Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Aðalsteinn Júl-íusson fæddist á Akureyri 1. ágúst 1925. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Júlíus Júl- íusson rafvélavörð- ur á Akureyri, f. á Hólum í Hjaltadal 6. okt. 1883, d. 22. feb. 1975, og Mar- grét Sigtryggs- dóttir, f. á Klaufa- brekkum í Svarfaðardal 17. mars 1889, d. 11. okt. 1967. Systkini Aðalsteins voru Sigtryggur hár- skerameistari á Akureyri, Alfreð vélstjóri á Laxárvirkjun og Ak- ureyri og Sigríður húsfreyja á Akureyri og eru þau öll látin. Aðalsteinn kvæntist 3. desem- ber 1950 Áslaugu Guðlaugs- dóttur, f. á Akureyri 8. maí 1927. 1954, var verkfræðingur hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni 1955- 1957. Vita- og hafnamálastjóri 1957-1988. Rak eftir það eigið ráðgjafarfyrirtæki. Aðalsteinn sat í Skipulagsstjórn ríkisins frá 1957-1988 og jafnframt í ýmsum nefndum um vita- og hafnamál og skipulagsmál. Aðalsteinn var virkur í starfi skátahreyfingarinnar frá barn- æsku, m.a. var hann skátaforingi í Skátafélagi Akureyrar 1940- 1946, starfaði sem erindreki Bandalags íslenskra skáta 1946- 1947, sat í mótsstjórn Landsmóts skáta á Þingvöllum 1962 og var skátaforingi í skátafélaginu Æg- isbúum í Reykjavík 1969-1978. Aðalsteinn hlaut ýmsar við- urkenningar fyrir störf sín: Ridd- ari Dannebrogsorðunnar 1966, Riddari hinnar íslensku Fálka- orðu 1983, Heiðursfélagi í Al- þjóðasambandi vitastjórna (IALA- AISM), Skátakveðjuna og gull- merki skátafélagsins Ægisbúa. Aðalsteinn verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Börn þeirra eru: 1) Elín Margrét, f. í Reykjavík 18. nóv- ember 1955, d. 5. júlí 1957. 2) Júlíus verk- efnastjóri Bandalags íslenskra skáta, f. í Reykjavík 17. maí 1958, kvæntur Helgu Hallgrímsdóttur. 3) Björn Guðlaugur hjúkrunarfræðingur, f. í Reykjavík 22. júní 1963, kvæntur Björk Hreinsdóttur. Barnabörnin eru fimm. Aðalsteinn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1946, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá Háskóla Íslands 1950 og prófi í byggingarverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1953. Aðalsteinn starfaði hjá ráðgjafarverkfræði- fyrirtækinu Zeuthen, Heidam & Hjerk í Kaupmannahöfn 1953- Margs er að minnast frá þeim tveim áratugum sem ég hef þekkt Aðalstein tengdaföður minn. Bæði hann og Áslaug tóku mér vel strax við fyrstu kynni og reyndust mér ávallt vel. Þegar við Júlli fórum að búa var hann boðinn og búinn að rétta hjálp- arhönd við ýmsar lagfæringar sem gera þurfti á íbúðinni áður en flutt var inn, enda mjög handlaginn. Einn- ig finnst mér vert að minnast þess þegar hann gerði upp gömlu borð- stofustólana okkar og síðar leiðbeindi hann okkur um handbragðið, þegar hann treysti sér ekki lengur til þess að annast það sjalfur og hafði gaman af. Þegar nafni hans fæddist var ekk- ert sjálfsagðara en að passa hann þegar svo bar undir og þegar nokk- urra mánaða bið varð eftir plássi hjá dagmóður leit afi eftir stráknum ásamt ömmu, en þá daga sem amma var í vinnunni á Þjóðminjasafninu undu þeir sér tveir saman á Ein- imelnum. Seinna þegar heilsu Ás- laugar hrakaði var aðdáunarvert hvernig hann gekk í öll heimilisstörf auk þess að aðstoða hana eftir föng- um. Lengi vel fannst honum óþarfi að fá heimilishjálp af nokkru tagi. Ekki er að efa að það hefur tekið á að horfa upp á lífsförunaut sinn verða jafn illa farinn af Parkinson sjúkdóminum og Áslaug varð, en aldrei kvartaði Að- alsteinn og bar tilfinningar sínar ekki á torg. Þegar Áslaug dó fyrir rúmum tveimur árum varð að ráði að við flyttum til hans á Einimelinn og fannst honum mikils virði að geta bú- ið áfram í húsinu enda undi hann hag sínum best þar. Mynduðust við þetta enn sterkari tengsl milli hans og afa- strákanna Alla og Helga. Horfðu þeir gjarnan saman á fótbolta eða hand- bolta í sjónvarpinu. Síðast liðið haust eignuðust strákarnir hvolp sem reyndist afa góður