Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 03.07.2007, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 3. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jóel Kristinn Jó-elsson, fæddist í Reykjavík 22. jan- úar 1921. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. júní síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Jó- el Kristinn Jónsson skipstjóri, f. í Vall- arhjáleigu í Árn. 21. apríl 1885, d. 21.mars 1921 og Margrét Jóna Sveinsdóttir, f. í Seli í Reykjavík 24. sept- ember 1889, d. 18. júní 1948. Tvær alsystur Jóels voru Elín, f. 16. apríl 1917, d. 1963, búsett á Dalvík, og Valdís, f. 22. mars 1916, d. 1972, búsett í Noregi. Hálfsystir Jóels var Margrét Jóna Sigurjóns- dóttir Johnston, f. 4. apríl 1924, d. 2001, búsett í Bandaríkjunum . Jóel kvæntist 1947 Salome Þor- kelsdóttur, fyrrverandi alþing- ismanni og forseta Alþingis, f. 3. júlí 1927. Foreldrar hennar voru hjónin Þorkell Sigurðsson vél- stjóri, f. 18. febrúar 1898, d. 1. mars 1969 og Anna Þorbjörg Sig- urðardóttir, f. 18. september 1900, d. 2000. Börn Jóels og Salome eru: 1) Anna Þorbjörg myndlist- armaður, f. 1947, giftist 1967 Páli Einarssyni jarðeðlisfræðingi, þau og c) Melkorka, f. 1997. Faðir Jóels var skipstjóri á b/v Gylfa, jafnframt rak hann búskap á Suður-Reykjum í Mosfellssveit er hann lést en jörðina hafði hann keypt ásamt vini sínum Guðmundi Jónssyni skipstjóra árið 1917. Móð- ir Jóels seldi sinn hluta jarðarinnar eftir lát hans og keypti Úlfarsá og bjó þar í nokkur ár en flutti síðan til Reykjavíkur. Þegar Jóel var 9 ára var honum komið í fóstur vegna veikinda móð- ur sinnar að Reykjahvoli í Mosfells- sveit hjá hjónunum Ingunni Guð- brandsdóttur og Helga Finnbogasyni. Jóel stundaði nám við Menntaskólann í Reykjavík og lærði síðan garðyrkju sem varð hans ævistarf. Jóel gegndi stöðu garð- yrkjustjóra Reykjavíkurborgar í Reykjahlíð í Mosfellsdal í 11 ár, þar sem m.a. var rekin uppeldisstöð á sumarplöntum og trjám fyrir garða borgarinnar þar til sú rækt- un fluttist í Laugardalinn. Síðar eignuðust þau hjón stöðina og ráku þar umfangsmikla ræktun um ára- bil. Á yngri árum starfaði hann innan UMF Aftureldingar, var stofnfélagi karlakórsins Stefnis og virkur félagi í Lionsklúbbi Mos- fellssveitar frá stofnun hans. Hann var mikill áhugamaður um náttúru landsins og ferðaðist mikið um há- lendið á meðan heilsan leyfði. Útför Jóels verður gerð frá Foss- vogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. skildu. Synir þeirra eru: a) Einar Baldvin arkitekt, f. 1967 kvæntur Aleksöndru Szatan tölvunarfræð- ingi, b) Jóel, tónlist- armaður, f. 1972, kvæntur Bergþóru Guðnadóttur hönn- uði, börn þeirra eru Breki, f. 1998 og Guðni Páll, f. 2003. Seinni maður Önnu er G. Thomas Fox prófessor. Þau eru búsett í Bandaríkj- unum. 2) Jóel Kristinn versl- unarstjóri, f. 1951, kvæntur Krist- ínu Orradóttur ritara. Börn þeirra eru: Úr fyrri sambúð með Guð- laugu Teitsdóttur kennsluráðgjafa a) Lóa Björk kennari, f. 1972, gift Helga Kristni Halldórssyni mark- aðsstjóra, synir þeirra eru Jóel Kristinn, f. 2002 og Fannar Ingi, f. 2004. Börn Jóels og Kristínar eru: b) Margrét píanóleikari, f. 1978, gift Arnari Rafnssyni lækni, synir þeirra eru Pétur Orri, f. 2001 og Tómas Atli, f. 2005. c) Jóel Kristinn læknanemi, f. 1983. 