Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.07.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 185. TBL. 95. ÁRG. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is LANDSMÓT UMFÍ AKSTUR OG BAKSTUR Á MEÐAL KEPPNISGREINA Í KÓPAVOGI >> ÍÞRÓTTIR STARRINN ÓLIVER ER SKRÍTIÐ GÆLUDÝR EFTIRHERMA SKEMMTILEGUR >> 17 FRÉTTASKÝRING Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is SKIPULAGSMÁL og ekki síst deilur vegna skipulagsmála eru sífellt til umræðu í fjölmiðlum um þessar mundir. Flestum ber saman um að slíkum málum hefur fjölgað í seinni tíð. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórn- málafræði, segir þróunina tengjast minnk- andi áhuga almennings á hefðbundnum stjórnmálum. Á sama tíma og færri kjósi til þings og taki þátt í starfi stjórnmála- flokka finni einstaklingar sér önnur mál sem þeir hafi sterkar skoðanir á. Skipu- lagsmál hverfis skipti íbúa miklu máli og þeir skynji líka að þar geti þeir haft áhrif, ólíkt fjarlægari spurningum landsmálanna. Ástæða þróunarinnar sé einkum sú að stór hópur fólks hafi menntun og getu til að afla sér upplýsinga og treysti sér því til að taka afstöðu og taka þátt í umræðum án milliliða eins og stjórnmálaflokka. Vaxtarverkir samráðs á Íslandi Sigurborg Kr. Hannesdóttir hefur sér- hæft sig í þátttöku- og samráðsferlum hjá fyrirtækinu Alta og hefur komið mikið að samráði varðandi skipulagsmál. Hún tekur undir að almenn þróun stjórnmálanna hafi áhrif en bendir jafnframt á að með aukinni þéttingu byggðar hafi skapast árekstrar. Að sama skapi komi nú fram öflugir þró- unaraðilar sem kaupi land og ætli sér að koma fyrir miklu byggingamagni. Sigurborg segir vaxtarverki einkenna samráðsferli um skipulagsmál hér á landi. Togstreita skapist þegar ekki sé kallað eft- ir viðhorfum íbúa fyrr en langt sé liðið á skipulagsferlið. Sveitarfélög hafi brennt sig á því að skilgreina ekki hver séu mark- mið samráðs og stundum telji íbúar þess vegna að samráð þýði að þeir fái að ráða öllu um þróun mála. Jafnframt geti það gerst að fámennur en hávær hópur íbúa hafi sig mikið í frammi, því ekki sé kort- lagt hverjir það eru sem helst hafi hags- muna að gæta. Sigurborg segir að mark- miðið með samráði við íbúa hljóti að vera að skipulag verði betra og oft takist það. Hún tekur sem dæmi að haldin hafi verið íbúaþing á upphafsstigum aðalskipulags og þá hafi verið hægt að greina þarfir íbúa einkar vel. Morgunblaðið/Jim Smart Tölvumynd Oft reka íbúar upp ramakvein þegar framtíðin birtist fullmótuð. Sífelld rifrildi um skipulag Er samráð við íbúa til trafala eða af hinu góða? Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn@mbl.is „ÞAÐ eru ýmis sóknarfæri í því að einkavæða endurhæfinguna,“ segir Guðjón Magnússon, sem í haust hættir hjá Evrópuskrifstofu WHO í Kaupmannahöfn og hyggst starfa að ráðgjöf í heilbrigðismálum. Guðjón segir að sér sýnist vaxandi skortur í endurhæfingarmálum hér á landi og því þurfi að efla hana verulega. Með einkavæðingu nefn- ir hann að það mætti fá trygginga- félög og sjúkrasjóði inn í kostnaðar- dæmið. „Endurhæfing er þannig málaflokkur að hún er langtíma- verkefni en ekki bráðaaðgerð. Það er því auðvelt að beita útboðum og fá samanburð um gæði og verð. Við vitum að þarna kreppir skórinn og útboðsfyrirkomulag er að mínu mati skjótvirkasta lausnin.“ Guðjón segir landslagið hafa breytzt mjög síðan heilbrigðismálin voru flutt frá sveitarfélögum til ríkisins og tel- ur nú tímabært að kanna tilfærslu til baka. „Sveitarfélögin eru nú færri og stærri og víðast hvar það öflug að geta staðið undir rekstri og eflingu heilsu- gæzlu. Við höfum reynslu af samþættingu á Akureyri, sem rekur ekki bara heilsu- gæzlu, heldur og heimaþjónustu og þjón- ustu við fatlaða. Höfn í Hornafirði er ann- að slíkt tilraunasveitarfélag.“ | 20 Endurhæfing einkavædd og heilsugæzla frá ríkinu Guðjón Magnússon BLÁSIÐ var í herlúðra með miklu vopnaskaki um helgina þegar slegið var heimsmet í alls- herjar vatnsbyssuslag á landsmóti UMFÍ í Kópavogi. Hátt í 2.000 manns á öllum aldri létu sig hafa það að blotna til að taka þátt í allsráðandi og leikgleði fremur en bar- dagagleði sem réð för. Máltækið segir enda að enginn sé verri þótt hann vökni og átti það sannarlega við gegnvota keppendur sem létu hvergi undan. slagnum og var innlifunin svo mikil að erfitt var að fá suma keppendur til að hætta. Þrátt fyrir að hávær heróp glymdu um Kópavoginn varð þó engum meint af og enginn klofinn í herðar niður, enda ungmennafélagsandinn Morgunblaðið/ÞÖK Hátt í 2.000 manns slógu heimsmet í vatnsbyssuslag London. AFP. | Fyrrverandi leiðtogi Frjálslynda demókrataflokksins breska, Charles Kennedy, studdi í fyrra tillöguna á þingi um reykingabann á veitingahúsum og í öðru lokuðu rými fyrir al- menning. Bannið tók gildi 1. júlí en á dögunum fékk hann tiltal hjá lögreglu þegar hann kom til Plymouth. Sést hafði til hans reykja við lestar- glugga. Kennedy tjáði lögreglumanni sem kallaður var á staðinn að hann hefði haldið að hann væri ekki að brjóta af sér þar sem hann púaði út um gluggann. „Málið var leyst með óformlegum hætti,“ sagði tals- maður lögreglunnar. Áramótaheit Kennedys árið 2005 var að hætta að reykja. Nokkr- um mánuðum síðar reykti hann enn, hins vegar var hann búinn að „draga geysilega“ úr tóbaksnotkuninni, að eigin sögn. Bannað að púa út um lestargluggann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.