félagi þegar annað heimilisfólk var fjarverandi við nám og störf. Að lokum vil ég þakka Aðalsteini samfylgdina og allt það sem hann hefur gert fyrir mig og mína. Megi góður guð geyma góðviljaðan og greiðvikinn mann. Helga. Elskulegur tengdafaðir minn, hann Alli, er dáinn. Það eru ekki nema tvö ár síðan Áslaug dó og þá missti Alli mikið. Hann hugsaði ákaf- lega vel um hana í veikindum hennar og gerði þeim mögulegt að vera heima. Þau voru alla tíð mjög sam- rýnd hjón og fóru t.d. dæmis í sund á hverjum degi í tugi ára og alltaf hjálpuðust þau að við matseldina. Alli hafði sérstaklega gaman af að grilla og var byrjaður á því löngu áður en það var eins algengt og nú er og það var sko grillað á kolagrilli, ekkert svona „gasdót“ sem honum fannst aldrei alvöru grill. Með grillmatnum fékk maður svo alltaf salat úr mat- jurtagarðinum þeirra. Aðalsteinn var verkfræðingur og hafði afskaplega gaman af að gera við hluti. Ég komst fljótt upp á lagið með að nýta mér það og þeir eru ófáir hlutirnir sem hann hefur límt, lagað eða bætt fyrir mig. Ekki vildi hann nú henda nokkrum hlut fyrr en fullreynt væri að ekki væri hægt að laga hann og eru mér þá sérstaklega í huga jólaseríur sem í mínum huga eru ónýtar ef ekki kviknar á þeim en Alli vildi fá að fara yfir þær og athuga hvort ekki mætti skeyta tveimur saman eða hreinsa perustæðin. Fyrstu búskaparárin okkar hjálpaði hann okkur mikið í alls konar handverksvinnu og hafði gam- an af að kenna Gunnari, syni okkar, tökin á hamri og sög. Gunnar minnist þess að afi hans var alltaf að taka hann í bóndabeygju og stela af hon- um nefinu. Hann setti líka upp rólu fyrir hann í stóra trénu í garðinum á Melnum og það vakti sko lukku og var hún síðan mikið notuð af hinum barnabörnunum. Þegar maður kom í heimsókn brást það varla að Alli sæti við stofuborðið og legði kapal og þeg- ar börnin voru með settust þau hjá honum og spiluðu ólsen-ólsen. Þessar stundir með afa sínum voru krökk- unum okkar ákaflega dýrmætar því að á meðan þau spiluðu hafði hann gaman af að segja þeim frá öllu mögulegu og spyrja þau um þeirra áhugamál og skoðanir á hlutunum. Hann fylgdist vel með því sem þau voru að gera og hafði gaman af að heyra af uppátækjum þeirra. Þau hurfu líka oft með honum inn í eldhús og fengu þá harðfisk með smjöri. Hann var líka mjög duglegur að leika við þau og hjálpa þeim að byggja járnbrautarlest úr trékubbunum niðri í kjallara. Stelpurnar okkar, El- ínu og Önnu, kallaði hann alltaf stóra skott og litla skott og ég var svo að- alskottið þegar svo bar undir. Þetta fannst þeim alltaf jafnfyndið. Alli hafði alltaf haft þann sið að færa Ás- laugu blóm og eftir að hún dó leið varla sú vika að hann kæmi ekki til mín með rós og þótti mér ákaflega vænt um það. Oft vildi hann ekkert stoppa, bara koma með rósina, og nokkrum sinnum þegar hann treysti sér ekki út í blómabúð hringdi hann í Bjössa og bað hann að kaupa rós handa mér. Ég veit að Aðalsteinn er nú þar sem hann vildi helst vera, hjá Ás- laugu sinni, og það gerir sorgina létt- bærari. Ég trúi því líka að þau muni vaka yfir okkur öllum og vernda eins og þau gerðu alla tíð. Blessuð sé minningin. Björk. Kveðja frá afastrákum. Afi er dáinn og auðvitað breytist margt. Við erum búnir að eiga heima í húsinu hjá afa síðan amma dó þann- ig að við höfum hitt hann og talað við hann á hverjum degi. Það var oft gaman að tala við afa og oft stríddi hann okkur góðlátlega, t.d. með því að kalla hundinn okkar Lubba því hann kallaði alla hunda Lubba sama hvað þér hétu. Líka reyndi hann stundum að kenna okkur betri borð- siði og vonandi höfum við lært eitt- hvað af því. Afi fylgdist með því sem við vorum að gera og hvernig okkur gekk t.d. í skólanum, fótboltanum eða handboltanum og stundum gaukaði hann að okkur viðurkenningum þeg- ar vel gekk eða laumaði til okkar far- areyri þegar við vorum að fara eitt- hvað. Húsið okkar verður tómlegra