3) Þorkell tón- listarmaður, f. 1952, kvæntur Sig- rúnu Hjálmtýsdóttur söngkonu. Börn þeirra eru: Salóme fram- kvæmdastjóri og Valdís, tónlistar- og dagskrárgerðarmaður, f. 1985 Þegar ég hugsa um Jóel leitar hug- urinn strax til golfvallarins hans. Það er ef til vill ekki sanngjarnt, en einka- golfvöllur hans sýnir í hnotskurn vissa þætti í skapgerð hans: fast- heldni hans við hugmyndir, þraut- seigju hans við allt er laut að viðhaldi hans, hvernig hann meðhöndlaði bæði draum og veruleika, virðingu hans fyrir jörðinni og samskipti hans við hana, og sérstaklega þó sköpun- argleðina. Allt gerði hann á eigin for- sendum sem einstaklingur, sjálf- stæður, einn síns liðs og hafði stjórn á öllu. Þar við bættist sá ávinningur að eiga möguleika á samskiptum við aðra og þá sérstaklega að hafa hent- ugan bakgrunn fyrir góðar sögur! Það var um jól, fyrir eitthvað 20 ár- um að ég gerði fyrir hann uppdrátt af því hvernig landið hjá honum gæti litið út ef þar væri gerður lítill golf- völlur. Hann tók það alvarlega og útbjó sjálfur þrjár holur sem síðan hafa reynst þær bestu á vellinum, og áður en árið var liðið hafði hann gert hugmyndina að veruleika. (Hann hengdi líka teikninguna mína upp á vegg eins og hún væri listaverk.) Síð- an þá hefur golfvöllur Jóels verið samkomustaður fyrir börn hans, barnabörn og barnabarnabörn, auk margra annarra svo sem félaga hans úr Lionsklúbbnum og auðvitað mig sjálfan, mörgum sinnum á dag, þegar við höfum dvalist hjá þeim í Mosfells- sveit. Jóel var tengdafaðir minn, ávallt einlægur og hlýr við mig, hafði áhuga á að ræða jafn ólík málefni og stjórn- mál, einkum alþjóðleg, landafræði, jarðfræði, bókmenntir og mannkyns- sögu. Hann var þó aðallega heim- spekingur, maður sem hafði byggt upp sín eigin gildi sem hann hélt sér við á persónulegum grunni. Þessi persónulegu gildi sýndi hann jafnan í umhyggju sinni fyrir nánasta um- hverfi, þar með talin eru gróðurhúsin hans og sú vinna sem búskapurinn þar krafðist, en þó sérstaklega fyrir fjöllunum og dölunum sem hann unni svo mjög og einkenna sveitir Íslands. Það var hið sterka gildismat hans ásamt hinni miklu og stöðugu forvitni sem mér fannst merkilegast í fari Jó- els Jóelssonar. Hann spurði spurn- inga um næstum allt, og naut þess að fá bækur sem að einhverju leyti svör- uðu þessum spurningum, eða, það sem betra var, að tala við einhvern sem gat leyst úr þeim málum sem á honum brunnu. Anna, dóttir hans og eiginkona mín, sagði um gönguhraða hans og tal að það væri oft í „fyrsta gír“. Mér fannst að þessi hægð hafi verið til þess ætluð að tryggja að hvað sem hann gerði eða segði væri í samræmi við gildismat hans. Og ég held að honum hafi tekist það alla sína ævi. Hann var alltaf trúr sjálfum sér, en það held ég að oft sé erfitt að segja um þann sem er í senn maður hugs- unar, íhygli og framkvæmda. Tom Fox tengdasonur. Jónsmessunótt 2007. Tengdafaðir/dóttir, mjög sterk og mikilvæg tengsl, sem endast um ald- ur og ævi, þegar vel tekst til. Ég minnist Jóels tengdaföður míns fyrst í gróðurhúsunum heima í Reykjahlíð fyrir rúmum 30 árum. Knúppandi rósir. Á bláum slopp með þykkar mjúkar hendur. Hann tjáði mér, að þetta væri galdurinn til að fá beztu blómgun og mestan ilm úr rósunum. Þannig lærðist mér strax að knúppa sníkjur frá kjarnanum og hef ég til- einkað mér þær aðferðir í lífinu yf- irleitt. Knúppa. Snemma varð líf Jó- els flókinn dans á rósum, hann var eins og jurt, sem fékk ekki réttan áburð. Jóel var sérlega greindur og kraumandi húmoristi. Hann var mik- ill jeppakarl og stundum var eins og hann sjálfur væri í lága drifinu. Ég sá hann aldrei hlaupa; hann gekk hægt, hrasaði hægt, talaði hægt. Meitluð og úthugsuð svör hans voru ávallt fagn- aðarerindi þeim sem gáfu honum tíma til pælinga. