjaf- arvaldinu! Ragnar H. kýs að túlka niðurstöður dómstóla í nokkrum málum svo að þar sé um að ræða mistök eða útreið sem embætti Ríkislögreglustjórans hafi fengið. Í grein hans sem birtist 29. júní sl. tiltekur hann fjögur mál sem dæmi um þetta. Hann gætti hags- muna tveggja sakborninga í þessum málum sem verjandi. Ég man ekki betur en málflutn- ingur Ragnars H. í olíumálinu svo- kallaða, sem verjanda eins sakborn- inga, hafi byggst á þeim rökum að 10. gr. samkeppnislaga væri óskýr refsiheimild og studdist hann þar við fræðigrein sem Róbert Spanó pró- fessor skrifaði um það efni. Ragnari H. er einnig fullkunnugt um að í frá- vísunardómi sínum rakti meirihluti Hæstaréttar ítarlega þá annmarka á samkeppnislögum sem hann taldi vera á fyrirmælum þeirra um hlut- verk Samkeppnisstofnunar annars vegar og Ríkislögreglustjórans hins vegar, við rannsóknir slíkra brota. Vegna ummæla Ragnars H. um að undirritaður hafi eytt 13-14 mán- uðum samfleytt í undirbúning ákæru í olíumálinu, er rétt að taka fram að ákæruvaldið nýtur ekki þeirra forréttinda að fara bara með eitt mál í einu heldur er það fjöldi mála sem sinnt er á sama tíma. Það er ekki ætlan mín að ræða Baugsmál enda málinu ekki lokið, en þar sem Ragnar H. tekur það með í upptalningunni er rétt að halda því til haga að 28. júní gekk dómur í hér- aðsdómi í þeim hluta málsins sem áður hafði verið vísað frá og sendur síðar aftur til héraðsdóms af Hæsta- rétti. Helmingi ákæruliða í þeirri ákæru var ranglega vísað frá, en síð- ar sýknað vegna þeirra eftir heim- vísun málsins til héraðsdóms. Ástæðan var sú að dómurinn taldi 104. gr. hlutafélagalaga óskýra og þar með ófullnægjandi refsiheimild. Þetta þykir Ragnari H. eflaust ákæruvaldinu að kenna. Hver legg- ur okkur til þessi tæki jafn bitlaus og raun ber vitni? Er það ósk Ragn- ars H. að ákæruvaldið gefist bara upp og reyni ekki einu sinni að fram- fylgja skyldum sínum? Er einhver að gera athugasemdir við þá nið- urstöðu dómsins að vísa máli frá vegna þess að hann telur refsi- ákvæði óskýr í stað þess að sýkna eins og átti að gera? Er það einnig klúður ákæruvaldsins að mál sakborninga endasend- ist með þessum hætti milli dómstóla með töf- um og óvissu fyrir þá? Ragnar H. minnist á innherjasvikamál sem hann var verjandi í og undirritaður sótti fyrir nokkrum árum. Sak- borningur í því máli var sýknaður vegna þess að dómurinn taldi ásetning ekki sannaðan til brots- ins og lögin ekki heim- ila með skýrum hætti að refsa sakborningi fyrir gáleysisbrot. Lög- um um verðbréfa- viðskipti var breytt í framhaldi af dómnum og kom skýrt fram í umfjöllun um þær breytingar að eldra ákvæði veitti ekki full- nægjandi refsivernd vegna þessara brota. Komst Alþingi að þeirri niðurstöðu að tiltaka bæri í lagatextanum að brot framin af gáleysi skyldu varða refsingu. Er það þá einhver frétt fyrir Ragnar H. að bent sé á að löggjöf á sviði efnahagsbrota hafi verið áfátt og haft áhrif í niðurstöður dómstóla? Það hlýtur að vera hlutverk löggjaf- ans að leggja ákæruvaldinu til lög- gjöf sem stenst kröfur dómstóla. Það er einnig óásættanlegt að starfskröftum lögreglu og ákæru- valds sé sóað í að framfylgja ófull- kominni löggjöf. Sjónarhóll lögmanns Helgi Magnús Gunnarsson svarar skrifum Ragnars H. Hall Helgi Magnús Gunnarsson »Er það óskRagnars H. að ákæruvaldið gefist bara upp og reyni ekki einu sinni að framfylgja skyldum sínum? Höfundur er saksóknari efnahagsbrota. Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.