án afa en góðar minningar um hann munum við geyma. Aðalsteinn og Helgi. Þegar fréttin um andlát vinar míns Aðalsteins Júlíussonar barst mér kom strax upp í hugann gamla orð- takið ,,Eitt sinn skáti, ávallt skáti“. Ég kynntist Aðalsteini þegar hann kom að norðan og settist í verkfræði- deild Háskólans. Hann gerðist hús- vörður í skátaheimilinu með litla íbúð í endanum á einum af gömlu brögg- unum við Snorrabraut. Hann vildi hafa allt í röð og reglu og hafði gott taumhald á okkur nýliðunum. Á haustdögum 1969 lágu leiðir okkar saman í nýstofnuðu skátafélaginu Ægisbúum í vesturbæ Reykjavíkur, en þar var sameinað skátastarf drengja og stúlkna í eitt félag. Aðalsteinn og eiginkona hans, Ás- laug Guðlaugsdóttir, voru í stjórn fé- lagsins þegar ég kom að félaginu. Við fengum hjónin Arndísi Jónsdóttur og Valdimar Jörgensen með okkur í stjórnina. Þessi samhenta stjórn starfaði saman í 9 ár og skilaði félag- inu frábærum útileguskála og góðri starfsaðstöðu í íþróttahúsi Haga- skóla. Við fengum lánaðan skála í eigu starfsmannafélags flugmálastjórnar árið 1970, sem heitir Arnarsetur og er vestan við Vífilsfell. Ýmsar lagfær- ingar og viðhald fóru fram á næstu árum undir stjórn og leiðsagnar Að- alsteins, en margir unglingar úr fé- laginu fóru með honum í vinnuferðir. Gamli skátinn, Agnar Kofoed Han- sen, sá um skálann fyrir starfs- mannafélag flugmálastjórnar og var Aðalsteinn Júlíusson ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGFRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR, Fríða frá Bólstaðarhlíð, Faxastíg 9, Vestmannaeyjum, lést á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, laugardaginn 30. júní. Útför Fríðu verður gerð, föstudaginn 6. júlí, frá Landakirkju Vestmannaeyja og hefst athöfnin kl. 13.00. Sigursteinn Marinósson, Ingibjörg Birna Sigursteinsdóttir, Leifur Gunnarsson, Marinó Sigursteinsson, Mary Ólöf Kolbeinsdóttir, Guðbjörg Hrönn Sigursteinsdóttir, Halldór Sveinsson, Ester Sigursteinsdóttir, Páll Hallgrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskulegur sonur minn, bróðir okkar, mágur og frændi, MAGNÚS HELGI KRISTJÁNSSON, Lambhól við Starhaga, sem lést 27. júní, verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 15.00. Ragnhildur Jóna Magnúsdóttir, Sigurlína Sjöfn Kristjánsdóttir, Trausti Björnsson, Sylvía Hrönn Kristjánsdóttir, Kristján Kristjánsson, Jóhannes Bragi Kristjánsson, Svava Hansdóttir, Auður Gróa Kristjánsdóttir, Guðmundur Bragason, Unnar Jón Kristjánsson, Guðný Einarsdóttir og frændsystkini. ✝ Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SESSELJA KRISTINSDÓTTIR, Glaðheimum 22, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli, laugardaginn 30. júní. Útförin verður auglýst síðar. Þorgeir Guðmundsson, Herborg Þorgeirsdóttir, Heimir Sigtryggsson, Ragnhildur Þorgeirsdóttir, Jóhannes Árnason, Kristín Þorgeirsdóttir, Einar F. Hjartarson, Óli Vilhjálmur Þorgeirsson, Bodil W. Vestergaard, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær sambýliskona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, MARGRÉT SVAVARSDÓTTIR, Brekastíg 22, Vestmannaeyjum, andaðist á heimili sínu, fimmtudaginn 21. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Stefán Gíslason, Ásta Sólveig Gýmisdóttir, Sigurður Karl Kristjánsson, Guðlaugur Þór Tómasson, Elísabet Sigurðardóttir, Jóhanna Guðrún Sigurðardóttir, Róbert Daníel Kristjánsson, Þórhildur Björk Sigurðardóttir, Svanur Freyr Hauksson, Óskar Páll Sturlaugsson, barnabörn og systkini. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SVERRIR NORLAND, Sunnuvegi 5, Reykjavík, sem lést 26. júní verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 5. júlí kl. 13:00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Margrét Norland, Kristín Norland, Jón Norland , Sigríður Signarsdóttir, Halla Norland , Valdimar Sigurðsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.