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi, að fá að stússa í helgidómi hans, gróðurhúsunum. Þar kenndi hann manni til verka; knúppa, reyta arfa, láta flæða, skafa gler, flokka blóm og tómata, selja og reyna að græða. Gróðurhúsin hans eru hreint lista- verk, unnin af hugviti. Sjálfsbjargar- viðleitnin í fyrirrúmi, málum bjargað með óbilandi útsjónarsemi. Ungur varð hann að bjarga sér uppá eigin spýtur, og merki þeirrar reynzlu fylgdu honum í hvívetna. Einu sinni sem oftar stóð ég hann að úrlausn mála, þegar Frúin hans var önnum kafin á þinginu. Bóndinn hafði misst skyrtutölu, en saumaði hana aftur á með bréfklemmu. Lóu sína, lífsakkerið, fann hann snemma, sem betur fer. Ball á eyri í Hvalfirði, þar eygði hann fegursta fljóð landsins og náði að töfra hana til sín. Ég hef á tilfinningunni, að hann hafi jafnvel verið á stígvélunum og í smekkbuxum þegar þau hittust fyrst. En prinsessan féll fyrir töfrum glæsi- mennis sem líkti sér gjarnan við Gregory Peck á góðum degi. Að mað- ur minnist nú ekki á gáfurnar. Þarna fann Jóel það sem hann þráði í lífinu, væntumþykju, tryggð og hlýju. Hon- um hefðu staðið allar menntadyr opnar, en örlögin vísuðu honum ann- an veg. Hann skaut rótum í garð- yrkju, tengdist náttúrunni. Móður Jörð. Gróðurhúsin umvafði hann örmum sínum og sál. Fyrir tæpum tveimur árum missti Jóel fótanna og Lóa varð hans hald- reipi og næring. Þegar hann komst ekki lengur daglega útí gróðurhús til að bauka og tjasla byrjaði hann að visna. Þá var Lóa heldur betur til staðar og er ég ævinlega þakklát því, að þau hittust og tengdust í tungl- skini á eyrinni í Hvalfirði. Annars hefði ég ekki fengið Kela son þeirra. Takk fyrir allt Jóel minn, þín tengdadóttir, Sigrún Hjálmtýsdóttir. Nú þegar komið er að kveðjustund reikar hugurinn til baka og minning- ar streyma fram ein af annarri. Ég naut þeirra forréttinda að fá að vinna í sveitinni hjá afa Jóel nokkur sumur. Á meðan flestir jafnaldrar mínir voru í unglingavinnunni lærði ég að vinna í gróðurhúsunum hjá afa. Hann kenndi mér hvers virði það er að vera duglegur starfskraftur. Hann gerði sanngjarnar kröfur á góð vinnubrögð, hrósaði þegar við átti og treysti mér fyrir flóknari og erfiðari verkefnum eftir því sem aldur og reynsla leyfðu. Auk hefðbundinna garðyrkjustarfa fékk ég að glerja, steypa bílskúrsgólf, mála og takast á við alls konar pípulagnir í gróðurhús- unum. Árin með afa hafa reynst mér gríðarlega mikilvæg reynsla fyrir ut- an þau forréttindi að fá tækifæri til að eyða öllum þessum stundum, sem nú eru mér svo dýrmætar, á spjalli með afa mínum. Þar sem amma sinnti erilsömu starfi á þessum tíma þurftum við afi oft að útbúa matinn sjálf. Þar sem hvorugt okkar var sér- lega leikið í eldhúsinu á ég minningar um pizzur, hamborgara og pylsur auk áhugverðra sérrétta eins brauðs í ofni með bökuðum baunum. Þetta unglingafæði lét afi sér lynda en var auðvitað ánægðastur þegar amma Lóa var í eldhúsinu og eldaði „alvöru mat“. Afi kenndi mér líka að keyra. Ég á skemmtilegar minningar frá því þeg- ar ég fékk að setjast undir stýri á bláa Broncoinum með gírana við stýrið og keyra nokkra metra á miðju túninu heima í Reykjahlíð. Afa þótti einnig mjög mikilvægt að ég lærði að keyra yfir ána enda var hann mikill áhugamaður um jeppaferðir. Ein bestu meðmælin sem afi gat gefið Helga Kristni, manninum mínum, voru líka að hann væri mjög góður bílstjóri, „næstum eins góður og pabbi þinn“, sagði hann eftir eina fjallaferðina þegar keyrt var upp á Langjökul. Sunnudagarnir í sveitinni hafa ver- ið fastur punktur í minni tilveru allt mitt líf. Ég, eins og afi, á það til að vilja hafa hlutina í föstum skorðum, allir eiga að sitja í sömu sætunum, á sama tíma og helst á borðið alltaf að snúa eins með sömu kökunum, a.m.k. hjónabandssælunni hennar ömmu. Nú verður breyting á. Afi mun ekki sitja í sínu sæti þó hann muni verða með okkur í minningunni um ókomna framtíð. Elsku afi, þakka þér fyrir allan fé- lagsskapinn, lærdóminn og allt sem þú hefur gefið mér. Þín sonardóttir, Lóa Björk. Elsku afi Jóel. Fyrsta alvöru vinna okkar systra var hjá þér í Garðyrkjunni í Reykja- hlíð. Þar kynntumst við garðyrkju- manni sem var mikið í mun að kenna okkur hvernig maður bæri sig rétt að í gladíólu-innpökkun, vökvun og ar- fatínslu. Skemmtilegast var á föstudögum þegar við fórum í gúmmístígvél og þrifum gróðurhúsin með því að skrúfa frá öllum krönum og slöngum þannig að allt fór á flot. Okkur er einstaklega minnisstæð- ur gallinn sem þú varst iðulega í þeg- ar þú varst að bardúsa í gróðurhús- unum: Bláar smekkbuxur, köflótt skyrta og Lotto strigaskór. Í okkar huga eru þetta einkennisföt garð- yrkjumannsins. Gróðurhúsin standa enn þótt þú sért horfinn á braut. Þau munu standa sem minning um garðyrkjubóndann í Reykjahlíð og sem minning um góðan afa. Elsku amma, guð veiti þér styrk á þessum erfiðu tímum. Salóme og Valdís Þorkelsdætur. Þegar afi minn og nafni er nú horf- inn á braut eftir erfið veikindi, hrann- ast upp minningarnar. Í mínum huga er ímynd afa Jóels tengd gróðurhús- unum, vinnuskúrnum og Mosfells- dalnum órjúfanlegum böndum, en þar rak hann garðyrkjustöðina Reykjahlíð í fjölda ára. Fyrir okkur barnabörnin var það ómetanleg reynsla að komast í sum- arvinnu í gróðurhúsunum hjá afa. Þar lærðist fljótt að tína tómata, setja niður lauka, klippa blóm og selja; glerja þök og slá tún. Hjólböru- próf var skilyrði og var það tekið með viðhöfn; fullar börur af tómatkössum keyrðar frá hlaði og niður í skúr. Eft- ir það var maður fær í flestan sjó. Afi Jóel var með ákveðnar skoðanir hvernig gera skyldi hlutina. Ákvarð- anir um framkvæmdir í garðyrkju- stöðinni voru oft teknar að vel ígrunduðu máli, gjarnan að viðhöfðu spakmæli eins og „betur vinnur vit en strit“ eða „betri er krókur en kelda“, og þó ekki væri endilega ná- kvæmlega rétt áhöld eða efni við höndina til verksins voru málin yf- irleitt leyst farsællega að hætti húss- ins. Eftir vinnu var svo áin stífluð og flekar smíðaðir, og á seinni árum var golf spilað á heimalöguðum golfvelli afa. Eftir því sem árin líða verður þessi reynsla úr garðyrkjunni Reykjahlíð og kynni mín af afa Jóel æ dýrmætari og stend ég sjálfan mig stundum að því að nota eftirlætisspakmælin úr gróðurhúsunum í eigin barnauppeldi. Það er e.t.v. til marks um þessi áhrif, að þegar við hjónakorn ákváðum að láta pússa okkur saman fyrir nokkr- um árum, þótti okkur varla annar staður meira viðeigandi til veislu- halda en í gróðurhúsunum og skúrn- um hjá afa Jóel. Þótti honum það harla einkennileg bón, en úr varð ein- staklega eftirminnilegur dagur í okk- ar lífi og frábær veisla. Afa Jóels verður sárt saknað og það er einkennilegt að ímynda sér að einn góðan veðurdag gæti maður hugsanlega sjálfur verið til svara þegar einhver kallar á afa Jóel. Jóel Pálsson. Jóel Kr. Jóelsson  Fleiri minningargreinar um Jóel Kr. Jóelsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýjar kveðjur við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞURÍÐAR HERMANNSDÓTTUR, Skarðshlíð 23d, Akureyri, áður á Húsavík, Arnviður Ævarr Björnsson, Eydís Arnviðardóttir, Snorri Pétursson, Björn Jósef Arnviðarson, Jóhanna Sigrún Þorsteinsdóttir, Hermann Gunnar Arnviðarson, Unnur Eggertsdóttir, Börkur Arnviðarson, Inga Dóra Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Hjartanlegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, ÞÓRÐAR GUÐJÓNS FINNBJÖRNSSONAR, Ársölum 5, Kópavogi. Elísabet Elíasdóttir, Sigríður Þórðardóttir, Pétur K. Hlöðversson, Þorbjörg Auður Þórðardóttir, Viðar Bragi Þórðarson, Ragnheiður Bára Þórðardóttir, Timo Jenssen og barnabörn. Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.